Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 17. desember 1968. Konan elskar ilniinn af Maðurinn þekkir' gæðin. Liusneii 178 - Simi 21120 Reykjavik • Allt að 20 mínútur geta ökumenn sparað sér, ef þeir aka Skúlagötuna eða Hring- brautina í stað Laugavegar, þegar þeir ætla „niður í bæ“. • Enda beinir lögreglan þeim tilmælum til vegfar- enda, að að þeir aki ekki Laugaveginn, heldur aðrar Ieiðir, enda er hugsanlegt, að loka þurfi Laugaveginum al- veg, ef þar myndast umferð- artafir núna í jólaönninni. AÖ venju undanfarinna ára þarf lögreglan að grfpa til sér- stakra ráðstafana í umferðinni vegna þeirrar örtraðar, sem myndast í jólaösinni síðustu dagana fvrir jól. Þessar ráðstaf anir gáfust einkar vel í fyrra, enda skildu vegfarendur sjálf- ir mjög vel, hver vandi var á ferðinni. Fólk lagði niður af sjálfu sér þann vana, aö aka á milli verzlana á bifreiðum sín- um og skildi við bifreiðam- ar á stæðum utarlega í miðbæj- arhringnum. Eins og um sfðustu jól verður gjaldskylda við stöðumæla jafn lengi og verzlanir eru almennt opnar, þ. e. til kl. 22. laugard. 21. des, og til kl. 24 mánud. 23. des. Ökumönnum verður hollara að leggja bifreiðum sín- um vel í stæðin, því að lögreglan hefur látið það orð frá sér fara, að hún muni fjarlægja bifreiðar af stæðum, ef þeim er þannig lagt, að þær trufli umferð. Hins vegar verða 40—50 lög- reglumenn til leiðbeiningar og aðstoðar f umferðinni í mið- bænum og vesturbænum, en ein ir 15—20 í austurbænum — fyrir svo utan lögreglulið á bif- hjólum og eftirlitsbifreiðum. Bifreiðaumferð veröur alger- lega bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti 21. des. og 23. des. (fyrri daginn frá kl. 20 til 22 og seinni dag- inn frá kl. 20 til kl. 24). Ein- stefnuakstur er settur á einar fjórar götur og vinstri beygja bönnuð úr fimm götum, eins og menn munu sjá á umferðar- skiltum. / umferðinni að hefjast KREFJAST SKYRSLU UM MORÐIÐ Á GUNNARI (9 Fundur Bandalags íslenzkra leigubifreiðastjóra hefur kraf- izt þess að rannsóknarlögreglan gefi nú þegar skýrslu varðandi rannsókn á morði Gunnars Tryggva sonar, þar sem ekkert hefur lengi heyrzt frá lögreglunni um málið. • Fundurinn telur illa farið að rannsóknarlögreglan í Reykja- vík skyldi ekki hafa orðið við ósk Bifreiðastjórafélagsins Frama í fyrravetur um að fengnir yrðu er- lendir sérfræöingar til aðstoðar við rannsókn morðsins. Franskur drengjakór dvelur hér um jólin Brufust inn í íbúð gamallar konu Brutu og br'ómluðu en stálu engu 19 Ófögur sjón mætti gamalli konu, sem kom að heimili 'ínu í Hafnarfirði á laugardags- kvöld eftir eins sólarhrings fjar- veru. Allt var á rúi og stúi í búðinni. Skúffur dregnar út úr "kápum og hvolft á gólfið, hús- ’iunum hafði verið velt um og 'mis hervirki verið framin. Eindæma skemmdarfýsn virðist hafa ráðið gerðum þeirra, sem brotizt höfðu inn í íbúð gömlu kon unnar, sem býr í húsi við Reykja- víkurveg í Hafnarfirði. Engu hafði verið stolið, en engu hafði heldur verið eirt. Til marks um spjöllin, sem unn- in höfðu verið, má nefna skeinmd- ir á tveim útvarpstækjum, sem konan átti. Tækin höfðu verið rifin sundur — bakhlið þeirra sprengd frá með skrúfjárni eða öðru áhaldi - og allir þræðir inni i þeim höfðu verið klipptir sundur, líklega með töng. Konan haföi farið að heiman á föstudagskvöld og ekki komið heim fyrr en síðdegis á laugardag. Á þeim tíma hefur þessi verknaður Pétur Ottesen látinn Pétur Ottesen, þingismaður lézt fyrrverandi al- f gærmorgun að 7 DAGAR TIL JÓLA heimili sínu að Ytra-Hólmi í Akra- neshreppi. Pétur var áttræður að aldri og varð bráðkvaddur við bú- störfin. Pétur fædist 2. ágúst 1888 á Ytra-Hólmi. Hann serðist þingmað- ur Borgfiröinga 1916 og sat sam- fleytt á þingi i 43 ár og hefur enginn annar setið jafnlengi á Al- þingi. Lét Pétur mikið að sér kveða í málefnum bænda auk þess sem hann var áhrifamaður innan Sjálf- stæðisflokksins. Á aðfaranótt aðfangadags koma hingað til lands „Hinir litlu næturgalar heilags Már- teins“ eða „Les Rossignolets de Saint-Martin. Þetta er drengja- kór frá franska iðnaðarbænum Roubaix. Um jólin 1966 kom þessi sami kór hingað og söng víða og skemmti fólki og hlaut einróma lof fyrir list sína. Kórinn var stofnaður árið 1952 af ábótanum Paul Assemaine, en stjórnandi Litlu næturgalanna er nú Braure ábóti, sem hefur undan- farin fjögur ár verið kennari hanns og leiðbeinandi. í kómum eru 50 drengir og ungir menn á aldrin- um 9 til 21 árs, en að jafnaði eru litlu drengirnir ekki með á ferða- lögum kórsins. Kórinn syngur jöfnum höndum sígilda franska söngva, þjóðlög frá ýmsum löndum, pólifónískar mót- ettur, negrasálma og verk gömlu meistaranna. Litlu næturgalarnir munu syngja í Kópavogskirkju á jóladagskvöld og d Háteigskirkju á 2. jóladag. Ennfremur munu þeir syngja á Akranesi, Keflavík, Hafnarfirði o$ Borg í Grímsnesi. Annar viðræðu- fundur í vikunni FYRSTI viðræðufundur nefndar Alþýðusambandsins og rikis- stjórnarinnar var haldinn í gær. Búizt er við næsta fundi í vik- unni. Á ýmsu nekk, áður en mið- stjórn ÁSÍ hóf viðræðurnar. Eð- varð Sigurðsson bar meðal ann- ars fram þá tillögu. að frestað vrði að kiósa viðræðunefnd. Var hún felld með jöfnum atkvæð- um og nefndin valin. Hannibal Valdimarsson, forseti ASl, og’ kommúnistar deila nú mjög vegna þessa máls, og kallar Þjóð- viljinn Hannibal „sveigjanlegri“ «*n góðu hófi gegnir. Hannibal lýsti þvi hins vegar yfir á Alþingi í gær. að tilraunir til samninga við ríkis stjórnina megi alls ekki dragast vegna atvinnuleysis, og hefði átt að reyna þessa leið, áður en rík - stjórnin kom fram á Alþingi með frumvörp, er gerðu út um kiör verkafólks, sem eðiiiega værn samn ingsatriði milli þess og atvinnurek- enda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.