Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 04.10.1968, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 4. október 1968. það getur ekki kallazt annað en skrípaleikur, þegar ein- ræðisherrar taka upp á því að efna til almennra kosninga og ‘ þykjast ætla að spyrja fólkið, hvemig eigi að stjóma ríkinu. Það eru hlægileg látalæti, ein- valdsseggir, sem opinberlega lýsa sig andvíga lýðræöi, taka upp á því að smala fólki saman til að „láta í ljósi vilja sinn“. Þar er fyrirfram vitað, að vilji kjósendanna er einskis virtur. Að vísu fær þetta fáránleg- asta mynd á sig, þegar lands- lýðnum er smalað að kjörborð- inu, — en þegar þangað er komið, þá er um ekkert að velja, aðeins einn lista og þá er jafn- framt 'oft ætlazt til þess, að kjósandinn sé ekki að fara með kjörseðilinn á bak viö tjald, þaö er alveg óþarfi, nóg að taka vélrænt við honum og láta hann detta í allra ásýn niður í kjörkassann. Þegar atkvæða- greiðslu er svo háttað, er að sjálfsðgðu gróflega misboðið al- mennri skynsemi. Hvers vegna atkvæði af innilegri ættjarðar- ást, djúpum þegnskap og trúar- tilfinningu, þakklæti til guðs og forsjónarinnar fyrir svo dýrð- lega stjómarskrá. Stöðugt var reynt að vekja upp þjóöarstolt manna, minnt á dáðir hinna göf- ugu forfeðra, jafnvel tekið til að dásama það, að Grikkland hafi einu sinni verið vagga lýð- ræðisins, og nú fái afkomend- urnir verðuga frelsisskrá! Það em meira að segja í þessari stjómarskrá ákvæði sem tryggja mannréttindi, en svo er því bætt við innan sviga, að mannrétt- indagreinarnar komi ekki til framkvæmda fyrst í stað. Þannig var kosningaathöfnin sveipuð í þjóðernislegan dýrð- arljóma í stöðugum áróðri. Það var þegnleg skylda við föður- landið að koma á kjörstað og greiða atkvæði. En svona til vonar og vara var ákveðið að setja þung sektarviðurlög við því, m menn kæmu ekki á kjörstað. Og réttara var ennfremur að Síðan hafa stjórnarforsprakk- arnir lýst því yfir, að þessi háa prósenttala sýni að þjóðin styðji þá, en það er auðvitað hrein fjarstæða að draga slíkar álykt- anir, því að úrslit atkvæða- greiðslunnar sýna hvorki eitt eða neitt. Þær eru auðvitað ekkert annað en ömurlegur skrípaleikur, sem getur ekki með nokkru móti fengið neitt kosningagildi. jVTú getur það vel verið, að talsverður hópur kjósenda hefði verið hlynntur stjórnar- skránni. Það er ekki hægt að neita því, aö hún inniheldur í orði kveönu ýmsar merkilegar úrbætur. Þaö verður til dæmis að telja það framfaraspor, aö þar eru hömlur lagðar á vald konungsins, — samkvæmt orð- anna hljóðan er í fyrsta skipti komið á þingbundinni konungs- stjórn. meöan konungur var ekki skyldur til þess áður að hlíta vali þings á forsætisráð- herra. 'l/'aldamennimir láta eins og þeir stefni að því með tíð og tima að innleiða á ný lýð- ræði í landinu, en sú þróun er vissulega ákaflega hægfara, ef það ekki þokast heldur aftur á bak. Núna fyrir atkvæðagreiðsl- una höfðu þeir orð á því, að þeir ætluöu að sleppa öllum pólitískuin röngum (lr Mldi. Þeir slepptu að vfsu nokkrum, þeirra á meðal hinum aldna Georg Papandreou, en ekki fól það í sér mikla aukningu lýð- réttinda, því honum var alger- lega meinað að láta nokkrar skoðanir sínar í Ijósi, hann hafði hvorki aðgang að blöðum né útvarpi, og hefði enda verið gripinn aftur og kastað í fang- elsi, ef hann hefði nokkuð haft sig í frammi. Og hefði þó nokkuð verið eðlilegra en það, að þessi aldni stjómmálaskörungur hefði verið beðinn um að segja álit sitt á nýrri stjómarskrá. Og svo var fyrirheitið heldur ekki efnt betur en svo, að um 2 þúsund pólitískir fangar sitja enn í eyjafangabúðum. það hefur því engin breyting á orðið, — enn ríkir i Grikklandi hið