Vísir - 04.10.1968, Síða 1

Vísir - 04.10.1968, Síða 1
 & bæli í SmáibúSahverfí Þar var neytt Val'ium-taflna sem talib er ab stolib hafi verib úr Ingólfs Apóteki í þessari dós, sem fannst í herberginu, fann iögreglan tvo pakka af Valíum-tiiflum. ■ Ungur maður gerði lögreglunni aðvart í gær kvöldi um að hann hefði sterkan grun um að þjóf- amir, sem stálu Valíum- töflunum í Ingólfs Apó- teki væru i húsi einu í Smáíbúðahverfi. Hafði maðurinn farið í hús þetta til að hyggja að ungum manni sér tengd- um og hafði hann þá lent inni í eiturlyfjaveizlu mikilli, sem haldin var í ömurlegu herbergi í húsi við Háagerði. Fjöldi skipa leitar, enginn nær í síld ■ Milli þrjátíu og fjörutíu skip eru nú úti á miðunum og hafa þau ásamt tveimur leitarskipum Ieitaö víðáttumikið hafsvæði síð- ustu sólarhringa, en sú leit hefur sáralítinn árangur borið. Blið* skaparveður var á miðunum í gær, hæg gola af NA- Talsvert síldarmagn hefur fundizt um hádaginn, en yfirleitt ér síldin mjög dreifð og þær torfur sem finnast standa mjög djúpt, svo að ekki næst til þeirra með nót. Aðeins eitt skip fékk afla á miðunum í gær, fáeinar tunnur. Fjöldi skipa liggur enn f höfn eftir bræluna á dögunum og bíða átekta. — Þrjú íslenzk skip eru enn á veiðum í Norðursjó, Elliði, Guilver og Kefivíkingur. Hafa þau fengið einhvem afla Fór maðurinn með hinn unga vin sinn heim til sín, en tók af honum ca. 500 töflur og hélt á fund lögreglunnar. Lögreglan sendi á staðinn tvo götulögreglu menn og tvo rannsóknariögreglu menn. Fundu þeir nokkurt magn til viðbótar af hinum örsmáu Valíumtöflum, ca. 1500 stykki, en þrír menn voru fyrir í her- berginu, þegar að var komið, allir undir annarlegum áhrifum ofneyzlu taflanna, sem eru róandi lyf. Fréttamaður .Vísis kom að i þann mund, þegar lögreglan var að hreinsa til á staðnum. Rann- sóknarlögreglan hafði þá rann- sakað húsakynnin og fundið töfl urnar, en ennþá vantar á að gizka 13 þúsund töflur, ef þess- ar birgðir eru úr þýfinu, sem stolið var úr Ingólfs Apóteki. Ömurlegt var umhorfs í her- bergi því, sem eiturlyfjasvallið hafði átt sér stað í. Verður því vart með orðum lýst hvernig um horfs var, loftið í herberginu nánast úldið af margra mánaða vöntun á hreingerningum, ótrú- legasta safn af húsgögnum, skreytingar helzt fólgnar í 10. síBa I nótt meðan borgin var f fastasvefni voru fjórir menn teknir með grunsamlega mikið magn af Valíum-töflum í fórum sínum. Hér er lögreglan að reyna að fá upplýsingar hjá einni pillu-ætunni, sem tekin var í Háagerði. Tveir bílar brunnu inni ú bílaverkstæði í nátt Einn slókkviHbsmanna slasabist '•'ökkvistarfib ■ Miklar skemmdir urðu á bifreiðaverkstæði að Krossa- mýrarbletti 9 við Ártúns- höfða, sem hviknaði í seint í gærkvöldi. Brunnu þar inni tvær bifreiðir, sem ekki náð- ust úr eldhafinu, en á húsinu sjálfu urðu einnig miklar skemmdir. Nokkur sprengihætta ríkti meðan eldurinn lék laus í verk- stæðinu, bví að bar voru geymd súrefnis- og gashvlki til logsuðu en i næsta nágrenni við verk- stæðið er ísaga h.f Verkstæðið er til húsa í einn-, ar hæðar timburhúsi. sem er með risi. og stóðu eldtungirrnar upp úr bakinu begar slökkvi liðið bar að á tveim s'ökkvibílum og sjúkrabifreið, Tilkvnnin? hafði borizt ! gepnum síma um bað að 'srm ,sk! eldui laus ’á var klukkan rúmlega 11 1 gærvöldi. Inni í verkstæðinu voru tveir oílar, Volkwagen og jeppi, og náðist hvorugur út. Eru báðir taldar gjörónýtir eftir brunann. Fljótlega tókst að ná súrefnis og gashylkjunum út, þar sem þau voru gevmd nærri dyrunum. og voru hylkin hulin með sprengimottum, sem slökkvilið ið hafði meðferðis. Einrt slökkviliðsmanna slasað- ist við slökkvistarfið. þegar timburdrasl féll ofan á hann Fékk hann þungt högg á bakið af tréplanka. , og liggur nú fi sjúkrahúsi. Við fyrstu athugun virtusf meiðsli hans ekki alvar- leg og honum var leyft að farr hcim. en í nótt kenndi hann mik illa þrauta f bakinu og varð að komast undir læknishendi aftur Greiðlega gekk að slökkva eld inn óe hafð! niðurlögum hans verið ráðið eftir kiukkustundar slökkvistart. Upptök eldsins voru ekki kunn. beear blaðið fór í prentun en verða rannsökuð frekar FRAMLEIÐSLAÁ KÍSILGÚR EYKST STOÐUGT Kisilgúr-verksmiðjan við Mý-1 en í júli í sumar. Verksmiðjan vatn er nú búin að framleiða um starfaði ekki með fullum afköstum Lögreglan „hreinsar út" eiturlyfía- hafði ekki nægjanlega gufuorku til framleiðslunnar. Afköst verksmiðjunnar fara nú vaxandi og framleiddi hún 400 tonn í september, en áætlað er að framleiðslan komist upp í 6—700 tonn á mánuði í vetur, þegar lokið er ýmsum lagfæringum, sem nauð- synlegar reyndust. Bandarískir tækniráöunautar verða viðloðandi framleiðsluna eitt- hvað fram eftir vetri, eöa þar til verksmiðjan hefur náð fullum afköstum, eins og gert var ráð fyrir samkvæmt samningi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.