Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR. Mánudagur 30. desember 1968.
7
morgun
útlöiid f morgun útlönd í inorgun
útlönd í morgun
útlönd
Sprengjuárásin á flugvöllinn í Beirut
einróma fordæmd í Oryggisráðinu
New York í morgun:
* Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna kom saman til fundar iaust
eftir miðnætti síðastliðið að íslenzk
um tíma til þess að ræöa ákæru
Líbanons á hendur ísrael vegna
sprengjuárásarinnar á alþjóðaflug-
völlinn í Beirut. Hver ræðumaöur af
öðrum, einnig fulltrúar stórveld-
anna í ráðinu fordæmdu árásina.
Að umræðum loknum var fundi
frestað í sólarhring til þess að við-
ræður gætu farið fram milli ein-
stakra fulltrúa.
Fulltrúi Líbanons kvað 13 flug-
vélar hafa eyðilagzt í árásinni og
tjónið væri áætlað 50 milijónir doll
ara. Krafðist hann fullra bóta, en
skaðabætur nægðu ekki, og krafð
ist hann sameiginlegra refsiað-
gerða.
Fulltrúi ísraels hélt því fram,
að ísrael hefði verið neytt til að
grípa til þessara aðgerða, vegna
árásar hermdarverkamanna arab-
ískra samtaka, sem að nokkru væru
hernaðarleg, á ísraelska farþega-
flugvél.
En fulltrúar stórveldanna jafnt
sem annarra ríkja, sem fulltrúa
eiga í ráðinu fordæmdu hana. Full-
trúi Bandaríkjanna fordæmdi hana
og kvað hana óréttlætanlega, full-
trúi Bretlands kvað hana áfall fyrir
samkomulagsumleitanir um frið, og
báðir lýstu yfir stuðningi viö aö
ráöiö fordæmdi hana einróma. —
Fulltrúi Sovétríkjanna kvað hér
hafa verið beitt aðferðum bófa og
hefðu ísraelsmenn espazt vegna
samkomulagsins um kaup á 50
Phantonþotum í Bandaríkjunum. —
I fyrri frétt var sagt, að Johnson
forsetj hefði látiö hafa eftir sér,
að hann liti á árásina alvarlegum
augum og í Bandaríkjunum var
sagt, að Bandaríkjastjóm væri
vandi á höndum og kynni að veröa
að nafninu til að minnsta kosti, aö
taka trl enduríhugunar söiuna á
Phantom-þotunum.
Árásin á flugvöllinn hefur sætt
hörðum árásum í Arabalöndunum
og Hussein konungur hefir enn einu
sinni hvatt til þess að æðstu menn
Arabaríkja komi saman til fundar.
Stjórnarskipti í Prag um áramótin
Oldrich Czernik sennilega forsætisráðherra áfram
• Czemik, forsætisráðherra Tékkó-
slóvakíu, hefur beðizt lausnar fyr-
ir sig og stjóm sína og er það af-
leiðing þess, að hiö nýja sambands-
ríkisfyrirkomulag kemur til fram-
kvæmda um áramótin. Líklegt er,
að Czernik verði áfram forsætis-
ráðherra.
Hin mikla spurning er á allra
vörum, hvert verði hlutskipti Smr-
kovskis þjóðþingforseta, en alkunn-
ugt er, að sovétleiötogar vilja úr
áhrifastöðu, vegna frjálslyndis hans
á sviði umbótamála.
Um vinsældir Smrkovskis meöal
þjóðarinnar þarf ekki að efa. Þær
hafa aldre; verið meiri og hótað
hefur verið verkföllum, ef honum
verður bolað frá.
Dr. Husak leiðtogi Kommúnista-
flokks Slóvakíu hefur sem kunn-
ugt er lýst það réttmæta kröfu, að
þar sem forseti landsins og forsæt-
isráðherra séu Tékkar, verði þjóð-
þingsforsetinn Slóvaki.
Svoboda forseti hefur nú með
höndum myndun nýrrar ríkisstjóm-
ar.
í verkalýðsstéttarblaöinu Prace
er skýrt frá niðurstöðum skoöana-
könnunar, sem sýnir að af leiðtog-
um landsins nýtur Alexander Dub-
cek mests fylgis meðal Slóvaka,
því að hann hlaut 58.7 af hundraði
atkvæða, en dr. Husak aðeins 34.9
af hundraði, en hann er formaður
Kommúnistaflokks Slóvakíu. Dub-
cek er einnig Slóvaki.
í Moskvu hefur verið hertur á-
róöurinn í Moskvublöðum gegn um-
bótastefnuleiðtogum Tékkósló-
vakíu.
Prag í morgun:
Hugaræsing er sögð vaandi í
Tékkóslóvakíu, meðan beðið er til-
kynningar Svoboda ríkisforseta um
hina nýju sambandsstjórn, og þess
er vænzt, að hann tilkynni hana í
| nýársræðu sinni á miðvikudag (ný-
| ársdag), er sambandsríkisfyrirkomu
lagið kemur til framkvæmda.
j Forsetinn leitaði ráða hjá Czern-
ik forsætisráðherra um ráðherraval
og baö hann gegna störfum til
bráðabirgða unz ný stjórn hefði ver
ið mynduð.
