Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 1
VISIR 58. árg. - Mánudagur 30. desember 1968. - 294. tbl. Dagblaðið Vísir \óskar lesendum s'mum og landsm'ónnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samskiptin á jbv/ sem er að liða fíensa og fiskirí suður með sjó • Suðumesjamenn brugðu sér á I flensunnar, sem heriar nú mjög sjó milli hátíðanna, þótt ekki aettu þar suður með sjö. þeir von í stórum feng. Fjórir bát- Þóttist hafa fengið banka-j bókina upp í spilaskuld — Var stöðvaður i bankanum — Spilaskuld, sagði piltur- inn, sem lögreglan hafði hand tekið, grunaðan um að hafa stolið bankabók úr húsi, þar sem hann hafði verið gest- komandi aðfaranótt laugar- dagsins. Þrætti pilturinn fyrir að hafa stolið bankabókinni, en sagöi að húsbóndinn hefði látið hana af hendi við sig upp í spilaskuld. Bankabókin var eign eiginkonu húsbóndans og hafði hún saknað bókarinnar og kært hvarfið tii lögreglunnar. Var bankanum gert viðvart að laugardagsmorgni og stóðst það á endum, að tilkynning kom úr bankanum kl. 11.30 um morgun- inn, að þá væri maður að taka peninga út úr bókinni — 4500 kr. Lögreglan kom á vettvang, en þá hefur piltinn grunað ým- isiegt, því aö hann gaf sig ekki fram, þegar gjaidkerinn las upp nafn hans við afgreiðslulúguna. Komst pilturinn út úr bankan- um, en náðist síðar. Gaf hann þá skýringu, að hann hefði komið föstudagsnóttina í húsið, þar sem spilamennska hefði verið í gangi. Hefði hann setzt að spilum og á stuttri stundu unnið álitlega fúlgu af húsbóndanum, sem greitt hefði svo skuld sina með því að afhenda honum bankabók eig- inkonunnar. Undir úttektarnótuna í bank- anum hafði pilturinn skrifað sitt eigið rétta nafn. Hjónin, sem pilturinn hafði verið gestkomandi hjá, höfðu hins vegar aðra sögu að segja. Hafði maðurinn hitt piitinn niðri í bæ um kvöldiö og boðið hon- um með sér heim, ásamt öðrum. Um nóttina hafði vín þrotið og hafði húsbóndinn sent einn af örkinni með þúsund króna seðil að kaupa áfengi, en sá kom aldrei aftur. Síðar um nóttina hafði svo þessi ungi maður yfirgefið sam- kvæmið og einhvern tíma eftir það saknaði konan bankabókar sinnar. Vaknaði grunur hjá þeim um, að pilturinn hefði stol- ið henni, og gerðu þau lögregl- unni viðvart. Hins vegar hafði engin spilamennska átt sér stað. Piltur þessi hafði verið látinn laus úr gæzluvarðhaldi hjá lög- reglunni rétt fyrir jólin, en hann hafði veriö viðriöinn þjófnaöi, sem lögreglan hafði fengið til rannsóknar 70 dauðaslys á þessu ári Nær fjórum sinni færri dauðaslys i umferðinni en i fyrra • SJÖTÍU íslendingar lét- ust af slysfötum það sem af er ár- inu 1968, svo opinberlega sé vitað. Þrjátíu og sex menn drukknuðu, sjö iétust í vinnusiysum, en 8 lét- ust í umferðarslysum og er það miklu lægri tala en í fyrra og yfir- leitt undangengin ár. Dauðaslys urðu 29 í umferðinni í fyrra. Virð- ist óttinn við aukna slysatíöni fyrst eftir hægri breytinguna hafa verið ástæðulaus og fremur ástæða til þess að ætla aö breytingin hafi orðið til þess að draga úr slysa- hættunni. — Af þessum átta um- ferðarslysum eru þriú dráttarvéla- slys. Af þeim 36, sem drukknuðu á árinu, fórst 21 með skipum, tveir féliu útbyrðis, en 13 fórust við land. — Það er há tala miðað við önnur dauðsföll á sjó. Tölur þessar ná að sjálfsögðu Þíðviðri um ullt lond um úrumót • Bútet er við þíðviðri um allt land um áramótin og dálítilii rign- ingu á