Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 2
V1SIR . Föstudagur 4. október 1968. Strax að loknum úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ milli Vestmanna- eyinga og KR-b á morgun mun fara fram „landsleikur" Flugfélags íslands og SAS í knattspymu. Þess skal getið að SAS-liðið er 6- Síldarstúlkur óskast Síldarvinnslan hf. Neskaupstað óskar eftir að ráða strax vanar síldarstúlkur til Neskaup- staðar. Fríar ferðir — Frítt fæði og húsnæði — Kaup- trygging. — Uppl. eftir hádegi í dag og á morgun í síma 83289. Sfldarvinnslan, Neskaupstað. BIKARKEPPNI KSÍ og KRR ÚRSLITALEIKUR BIKARKEPPNINNAR fer fram á Melavellinum á morgun laugardag kl. 2.30 með leik milli KRb og Vestmannaeyja. Mótanefnd. sigrað i sumar, þessi sömu lið gerðu jafntefli fyrir skemmstu í Kauppmannnhöfn, en SAS hefur að auki unnið með yfirburðum beztu deildina í firmakeppninni dönsku, fékk 28 stig af 30 mögu- Iegum, geröi aðeins tvívegis jafn- tefli í keppninni. Verður því gaman að sjá hvort Flugfélagsliðinu tekst ekki að stöðva sigurgöngu SAS-manna. FELAGSLÍF KNATTSPYRNUFÉL. VIKINGUR Handknattleiksdeild Æfingatafla fyrir veturinn ’68-’69 Réttarholtsskóll: Meistarafl. karla mánud. kl. 8.40—10^20 1. og 2. fl. karla sunnud. kl. 1-2.40 3. flokkur karla sunnud. kl. 10.45-12 3. flokkur karla mánud kl. 7.50-8.40 4. flokkur karla sunnud. kl. 9.30—10.4 4. flokkur karla mánud. kl. 7-7.50 Meistara, 1. og 2. fl. kvenna: briðiud 7.50—9.30 Meistara, 1 og 2. fl. ívenna: laugard kl. 2.40—3.30 3 fl. kve-.na þriðjud. kl. 7—7.50 Laugardalshöll: Meistara. 1 og 2. fl karla: föstud kl. 9.20-11 Mætið stundvfslega — Stjórnfn. ALLT OF MÖRGU ER ABOTAVANT í „HÖLUNNI' Eru jboð ekki fornaldarvinnubrögðin, sem gera tímaleiguna of háa fyrir ibróttahreyfinguna? 0 Svo lítur út sem að ekki sé eitthvað athuga- íþróttahöllin fína í Laug- ardal verði ekki vett- vangur íþróttaæskunnar í vetur. Þar verða líklega aðeins leikir í 1. deild, og e. t. v. aðeins í hand- vert. Flestum finnst nefnilega svo, að í þess- ari höll eigi talsvert að vera af keppnum alls konar, og þá ekki sizt knattleik. Fari svo, — þá hjá hinum yngstu. Hafa er spurningin sú, hvort margir látið í ljósi von- brigði sín með þessa skipan mála. Þá eru margir óánægðir að ýmsa skipan mála í „höllinni", og má benda á sitthvað þessu til stuðnings. Körfur þær, sem settar voru upp eru lélegar og allt of þungar, vega milli 400 og 500 kiló. Brotnar úr gölfinu undan kjölunum af þessum sök- um. Engin geyrasla mun vera fyrir mörkin og körfumar. Ligg- ur þetta því undir skemmdum, þegar flest er f leikfimi. Geymsla fyrir leikfimiáhöld er allt of lítil og þarf þar að hrúga upp hlutunum. Loftræsting er af skomum skammti i húsinu, enda má oft sjá sveitta áhorfendur, þegar kappleikir fara þama fram. Lýs- fþróttahöllin í Laugardal - þar er mörgu áfátt innan dyra, þrátt fyrir ytri glæsibrag. ingin er annáluð fyrir það hversu léleg hún er. Þetta bera ljósmyndir blaðanna vitni um. Mun þessi höll ein af fáum, þar sem nota verður ,,flash“útbún- að við myndatöku. Þetta veldur auðvitað leikmönnum líka erfið- leikum. Að skipta um peru er aðeins fyrir færustu loftfim- leikamenn. Á salernum er ekkert niður- fallið. Þurrka þarf upp það, sem hellast kann niður. Þá eru nið- urföll í baðklefum of lítil og séu keppendur lengi í baði get- ur flætt inn í búningsherbergin. Hvað skyldi svo lekinn á hús- inu kosta árlega? Oft er ökla- djúpt vatn 1 geymslukjallaran- um. Ekki virðast niðurföllin þar í lagi. Áhorfendapallar óhreinkast eðlilega mjög við notkun og þarf að ræsta þá regiulega eftir hvem leik. Þetta er erfiðleikum bund- ið, og engu líkara en að gleymzt hafi þessi póstur í byggingu hússins. Hvergi er gert ráð fyrir vatnskrana eða niðurföllum á áhorfendastæðum. Algjör fom- aldarvinnubrögð eru notuð, vatn sótt í fötur og gengið alla leið úr böðunum eða úr kjallaranum upp f stæðin. Það em vinnbrögð sem þessi, sem KOSTA peninga. Em það ekki einmitt slík vinnubrögð, sem gera það að verkum að borgin er neydd til að leigja tímana í fþróttahöllinni of dýrt til að íþróttahreyfingin geti orðið viðskiptavinur? — jbp — Glímuæfingar að hefjast hjá Víkverja Glimuæfingar ungmennafél. Víkerja hefjast föstudaginn 4. október. Námskeið fyrir byrjendur hefst á sama tíma. Sú nýbreytni verður, að sérstakar æfingar verða fyrir eldri glímumenn. Kennslan fer fram í iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu, og verður kennt á mánudögum og föstudögum milli kl. 7—8 og á laugardögum kl. 5,30 — 6,30. Aðalkennari verður Kjartan Bergmann Guðjónsson, en með honum kenna Sigurður Sigurjóns- son og Skúli Þorleifsson. Ungmennafélagið Vikverji. Sexercises — nýtt kerfi í fimleikum 1. október hefst fyrir unglinga, 15 ára og eldri, vetramámskeið í leikfimi og fleiru. Kennslan fer fram f leikfimisalnum á Laugar- dalsvellinum á hverjum þriðjudegi kl. 19,40—20,30, og byrjar með 10 mín. boltaleik. Kennt verður í vetur eftir nýja ameríska kerfinu „Sexercises". Kennslustundunum lýkur með stökkæfingum við allra hæfi, og að þeim loknum er bað. Þátttökugjald er 25 kr. hver tími. Kennari verður Hermóður Birgir Alfreðsson; hann hefur meðal ann- ars numið á Ollerup íþróttaskólan- um í Danmörku. Stöðva þeir sigurgönguna? DÓMARINN — Nú, en það var þá, sem að dómarinn var á ann- arri skoðun, síðan jókst þetta orð af orði... Frá kennslustund í leikfimi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.