Dr. Husak leiðtogi Kommúnista-
flokks Slóvakíu hefur endurtekið
kröfuna um, að forseti hins nýja
þjóðþings verði frá Slóvakíu og sak
aði hann stuöningsmenn Smrkovsk-
is um að halda uppi áróðri í hans
þágu, en ýmsar stofnanir og félaga-
samtök í Slóvakíu hafa lýst yfir
j stuðningi við Smrkovski þrátt fyrir
afstöðu dr. Husaks.
ísraelsk hefníárás
I
| á flugvöllinn í
Beirut
• Stjórnin í Líbanon hefur kært
ísrael fyrir Öryggisráði vegna
árásarinnar á flugvöllinn í Beirut
og óskað þess aö ráðið komi sam-
an til fundar hið bráðasta.
Á laugardagskvöld gerðu ísraelsk-
ar flugvélar árás á flugvöllinn í
Beirut til þess að hefna fyrir árás
hermdarverkamanna frá Líbanon á
ísraelska farþegaflugvél á flugvell-
inum í Aþenu. Einn maður beið
bana.
Það voru tveir Palestínu-Arabar,
sem árásina geröu. Þeir voru hand-
teknir og leiddir fyrir rétt í fyrra-
dag.
Sophia Loren
eignaðist son
• Sophia Loren kvikmyndaleik-
kona, kona Pontis kvikmynda-
framleiðanda, eignaðist son i
fæðingarheimili í Sviss í gær.
Hún hefur verið kona Pontis síð
an 1957 og er þetta fyrsta barn
þeirra.
Geimfararnir
komnir til Houston
© Houston, Texas:
Apollo-geimfararnir þrír komu
í gær til Houston í Texas. Um 1000
manns voru viðstaddir komu þeirra
og fagnaðarlætin og ákefðin svo
mikil, að þeir rufu i bili hring lög-
reglumanna, sem voru geimförun-
um til verndar.
Geimfararnir dvöldust í nokkrar
klukkustundir meö fjölskyldum sín-
um, en þar næst tóku þeir til við
að gera vísindamönnum grein fyrir
árangrinum af geimferðinni og
verða önnum kafnir viö það næstu
daga.
Filmur og myndir úr geimferðinni
verða afhentar til birtingar ein-
hvern næstu daga.
Flugmennirnir, Frank Borman,
James Lovell og William Anders,
flugu frá flugvélaskipinu Yorktown
til Houston.
Tugir farast af
völdum aurskriðu
• í fátækrahverfi í Rió de Jan-
eiró í gær sópaði skriða með
sér 16 ibúðarkofum og biðu að
minnsta kosti 8 manns bana,
en vafalítið miklu fleiri, því að
um 70 manns er enn saknað.
Geysileg úrkoma var, er þetta,
gerðist.
að kveðjaj
aba og hefnileiðangrar ísra-
elsmanna, og svo mætti lengi
áfram halda um bardaga, upp
þot, ókyrrð og óvissar horfur,
en enginn veit hvað hið nýja
ár kann að færa þjóðunum.
Og enginn getur fulíyrt, þótt
illa horfi, að ekki fari að rofa
eitthvað til á hinu nýja ári.
Vetnissprengja
sprengd í Kína
0| Kínverjar sprengdu vetnis-
sprengju í tilraunaskyni s.l.
föstudag.
Fréttir höfðu borizt frá kjarn-
orkustöð Bandaríkjanna áður en
birt var opinber tilkynning um
sprenginguna í Kína. í frétt frá
Hongkong segir, að tilkynnt hhafi
verið opinberlega í Peking, að gerð
I hafi verið „vel heppnuð tilraun
meö vetnissprengju“. Ekki var saj;
hvar hún var sprengd og ekkei
um hvort henni var varpað úr fluf
vél eða sprengd í turni.
Seitorro Koyama, prófessor vi
Niigata-háskólann ? Noröur-Japai
segir, að geislavirkni hafi orðið vai
og haft áhrif á rigningavatn í
klst., en ekki svo rnikil, að bætti
legt geSi talÍEí.
Ár stríðshörmunga er
// Ár stríðshörmunga er aö
kveðja. Barizt er áfram í
Víetnam við mikið manntjón,
þótt eigi hafi verið um stór-
átök að ræ'ða um skeið, — en
átökin bitna ekki síður á hin-
um óbreyttu borgurum. —
Stundum eru þorp jöfnuð við
jörðu og íbúarnir lenda í
skara flóttamanna, þeir, sem
komust lífs af, eða voru ekki
fluttir í sjúkrahús. Myndin er
úr sjúkrahúsi í Víetnam og
talar sínu máli. í Nígeríu geis
ar styrjöld áfram og hungrið
sverfur að milljðnum manna.
í nálægum Áusturlöndum
skiptast á hermdarverk Ar-