Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 6
V í SIR . Mánudagur 30. desember 1968.
„Rúsjarnir koma"
„Rússarnir koma"
ísleazkur texti.
Víðfræg og snilldar vel gerö.
ný, amerísk gamanmynd í al-
gjörum sérflokki. Myndin er í
litum og Panavision. Sagan hef
ur komið út á íslenzku.
Carl Reiner
Alan Arkin
Eva Marie Saint
Sýnd kl. 5 og 9
íslenzkur texti.
(What did you do in the war
daddy?)
Sprenghlægileg og jafnframt
spennandi, ný, aferfsk gaman-
mynd í litum og Panavision.
James Coburn
Dick Shawn
Aldo Ray
Sýnd kl. 5.15 og 9
STJÖRNliBÍÓ
Djengis Khan
íslenzkur texti.
Amerísk stórmynd í litum og
Cinemascope. Sýnd annan í jól
um kl. 5 og 9.
Vér flughetjur
fyrri tima
íslenzkur texti.
Amerísk CinemaScope litmynd.
Stuart Whitman, Sarah Miles
(og fjöldi annarra leikara)
Sýnd kl. 5 og 9.
m\m
ím
WOÐLEIKHUSIÐ j
DELERÍUM BÚBÓNIS þriöja
sýning fimmtudag kl. 20.
Hjálparsjóöur skáta. Munið
þriöju sýningu.
Hunangsilmur föstudag kl. 20
Aðgöngumiöasa,lan er opin frá
kl. 13.15-20.00. Sími 1-1200.
Sinfóniuhljómsveit
Islands
7. tónleikar í Háskólabíói
mánudaginn 30. desember kl.
20.30.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
Einleikari: Einar Vigfússon
celloleikari. — Verk eftir
Mozart Boccherini og Stravin
skí. — Nokkrir aögöngumiöar
hjá Blöndal.
VoBkswngen #63
Vil kaupa Volkswagen
'63 — Vinsamlegast
hríngið i sima 33191
Geti ég ekki dansað og Me
er eins gott að moka yfir mig
TTpegar ég var aö koma í
Ólafsfjörð á kyrrlátu kvöldi
síðari hluta júnímánaðar áriö
1962, hafði ég aldrei komið þar
fyrr. Enga menn þekkti ég og
umhverfið var mér framandi. 1
annálum hafði ég sitthvað séð,
en fátt sem laðandi gat talizt.
Eitt vissi ég þó. Kristján Jóns-
son frá Hólmavík hafði hér sum
ardvöl, var síldarmatsmaður og
lét vel yfir. Annað vissi ég
einnig. Hér var veriö að vinna
aö miklum hafnarmannvirkjum,
og því var ég á leiö svo fjarri
þeim götum er ég hafði áður
troöið, aö mér gafst kostur á að
vera einn af hafnarverkamönn-
unum.
Ekki var Iaust við að mér
þætti það í aðra röndina bros-
legt, að ég, sem veriö hafði
þrjá áratugi í þjónustu íslenzka
ríkisins, og lengst af borið á-
byrgð á nokkuð stórum skóla,
skyldi þurfa að nota sumar-
leyfi mitt við grjótmulning til
þess að eiga nokkra von í að
árskaup mitt næði hásetahlut á
sæmilegu síldarskipi yfir úthald-
iö.
Og ekki minnkaði undrun mín
þegar ég hitti þarna Guömund
Magnússon skólastjóra við
Laugalækjarskólann og sá Helga
kennara við Stýrimannaskólann
í óðaönn við að landa síld.
Hann var sem sé háseti hjá
Þorsteini Gíslasyni samkennara
sínum, og hafði nú eftir rúmlega
sex vikna úthald haft því nær
jafnháa hýru og árslaun haps
sem kennara höfðu numið árið
þar á undan.
Og svo bættist nafni minn í
hópinn. Hann heitir Þorsteinn
Símonarson og hefur margt lagt
á gjörva hönd. Ekki veit ég
hvort hann hafði sveins- eða
meistarabréf út á færni sína í
starfinu, en það duldist engum,
að kunnáttusamlega handlék
hann flest þau verkfæri sem
þarna voru notuð, enda leiö ekki
á löngu þar til almennt var litið
upp til hans.
