Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 9
VISIR . Mánudagur 30. desember 1968. Árið, 969 getur oröið örlaga- | ríkt. Það gæti skapað tíma- | mót í atvinnusögu íslands. Við 1 erum á margan hátt ríkari af | reynslu en áður. og alf því höf- d um við vonandi öll Iært nokk- uð. sem að gagni mætti verða á komandi tíma. Þetta sagði Ingólfur Jónsson ráöherra, þegar Vísir leit inn hjá honum og bað hann um Iað spjalla svolítið um stöðu þjóöarinnar í tilefni áramót- | anna. Fyrst var Ingólfur spurður um, hvað honum fyndist helzt hafa einkennt árið 1968. — Helzta einkenni ársins var i atvinnumálunum að saman fór mjög lágt verð á ýmsum út- flutningsvörum okkar og mikið sildarleysi. Segja má, að þjóðar- búið hefði jafnvel verjð betur sett, ef engin síld hefði veriö veidd og engu til síldveiöa kost i að. Sá kostnaður var náttúrlega geysimikill, einkum vegna allt að 800 mílna siglingar á miðin, og var til lítils gagns. Það má því segja, að aflaleysi og verð- vegunum til bjargar. Það gat heldur engum dulizt, að nauð- synlegt var að gera ráðstafanir til að ná greiðslujöfnuði út á viö. Þjóðin verður að geta greitt þær vörur, sem til landsins eru fluttar. Á skuldasöfnun erlendis ein- hvern þátt í þessum erfiðleik- um? — Menn verða aö gera grein- armun á því, hvernig skuldirnar hafa myndázt. Eru þær til orðn- ar vegna neyzluvöruinnflutn- ings eða hafa þær myndazt vegna tækjakaupa til fram- leiðsluaukningar? Meginhluti þessara skulda, sem íslending- ar hafa stofnað til erlendis í seinni tíð, er til orðinn vegna uppbyggingar atvinnulífsins. Virkjunin við Búrfell mun kosta samkvæmt núverandi gengi um 3000 milljónir króna. Sú greiðslubyrði mun ekki hvíla á þjóðinnj, heldur álbræðslunni við Straumsvík. Loftleiðir hafa stofnað til skulda erlendis án ríkis- eða bankaábyrgðar og standa undir þeim skuldum með hlómlegum rekstri félagsins. Flugfélag íslands hefur stofnað til skulda erlendis vegna flug- vélakaupa, en útlendingum er ætlaö að greiða mikinn hluta af því með auknum ferðamanna- straumi. Þannig má lengi telja. Fiskiskipaflotinn hefur verið ann af erfiðleikunum. Slitnaði upp úr samræðum stjórnmála- flokkanna og kom það í hlut stjórnarsinna að gera tillögur um lausn vandans og fylgja þeim eftir. Ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir, að slíkar aðgerðir eru ekki vinsælar í bili. En reikna verð- ur með almennum skilningi á eðli vandamálanna. Og því verð- ur að fylgja þvf eftir, sem nú hefur verið gert, með öllum til- tækum ráðum, svo að nauðsyn- legur árangur veröi ekki trufl- aður með skemmdarverkum. Ekki er víst að allir óski ykk- ur meðbyrjar? — 'ýmsir stjórnarandstæðing- ar vilja nota sér taflstöðuna og gera ráðstafanirnar tortryggi- legar. Það er þó grunur minn, að almenningur sé skynsamari en þessir stjórnarandstæðingar halda. Vita menn ekki líka und- ir niðri, aö hér hefði orðið al- gert neyðarástand á þessu ári, ef ríkt hefði stjórnarstefna Vinstristjórnarinnar og hvorki verið myndaöur gjaldeyrisvara- sjóður né atvinnutækin marg- földuð? Eru menn ekki búnir að gleyma Vinstristjórninni? — Margir muna ekki eftir á- standinu í þá daga. En menn mundu fljótlega rifja þaö upp, ef Sjálfstæðisflokkurinn lenti í af reynslu“ fall hafi komið með tvöföldum þunga á efnahagskerfi þjóðar- búsins. En átti ekki gengislækkunin i nóvember 1967 að tryggja rekstur atvinnuveganna á þessu ári? — Með svona miklum áföll- um var ekki reiknað, þegar genginu var breytt í nóvember 1967. Þá gerðu menn sér vonir um, aö verðfall afurðanna, sem byrjaði 1966, væri komið í botn, og að ástæða væri til þess að reikna með ekki lakara verði 1968 en haustið 1967. Svo komu viðbótaráföllin á