Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 3
V1 S IR . Mánudagur 30. desember 1968. 3
DESEMBERANNÁLL
orðmn nógu stór fyrir Tjallann,
sem gómar hann fyrir utan tólf-
mílumar.
★
Þá eru þeir hættir að setja
svörtu stafina aftan á sprúttið.
Þetta eru líka orðnar svo óvið-
kunnanlegar tölur að ekki er
vert að hrella með þeim þessar
fáu veikgeðja hræður, sem ekki
hafa karakter í sér til þess að
skrúfa fyrir áfengið oní sig,
þrátt fyrir dýrtíðina.
Annars er merkilegt hvernig
lestirnir viðhaldast þrátt fyrir
allt straff og ógnarálögur. Við
gengisálaginu á síkaretturnar
fundu menn það ráð að fram-
leiða bara rettur hver fyrir sig.
Er nú svo komið að annað hvert
heimili er orðið að tóbaks-
fabrikku, þar sem fjölskyldan
safnast saman á kvöldin og vef-
frá? — Ég er viss um, að það
þætti öllum notalegra.
Og mennirnir halda áfram að
paufast út í heiminn. Nú eru
þeir búnir að sjá bakhliðina á
tunglinu. Þeir em líka búnir að
sanna með þessari geimferð að
jólasveinninn sé til, segja þeir.
Hins vegar eru allar likur á að
jólasveinar frá öðrum plánetum
hafi komið við á Langanesinu
nokkru fyrir jól. Þar sáu menn
kynleg teikn á himnum, sem
minntu öþyrmilega á tilveru
grænu karlana. — Kvikindi
þetta sveif þar yfir bæjum í
kringum Þórshöfn, svo að kerl-
ingar höföu ekki stundlegan
frið við jólabaksturinn fyrir hvíi
og Ijósagangi. Skaut ferlíki þetta
gneistum og lagði menn i ein-
elti á fjöllum uppi. Sögðu menn
það Ijóta andskotans foraðið og
þykir þetta standa fullkomlega
Þegar borgararnir vöknuðu af
værum blundi eftir fimmtíu ára
fullveldisvímuna voru öll stræti
allt í einu krönsum prýdd og
flóðlýst, rétt eins og búið væri
að kistuleggja velmegunina í
þessum bæ.
Kliður jólaskark-alans varð há
værari með degi hverjum. Jóla-
sveinar, þessi vörumerki jóla-
markaðsins spruttu upp í verzl-
unargluggum. Búðir fylltust af
leikföingum. Glingur hékk þar
margt sjálegt og pússað. Menn-
ingarhagar þessarar þjóðar voru
smalaöir vel og vandlega og hver
bókarrollan rölti eftir aðra að
sláturtorgi jólamarkaðsins, en
lestrarhestar hámuðu f sig hvaö
eina, bæði magurt og feitt.
Þótt komið væri fram á jóla-
föstu voru karlar samt eitthvað
að róa en drógu lítinn feng, ut-
an þeir, sem snöpuðu kola uppi
í fjörusteinunum. Einkum munu
Eyfiröingar drjúgir við þær veið
ar og sækja gjarna að strönd-
um Þingeyinga með troll sín. —
Búfé var naumast vært á fjör-
um fyrir þessu skaki og höfðu
bændur af þessu ónæði mikiö.
Þar kom að Húsvíkingar mönn
uðu kænur nokkrar til þess að
reka fjörulaila þessa af hönd-
um sér. Varð þar mikill slagur.
Verðir laganna stóðu keikir við
siglutrén og ráku þessa fjendur
úr þingeyskum beitarlöndum,
með blistrum og köllum, hróp-
um og spýjum stórum.
★
Eyfirðingar þokuðu sér hægt
út fyrir túnfót þeirra Húsvíkinga
tog herjuöu síðan á kolann á
Grímseyjarfjörum í staðinn.
Sagði oddviti þar, aö ekkert
skildu þessir andskotar nema
púður í rassinn. — Og það ætl-
uðu þeir eyjarskeggjar að láta
þá fá svo sannarlega. Voru þeir
eitthvað farnir að spyrjast fyrir
um fallbyssurnar hinar góðu,
sem eitt sinn voru í Battariinu
hér við Arnarhólinn, sem munu
vera einu fallbyssumar í eigu ís-
lendinga, nema þær séu þá
farnar forgörðum.
★
Eyfirðingar urðu við þetta
svo hrelldir að þeir snéru heim
Assk þess var tekið upp á þeirri
ósvinnu að sekta skipstjóra fyr
ir að veiða í landheigi — og láta
þá borga, en slíkar sektir hafa
venjulega verið afgreiddar á
handhægasta máta með Skál-
holtshátíðum. Þorði nú ekki
nokkur karl á sjó.
En koiinn syndir óhindraður
og fitar sig á gori, unz hann er
40 ÞÚSUND LÍTRAR AF RJÓMÁ
ur vindlinga. — Með þessu lagi
er hægt að reykja miklu meira
en áður fyrir sama pening.