þorsteinn er Svarfdælingur að
ætt, en ólst lengi upp úti
í Grímsey, og þar ræður Magn-
ús bróðir hans miklu, og er ef
til vill í sumu tilfelli forsjá
eyjarskeggja, sem nú kváðu
vera nær 90 manns.
Sjóróðra hefur Þorsteinn
stundað allt frá þeim tlm’a aö
hann var fær um að innbyrða
undirmálsfisk.
Seinna fór hann í siglingar,
svo að hann gæti svalað útþrá
sinni, og fengið aura í vas-
ann...
Maður og kona nýársdag.
Maður og kona laugardag.
Aðgöngumiðasalan í Iðnó er op
in frá kl. 14, sími 13191.
Litla leikfélagið. Tjarnarbæ:
Einu sinna á jólanótt, sýning í
dag kl. 15.
Aðgöngumiðasalan í Tjarnar-
bæ er opin frá kl. 13. Sími —
1-51-71.
v//„.
Þorsteinn Símonarson.
— Já, viö höfðum að jafnaöi
2000 krónur í túr, en hver ferö
tók venjulega mánuð. Auðvitað
hefði verið hægt að drýgja þess-
ar tekjur með því að kaupa varn
ing úti, því þar var margt ó-
dýrara t. d. fékk ég þar góð
föt fyrir 150 krónur. En það
var takmarkað sem mátti kaupa,
annað en brennivín og glaðar
stundir.
í Grímsey er ágætt að lifa
fyrir þá sem stunda sjó ötul-
lega, en þar er mjög veörasamt
og meöan hafnleysa var, þá
voru bátarnir í sífelldri hættu
væru þeir ekki dregnir á land
að kvöldi.
— Og stutt að sækja sjóinn?
— Já, en getur verið erfitt
samt. Vestan hvellirnir voru
verstir, en mér finnst veðrátt-
an mildari nú hvað það snertir.
Annars hefur líf mitt lengst
af verið tengt sjósókn og hún
uppistaöan í bjargræðisútvegi
minum. Haustið 1936 var ég á
bát sem hét Baldvin Þorvalds-
son og var gerður út frá Dal-
vík. Þann 16. september vorum
við á reknetum út af Siglunes-
inu, ásamt mörgum fleiri bát-
um. Geröi þá allt í einu óða
vestan veður og það svo hart,
að ekki varð við neitt ráðið,
misstum viö helminginn af net-
unum og komumst við illan
leik til lands. í þessu veðri
fórst Þorkell máni frá Ólafs-
firöj meö allri áhöfn. Einnig
Einar og Brími frá Siglufiröi,
en þá báta báða hafði togari tek
ið í slef. En svo kom Alexandr-
ine drottning þar að og hugöist
veita aðstoð en sló þá saman við
Bríma svo hann sökk og meö
honum tveir menn. Af Einari
varð mannbjörg, en báturinn
fór í hafið.
Ég eignaðist gamla Kára Söl-
mundarson og áttí hann í sex
ár, en seldi hann 1959 og hætti
þá að mestu sjómennsku. Þó á
ég trilluhom, sem ég keypti i
félagi við frænda minn. En hann
veiktist í fyrra og fór út til
Kaupmannahafnar þar sem eitt-
hvað var „tjöslað" viö hann,
kom svo heim en dó litlu síöar.
Síðan ég hætti sjómennsku
hefur atvinna mín verið marg-
breytileg. Ég hef unniö flest það,
sem að höndum hefur boriö,
talsvert við smíðar, t. d. í bryggj
unni á Ólafsfiröi þegar viö hitt-
umst hérna um áriö.
— Fannst þér það ekki ágæt-
ur tími?
Jú, það voru þarna ágætir
vinnufélagar, .t. d.'þiö Sig-
urður. Annars gekk nú stundum
talsverður tími í að sækja verk
færi og annað smádót upp í
geymsluna?
