Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 4
s WH 'ltafir banna Kristinu prinsessu oá aug- lýsa Sviþjób Nú er aumingia Christina prins essa Svía leiö í skapi. Yfirvöld á ftaliu banna henni að reka á- róöur, eins og þau kalla það, fvr ir land hennar, Svíþjóð. Vettvang urinn var kvikmyndahátiðin mikla í Sorrento. Kristín litla ætlaði að gera nafn lands síns víðfrægt, á- samt nokkrum „pop“tónlistar- mönnum og öðru ungu fólki. — Sænsk yfirvöld höfðu gefið henni leyfi til þessa. Sérstaklega hafði prinsessan hlakkað til þess að losa sig við hinn hátíðlega svip, sem hennar tign sæmir venjulega. Til skjalanna komu ítalir og sögðu, að það væri nú einu sinni svo, að konunglegt fólk fengi ekki að hegða sér þannig á Ítaiíu. ítal ir sögðu sem svo: Úr því, að Kristín ætlar að hafa í frammi áróður, þá er ekki hægt að segja, að „prinsessan" komi fram á há- tíðinni. Hvað sem þeirri röksemda færslu iíður, þá verður ekki af því, að „hið unga Sviaríki" verði kynnt fyrir ítölum að þessu sinni. „Menn verða að fylgja almenn- um reglum um komur tignra gesta“, segja arftaka hinna fornu Rómverja. Það er jafnmikilvægt og orð Biblíunnar. Borgarstjórar verða að fá að hneigja sig fyrir prinsessunni. Herm. og lögregla verða að vera nærstödd. Einnig leynílögreglan. Prinsessan yrði að búa í virðulegu gistihúsi og ekki með alls kyns ungu fólki. — í staðinn fyrir allt þetta var nú send til Sorrento mynd af Svía- konungi og prinsessunni skelli- hlæjandi. Átti hún að vera til sýn is í sýningargluggum vegna há- tíðarinnar. Þetta leizt þeim þar suður frá heldur ekki of vel á. Nú hafa þeir hirðmyndir af þeim Kristínu og afa hennar. Kristín hafði sig lítið í frammi í Sorrento og ferðaðist um óþekkt að mestu, til dæmis til eyjunnar Capri. Hún kom ekki fram sérstaklega, og ítölsk æska er ósnortin af hinu ljúfa lífi þeirra norður í Sviþjóð. Sophia Loren einangruð í 3 mánuði fyrir barnsburð Hefur fjórum sinnum missf fóstur 1 þrjá mánuði hefur Sophia Lor en, sú ítalska, verið einangruð frá öllum öðrum en eiginmannin um, Carlo Ponti, einkaritara sín um og lækni. í tuttugu klukku- sttundir á dag liggur hún fyrir í rúminu í hljóðeinangruðu her- bergi. Herbergishitinn er 22 gráð ur. í tvær stundir gengur hún um garöinn og dáist að blómun- um og litlu fuglunum. Hún er í matarkúr. Hvers vegna allt þetta umstang? Leikkonan á von á barni. Þegar síðast fréttist var það enn ófætt, og leikkonan ein- angruð. Þetta var ekki að ástæðulausu. Á ellefu árum hefur hún fjórum sinnum misst fóstur. Nú vill hún veröa ,,sönn“ kona og móðir. Læknarnir telja hana geta átt böm, og hún biöur forsjónina, að svo megi til takast. Hún segir, að því hafi verið spáð, að hún mundi eignast tvö börn. Þó vill hún, kona frá hinni barnmörgu Napólí, hafa í kringum sig herskara hrín- andi barna. Þá fyrst verður hún ánægð. Sophia hefur nú staöizt fimmta mánuö meðgöngutímans, er venju- lega hefur reynzt henni erfiðastur. Nú bíða menn og sjá, hverju ein angrunin fær áorkað. Endurfundirnir. Romy Schneider og Alain Delon aftur í kær- leikum Þau leika enn hinn sama leik, sem fyrr, leikkonan Romv Schneider frá Austurríki og leik- arinn Alain Delon frá Frakkiandi. Á ég eða á ég ekki? Réttara sagt, þau hafa tekið til við leik- inn, þar sem þau hurfu frá fyrir fimm árum. Þá endaði sólarsagan með því, að Alain yfirgaf aumingja Romy morgun einn í París. Á borði hennar lá aðeins rós og bréf. Fugl inn var floginn. Alain Delon gekk að eiga Nathalie nokkra. Nú er hún farin að leika, og þá finnst Alain e. t. v. réttast að yfirgefa hana lika, svo að lífið verði ekki of fábreytilegt. Á sama hátt