Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 8
s V i SIR . Föstudagur 4. október 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Tborsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastfóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistraeti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I tugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Endurmat atvinnugreina Á þingi iðnrekenda, sem haldið var í lok apríl í vor, vakti forstjóri Efnahagsstofnunarinnar, Jónas Haralz, athygli á, að fólki á atvinnualdri mundi fjölga um 45% eða um 34 þúsund manns á tveimur áratugunum 1965—1985. Ef hér ætti að verða ámóta aukning velmegunar og hjá öðrum þjóðum og við höfum vanizt að gera okkur vonir um, sagði Jónas Haralz, að nauðsynleg yrði hlutfallsleg fjölgun þeirra, sem starfa við iðnað og aðra úrvinnslu, svo og í margvíslegri þjónustu, en hlutfallsleg fækkun starfsfólks í frumgreinum, svo sem landbúnaði og fiskveiðum. Ef þróunin yrði ekki þessi, mætti búast við svipuðu ástandi hér á landi og áratuginn 1930—1940, þegar hagvöxtur var mjög lít- ill og atvinnuleysi landlægt. Þetta hefur orðið mönnum íhugunar- og umtalsefni að undanförnu. í kjölfarið hafa svo fylgt hugleiðingar um, að nauðsynlega þurfi að endurmeta afstöðu stjómvalda og almennings til atvinnugreina lands- manna. Á slíku endurmati yrði áð byggjá gruíulváflár- aðgerðir í efnahags- og fjármálum til þess að tryggja atvinnuöryggið. Jónas Haralz gerði ráð fyrir, að hinn almenni iðn- aður yrði á þessum tveimur áratugum að taka við að minnsta kosti 8000 manns; fiskiðnaðurinn tæki varla við meiru en 1000—2000 manns; og bygginga- iðnaðurinn mundi taka við 3000—4000 manns. Sam- tals yrðu úrvinnslugreinar að taka við um 18.000 manns. Þá gerði hann ráð fyrir, að þjónustugreinar mundu taka við 17.000 manns. Aftur á móti mundi mannafli í fiskveiðum standa í stað og lítils háttar fækkun verða í landbúnaði. Nú er á það að líta, að framleiðniaukning hefur ver- ið mest í fiskveiðum og landbúnaði, þótt fólki hafi fækkað í þeim greinum. Færra fólk hefur haldið áfram að stórauka framleiðslumagnið og framleiðsluverð- mætin. Það hefur sýnt atorku og dugnað í hagnýtingu nýrrar tækni og vélvæðingar. En þetta stoðar ekki, ef atvinnuleysi er samfara því. Það er því engum eldri atvinnuvegum sagt til hnjóðs, þótt talið sé nauðsyn- legt að endurmeta afstöðu löggjafarvalds og stjórn- valda til atvinnuveganna. Útvega þarf 34 þúsund manns arðbæra atvinnu á næstu tveimur áratugum. Framtíðaröryggi okkar allra felst því í að renna fleiri stoðum undir efnahagslífið. Það felst í því að byggja upp útflutningsiðnað; að efla almennan iðnað samhliða eflingu eldri atvinnu- greina; að leggja kapp á hagnýtingu auðlinda eins og vatnsafls og varmaorku til þess að framleiða orku fyrir stóriðju; að hagnýta með áræði og dugnaði sam- vinnu við erlenda aðila, hvað varðar tækni og fjár- magn. Við þurfum að leggja nýja steina í öryggis- hleðslu framtíðarinnar, svo að allir búi við næga at- vinnu og velmegun f þessu landi. Ottó Schopka: Frá ráðstefnu málm- og skipasmíðaiðnaðarins. SPJALLAÐ UM IÐNÞRÓUNINA Frá ráðstefnu málm- og skipasmiðaiðnaðarins: Þriggja mánaða velta í utistandandi skuldum ¥ síöustu viku var haldin hér 1 Reykjavík ráöstefna málm- og skipasmíðaiðnaðarins, sem var af ýmsum orsökum afar at- hyglisverð. Þetta er í fyrsta sinn. sem launþegar og atvinnurek- endur í einni afmarkaðri atvinnu grein hittast til þess að ræöa um framtíðarþróun starfsgreinar sinnar, leggja sameiginlega á ráö in um úrlausn þeirra vandamála. sem viö er aö etja í dag og marka ákveöna stefnu í málefn- um hennar. Þaö er ánægjuefni, aö atvinnurekendur og launþeg- ar skuli hafa fundið sér sameig- inlegan vettvang til þess aö vinna aö hagsmunamálum sín- um, og er vonandi, að þaö sam- starf haldist áfram og veröi báö- um aðilum