— Já, en þetta var nú heldur
» VIÐTAL
DAGSINS
er við Þorstein
Simonarson
enginn smáspotti og eins og þú
manst var ég orðinn draghalt-
ur af þessu sífellda rölti.
— Já, þetta er líklega rétt.
Nú fæst ég aðallega við að dytta
að ýmsu, sem úr lagi hefur
gengið.
— Þú ert ennþá ókvæntur?
— Já, svo er nú það. Ég bjó
lengi með móður minni, en nú
hef ég fengið ráðskonu.
— Þú ert ein aðaldriffjöðrin
í gömlu dönsunum á-Akureyri?
— Jú, talsvert hef ég feng-
izt við þau mál, jafnvel meira
en ég hefði sjálfur kosið. Og
þó, þegar ég get ekki lengur
dansað og hlegið er eips gott að
fara að moka yfir mig, því þá
er ég ekki lengur til neins nýt-
ur.
— Við sögðum áðan að tím-
inn, sem við unnum við hefn-
argerðina hefði verið á margan
hátt skemmtilegur? — Já, en
lítið dönsuöum við nú á hafnar-
garðinum, eða manst þú eftir
nokkrum dansleik þar?
— Já, þótt fæturnir væru
stundum þungfærir, voru oft
dansandi glettur og orðakast
manna í milli.
— Hvernig lízt þér svo á
ástandið núna?
— Mér lízt fremur óefnilega
á það. É skil ekki hvernig
barnafólk í verkamannastétt fer
að lifa á átta stunda vinnudegi.
Hvað þá heldur ef yfir dynur
almennt atvinnuleysi, sem allt
útlit virðist fyrir. Þjóðin með
ráðamenn í fararbroddi er búin
aö spila rassinn úr buxunum.
Þaö viröist sem við skiljum
ekki eða öllu fremur kunnum
ekkj aö nota frelsjð. Þetta
frjálsa val er okkur ekki hent-
ugt.
Alls konar óþarfa er hrúgað
inn f landiö, síðan stillt út f
glerhöllum kaupmennskunnar
til ginningar fákænum sálum,
sern einhver fjárráö hafa, en
skortir dómgreind til innkaupa.
— Og hvað skal þá til bragðs •
taka?
'pjg held að ekki veröi önnur
Jeiö fær en setja einhver
höft- á óþarfan innflutning, þótt
illt sé. Það er búið að sýna sig
svo tæpast verður um villzt að
við Islandingar þolum ekki að-
haldsleysi í þessu efni. Okkur
finnst við allt geta leyft okkur
meðan aurarnir hringla í vasan-
um, en stöndum svo einn góðan
veðurdag frammi fyrir þeirri
staðreynd, að við eigum ekkert
til að kaupa fyrir í matinn.
Þ. M
HAFNARBIO
Orabelgirnir
Amerísk gamanmynd í litum.
Rosalind Russell, Hayley Mills.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HASKOLABIO
Eltingaleikurinn
Brezk gamanmynd í litum frá
Rank. tsl. texti. Aðalhlutverk
Phil Silvers, Kenneth Williams
Jim Dale.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
AUSTURB/EJARBIO
Angélique og soldáninn
Frönsk kvikmynd í litum.
ísl. texti. Aðalhlutverk Michele
Mercier, Robert Hossein.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Ferðin ótrúlega
(The Inncredible Joumey)
Ný, kanadísk Walt Disney-
mynd meö islenzkum texta.
Sýnd kí. 5, 7 og 9.
LAUGARASBÍÓ
Madame X
Amerísk kvikmynd f litum og
með ísl. texta.
Sýnd kl. 5 og 9.
Gyðja dagsins
Áhrifamikil, frönsk verðlauna
mynd í litum, meistaraverk
leikstjórans Luis Bunuell.
íslenzkur texti. — Sýnd kl. 9.
Bönnuö bömum.
AðgöBgumiðasateö er qbíji frá
kL 7.
iBMfayfttfaiir ■- —-;