giftist Romy Schneider þýzka kvikmyndaleik stjóranum Harry Meyen. Nú gerðist það héma um dag- inn, að þau hittust aftur Romy og Aiain. Þetta varð í Nizza í Frakk landi. Að vísu hét það svo, að þau væru þar tii að leika í nýrri kvikmynd. Hjónaband þeirra Romy og Harry Meyen kom ný- Iega í hendur lögfræðinga og skiln aður virðist yfirvofandi. Sennilega er samband austurrísku stúlkunn- ar og Frakkans enn ekki of ryðg- að. Sögur herma, aö þau ætli að taka saman aftur. Endurfundirnir voru innsiglað- ir opinberlega með kossi. Alain Delon er nú þrjátíu og tveggja ára, og Romy Schneider er þrjá- tíu. Á flugvellinum lék hljóm- sveit lagið um ástina, marglofuðu „Love is a many — splendored thing.“ I s i : Um samkvæmisklædda ferðalanga Það gerist á hverju hausti, þegar fyrsti haustbylurinn skelí ur á, að til vandræða kemur á fjallvegum, ekki elnungis vegna þess að bflar festast vegna snjóa, heldur og vegna hins, að ferðalangar sem í bilunum eru, eru margir hverjir svo illa klædd ir, að við slysum liggur. Fólk ferðast um fjallvegi samkvæmis klætt og án þess að hafa með- ferðis nokkra flík sem yfirhöfn, ef eitthvað bjátar á. Að bilar séu keðjulausir, þegar fyrstu haustbyljir skella á, er algengt, þó reynslan ætti að vera búin að kenna mönnum, aö allra veðra sé von, og þvi nauösyn að búast þannig af stað, að erfiö- leikum geti verið að mæta. Annars segja þeir, sem ot't ferðast um fjallvegi landsins, að fólk sé furðu illa útbúið á ferða lögum um fjallvegi, allt áriö um kring. Eina sögu hef ég heyrt um einstakt fyrirhyggjuleysi, er gerðist fyrir fáum árum. Hóp ur feröafólks var á leið yfir ekki lengi í gangi vegna hríðar, var ekki talið ráðlegt, að fólk léti fyrirberast í þeim vegna kuldans, og talið skynsamlegt að fara til sæluhússins, sem væri um stundarfjórðungs gang á stóð. Var stúlkan miður sín af kulda, begar komið var í sæluhúsið. Ekki var neitt aflögu af fatnaði, nema einn mið- aldra maður í hónnum var svo vel búinn, að hann var í síðri Holtavörðuheiði í nokkrum bif- reiðum, sem fylgdust að. En svo varð það, sem svo oft verður á þessari leið, að bílalestin varð að láta staðar numið vegna snjóa, því hríðarveður skall á Bílalestin var þá stödd skammt frá sæluhúsinu á há-heiðinni. Þar eð suniir bílannn héldust í burtu. Héldu feröalangarnir hópinn og klofuðu snjóinn und- ir forustu bílstjóranna. Ein stúlkan var mjög illa á sig komin vegna kulda, bví hún var einungis klædd nælonfatn- aði yzt sem innst, og bar að auki í háhæluðum skóm, seni vægast sagt hentuðu illa, eins og baðniullarbrók og ullarbrók þar utan yfir og siðan utanyfirbux um. Þegar hann hafði látið uppi um sinn ágæta búnað, þótti vart annað fært en að hann Iéði stúlk unni aðra brókina, sem hún fór í utan yfir nælon-piattið. Ileitt kaffi í sæluhúsinu og iijálpsemi ferðafélagans átti vafalaust sinn þátt í því, að þetta fyrirhyggjuleysi stúlkunn- ar, að útbúa sig ekki betur til vetrarferðar, varð ekki til að valda henni alvarlegum eftir- köstum. Fyrirhyggjuleysi ferðafólks, sem íeggur á fjallvegi, þegar lið ur að hausti, er allt of algengt. Fólk snarast út í bílana og ger ir r' ki ráð fyrir, að neitt geti fyrir bílana komið, sem tefji förina. Furðu margir virðast ekki hafa lært bað, að fljótt skip ast veður í lofti hér í landi okkar, svo að hyggilegast er að búa sig samkvæmt því. Ferðalangar geta vart búizt við því, að samferðamennimir séu almennt svo vel aflögufærir, eins og sá sem þrí-bróka var og fyrr er getið. Þess vegna ætti hver um sig að útbúa sig eins og hentar aðstæðum okkar og veðurfari. Þrándur i Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.