Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 8
3
V1 S I R . Mánudagur 30. desember 1968.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f. I /
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson \
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson /
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson \
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson (
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson )
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 ((
Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 )
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) (
Áskriftargjald kr. 145.Q0 á mánuöi innanlands )
1 lausasöju kr. 10.0Q eintakið \
Preatsmiöja Vfsis — Edda h.f. /
Mótmæli og óeirðir
^rið, sem nú er senn á enda, hefur verið ár mótmæla- )
gangna og óeirða víða um heim. Greinilegt er, að þetta )
er orðið eitt af hinum alvarlegri vandamálum vel- )
megunarríkja. Þetta vandamál hefur þróazt með afar \
misjöfnum hætti. Sums staðar hafa orðið tíðar og (
blóðugar óeirðir, t.d. í Frakklandi og Vestur-Þýzka- /
landi, en annars staðar hafa mótmælagöngur farið )
fram með friðsamlegum hætti, t.d. í Bretlandi og Sví- l)
þjóð. \
Þessi mismunur stafar af nokkuð ólíkum lífshátt- /
um í þessum löndum og einnig af misjafnri tækni lög- /
reglunnar í að fást við vandamálið. Bretar eru sagðir )
leggja mikla áherzlu á, að farið sé eftir leikreglum í \
samskiptum manna. Kemur það bæði fram í hegðun \
mótmælenda og þá ekki síður í fullkomlega rólegri (
en ákveðinni afstöðu lögreglumanna. /
Mótmælahreyfingin hefur borizt hingað, eins og )
óhjákvæmilegt var. Að mestu hefur tafl mótmælenda )
og varða laga og réttar farið fram að brezkri fyrir- \
mynd. Mótmælagöngur og mótmælastöður hafa farið \
friðsamlega fram og verið látnar afskiptalausar af (
lögreglu. /
í seinni tíð hefur samt töluvert borið á því, að )
byltingaröfl í þjóðfélaginu reyni að breyta þessum )
leikreglum. Megintilgangur þessara afla er að koma \
af stað látum og espa lögregluna, svo að mótmælin (
fari út í óeirðir. Þetta er samkvæmt kreddum Lenins (
talin heppileg leið til að koma á upplausn í þjóð^- /
félaginu og ná fylgi nytsamra sakleysingja. )
Þessi viðleitni hefur yfirleitt mistekizt. Dæmi um )
það eru tveir atburðir. í öðru tilvikinu var málningu \
slett á herskip Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík-
urhöfn og í hinu tilvikinu var framin sýndarárás á bíl I)
forsætisráðherra. Aðstandendu/ þessara aðgerða )
hlutu hina mestu skömm af tiltækjum sínum. íslend- \
ingar eru líkir Bretum í því að hafa óbeit á svikum (
við almennar leikreglur. (
í slíkum tilvikum reynir mjög á jafnaðargeð varða /
laga og réttar. Þei'r verða að setja sig í spor umhyggju- )
samrar móður, sem á í erfiðleikum með börn á mót- j
þróaaldrinum. Þegar barn er þrjózkt, dugir ekki að \
iáta hart mæta hörðu. Það er auðveldasta leiðin til (
að láta uppeldið mistakast. Mæður ná beztum árangri /
með réttri blöndu af mildi og einbeitni. Hið sama má /
segja um afstöðu lögreglunnar til móímælenda. )
Það er mjög erfitt fyrir lögregluna að þræða hinn )
guilna meðalveg í þessu efni, og mjög líklegt, að hún V\
fái eins og venjulega skömm í hattinn úr einhverri U
átt, hvaða ráðum, sem hún beitír. En mikilvægasta /(
íeiðarljósið hlýtur að vera að láta mótmælendum ekki /
íakast að espa lögregluna upp. Hún á að bera af sér j
högg en slá ekki. Hún á alltaf að fara fremur of var- j
lega en of harkalega að mótmælendum. Þá fá mót- \
mælendur einir skömmina af vanhugsuðum aðgerðum (
sínum Qg upplausnaröflin njóta einskis „píslarvættis“. (
Listir -Bækur-Menningarmáí“.......................——
Loftur Guömundsson skrifar leiklistargagnrýni:
Úr fyrsta þætti: Kjartan Ragnarsson, Ásdís Skúladóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Anna Kristín
Arngrímsdóttir og Helga Hjörvar í hlutverkum sínum, (Myndin er tekin á æfingu).
