Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 6
6 VISIR . Föstudagur 4. október 1968. TÓNABIO I SKUGGA mSANS KIRK . nonm SENTA BERGER , FRANK SINATRA f YUIBRYNNER JOHNWAYNE (Cast a Giant Shadow) Heimsfræg og snilldar vel gerð og leikin, ný, amerísk stór- .iiynd < litum og Panavision Myndin er byggö á sannsögu legum atburðum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. !■— List ir -Bækur -Menningarmál- Þrumubraut (Thunder Alley) Hörkuspennandi og mjög vel gerö ný, amerísk mynd i litum og Panavision. — íslenzkur texti. Fabian Annette Funicello Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. im )j ÞJÓDLEIKHÚSID Puntila og Matti eftir Bertolt Brecht Þýðendur: Þorsteinn Þorsteins- son, Þorgeir Þorgeirson, Guð- mundur Sigurðsson. Leikstjóri: Wolfgang Pintzka Leiktjöld og búningar: Manfred Grund Frumsýning í kvöld kl. 20 Önnur $ýmng sunnudag kl. 20 Fyrirheitið Sýning laugardag kl. 20. Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til kl. 20. Sími 11200. . Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni: DR. ZHIYAGO ★★★ Stjómandi: David Lean. Framleiðandi: Carlo Ponti. Kvikmyndahandrit: Ro- bert Bolt (eftir skáldsögu Boris Pastemaks). Tón- Iist: Maurice Jarre. Kvik- myndataka: Freddie Young. Leikendur: Omar Sharif, Julle Christie, Geraldine Chaplin, Rod Steiger, Alec Guinness, Tom Courtenay, Siobhan McKenna, Ralph Richard- son, Rita Tushingham, Klaus Kinski, Noel Will- mann o. fl. Amerisk, ís- lenzkur texti, Gamla bíó. \7'arla þarf aö kynna persón- una Sjfvagó lækni, þvi aS. svo mikið hefur verið skrifað um sögu Pasternaks og nú síðar um kvikmynd David Leans með sama nafni. Myndin spannar lífshlaup þessarar persónu og hefur rússnesku byltinguna að bakgrunni. Hér veröur ekki unnt aö bera kvikmyndina saman við bókina, því að hana hefur undirritaður ekki lesið. Raunar ætti það að vera óþarfi, þar sem líta veröur á myndina sem sjálfstætt lista- verk. Það er eflaust hægt að deila endalaust um kosti myndarinn- ar og galla, svo að bezt er að taka fram í upphafi, að myndin er ákaflega magnað verk og hrlfandi. Leikendur em hver öðrum frábærari, og öll tækni- vinna þannig af hendi leyst, að vart verður betra á kosið. Höf- uðgalli hennar er að mínu viti sá, að al. ei tekst að ná veru- legum raunvemleikablæ, enda s.tafar það af því, að myndin er að mestu gerð á Spáni, af enskum leikstjóra, ítölskum framleiðanda, og leikumm af margvíslegu þjóðemi. Hinn rússneski andi næst ekki. Þótt leiktjöld öll séu fádæma vel gerð, skortir mikið á að þau nái tilætluðum áhrifum. Gervi- snjór verður aldrei raunveru- legur, og sólbrenndir HoIIy- wood-leikarar eiga að sjálf- sögðu erfitt með aö túlka til- finningar hrjáðs og þjakaðs fólks í þrengingum borgarastríös og kulda vetrar. Ef til vill gefa þessar kvart- anir til kynna, að myndin sé ekkí jafnáhrifamikil og hún er í raun og veru, því að þrátt fyrir galla sína og takmarkanir hlýtur Sjívagó að teljast frábært verk. Ctjómandi myndarinnar er Englendingurinn David Lean, en hann er í tölu hinna þekktustu leikstjóra, og nægir að nefna myndir hans „Brúin yfir Kvai-fljótið“ og „Arabíu- Lawrence". 1 myndinni um Sjívagó bregzt Lean boaalistin á mörgum sviðum. Hann nær ó- trúlega litlu út úr sumum at- riðanna, þar sem aðrir leikstjór- ar hefðu beinlínis verið í essinu sínu. Til dæmis má nefna at- riði, þar sem riddaralið gerir árás á þátttakendur í kröfu- göngu. Það atriði er beinllnis undarlega dautt. Það er líka dálitið hlægilegt, hversu hann ofnotar ýmis brögö til að reyna að ná fram stemmningu. Til dæmis þyrlast haustlauf snyrti- lega f kringum líkfylgd í upphafi myndarinnar og fleiri ódýr brögð eru notuð til að ná fram vissum áhrifum. Bezt nýtur stjóm Lean sín f minni atriðum, einkum innan- húss, þar sem honum tekst oft að ná út úr leikurunum þvf bezta sem þeir búa yfir. Kvikmyndatökumaðurinn er einnig brezkur, Freddie (Frede- rick) Young. Hann er vel að Óskarsverðlaunum kominn fyrir framlag sitt til þessarar myndar, en hann hefur hlotið þau áður fyrir Arabíu-Lawrence. Kvik- myndun hans er framúrskarandi falleg, og á ríkan þátt i að gera myndina eftirminnilega. Tónlistin eftir Maurice Jarre útvegaði honum Óskarsverð- launin, sem hann hafði fengið einu sinni áður fyrir Arabíu- Lawrence. Tónlistin er töfrandi falleg, og þaö vekur athygli, að hún er notuð mjög í hófi og aldrei mögnuö upp í yfirgnæf- andi hávaða eins og oft vill verða í stórmyndum. Fjölmargir af frægustu leikur- um veraldar koma fram í mynd- inni, en