Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 5
VISIR. Mánudagur 30. desember 1968.
Húsmóðurstreitan
og nýársloforðin
^ramótin eru oft tími reikn-
ingsskila og yfirlits yfir ár-
ið, sem er að líða og uppgjörs
við sjálfan sig. Þá eru einnig
teknar ákvarðanir, um betrum-
bót á hinu og þessu sviðinu,
en því miður hversu mörg eru
þau ekki nýársloforöin, sem fara
fyrir bý næstu daga og vikur.
Sem dæmi getum við nefnt
hversu margir ákveða að hætta
að reykja og hversu margir
falla aftur en svo eru einnig
þeir, sem standast þolraunina.
En það eru ekki reykingar,
sem við ætlum að gera að um-
talsefni heldur húsmóðurstreita.
Þið kannizt allar við þennan nú-
tímasjúkdóm, sem einkum er
tileinkaður karlmönnum, gjam-
an í háum stöðum. En svo kem-
ur það á daginn, að húsmæður
geta einnig fengið þennan ó-
kennilega sjúkdóm, sem aldrei
befur þrifizt betur en á okkar
dögum, þegar allt er svo full-
komið eða á að vera það.
I dönsku blaði rákumst við
nýlega á grein um það hvern-
ig húsmóðirin getur aflað sér
þessa sjúkdóms með afar hag-
kvæmu móti og hversu margar
eru það ekki, sem streitast við
að gera það. Oftast vegna þess,
að þær geta þróað með sér
stöðuga slæma samvizku. Enn
hefur ekki sú kona fæðzt, sem
nokkru sinni hefur möguleika á
því að lýsa því yfir að hún
hafi gert allt, sem hún gæti á
heimili sínu, fyrir mann sinn og
börn og fyrir sjálfa sig. Þaö
gæti því aðeins orðið, að sólar-
hringurinn væri 28 tímar og
svefn væri úrelt fyrirbrigði.
Bezta grundvallarins fyrir að
þróa streitu aflar maður sér með
þvi að fylgjast með öðrum hús-
mæðrum. Þeim, sem hafa náð
árangri á einhverju sérsviði.
Sú, sem streitist við hlutina fylg
ist með þeim öllum og ákveður
aö allt þetta skuli hún einnig
gera. Þið eigið e. t. v. vinkonu,
sem sýöur niður alla sultu og
saft til heimilisins sjálf, aðra,
sem aldrei lætur rykkorn sjást
á heimilinu, hina þriðju, sem er
meistari í matargerðarlistinni,
fjórðu, sem ræktar blóm í
öllum gluggakistum og þá
fimmtu, sem bakar allt brauð
og kökur sjálf, sjöttu, sem
saumar allan fatnað á sjálfa sig
og fjölskvlduna, sjöundu sem
fylgist með öllu, sem kemur
út á bókmenntasviðinu og þá
áttundu, sem lítur út eins og
fegurðardrottning allan sólar-
hringinn. Þið streitizt við að ná
þessu öllu og gefið því engan
gaum, að hinar láta sér nægja
aö vera vel að sér á einu eða
tveim sviðum. Þið reynið að
vera fullkomnar á öllum þessum
sviðum og grundvöllurinn er
lagður að varanlegri streitu.
Þaö verður að halda streit-
unni við í daglega lífinu og það
er hægt með ýmsu móti en
einna helzt með því að reyna að
gera þrjá, fjóra hluti i einu.
Það er t. d. hægt að þvo, sjóða
sultu, bleyta í þvotti, setja þann
minnsta á koppinn meðan kaffi-
vatnið sýður og uppþvotturinn
er undirbúinn. Manni virðist að
maður sé að gera heilmikið í
einu, en getur maður ekki ver-
ið viss um það líka, að, ef kopp-
urinn veltur ekki þá sýður sult-
an upp úr samtímis og kaffið
dreifist yfir þvottinn.
Ef það henti, að aðeins væri
hægt að gera einn hlut i einu
t. d. að þvo upp þá veit sú,
sem streitist, alltaf hvaö á að
gera. Hún er alltaf á iði, grípur
gafflana með eldsnöggum hreyf
ingum, missir þá aftur, þvær þá
aftur, fægir glös með axlirnar í
keng og stífan háls og titrar
a'f óþolinmæði meðan hún hugs-
ar stöðugt um það hvaö hún
eigi að flýta sér að fara að gera,
þegar uppþvottinum er lokið.
