Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 4
i
J
Elísabet
drottning í
fjárkröggum
Drottningin var aö telja aur-
ana sína og óskaði þess, aö nún
hefði meira af þeim. Vegna verö-
bólgunnar og hækkandi skatta
hefur sú orðið raunin, að Elisa-
beth, Bretadrottning, veröur að
herða ólina. Hún fær árlega rúm
ar 200 milljónir króna frá ríkis-
stjórninni, en nú hefur allt verö-
lag hækkað, svo að aumingja
drottningin fær aðeins helming
þess fyrir peningana, sem hún
fékk árið 1952, er hún var krýnd.
Drottningin hefur sem sé ekki
fengið neina launahækkun þessi
ár. Blaðafregnir f Bretlandi herma
að drottningin eigi í miklu basii
með útgjöld sín, sem eru he'.zt
laun þjónaliös, viðhald halla,
skemmtanir og gjafir til góðra
málefna. Hún er sögð hafa orðið
að skerða eigið sparifé til þess
að halda öllu saman gangandi.
Talsmaður hallarinnar hefur op-
inberlega lýst því yfir, að „vandi
sé á höndum".
MYND ARSINS:
Einhver eftirminnilegasti at-
burður síðasta árs var morðið á
blökkumannaleiðtoganum séra
Martin Luther King, sem stefndi
að því að rétta hlutskipti þel-
dökkra í Bandaríkjunum meö frið
samlegum hætti.
Á myndinni sést ekkja Kings
ásamt dóttur þeirra, sem horfir í
augu móður sinnar undrandi og
biðjandi um svar við þessari
gátu. Móöirin er harmi lostin, van
megnug að svara spurningunni.
Myndin er átakanleg og táknræn,
og mætti kalla hana „mynd árs-
ins“ vegna þess, hversu mann-
leg hún er.
Eisenhower
grét
Trúboðinn Billy Graham leit
inn í Walter Reed hersjúkrahúsið
til að rabba við sjúkling einn, i
áður en hann lagði leið sína til i
Víetnam til að styrkja andlegan |
þrótt hermanna þar í landi. —
Graham segir, að hinn sjúki,
Dwight Eisenhower, hafi haft boð
skap að flytja til hersins. Tár
runnu niöur kinnar Ike og hann
mælti: „Þú er á leið til Víetnam.
Segðu strákunum, að hér í sjúkra
húsinu sé gamall hermaður, sem
styðji þá og biðji fyrir þeim.“
„Ég varð mjög hrærður", sagði
Billy Graham. „Ég hef aldrei fyrr ;
séð hann gráta.“ j
!
>f
Kraftaverk vorra tíma
Yfir jólahátíðina fylgdumst
við spennt meö þeim furðulegu
tföindum utan úr geimnum, að
Appollo-geimförunum vegnaöi
vel á sínu ótrúiega feröalagi.
Ekki er hægt annað en dást aö
þessu mikla tæknilega afreki,
sem unnið er með því að gera
slíkt ferðalag mögulegt. En þeg-
ar hugsaö er til þess gífurlega
kostnaðar, sem slíkt tækniafrek
kostar, og svo þess hve margt
er af óleystum verkefnum, bæði
að því er varðar fátæktina inn-
an Bandaríkjanna sljálfra, og
einnig að því er varðar að seðja
hungrið út um hinn stóra heim,
þá vekur afrekiö til nánari um-
hugsunar. En okkur er sagt að
hópur hinna hungruðu víðsveg-
ar um heiminn stækki iafnt og
þétt. Ennfremur erum við óðru
hverjir frædd á því, að strfðs-
hættan sé mest á meðal hinna
fátæku og hungruöu. Því pá
w ,p . «i, ,, s
ekki að láta hin nærtækarl verk
efni i að upnræta fátækt og
hungur sitja fyrir, en láta him-
ingeiminn bíða næstu kynsióð-
ar til rannsóknar?
Það er haft eftir forstöðu-
manni Jodreli Bank stjörnuathug
unarstöðvarinnar á Bretlandi
vinna hin stóru afrek í nafni
visindanna.
I fliótu bragði virðist hinn ó-
trúlegi fjáraustur til ýmissa
stofnanna sem hafa verkefni að
vinna í nafni vísinda og tækni,
vera óskiljanlegur, þegar árang-
urinn getur ekki orðið íil aö
vísinda og menningargreina.
Auðvitað eru flestar greinar vís-
inda bráðnauðsynlegar, en einn-
ig alltof margar þeirra fánýtar,
þótt þær krefjist gífurlegs fjár-
magns á kostnað þess, sem
nauösynlegra er.
rétt fyrir geimskot Bandaríkja-
manna, aö þetta mikla geimskot
væri heimskulegt frumhlaup nú
vegna hins gífurlega kostnaðar.
Ekki er hægt annaö að sjá, að
hinn brezki vísindamaður hafi
mikið til síns máls, því að fram
vinda mála virðist stjórnast af
þeim metnaði stórvetdanna, að-
allega Rússa og Bandaríkja-
manna, að verða fvrstir til að
leysa hin þó nauðsynlegustu
verkefni fátæktar og hörmunga,
sem blasa þó alls staðar við. En
„vísindi“ og „menning“ eru orð-
in töfraorð, sem opna allar dyr
fjármagns og fyrirgreiöslu.
Þetta er nálega öllum þjóðum
sammerkt. Meira að segja með-
al þjóða sem ekki eru læsar
nema að litlu leyti, er miklu
fjármagni veitt til ótrúlegustu
Þaö er oft minnzt á hinar
myrku miðaldir, þegar aðall og
ails konar heföarfólk liföi í ó-
hófi, en alþýða fólks leið sárasta
hungur. Jafnvel kirkian átti að
þessu leyti stóran hluta að máli.
Aðallinn er að mestu leyti
liðinn undir lok, en þess verður
aö gæta að í nafni menningar og
vísinda vaxi ekki upp nýr „að-
all“ sem þarf meira til starf-
semi sinnar, en hinir skapandi
atvinnuvegir geta í té látið. Þá
skapast „lægri“ stéttum myrk-
ur á ný, í mynd atvinnuleysis
og slæms árferðis.
Kröfurnar í nafni menningar
og vísinda eru ekki aðeins með-
al stærri þjóðanna sem keppa
að því aö marka sporin í mann-
kynssögunni. Spurningin er sú,
hvort við Islendingar til dæmis
höfum ráð á allri þeirri menn-
ingu, sem við höfum undir hönd
um og þurfum að halda gang-
andi, og okkur er talin trú um
að viö Iiggi þjóðarvoði, ef
snurða hleypur á. Væri ekki ráð
legt þegar vandamálin steðia að
atvinnuvegunum, að athuga,
hvort viö erum þá ekki tilneydd
til aö skera niður ýmsa þá liði,
sem heyra til menningar og vís-
/inda, á sama hátt og við sker-
um riiður liði í atvinnulífi og
fjárfestingu. Menningin má ekki
verða of dýru verðí keypt.
Þrándur í Götu