Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Föstudagur 4. október 1968. Blóðmör og lifrarpylsa — og geymsla jbess i frysti Þær, sem vilja safna forða til vetrarins kaupa slátur. Clátrun er hafin og nú er ein- ° mitt kominn tfminn trl að birgja sig upp af matvörum fyr- ir veturinn. Margar hafa hugsað sér að eiga vetrarforða og má búast við því að jafnvel yngri húsmæður hugsi sér að taka slátur núna. Verðlag fer hækk- andi og margar hafa eignazt nýja geymslu, sem er frystirinn. Við gefum því uppskriftir í dag aö blóðmör og lifrarpylsu, tekn- ar upp úr hússtjórnarbókinni. Blóðmör 1 1. blóö 2 dl. vatn y2 msk. salt 300 g hafragrjón 400—500 g rúgmjöl um 750 g mör vambir Hreinsið vambirnar. Dýfið þeim í heitt vatn, og skafið burt öll óhreinindi bæði utan og inn- an, skolið þær vel og látiö þær liggja í köldu vatni. Sníðið 4-6 keppi úr hverri vömb, og saumið þá með frekar grófu baðmullargarni. Skiljið eftir vænt op, og legg ið keppina í kalt vatn. Takið eitlana úr mörnum, og brytjið hann. Síið blóðið, og blandið salti og vatni í það. Hrærið hafragrjónunum út í og síðan rúgmjölinu. Hrærið vel í með hendinni eða sleif. Hrærið síðan mörnum seman við. Takið keppina upp úr vatninu og strjúkið vætuna af. Fyllið keppina rúmlega til hálfs með blóðhrærunni. Saumið fyrir og pikkið kepp- ina. Látið keppina í sjóðandi vatn (V2 msk. salt í hvem lítra vatns). Látið einungis fáeina keppi út í vatnið í einu, svo að suðan komi fljótt upp, Pikkið keppina með nál, um leið og þeim skýtur upp. Snúið keppunum við, meðan þeir sjóða. Hafiö rúmt í pottinum, og gæt ið þess, að suðan sé hæg og jöfn. Suðutími 2 — 3 klst. Látið slátrið kólna i soðinu, þar til allir keppimir eru sókkn- ir. Fleytiö soðið, og færið slátrið upp á bretti eða bakka, svo að renni vel af því. Tilbreytni: Berið heitan blóðmör fram með soðnum gulrófum eða gul- rófustöppu. Kælið blóðmör í köldu vatni, eigi að geyma hann. Berið fram kaldar blóðmörs- sneiðar með hafragrairt, hrls- grjónagraut eða hrísgrjónavell- ingi. Steikið kaldar blóðmörssneið- ar í sláturfloti, tólg eða smjör- líki á pönnu. Geymið blóðmör í sýru á köld- um og rakalausum stað. Skákmenn Firmakeppni Skáksai-bands íslands (hraðskákmót) vsa-öur haldið í Skákheimilinu að Grensásvegi 46 n.k. laagardag 5. okt. kl 2 e.h. — Mætið stundvíslega. Stjóm Skáksambands Islands. Unnt er að sjóöa slátur i sellófan. Vefjið seHófanið þétt utan um blóðhræruna, og bind- ið fyrir endana. Lifrarpylsa 450 g lifur 100 g nýra 3 dl mjólk eða kjötsoð y2 msk. salt 100 g hafragrjón 100 g hveiti 300 g rúgmjöl (eða rúgmjöl og heilhveiti) 300 — 400 g mör vambir Þvoið lifur og nýru, og takið himnurnar af. Skerið nýrun í tvennt að endi- löngu, og hreinsið þau. Skerið grófar æðar úr lifrinni. Hakkið lifur og nýru tvisvar i hakkavél. Blandið mjólk og salti í. Hrærið hafragrjónum, hveiti og rúgmjöli saman viö. Blandið mörnum saman viö. Lifrarhræra á að vera mun þykkari en blóðmörshræra. Setjið hræruna i vambakeppi og sjóðið eins