þessu árj og því nægði gengisbreytingin ekki til þess aö útflutningsatvinnu- vegirnir gætu starfað með eðli- legum hætti. Enda jókst tap- reksturinn í samræmi við verð- fall og aflatregðu. Teljið þér að verkföllin og samningarnir í fvrravetur hafi stuðlað að þessari þróun? — Það má segja, að kröfur verkalýðsfélaganna hafi að ýmsu leyti verið hófsamlegri en oft áður. Að vísu skall á verk- fall, sem var allt of harkalega framkvæmt. En að lokum varð samkomulag um lausn verkfalls ins með hófsamari hætti en oft áður, sem var vegna þess, að allir gerðu sér ljóst, að atvinnu- vegirnir þoldu ekki aukin út- gjöld. Var það ekki fyrr en í sumar að endanlega kom í ljós, hve alvarlegt ástandið var í at- vinnulífinu? — Þegar fram á sumarið kom. gerðu menn sér vonir um, að síldveiðarnar gætu orðið að minnsta kosti í meðallagi og það gæti út af fyrir sig haft mikil áhrif á gjaldeyrisstöðuna og af- komu sjávarútvegsins. En sum- arið leið og vonir manna brugð- ust að þessu leyti. Á haust- mánuðum var gjaldeyrisvara- sjóðurinn að mestu þrotinn og afkoma atvinnuveganna mjög slæm. Augljóst var, að gera varð róttækar aðgerðir atvinnu- endurnýjaður og i tilefnj af þvi hafa myndazt skuldir erlendis. Svipað er aö segja um ótaldar verksmiðjur og margs konar tæki. Ekki væri þjóöin betur sett, ef öll þessi endurnýjun hefði ekki fariö fram og áðurnefndar skuldir ekkí oröiö til, Mestu máli skiptir, að ríkissjóður skuld ar tiltölulega lítið og að megin- hluti erlendra lána er vegna at- vinnuveganna, sem hafa aukið afkastagetuna og eru nú marg- falt megnugri en áður, ef rekstr argrundvöllur er fyrir hendi, Hvers vegna var uppbótaleiö- in ekki farin til að mynda þennan rekstrargrundvöll? — Allir eru sammála um að atvinnutækin veröi að ganga. Því aðeins er komið í veg fyr- ir atvinnuleysi og stuðlað að nauðsynlegri tekjuöflun þjóðar- búsins. Á síðast liðnu hausti var um tvær leiðir að velja. Sú fyrri var að stórauka uppbætur til at- vinnuveganna og leggja á þunga nýja skatta til þess að standa undir uppbótakerfinu. Sú leið þótti ekki æskileg, enda hefur reynslan alltaf sýnt, að uppbóta kerfið færir alltaf atvinnulífið úr skorðum og endar alltaf með gengislækkun. Skiptir þá ekki máli, hvaða flokkar hafa verið t stjórn. Hin leiðin var að breyta gengi íslenzku krónunnar þannig, að hún gæti talizt rétt skráð, miö- aö við verðlag útflutningsvör- unnar og tilkostnað við fram- leiðsluna. Gengisbreytingin var ákveðin í samræmi við það, að útf'utningsatvinnuvegimir fengju rekstrargrundvöll og gætu starfað með eðlilegum hætti án styrkja úr ríkissjóði. Er nú öruggt að gengislækk- unin komi að gagni? — Til þess að hún komi að gagni, þarf að ríkja skilningur almennings í landinu á Því, hvað atvinnuvegimir þoja og að kröfugerð á hendur þeim verði að miða viö greiðslugetu þeirra. Þaö mun reyna á þetta fljót- lega á nýja árinu, þegar samn- ingar launþega og vinnuveit- enda hefjast fyrir alvöru. Vegna velferðar þjóðarinnar í nútíð og framtíð er nauðsyn- legt að menn skilji, að góð af- koma einstaklinganna er undir því komin, að atvinnuvegirnir geti búið við hallalausan rekst- ur. Ég vona, að skynsemin fái að ráða. Þeir eru mun fleiri nú en áðqr, sem gera sér grein fyrir þessu. Fáist vinnufrjður og geri allir sitt til að nýta þá möguleika, sem fyrir hendi eru, mun þjóðin fljótt yfirstíga erfiðleikana, sem sótt hafa hana heim síðustu misseri. Teljið þér ekki, að þorra manna reynist erfitt að sætta sig við lífskjaraskerðinguna? — Islendingar hafa á fáum áratugum brotizt úr fátækt og skortj og orðið bjargálna og velmegandi. Lífskjörin hafa batnað mjög á úndanförnum árum. En nú, þegar þjóðin hef- ur á tveimur árum misst