titilhlutverkiö leikur Egiftinn Omar Sharif. Margir hafa hælt honum í hástert fyrir frammistööu hans i hlutverkinu, og • víst er um það, að hann gerir því allgóð skil. Hitt er annaö mál, hvort einhver ann- ar hefði ekki verið heppilegri. Það er vissulega erfitt að leika hlutverk þessa skálds, sem trú- ir á frið og réttlæti, en lætur allar kenningar um kerfi sem vind um eyru þjóta. Hann dregst inn f hringiðu atburð- anna og hefur óbein áhrif á það sem gerist f kringum hann. Sjívagó heldur sína leið gegnum lífiö, sjálfum sér trúr, og i lokin er það hann sem sigrar. Alger andstaða Sjívagós er Kómarovskí (Rod Steiger), hentistefnumaður, sem lætur á- vallt undan öllum sínum hvöt- um. hugsar aðeins um líðandi augnablik, og það eitt að halda sér uppi á öldutoppinum. Rod Steiger gerir þessu hlutverki afburöagóð skil, og er langat- hyglisverðastur hinna fjölmörgu leikara, sem koma fram í mynd- inni. Alec Guinness leikur hálf- bróður Sjívagós, Jarov hershöfð- ingja, en með hans augum sjá- um við hlutina gerast. Hann horfir á úr fjarlægð, og er ekki virkur þátttakandi I atburðarás- inni. H-nn er dularfullur mað- ur, og innra líf hans er ráögáta. Alec Guinness er frábær leikari, og skilur hlutverk sitt til hlítar. Gervi hans var vel rússneskt, enda líkist hann töluvert f út- liti Kosygin. sem nú er annar æðstu manna austantjalds. Julie Christie og Geraldine Chaplin leika þær konur, sem Sjívagó er í tygjum við. Þær eru ólíkar eins og dagur og nótt og hæfa hlutverkum sfnum mjög vel. Einnig eru i stórum hlutverk- um Ralph Richardson, írska leikkonan Siobhan McKenna og Tom Courtenay, og eiga þau Omar Sharif sem Sjívagó læknir í samnefndri kvik- mynd öll sinn þátt í að lyfta mynd- inni. Af aukaleikurum vekur mesta athygli Þjóðverjinn Klaus Kinski. sem leikur stjómleys- ingja, sem verið er að flytja i nauöungarvinnu. Þar er á ferð leikari. sem maður á eflaust eftir að sjá oft f framtíðinni. í heild er það um myndina að segja, að þrátt fyrir ýmsa galla, er þarna á ferðinni kynngi magnað verk, sem enginn kvik- myndaunnandi ætti að láta fara fram hjá sér. Það er mikill galli, að þessi mynd skuli vera sýnd þar sem hún nýtur sín alls ekki. Á tveim- ur sýningum, sem ég hef séð á myndinni, hefur hljóðrásin verið mjög gölluð. hvort sem það verður lagfært eða ekki. íslenzkur texti fylgir mynd- inni og vissulega hefði hann mátt vera vandaðri. EINKUNNAGJÖF: Til þess að í framtíðinni verði auðveldara að átta sig á kvik- myndagagnrýni blaðsins, verður tekin upp einkunna- gjöf, sem franska ritið „Cahi- ers du Cinéma“ tók fyrst upp, en er nú almennt viðurkennd. Þessa einkunnagjöf ber að túlka þannig: ★★★★ Stórkostleg ★★★ Mjög góð ★★ Sæmileg ★ Á takmörkunum. # Misheppnuð Einkunn hverrar myndar mun síðan birtast með nafni henn- ar, eins og sjá má hér á síð- unni. .■.■■■.■.■.■.■.■■■.■.■.■.■.■.■•■■■.■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w.y.v, .v.v.vv, GAMLA BI0 1 WINNER OF 6 ACADEMV AWARDSI MEIR0G01DWNMAYER ACAaOPONHFROOUCTION DAVID LEAN'S FILM Of BORISPASTERNAKS DOCTOR ZHiVÁGO INKÍ>ccilob**“ — íslenzkur texti. — Sýnd kl. 5 og 8.30. Bönnuö innan 12 ára. — Hækkað verð. — LEYNIMELUR 13 i kvöld HEDDA GABLER laugardag. MAÐUR OG KONA sunnud. Aðgöngumiðasalan I Iðnó er op in frá kl. 14. Sfmi 13191. BÆJARBÍÓ Afrika logar Stórmvnd um ævintýralegar mannraunir. — Aðalhlutverk: Anton. Quayle Silvya Syms Derek Fowlds Bönnuð börnum. — Sýnd kl. 9 mCMCyWaHMMBMia0MBKWigiaiiBW3Ml. l. >. ./i ■ "'•V.-tNg'fcm V STJÖRNIIBÍÓ HAFNARBIO Cat Ballou Islenzkur texti. Ný kvikmynd: — Lee Marvin, Jane Fonda. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BlÓ Svallarinn (Le Tonnerre de Dieu) Bráðsmellin, frönsk gaman- mynd um franskar ástir. Robert Hossein Michele Mercier Jean Gabin Lilli Palmer Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mannrán i Caracas Hörkuspennandi ný Cinema scope litmynd með George Ardisson Pascale Audret. Islenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ Rauða eyðimörkin Itölsk stórmynd f litum. Monica Vitti Richard Harris Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. Danskur texti. HÁSKÓLABÍÓ Yfirgefið hús (Thi. property is condemned) Aafar fræg og vel leikin ame- risk litmynd. Aðalhlutverk: Natlie Wood Robert Redford Islenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ I skugga dauðans Hörkuspennandi. ný itölsk kvikmvnd ' litum og Cinema scope Stephan Forsvth Anne Shermann Bönnuð bömum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.