Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 30.12.1968, Blaðsíða 13
V1SIR. Mánudagur 30. desember 1968. 73 Minning: Guðbjörg Krist j ánsdóttir í dag var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, frú Guðbjörg Kristjánsdóttir, á 96. ald- ursári. — Það eru nú 13 ár síöan ég kynntist frú Guðbjörgu, þegar ég tengdist fjölskyldu hennar. Mér verður það ætíð minnistætt þegar ég sá hana fyrst, þessa fallegu konu á peysufötunum, með þennan hreina og bjarta svip, geislandi af lífsfjöri, sem einstakt má telja með konu á níræðisaldri. Ég ætla ekki að rekja hinn merka æviferil frú Guðbjargar, enda allsendis ófróö- ur um hennar .langa ævidag, — Það munu aðrir- gera. Þessar fáu línúr eiga einungis að færa henni þakkir okkar fyrir ógreymanlega viðkynningu og allar samveru- stundirnar. Hún var ein af því fólkí sem gott er að vera með. Þeir eru sannarlega hamingjusamir sem gæddir eru þeim eiginleikum að fegra og bæta umhverfi sitt, enda eru þeir vafalaust ófáir, sem slíkar minningar varðveita um þessa góðu konu. Frú Guðbjörg var ekki stór kona í þeirri eiginlegu merkingu orðanna en persónutöfrar hennar voru slík- ir, að óvíða sást glæsilegri kona, en þar sem Guðbjörg fór, — bein í baki, kvik í hreyfingum. Hún var glæsilegur fulltrúi íslenzku konunn ar hvort heldur hún fór eftir einni breiðgötunni á Manhattan, Strau- inu, eða gekk bara niður Laugaveg- inn. Þau ár sem ég hef þekkt frú Guð- björgu, hefur hún búiö hjá dóttur sinni og tengdasyni í Garðastræti 11, þar sem hún var elskuð og virt, sem og af öðrum er henni kynntust. Guð blessi minningu þessarar góðu konu. J.B.G. w* »5 rr í** ^ Góður árangur við jarðbor- , i amr a BoraniP Jháfa .’gengiö mjög vel að -uhdawförnu''á Reykja- nessvæðinu, að því er ísleif- ur Jónsson tjáði blaðinu í morgun. Þar hafa verið bor- aðar tvær holur með gufubor síðan í október, en áður hafði þar verið boruð minni hola. Stærsta holan af þessum síð- arnefridu er 1167 m á dýpt, og hefur í henni mælzt meiri hiti en nokkurri annarri borholu, oða 283° C. Hin holan, sem er 1036 m á dýpt, var kláruð f síðustu viku, og telur ísleifur Jónsson, að hún sé jafnvel enn öflugri en *sú fyrri. " ' ' Hann sagöi, að erfitt væri að gizka á gufumagnið í holunum, en kvaðst álíta, að þetta væru öflugri holur en í Hveragerði og þess vegna enn þá verðmæt ari. Eftir áramót er fvrirhugað aö bora enn eina holu á Reykja- nesi, og því næst kvaðst ísjeif ur Jónsson vonast til að haf- izt yrði handa í Kópavogi og sömuleiðis fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, svo aö þess gerð- ist ekki þörf að leggja bornum í vetur. Sinffóníutónleikar huidnir í kvöid í kvöld mun sinfóníuhljómsveit- in halda tónleika fyrir áheyrendur sína eins og venia hefur verið um jólin til þessa. Tónleikarnir eru kl. 20.30 í Háskólabíói og mun Páll P. Pálsson stjórna sveitinni. Á efnis skrá eru þrjú verk, Serenata Mozarts fyrir blásturshijóðfæri nr. 10 í B-dúr, cellókonsert eftir Bocc- erini, en þar er Einar Vigfússon einleikari og loks Pulcinella, svíta eftir Stravinskí. TIE Seigu 2ja herbergja íbúð i austur- bænum. Tilboð sendist augl. Vísis merkt „5113“. Lýst eftir manni — kom fram Lýst var eftir 35 ára gömlum manni í gærkvöldi, sem saknað var úr Kópavogi, en maðurinn kom fram stuttu síðar, eftir að Kópa- vogslögreglan hafði lýst eftir hon- um í útvarpinu. Þá hafði Reykjavíkurlögreglan verið beöin um að svipast um eftir dreng, sem saknað var á laugardag en þegar lýst hafði verið eftir hon- um, kom hann fram og hafði þá verið staddur í húsi einu, ekki fjarri heimiii sínu. Litlu næfurgulcirnir í Kristskirkju Litlu næturgalarnir syngja í Kristskirkju i kvöld. Hefst söngur þeirra kl. 18.30. Skrifstofustarf Stofnun í Reykjavík óskar að ráða skrifstofustúlku nú þegar. Góð tungumálakunnátta, færni í vélritun og nokkur bókhaldsþekking nauðsynleg. Góð laun. Umsóknir, er greini m. a. frá aldri, menntun og fyrri störfum, skulu lagðar inn á augl.d. Vísis ekki síðar en laugardaginn 4. jan. n.k., merkar „Fjölbreytt starf“. Móðir okkar SOFFÍA KJARAN lézt að Landakotsspítala laugardaginn 28. desember. Birgir Kjaran Sigríður Kjaran Eyþór Kjaran Luusufé Fjöliðjunnor á uppboði Nauðungaruppboð hefur farið fram á lausafé Fjöliðiunnar á ísa- 1‘irði. Komu inn um 50 þúsund krónur upp í