nærri helming teknanna af vöruút- flutningi, verða allir aö gera sér grein fyrir, að um tíma verð ur þjóðin að láta sér nægja nokkru minna en áður. Þó er taliö að lifskjörin geti. þrátt fyr- ir allt, verið svipuð og þau voru árin 1962 og 1963. Verður því tæplega sagt, að um neyöar- kjör sé að ræða, þótt ýmsir vilji láta í annað skína. Neyðin gæti þó verið á næsta leiti, ef almennt atvinnuleysi ber að dyrum. Það verður að koma í veg fyrir að það geti átt sér stað. En þaö verður að- eins hægt að gera, ef atvinnu- vegirnir starfa hindrunarlaust. Megum við þá ef til vill eiga von á umskiptum í efnahags- málum á nýja árinu? — Árið 1969 getur orðið ör- lagaríkt. Það gæti skapað tíma- mót í íslenzkri atvinnusögu. Það getur verið, að á árinu 1969 verði ráðandi sá skilningur al- mennings á atvinnumálunum, sem ráðandi er á Norðurlönd- um, þar sem verkföll eiga sér naumast stað. Víst' er um það, að ríkisstjórnin mun stuðla að því að auka skilning milli vinnu veitenda og launþega. Ber að gera sér vonir um' að árangur verði góður af þeirri ákvörðun Alþýðusambands íslands að kjósa samtalsnefnd til þess að ræða þessi mál við ríkisstjórn- ina. Hvernig hefur sambandi ríkis- stjórnarinnar viði stjórnarand- stöðuna verið háttað? — Á siðastliðnuí hausti ósk- aði ríkisstjórnin eftir viðræöum við forustumenn ■stjórnarand- stöðunnar til að ræða áföllin í efnahagsmálunum. Margir fund- ir voru haldnir og stjórnarand- staðan fékk tækifæri til að kynna sér hag atvinnuveganna, stöðu bankanna og hag þjóöar- búsins út á við. Fór allmikill tími í skýrslusöfnun, en einnig var nokkuð rætt um þjóðstjórn. En það kom víst lítið út úr þessu? — Þegar gagnasöfnun var lokið. hafði stjórnarandstaðan gert sér fulla grein fyrir erfið- leikunum. Mun hún ekki hafa talið vænlegt til vinsælda að fara í ríkisstjórn við þessar að- stæöur Henni þótti réttara, að ríkisstjórnin ein og stuðnings- flokkar hennar tækju á sig vand stjórnarandstööu í svo sem tvö ár. Ég beini þessu sérstaklega til unga fólksins. Það á aö vera bezt upplýsta kynslóð í landinu og því fylgir, að það þarf að lesa stjórnmálasöguna. Unga fólkið þekkir heldur ekki nema góða tíma og finnst margt sjálf- sagt, sem eldra fólk varð að neita sér um, þegar það var á unga aldri. Unga fólkið á aö standa vörð um þessar fram- farir. Nú þykir unga fólkið mjög gagnrýnið. — Það ber á því í öllum stjórnmálaflokkum, að unga fólkið haldi uppi nokkurri gagn- rýni, ekki hvað sízt í Sjálfstæð- isflokknum, sem er svo heppinn að njóta yfirburðafylgis meðal unga fólksins. Ég tel þessa gagn rýni heilbrigða og gagnlega. Jafnframt tel ég, að hún þurfi að vera innan skynsamlegra marka, — menn skjóti ekki yfir markið. Unga fólkið á að erfa landiö. Menn koma og fara. Það er mik- il ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra, sem nú eru smám sam- an að taka við.Þióðin er fámenn og býr á margan hátt í harð- býlu landi, þótt mövuleikarnir séu miklir, ef þeir eru hagnýtt- ir á réttan hátt. Verkefni næstu ára eru mörg, mikilvæg og ánægjuleg. Unga fólkið þarf að æggja sitt Ióð á vogarskálina og fylgja eftir skynsamlegum aðgerðum til eflingar atvinnulffinu, svo aö þjóðjnni séu í framtíðinni tryggð batnandj lífskjör og fjölþættara menningarlíf Að lokum Ingólfur? — Árið, sem nú er á enda, hefur verið viðburðaríkt. Við er- um á margan hátt ríkari af reynslu en áður. Af þeirri reynslu hefur þjóöin vonandi ÖH lært nokkuð. sem að gagni má vera á komandi árum. Það verður engu spáð um nvja ár- ið, en ég voria, aö það verði þjóðinni gjöfult. og farsælt ár. — sagði Ingólfur Jónsson ráðherra, um árid 1968 i viðtali við Visi 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.