Svo er hægt aö ná sér í streitu
með tveim aðferðum. Yfir-
skipuleggja allt og með því að
skipuleggja aldrei neitt. Sú, sem
yfirskipuleggur hefur allt kerf-
isbundið. Hún skrifar niður allt,
sem þarf að gera um daginn og
á mínútunni. Þar sem hún er
alltaf sérstaklega samvizkusöm
reiknar hún aldrei með óvænt-
um atburðum, sem alltaf koma
fyrir og á kvöldin fer hún að
sofa með slæma samvizku og
næsta dag reynir hún af öllum
mætti að ná öllu því, sem hún
komst ekki yfir daginn áður,
plús það sem á að gera í dag.
Þessi aðferð brýtur þig niöur á
skömmum tíma.
Að skipuleggja aldrei neitt
þar sem eru langir gangar eða
stigar er sérlega gott fyrir
streitu. Það er hægt að hlaupa
tíu sinnum upp og niður stigana
eftir ýmsum smáhlutum, sem
þarf að nota við það eitt að
sauma í hnapp. Og einnig er
hægt að hlaupa út í búð fimm
mínútum fyrir lokun eftir ein-
um kaffipakka af því maður
gleymdi honum í innkaupaferö-
inni um morguninn.
Húsmæður, sem vinna úti
hafa sérlega góö skilyröi til þess
að afla sér streitu til langframa.
Þegar þær eru í vinnunni hugsa
þær um það hvað þær vanræki
mann og börn og hversu mikið
þær gætu gert, ef þær væru
heima. Þegar þær koma heim
og eru í heimilisverkunum
hugsa þær þungbúnar á svip um
þaö, sem þær vanræktu á vinnu
staönum í dag vegna þess, að
þær notuðu of langan tíma til
að hugsa um þaö, sem þær van-
ræktu heima. Svo geta þær not-
að öll kvöld, laugardaga, sunnu
daga og frí til þess að hella
sér út í heimilisstörfin og á
þann hátt að reyna að ná öllu
því, sem þær halda að sú sem
er heima við allan daginn nái
að gera. Þannig eru þær alveg
vissar um að fá aldrei mínútu
til þess að hvíla sig.
Hvíldarstundirnar er líka
hægt aö nota til þess að ýta und
ir streituna, bæði hjá þeim, sem
eru heima og þeim, sem vinna
úti. í hvert skipti, sem maöur
sezt niður í góðan stól með
kaffibolla er hægt að reikna það
út hvað maður hefði getað gert
og ætti að gera í stað þess að
sitja í Ieti. Og það er fleira
hægt að tína til handa þeim,
sem vilja afla sér streitu.
Aðalatriðin fyrir sannri heima
tilbúinni húsmóðurstreitu eru að
vera atítaf að flýta sér, slæm
samvizka og listi ógeröra hluta,
sem alltaf vex. Hins vegar og
andstæð streitu eru ró, yfirsýn,
gamansemi, heilbrigð skynsemi
og sjálfstraust og eftir því sæk-
ist maður — án streitu, ef mað
ur ætlar að hafa það gott og
það viljum við allar á nýja ár-
inu.
Ódýri flugeldamarkaðurinn
í Gjafaval Hafnarstræti 16 auglýsir mikið úrval af gullblysum, silfurblysum, gullregni, Bengal eldspýtum,
sólum, skipaflugeldum og eldflaugum.
Verzlið í hjarta borgarinnar — verzlið í Ódýra flugeldamarkaðnum.
Opið til kl. 22 í kvöld og til kl. 4 á gamlársdag.
Við ryðverjum allar tegundir bifreiða — FIAT-verkstæðið
Látið okkur gufuþvo mótor bifreiðarinnar! Við ryðverjum með því efni sem þér
Látið okkur gufubotnþvo bifreiðina! sjálfir óskið Hringið og spyrjið hvað
Látið okkur botnryðverja bifreiðina! það kostar, áður en þér ákveðið yður.
Látið okkur alryðverja bifreiðina!
FIAT-umboðið
Laugavegi 178. Sími 3-12-40.
’StZESwœRmsdx.-íBBmnœ!* —— —WM——————8PE1
GÓLFTEPPAUAGNIR
GÓLFTEPPAHREINSUN
HÚSGAGNAHREINSUN
Söluumboð fyrir:
VEFARANN
TEPPAHREINSUNIN
BOLHOLTI 6
Símar: 3560? - 41239 - 34005