vinnulaunakröfur, en nokkur hluti lausafjárins er óseid- ur og uppboöi á sumu var frestað. Bæjarfógetinn á ísafirði upplýsti í morgun, að ekki hafi verið beðið um uppboð á húseignum. Fjöliðjan á ísafirði hefur átt við mikla fjárhagsörðugleika að stríða i seinni tíð, en hún hefur sem kunn ugt er, framleitt gler, sem selt hefur verið víða um land. Rekstur fyrirtækisins hefur mjög verið í fréttum. Jólasveinar -> 16. síðu um, enda mun hann ekki sízt snið- inn við hæfi stálpaðra krakka og unglinga. — Sem kunnugt er hafa félagar Litla leikfélagsins sjálfir samið textann, gert tjöldin og bún- ingana fvrir þessa sýningu. Leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. í leiknum kemur fram fjöldi kyn- legra fyrirbrigða, svo sem jólasvein ar, grýlubörn, álfar og dýr, sem dansa í fjósinu. Viðræöur 1969 um sovézk-vestur- þýzkan ekki- órúsarsóttmóla Wiliy Brandt utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands sagði í gær í út- varpsviðtaii, að hann vænti þess, að viðræður yrðu teknar upp á næsta ári um sovézk-vestur-þýzkan ekki-árásarsáttmála. Ráðherrann varaði við, að gera sér of miklar vonir um árangur af slíkum viöræðum. Jólasteikin fékk eðlilegan struum Jólasteikin fékk hvarvetna full- an hita þessi jólin. Álag á raf- magnsveitunni i Reykjavík var að minnsta kosti óvenju litið á aðfangadag, að því er Aðai- steinn Guöjohnsen, rafmagns- stjóri sagði í viðtali við Vísi í gasr. — miklu minna álag en búizt var við. — Ástæðan er sjálfsagt blíðviðrið. Það hefur hvergi þurft aö bregða upp raf- magnsofni til þess að auka hlýj- una á jólahátíðinni. Hins vegar varð mesta álagið nokkrum dögum fyrir jól, í kuldakastinu. — Kannski eru húsmæður orðnar þetta forsjál- ar að sjóða hangikjötið nokkr- um dögum fyrir jól. í fvrra var mesta rafmagnsnotk un ársins á gamlárskvöld. Búizt er við, að svo verði jafnvel enn. Enda lifir þá ljós í hverju skoti að gömlum sið. Rafmagnsveit- an framleiöir þá svo mikið Ijós- magn, sem kostur er á — til þess að Iýsa álfum meðan þeir flytja búferlum væntanlega, svo sem trúað var í gamla daga — og trúa má enn. Hættiö að reykja! Við lestur bókarinnar „Hvemig hætta á að reykja“ eftir Her- bert Briean, hætta allir að reykja. — Nú er allt tóbak ný- hækkað og maður sem reykir 1 pakka á dag, sparar milli 15 og 20 þúsund krónur á ári ef hann hættir. En það ábyrgjumst við að þér gerið með því að bjóða yður bókina á kr. 100, sem þér fáið endurgreiddar, ef þér ekki hætt ið eftir lestur hennar. Hringið í síma 19828 og bókin verður keyrð til yðar, yður að kostnaðarlausu. VIN. Tékkneski rithöfundurinn Pavel Kohout hefur tekið upp hanzk ann fyrir Josef Smrkovskí, forseta tékkneska þjóðþingsins, sem nú á á hættu að verða vikið úr embætti vegna þrýstings frá öflum vinveitt- um Sovétmönnum. Konhout hvatti til þess, að Smrk- ovskí héldi embætti sínu, og var- aði slóvakska þjóðernisstefnumenn við að brjóta þau lög, sem sjá þeim fyrir jafnrétti í sambandsríkinu Tékkóslóvakíu. ATLANTA. Helmingi fleiri hafa látizt af völdum inflúensufaraldurs í Bandaríkjunum heldur en eðlilegt er. Orsökin er Hongkong-inflúens- an svonefnda eða Maó-flensan, sem hefur reynzt mun skæðíi heldur en ráð var fyrir gert í upphafi. TÓKÍÓ. Samningur um^ smiði 367.000 lesta olíuskips hefur verið undirritaður í Tókíó. Skipið á að afhenda árið 1971, og mun það kosta um 25 milljónir dollara. Það verður 345,5 metra langt, 54,3 m breitt og ristir 27 m. STULKA eða kona óskast til að gæta 2ja telpna, 1 og 2 ára. - Uppl. í síma 17422 og að Laugavegi 70 B. Ibúðir til sölu Simar 20424 14120 2ja herb. nýstandsett íbúð f Kópav. Verð kr. 400 þús., útb. kr. 150 þús., laus strax. 3ja herb. risíbúð með svölum við Skúlagötu. 3ja herb. nýstandsett íbúð með nýjum teppum í steinhúsi i gamla bænum. 5 herb. íbúð með tvennum svölum í Grænuhlíð. 4ra herb. íbúð við Skaftahlíð skipti á minni íbúð koma til greina. Ný 6 herb. sérhæð í Kópavogi mjög gott verð, skipti á 2ja herb. íbúð sem gæti verið sem útborgun. Fokheld glæsileg 5—6 herb. sérhæð með bílskúr í Kópavogi útb. kr. 200 þús. Hef mikið úrval af ein- býlis og raðhúsum í smíð um og fullgerðum, sem skipti koma til greina með. Fasteignamiðstöðin Austurstræti 12 Símar 20424 og 14120 Heimasími 83974. Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.