rammasta her- foringjaeinræði með fangabúð- um, lögregluríki og afnámi ein- földustu mannréttinda. Stjómin hefur þar að auki á sér ýmis Atkvæðagrefösla í einræðisríki að vera að ónáða almenning með slíkum kosningum, hví ekki eins að framkvæma þetta með einhverri sjálfvirkri vél, — eöa demba seðlabunkanum f einu lagi ofan í atkvæðakassa, — eða einfaldlega að búa til töl- urnar á einhverri stjómarskrif- stofu. Það væri lang umsvifa- minnst og álíka mikið á því að græöa. J^annski var þetta ekki svo slæmt í þjóðaratkvæða- greiðslu þeirri, sem fram fór í Grikklandi um síðustu helgi. Þar átti aö greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá sem herfor- ingjaklíkan hefur samið fyrir landið. Og þar var mönnum þó gefið tækifæri til að velja milli tveggja orða: Naí sem þýðir já og Oxí sem þýðir nei. Og þó hér hafi gefizt valkostur, gerir það lítinn stigmun, þar sem nið- urstaðan er jú sú sama, að það var ekki á nokkurn hátt verið að leita eftir raunverulegu áliti almennings, heldur einungis verið að setja á svið skrípaleik, sem fjarstætt er að lita á sem kosningu í eiginlegri merkingu. f heilari mánuð áður en at- kvæðagreiðslan fór fram, var haldið uppi stöðugum áróðri fyrir samþykkt stjórnarskrár- innar. Á fjallstindi, sem gnæfir hátt yfir Aþenu, sást orðið Naí uppljómað í næturmyrkrinu meö risastórum Ijósastöfum. En ef hið forboðna orð Oxí sást nokk urs staðar, voru þeir menn, sem það báru tafarlaust teknir og fangelsaðir, og fjölskylda þeirra og vandamenn gjarnan teknir með. Fjölmiðlunartækin hafa veriö notuð með sama hætti, stöðugar einhliða ræður og á- vörp en engin mdmælarödd fengið að heyrast. í blaöaútgáfu er svo viðhaldið strangri rit- skoðun, svo engin hætta var á því, að menn með ólíkar skoö- anir fengju að koma þar fram. T þessum einhliða áróðri hefur svo stöðugt verið höfðað til „göfugra“ tilfinninga fólksins, menn eiga að koma að greiða viðhafa frekari varúð. Að morgni kjördagsins urðu menn varir við mikla herflutninga viðs vegar um landið, brynvagnar og hermenn með byssur og stál- hjálma voru á ferð og stilltu sér upp við kjörstaði víðsvegar í landinu. Þeir áttu að mynda ,,heiðursvörð“ um þessa tignar- legu þjóðernisathöfn, — eða höfðu þeir annað hlutverk? Ekki þótti þetta samt nægi- leg varúð, þvi að þegar kom á sjálfan kjörstaðinn, fór kosningin fram með líkum hætti og í fleiri einræðisríkjum, þann- ig að um enga atkvæðaleynd var að ræða. í stað þess aö geta krossað í leyni við tvo ólíka valmöguleika á einu blaði, var kosningunni hagað dálítið öðru vísi til frekara öryggis. Á kjör- staðnum voru tvær tegundir miða, aðrir voru bláir og prent- aðir með jáyrðinu, hinir rauðir með neiyrðinu. Þegar kjósandi kom fyrir kjörstjómina, var honum fenginn orðalaust hinn blái miði. Ef hann gerðist hins vegar svo djarfur að kjósa „nei“, þá þurfti hann að hafa sérstaklega fyrir því að biðja um rauðan miða, og þá varð hann þess kannski var um leið, að eftiriitsmaður í herberginu skrifaöi niður nafn hans, spurði jafnvel eins og til áréttingar: — Hvað heitir hann þessi mað- ur og hvar á hann heima! Að atkvæðagreiöslunni lok- inni var svo tilkynnt, að um 76% atkvæöisbærra manna hefðu komið á kjörstað, en 24% ekki mætt. Var kosningaþátt- taka þannig minni en venjulega tíðkaðist áður við þingkosning- ar í landinu. En þó lætur her- foringjastiómin það fylgja með, að ekki sé alveg að marka þetta, þar sem svo margir grískir menn séu staddir erlendis, viö atvinnu í Vestur-Evrópu. Þrátt fyrir allar varúðarráð- stafanir voru um 6% kjósenda sem gerðust svo djarfir aö biðja um rauða miðann, en 94% hlýddu því vélrænt að stinga bláa miðanum í kjörkassann. En það dregur aftur á móti