og landsmönnum öll- um til góðs. Mönnum virðist oft sem laun- þegar og atvinnurekendur skipi sér í tvær andstæðar fylkingar, sem eiga í eilífum deilum en enginn skilningur ríki á þvl aö meö samstarfi geti báöir aöilar náö lengra og þá um leið fengið kröfum sínum framgengt. Nú virðist þó sem þetta viöhorf sé aö breytast. Aðsteöjandi erfið- ieikar atvinnuveganna setja greiðsluþoli þeirra þröngarskorð ur og stéttasamtök launþega vita, að ekki verður af þeim heimtaö, sem ekkert hefur. Um leið verður mönnum ljós nauö- syn þess, að tekið sé höndum saman um aö tryggja uppbygg- ingu öflugs atvinnuh'fs, því að fyrirtækin geta því aöeins greitt starfsfólki sínu viðunandi kaup. að þeim séu tryggð eóð skilyröi til arðvænlegs rekstrar. Á ráöstefnu þeirri. sem hér er gerð að umtalsefni, var bæði rætt um kjaramál launþega og starfsaðstöðu iðnfyrirtækjánna og samkeppnisaðstöðu þeirra. Menn voru yfirleitt sammála um, að ekki hefði verið hægt að tryggja starfsmönnum i þessum iðngreinum sömu kjör og í ýms- um öðrum iðngreinum. Þetta hef ur haft ýmsar miður æskilegar afleiöingar i för með sér, m. a. hafa ungir menn fremur kosið að Ieita sér framtíöarstarfa í öðr um starfsgreinum, og margir þeirra, sem lokið hafa iðnnámi, hafa ekki ílengzt í iðnaðinum en horfið fljótlega að öðrum störf- um. Slík þróun er aö sjálfsögðu varhugaverð. Samkeppnisfær iðnaður verður aö nióta starfs- krafta velþjálfaðra starfs- manna, skammur meðalstarfs- aldur og örar starfsmannabreyt- ingar eru því hvort tveggja nei- kvæð atriöi. Notkun hvetjandi launakerfa, t. d. ákvæöisvinnu eða „bónus“- kerfa, hefur ekki náð neinni út- breiðslu í málmiðnaði. m. a. vegna þess aö talið er, aö mjög érfitt sé aö hagnýta slík launa- kerfi við svo margþætt og breyti leg störf eins og málmiðnaður- inn nær vfir. Stéttarfélög laun- þeganna hafa sýnt bessu máh mikinn áhuga, en framgangur þess hefur þó verið hægur. Sennilega eru óyfirstíganlegir erfiðleikar ó framkvæmd slíks kerfis á mörgum sviðum málm- iðnaðarins, en hins vegar er sjálfsagt að taka bað upp, þar sem því verður við komið með nrsmilega !>óðu móti. Miklar umræður urðu á ráð- stefnunni um fiárhagsstöðu iðn- fyrirtækjanna. Þar kom m.a fram. að þau t>urfa að binda rekstrarfé sitt að verulegu leyti í lánum til viöskiotamanna og er ekki fjarri lagi að áætla. að útistandandi skuldir þeirra svari aö jafnaði til þriggja mánaða veltu. Þetta er þeim mun baga- legra, aö iönfyrirtækin eiga í verulegum erfiðleikum með að fá samsvarandi rekstrarlán frá viðskiptabönkum sínum. Afleið- ingarnar eru því greiðsluerfið- leikar og vanskil hjá iðnfyrir- tækjunum. Orsakimar' eru m.a þær, að útgerðarfyrirtækin eiga I sams konar erfiðleikum með rekstrarfé og verða því að fjár magna rekstur sinn að hlutr með skuldasöfnun hjá þjónust> fyrirtækjunum. Ennfremur eigp tryggingafélögin i erfiðleikun með að greiða bætur vegn^ tjónaviðgerða vegna þess hver»> iðgjöldin skila sér seint og illa Trvggingariðgiöld fiskiskiDa er>' greidd af útflutnmssgialdi a‘ sjávarafurðum. en begar ilU veiðist og verðlag lækka> minnka tekiurnar af útflutnine gjaldinu, og sá h'uti bess. sem ætlaður er til greiðslu trvgaing ariðgialdanna. oæsir ekki ti' þess að tryggingafélögin fái þau iðgjöld, sem Þau burfa og eiga að fá Þetta le'ðir til vansk>'- “aanvart drinaviðperðarstöðvun um og vélsmiðjunum og eykur fjárhagsleg erfiðleika þeirra Um þessi mál og ýmis fleir- var rætt á ráðstefnu málm- ov skipasmíðaiðnaðarins. Gerða' voru ályktanir, har sem bent v«> á iðkvæðar 'eiðir til úrbóta - Þegar aðilarnir á vinnumarkaðiu um taka höndum saman um p' vinna að lausn á aðsteðiar.v vandamálum og marka ákveðn stefnu f málefnum starfsgreina' sinnar. er þess að vænta, að rík: stjórn. Albingi nS aðrir ráðon'1 aðilar í landinu taki fullt tilli’ til .tillagna þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.