Vísir


Vísir - 17.12.1968, Qupperneq 9

Vísir - 17.12.1968, Qupperneq 9
9 V í S IR . Þriðjudagur 17. desember 1968. nTnnniiii iii—rTpii rrí'nnwi iiiiimfiHfimíii m—iiiT—nf x1' jgkki er það ólíklegt, að gamall kunningj komi í heimsókn til íslands einhvern tíma nú í vetur, og ef til vill hefur hann þegar stungið sér niður. Þessi gamli kunningi er þó ekki auðug ur fslandsvinur færandi gjafir handan um höf, heldur — veiki, sem á upptök sín í hinum fjar- lægari Austurlöndum — eða meö öðrum oröum Asíuinflúens- an. Það er ósennilegt, að ísland verði útundan á yfirreið inflú- ensunnar um heiminn. Að vísu hefur hennar víða ekki orðið vart í Evrópu og Vesturheimi, en á hinn bóginn telja þeir, sem bezt eru hnútum kunnugir, að við munum naumast komast hjá heimsókn hennar. Til dæmis er nú þegar um aö ræöa tvö sjúk- dómstilfelli í Reykjavík þar sem inflúensan er að líkindum á ferð. Sem betur fer álíta menn einnig, aö hún muni ekki teggj- ast sérlega þungt á þá, sem koma fil meö að sýkjast af henni. Gamall kunningi á leið til Hongkong-inflúensuvírus A 2 68 er sem sagt aö llkindum kom inn til íslands. Það getur verið að hann leynist hér um nokkum tíma, án þess að hans verði veru lega vart. En á meðan fjölgar honum og hann breiöist sífellt meira út. Enginn getur skýrt til hlítar, hvemig stendur á því, að smit- andi veiki, sem í vor lagði tugi þúsunda f rúmiö í Hongkong, getur á fáeinum mánuðum farið eins og eldur í sinu um mestalla jörðina. En það er öruggt að veikin er einhvers staðar á leið- inni. Síðustu fregnir þar að lút- andi hafa t.d. borizt Frá Lundún um — og síðasta landiö utan Evrópu, þar sem farsóttin geis- aði var Persía. Vegir farsóttar eru órannsakanlegir Hvemig í ósköpunum er hægt að fylgjast með útbreiðsiu far- sóttar? Þegar um er að ræða smitandi sjúkdóm, er það ein- stæð stofnun, sem hefur það að verkefni sínu að fylgjast með út breiðslu hans. Það er Alþjóða heilbrigðismálastofnunin. (WHO eða World Health Organization). Þegar farsóttin kom upp í Hong kong í vor, króuðu menn smit efnið þegar af og rannsökuðu það, síðan hefur verið fylgzt nákvæmlega með útbreiðsiu veikinnar Það er mikilvægt að þekkja nákvæmlega eðli smitefnisins, því að inflúensan nær þvf aðeins að breiðast sem farsótt um heim inn ef inflúensuvírusinn hefur tekið raunverulegum breyting- um. Inflúeijsuvirusinn er sífellt að breytast, oftast eru þessar breyt Imgar svo litlar, að fólk, sem var bólusett siðast, þegar flensu faraldur gekk yfir, hefur mót- stöðuafl gegn sjúkdómnum. Meö hæfilegu millibili gerast samt meira afgerandi hlutir. Ef til vill er um stökkbreytingar að ræða, og ef til vill hefur vír- usinn smám saman tekið tvo miklum stökkbreytingum, að ekki er lengur hægt að halda honum í skefjum með ssma bóluefni og fyrr. Þannig fær nýr inflúensufaraldur byr undir báða vængi. Ekki eins hættuleg Með öðrum oröum er þaö sem sagt áríðandi fyrir læknavísind in aö ákveða af hvaða tegund in flúensuvírus er, þegar farsóttin hefur göngu sína. Árið 1947 kom fram nýr in- flúensufaraldur, sem breiddist víða út, þótt ekki næðj hann yf- ir alla heimsbyggðina. Aftur á móti kom fram vírus árið 1957 í Mansjúríu, sem fór um allan heim á minna en ári. Búizt er við meiriháttar in- flúensufaraldri á að gizka tí- unda hvert ár, og þar sem nú er lengri tími liðinn, virðist vera um góðan jarðveg að ræða fyrir nýjan faraldur. Það smitefni, sem uppgötvað var árið 1957, var að ýmsu leyti frábrugðiö hinum fyrri vír usum, sem þekktir voru, og fékk nafnið A 2. Sú inflúensá, sem vart varð í vor í Hong- 'kong, og fyrst fannst i vændis- húsi, þar í borg, er að líkindum komin til Hongkong frá Rauða- Kína. En það var ekki fyrr en menn urðu varir við inflúens- una í Hongkong, að WHO (Al- þjóða heilbrigðisstofnunin) hóf eftirlit með henni. Þegar Hongkong-vírusinn var rannsakaður í Japan, var i fyrstu talið, að um væri að'ræöa- nýja tegund áf :inflúensúvfrUá?, v sem var gefið nafnið A 3. Um leiö og þessi rannsókn var gerð fór fram önnur lík í Lundún- um, en þar er önnur helzta rann sóknarstöð í heimi á þessu sviði (hin er í Atlanta U.S.A.). Þar fékkst sú niðurstaða, að þarna væri á ferðinni vlrus af tegundinni A 2, sem fyrr hefur verið minnzt á, þótt í þetta sinn værj hann töluvert frábrugðinn sinni