Litla leikfélagið:
Einu sinni á jólanótt
Jólaleikrit fyrir b'órn og fullorbna
A tvik höguöu þvi þannig, aö
ég gat ekki venð viðstadd-
ur frumsýninguna á leikriti Litla
leikfélagsins í Tjarnarbæ, „Einu
sinni á jólanótt“. Hins vegar
horföi ég á aöra sýningu, föstu-
dag sl. og miðast þessi umsögn
mín fyrst og fremst viö hana.
Eins og kunnugt er af frá-
sögnum blaöa, eru jólakvæði eft
ir Jóhannes úr Kötlum kveikjan
aö þessu leikriti, sem að miklu
leyti hefur síöan oröið til hjá
leikurunum sjálfum, einkum á
leikæfingum, smátt og smátt —
oftast út frá kvæöunum, sem
fléttuð eru inn i leiksöguna og
flutt þar. Þetta er forvitnileg
leiksmíðaaöferð; i rauninni sú
aðferö, sem notuð var nær ein-
göngu á miööldum, einsogkunn
ugt er, þegar ítalskir farand-
leikflokkar héldu nær einir uppi
merki leiklistarinnar á megin-
landi Evrópu og á Englar;di, og
léku þannig af munni fram. Sú
aðferð hefur og verið tekin eitt-
hvað upp meðal leikflokka á síð
ari árum, en fyrst og fremst í
tilraunaskyni.
Litla leikfélaginu hefur tek-
izt sú tilraun með miklum á-
gætum. Þarna hefur orðið til
þjóðlegt jólaleikrit, þar sem
gömlu sagnaáhrifin njóta sín
mjög vel í nútímalegum flutn-
ingi, og þótt þessi skemmtUn sé
fyrst og fremst ætluö börunm
og unglingum, er hún ekki síður
forvitnileg fyrir fullorðna. Ég
tel að litlu þurfi aö breyta til
þess að þama gæti orðið um að
ræða „klassískt" leikrit, sem vel
væri til þess fallið að vera sýnt
á sviði um hver jól, bæði hér
og annarsstaöar sem yrði þá
fastur þáttur í hátíðahaldi og
sameinaði bæði eldri og yngri,
eins og jólin sjálf. Eöa á svip-
aöan hátt og álfadans og brenn-
ur gerðu áður fyrr um nýár og
þrettánda.
Höfundar og flytjendur á þess
ari skemmtiíegu sýningu —
Ásdís Skúladóttir, Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Þórunn Sigurð-
ardóttir, Helga Kristín Hjörvar,
Jón Hjartarson, Kjartan Ragn-
arsson, Daníel Willíamsson, Arn
hildur Jónsdóttir, Guðmundur
Magnússon og Helga Jónsdóttir
— leika hvert um sig mörg og
ólík hlutverk manna og dýra
og hálfmennskra vera, sem
þarna birtast, svo sem álfa og
jólasveina. Leikstjóri er Guðrún
Ásmundsdóttir, sem á miklar
þakkir skildar fyrir heildaráhrif
sýningarinnar, og sem leiktjöld-
in, er einnig munu vera félags-
smíö, áttu og sinn þátt í að
skapa: Baðstofuatriðin, sem
voru e. t. v. vandasömust — að
minnsta kosti með tilliti til eldri
áhorfenda, sem muna baðstofu-
lífið eins og það var til sveita
— takast t. d. mjög vel aö
mínum dómi, og er ég þó einn
í þeim hópi. Grýlukrakkaatrið-
ið var og prýöilegt, en aftur á
móti finnst mér sem betur megi
nýta þá möguleika, sem atriöiö
í álfheimum hefur að bjóða. Hér
er ekki rúm til að geta alira
hlutverka, en leikur Önnu K.
Arngrímsdóttur J hlutverki
stráksins, er svo skemmtilegur
og sennilegur, að ekki verður
framhjá því gengið að minnast
á hann, án þess að frammistaða
annarra sé þar með nokkuð
minnkuð.
Að endingu þetta — Að mín-
um dómi á Litla leikfélagið
þakkir skildar fvrir þetta ó-
venjulega framtak. Og þótt ég
vilji ekki brjóta í bága við til-
mæli borgarlæknis, finnst mér
fyllsta ástæða til að hvetja bæði
eldri og yngri til þess að sjá
þessa forvitnilegu sýningu í
Tjarnarbæ. Þar hafa gerzt merki
legir hlutir í þetta skiptið, sem
skylt er að veita athygli og sýn o
að maður kunni að meta aö
verðleikum.