og blóðmör. Suðutími 2—2y2 klst. Tilbreytni: Berið lifrarpylsu fram eins og blóðmör, nýja eða súra. Frysting sláturs (blóðmör og lifrarpylsa) Frysta má slátur hrátt eða hálfsoðið. Frystið það strax og það er tilbúið í vambarkeppunum, ef það er hrátt, svo að blóðið renni sem minnst úr því. Búið um slátrið í plastpokum og pappaöskjum til hlífðar. Sé slátrið hálfsoðið eða soöið, áður en það er fryst, er auðveld- ara að búa um það til frysting- ar. Látið keppina frosna I pott- inn og sjóðið þá tilskildan tíma, áður en þeir eru bornir fram. Frysta má blóð, mör og vamb ir hvert í sinu lagi og gera slát- ur, þegar hentar. Helliö blóðinu I áldósir eða plastilát (jafnvel glerkrukkur). Blóð þenst út við frystingu, svo að ekki má fyMa ílátin. Búið um mörinn í plastpoka, áður en hann er frystur. Hreinsið vambimar vandlega, áður en þær eru frystar, og búið um þær í plastpoka. Hafið góðar ytri umbúðir. Geymsluþol í frysti við 18 gráða frost eru 6 mánuðir fyrir blóðmör og lifrarpylsu en 9 mánuðir fyrir blóð. Hand- og list- iðnaðarsýningin Aðeins 3 dagar eftir. Norræna Húsib Hannyröanámskeið er haldiö á vegum Hannyrðabúðarínnar á Lauga- vegi 63. hófst 1. október. Myndflos, glitsaumsteppi, svo' sem „Sofðu rótt“ „Vetrarferf “, landslagsmyndir, Krýningin o.m.fl. Ryateppi, smymateppi ásamt fi&iri handavinnu, sem fæst í búoinni. Innritun í verzlunino' daglega. SOLBRA Laugavegi 83. Kuldaúlpur á skólabörn. föng í úrvali. — Unglingafatnaður - Leik- FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA‘ FRAMLEIÐANDI láláláláláláEáláEáláláEálálálálániiiláEáSálá lELDHtJS- | | MBIMDMBI EIIáláláEálalálálálaláEálalála % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI # STAÐLAÐAR EÍDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR EáláEá ODDUR HF UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMl 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI TEKUR ALLS KONAR KLffiÐNlNGAR FL4ÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLŒÐUM LAUðAVEG 62 - SlMI 10625 HEIMASIMISS6M Reykjavikurdeild Rauða kross Islands: Námskeið í skyndihjálp fyrir almenning hefjast fimmtudaginn 10. okt. n.k. Kennt verður eftir hinu nýja kennslu- kerfi í skyndihjálp, m.a. blástursaðferðin, með ferð slasaðra o.fl Vinsamlegast tilkynnið þátt töku í síma 14658 hið fyrsta. — Hópar og fé- lög, sem óska eftir kennslu í skyndihjálp í vet- ur eru beðin um að endurnýja beiðnir sínar sem fyrst. Reykjavíkurdeild R.K.Í. BOLSTRUN Svefnbekkir í úrvali á verkstæöisverði TÆKIFÆRISKAUP Höfum nýfengið ROTHO hjólbörur, kr 1185—1929, v-þýzk úrvalsvara, einnig úr- val af CAR-FA toppgrindúm, þ. á m. tvö földu burðarbogana vinsælu á alla bfla Mikið úrval nýkomið af HEYCO 0« D>URO bíla- og vélaverkfærum, stökum og i sett- um, einnig ódýr blöndunartæki, botnventlar og vatnslásar. Strotejám kr 405. — Málningarvörur. — Allar vörur á gamla veröinu. — Póstsendum INGÞÓR HARALDSSON H/F, Grensásvegi 5, slmi 84845.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.