venjulegu mynd. Þess vegna er vírusinn að þessu sinni nefndur A 2 68. Þessi inflúensa hefur farið víða. Eftir að hennar varð fyrst vart í Hongkong, breiddist hún út til Manila, Japan og Ástralíu, til Síam og Singapore og síðast til Indlands og Persíu (eða ír- ans), þar sem útbreiðslan var heft um stund, unz veikin hélt innreiö sína í Evrópu. I Persíu smitaðist fyrsti Norð urlandabúinn, sem vitað er til, að hafj tekið veikina, en það var danski Iæknirinn Jens Chr. Siim, sem var staddur á WHO- ráðstefnu í Teheran. Inflúensan er að þessu sinni fremur góðkynjuð, það versta er yfirstaðið eftir þrjá daga, og eftir það þurfa sjúklingarnir tvo daga til aö ná sér að fullu. Varnar-pillan Þótt varla sé hægt að tala um, að fólk beinlínis hlakkj til þeirr ar stundar, er inflúensan kemur til heimalanda þeirra, eru samt Pilla, sem nota átti til nælonframleiðslu, er nýjasta mótefnið gegn Asiu-inflúensu! ýmsir, sem bíða óþreyjufullir eft ir henni. Til dæmis læknar og vísindamenn, sem vinna pö því að rannsaka niö nýja bóluefni „amantadin“ en með þv' gera menn sér vonir um að hægt veröi að gera menn ónæma fyr ir veikinni. Amantadinið er ekki bóluefni, sem sprautað er inn í líkamann heldur tekið inn í pilluformi. Amantadiniö á sér einkenni- lega sögu. Það var á sínum tíma framleitt hjá Du Pont í Banda- ríkjunum í von um að hægt væri að nota það í sambandi við plastiðnað. Þegar það kom á daginn, að hið nýja efni dugði ekki til þess, var það lagt á hill una, unz mönnum datt í hug hvort hægt væri að nota það við lsþkningar. Við hinar venjulegu tilraunir með efnið tóku menn eftir því að það hafðj áhrif á inflúensu- vírus. Það getur ekki bælt sjúk dóminn niður, eftir að hann hef ur tekið sér bólfestu í einhverj- um. en séu pillurnar teknar áð- ur en von er á smitj eru tölu- verðar líkur á því að viðkom- andi taki ekki veikina. Ef til vill gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að sannreyna, hver áhrifamátturamantadinsins er. Ur því að ein pilla á dag kostar sem svarar 10 kr. ísl„ en venjuleg daglaun eru miklu Hvemig gengur jólaundirbúningurinn?v Ingibjörg Eiríksdóttir: — Al- veg ágætlega, ég er búin að öllu nema taka til. Kristín Eyjólfsdóttir: — Hann gengur ágætlega, ég á náttúr- lega eitthvað eftir. hærri, er auðvelt að sjá, að það borgar sig aö taka pilluna — ef eitthvert gagn er þá í henni. Tekizt hefpr. eftir hefðbundn- um leiöum að rækta bóluefni til notkunar gegn Hongkong-in- flúensunni. Hér á landi eru til nokkrar birgðir af því, en þær eru samt ekki ætlaðar fullfrísku fólki, þar sem því stafar lítil hætta af veikinni, heldur þeim sem eru veiklaðir og svo að sjálfsögðu börnum og gamal- mennum. Franska veikin — eða Spánska veikin? ljómandi, ég er alltaf svo snemma í því, ég var að enda við að setja jólakortin í póst og ætla að fara að baka laufabrauðið. Það var ekki fyrr en 1933, að mönnum tókt að finna inflú- ensusmitefnið. Þess vegna er ekki hægt aö segja með vissu um hvort Spánska veikin — sem reyndar átti upptök sín í Frakklandi en ekki á Spáni — var inflúensufaraldur eða ekki, þótt líklegt megi þaö teljast. — Helmingurinn íbúa jarðarinnar varð var við þessa veiki, sem geisaði á árunum 1918—1920. Álíka sóttir eru þekktar frá 1889-91, 1847—48, og á öðrum timum allt aftur til 12tu aldar. Samt er engin ástæða til að óttast, að Hongkong-inflúensan eða það sem kann að koma í kjölfar hennar, þegar fram líða stundir eigi eftir að rifja upp fyr ir mönnum það, sem gerðist í Spönsku veikinni. Nú eru til mótefni gegn inflúensunni sjálfri, og ly.f, sem eru jafnvel enn mikiivægari. það er að segja lyf gegn fylgikvillunum, einkum lungnabólgu, en það voru fylgi kvillarnir. sem gerðu veikina þá svo hættuiega, Allt bendir til þess, að inflú- ensan i vetur (ef hún lætur þá á sér kræla) veröi ekkj alvarleg. Sennilega veröur komið bæði fram yfir jól og nýár, áður en veikin breiðist út um landið, og ef til vill veröur liðið fram: undr vor, þegar þessi gestur kemur aðvífandi utan úr löndum. Lilja Oddsdóttir: — Hann gengur bara eins og venjulega. Ég hef sparaö allt mitt líf og spara líka núna. Olga Hjartardóttir: — Hann Igengur nú ósköp rólega fyrir sig. Ég hef ekkert sérlega mik- ið fyrir jólunum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.