★
Spillingin óð uppi hömlulaus í
svartasta skammdeginu. Ólík-
legustu menn paufuðust inn um
til jafns við reimleikana frægu
á Saurum og er þá langt til jafn-
að.
★
Nokkrir sildarbátar voru að
skarka svo lítið bar á lengst af
mánuðinum enda þótt allir séu
jPVIZ^
búðarglugga á ótrúlegasta tíma
og stálu þar ótrúlegustu hlutum.
Menn eru hættir að nenna að
standa í þessu peningastússi, sið
an krónan smækkaði svona og
vilja nú bara fá sitt á auðveld-
asta hátt.
★
Ef þeir lentu í Steininum
höfðu þeir alltaf æfinguna í að
brjótast inn og ætli sé mikill
munurinn á því að fremja inn-
brot og útbrot. — Þannig höfðu
þeir það piltarnir, sem skruppu
í lystireisu úr Steininum upp í
Borgarfjörð og hreiðruðu um sig
í sumarbústað þar. — Við þetta
bragð drengjanna detta manni
í hug ýmsar sögur sem ganga
um að menn hafi iðulega brot-
izt út úr Steinum og skropp-
ið í bæinn snögga ferð, brotizt
svo inn í fangelsið aftur. —
Væri ekki miklu heppiiegra að
láta gestina þarna á Skólavörðu-
stignum hafa lykla eins og gesti
á öðrum hótelum í stað þess að
iáta þá brjóta allt og bramla i
hvert skipti, sem þeir bregða sér
fyrir löngu búnir að gefast upp
á síldarslori, sem ekkert er leng
ur hafandi upp úr. — Það eru
líka svoddan óþrif af þessu. Það
var þess vegna ekki nema sjálf-
sagt að þessir sfldardallar héldu
sig I hæfilegri fjarlægð frá land-
inu og dorguðu viö strendur ann
arra landa, svo sem uppi við
túnfót hjá Norsurum og framan
við bæjarhlaðið hans Leifs
heppna í Vínlandinu hinu góða.
Þar verða ríkir menn ennþá rik-
ari af síldarslori.
Annars er það nýjasta nýtt að
gengishagnaðurinn verði látinn í
sjóinn. Það á að veita honum
mestöllum í sjóinn og láta hann
sjá fyrir soðningu oní þjóðina.
Eitthvað af gengishagnaðinum
mun þó eiga að fara upp I rolí-
umar bændanna. Ekki veit mað-
ur hversu kjarngott fóður hann
er, en hvað ætli þessum geml-
ingum, sem haga á horiminni
sé hann ekki full boðlegur.
Annars dreymir bankastjór-
ana um að láta gengisgróðann
renna í Tjörnina, Ó, þeir eru
svo rómantískir þessir banka-
stjórar. Þeir verða að fá ofur-
lítinn laufskála til þess að leika
sér í þarna uppi í hallargarðin-
um við Thor Jensenshúsið. —
Hvaö á að vera að púkka upp
á svona gamla hrútakofa, þegar
góða drengi dreymir um lítiö
hús og hafa meira að segja aura
til þess að byggja það?
Annað hvort verður það hring
borð skipt i tvennt, ellegar tvö
hálfhringborð. Hvorki heilt spor-
öskjulagaö, né hálfsporöskjulag-
að, tígulmyndað, né á annan
hátt ferkantað. — Andstæðing-
arnir í Víetnam eru nú komnir
svo langt í samningaviðræðunum
í París að þeir eru alveg að kom
ast að samkomulagi um borðið,
sem sitja á við. — Þetta hefur
kostað marga fundi og milljón
svitadropa — þetta makalausa
borö. Það getur varla verið
neinn fúskari, sem smíðar ann-
að eins borð. — Nú á eftir að
semja um stólana og allt hitt, en
viðræðumar sjálfar skipta i
rauninni engu máli og taka sjálf
sagt enga stund. Öllu máli skipt
ir að allir séu ánægðir með borð
iö.
Þingmenn tóku aldeilis ógur-
iegan sprett rétt fyrir jólin og af
greiddu tíu frumvörp á einum
degi (Það hefði átt að slá þessu
upp á fþróttasíðum blaðanna).
Sagt er að sumir þingmanna hafi
slegið margföld hlaupamet þenn
an dag. Svo fengu þeir líka aö
fara í jólafri.
Jólin, hátíö barnanna, gengu í
garð með 40 þúsund lítrum af
rjóma. Börnin fengu í magann
nóg og pabbarnir fengu nóg að
borga. Mömmurnar fengu tauga
veiklunarkast yfir jólasteikinni
eftir allar hreingerningarnar og
bakstrana. Blessuð jólin, þegar
allt er svo hlýtt og bjart og ró
yfir mannskepnunni.
J.H.
^m>.w».<wyi^yyyyyyyyyyyiiiyfMyy^yyyyy^MJWN<y>» *+m+**m+*+^m**+m*