talsvert úr þessum úrbótum, hinni þingbundnu konungs- stjóm, aö sem stendur hefur Grikkland hvorki konung né þing, og það er ekki fyrirsjáan- ■ legt, að þessir þættir ríkisvalds- ins taki til starfa. Þvert á móti bendir allt til þess að herfor- ingjarnir séu að festa sig í sessi. Miðað við undangengna reynslu verður það líka að teljast nokkurt framfaraspor, að í stjómarskránni eru ákvæði sem beinast að því að afnema pólitíska spillingu. Þar er kveð- ið svo á, að stjómmálaflokkar verði að birta árlega skýrslu um fjármál sín, svo að ljóst sé, Papadopoulos foringi her foringjastjómarinnar hvaðan peningar koma til rekstr arins. Þetta er álitið til fram- fara, þar sem áður var talið, að flokkar tækju við mútum og ennfremur hefur jafnan leikið grunur á að vinstri flokkar hafi lifað á peningasendingum frá Moskvu. En hins vegar dregur það stra/ nokkuð úr þessum á- kvæðum, að engir flokkar em starfandi í landinu sem stendur og allra sízt vinstrisinnaðir flokkar. Og sami fyrirvari á við um annað ákvæði í stjórnar- ^kránni, að kosningar á flokks- leiðtogum verði aö fara fram i almennri atkvæðagreiðslu innan flokkanna. merki fasisma. Hún fyrirskipar pólitískt uppeldi æskunnar, það á aö innræta henni „föðurlands- ást“ en uppræta ýmiss konar lesti, áhugaleysi, spillingu og vinnusvik. Það er komið á fót þjóðernislegri æskulýösfylkingu, þar sem unga fólkið á að berjast fyrir þeirri hugsjón að gera Grikkland öflugt og heilbrigt þjóðfélag, eins og það er kallað. Það er jafnvel gengið svo langt að byrjað er á mannrækt, líkt og hjá nasistum áður fyrr. Fólk- ið er flokkað niður eftir erfða- gæðum og þeir sem teljast spillt- ir að erfðaeiginleikum mega ekki giftast. Þá reynir þessi þjóðlega hreyfing, sem herfor- ingjamir eru að koma á fót mjög að styðjast við kirkjuna. Helzta vígorð þeirra er að Grikkland eigi að vera þjóðfélag kristin- dómsins. |~kg eins og oft fylgir styrkum einræðisstjómum, þá er ekki hægt að neita því, að þeir hafa komið ýmsu góðu til veg- ar. Þeir hafa á ýmsan hátt tekiö rösklega á hlutunum og útrýmt ýmiss konar fomri spillingu. Sumt af þessu felur í sér tals- verða þjóðfélagsbyltingu. Þann- ig hafa þeir stórlega bætt kjör bænda í landinu, afnumið arð- rán stórra landeioenda og strik- að með einu pennastriki yfir þær miklu skuldir sem bænda- stéttin var komin í og bugaði hana með skuldakúgun, svo að litill vafi leikur á því, að grísk bændastétt er mjög þakklát bessari stjórn. Þá er í því fólg- in talsverð þjóðfélagsleg bylt- ing, að þeir hafa komið á mjög ströngu framtals og skattakerfi, en áður var misjöfnun í sköttum íjög alvarlegt þjóðfélags- vandamál. Og á það verður aö líta, að það er ein ástæðan fyrir bví, hve mikinn mótbyr herfor- ingjamir hafa hlotið, að beir hafa grinið til mjög harkalegra aðgerða ti! að skerfla áhrif hinna gömlu valdastétta. Sumar af hinum hörðu og að vísu rétt- mætu ásökunum í garð herfor- V 10 síða Í&R Komu úrslitin í Portúgal yður á óvart? Guömundur Hafliðason, frá Siglufirði: „Já, þau gerðu það. Ég bjóst ekki viö því, að íslend- ingarnir myndu skora neitt mark — hitans vegna." Kjartan Pálsson, bifreiðar- stjóri: „Nei, ég bjóst alltaf við meiru af Portúgölunum, en þeir sýndu hér. Ég er bara ánægður með að strákamir skyldu skora mark.“ Skarphéðinn Þórisson, skóla- maður: „Þaö kom mér ekki á ó- vart, þegar maöur ber saman styrkleika Iiðanna, þá mátti vænta þessa.“ Ingvar Guðjónsson, bifreiðar- stjóri: „Ég átt: ekki von á svona miklum mun, en ég hafði þó okki spáð neitt í það fyrir.“ Gísli Elíasson, prentari: „Alls ekki! Ég var ekkert hissa á bv' þegar svona karlar eiga í hlut.“ -Jtnc.rj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.