Suður- og Vesturlandi en góðviðri á Norður- og Austurlandi. • í gær kóinaði snögglega norð- antil á landinu en búizt er við að * hlýni aftur í dag og í nótt og vind ^ áttin verði af suöaustan. ekki nema til dagsins í dag. Fyllsta ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að fara að öllu með gát í gaml ársdagsgleði sinni, þar sem slysa- hættan er sialdan meiri bæði í um- ferðinni og eins á mannamótum og í heimahúsum vegna hinna ýmsu uppátækja sem jafnan eiga sér stað um áramót, elda og sprenginga. Sex Islendingar létust hér á landi í flugslysum. Sex létust af siys- förum erlendis. Auk þessa létust tveir útiendingar hér á iandi i vinnusiysum. Þrjár systur handai þrem braeðrum Margir nota hátíöarnar til þess að ganga í það heilaga eða setja upp hringana. Eitt vegieg- asta brúðkaup, sem haldið hef- ur verið nýlega fór fram að Brjánslæk í Barðastrandarsýslu sunnudaginn fyrir jól en þá gifti Guðmundur Einarsson bóndi á Brjánslæk þrjár dætur sínar þrem bræðrum frá Auðkúlu, en þefr eru synir Þórðar Njálsson- ar, kennara og bónda þar. Margt var um manninn í brúð kaupsveizlunni eftir hjónavígsl- urnar en prófasturinn í Barða- strandarsýsiu séra Þórarinn Þór gaf brúðhjónin saman í kirkj- unni á Brjánslæk. Brúðhjónin, sem gefin voru saman eru: Hildigunnur Guð- mundsdóttir, sem giftist Hreini Þórðarsyr.i, Ragnhildur Guö- mundsdóttir, sem giftist Sigurði Þórðarsyni og flytjast þær syst- ur með eiginmönnum sínum aö Auðkúlu þar sem þeir hræður eru bændur og Hildur Inga Guö mundsdóttir sem giftist Þorkeli Þórðarsvni og verða þau búseít að Brjánslæk fyrst um sinn. ar réru -með línu frá Keflavík t gær og var flinn 4—7 tonn, sem er heldur skárri afli, en fengizt hefur venjuiega það sem af er vetri. Línubátar munu trúlega halda áfram róðrum strax eftir ára mótin, en erfitt hefur reynzt að manna bátana þessa daga vegna Síld undiEEi Jökli soðin niður ú Akureyri TVÖ SKIP rrá Akranesi fengu síld við Jökul í nótt, Höfrungur III 1350 tunnur og Haraldur 600 tunnur. Síldin var smá og var sumt af henni fryst fyrir niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar á Akur- eyri, en verksmiðjuna hefur mjög skort hráefni að undan- förnu. VegartoHur af Keflavíkurvegi 13V2 millj. fyrstu ellefu máauði ársins Fyrstu ellefu mánuði þessa árs hafa um þrett- án millj. og sex hundr- 'ið þúsund krónur kom- ið inn fyrir vegatol! við gjaldskýlið á Reykjanes- braut. Þar hafa um 240 þúsund ökutæki farið hjá garði í ýmsum gjald- flokkum, en þeir eru fjór ir, frá 40 kr. upp í 200 kr. Þessar upplýsingar fékk blaö- ið hjá skrifstofu vegamálastjöra en þar er nú unnið að þvi að taka saman heildaryfirlit fyrir árið. Þótt gjaldskýlið skili af sér þrettán og hálfri milljón í tekjur nægir það hvergi nærri fyr.r vaxta- og afborganagreiðslum af veginum, sem nema um fimm tíu milljónum á ári. Gjaldskýlið tök til starfa 26. okt. 1965, og í fyrstu munu starfsmenn þar fengið að heyra, að vegatollurinn væri óvinsælt fyrirbæri. Síðan hefur gjaidið ekki hækkað, heldur hefur það verið lækkað í tveimur efstu flokkunum. Stundum vill það bera við, að menn hafa ekki handbært fé til að greiða vegatollinn, og þá mun ekki vera um annað að ræða heldur en snúa við aftur heim á Ieið eða reyna að fá lánað hjá einhverjum, sem á leið um, því að starfsmönnum í gjaldskýlinu er bannað að reka lánsviðskipti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.