Vísir - 04.10.1968, Page 3

Vísir - 04.10.1968, Page 3
V í SIR . Föstudagur 4. október 1868. 3 Smám saman mótast skipið í höndum smiðanna. Innan sett og síðan á hún eftir að færa Súðvíkingum björg í bú. Skip í smíðum á fsafirði Fyrsta stálskipið, _:m smíöað er í skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á ísafirði er nú langt komið. Gengið hefur verið frá bol skipsins, yfirbygging er langt komin og byrjað er að innrétta bað og setja niður vél- ar. Þetta er 41. nýsmíði skipa- smíðastöðvarinnar og fer hún fram í nýiu húsi, sem byggt var sérstaklega fyrir stálskipa- smíðar. Þar er hægt að smíða alit að 300—350 tonna skip. -O- Skip það sem nú er unitið við i stöðinni er tvö hunclruð rúm- lestir að stærð og er það smíð- að fyrir útgerðarfélagið Þor- grim á l úðavík. Kemur þetta skip í stað vélskipsins Trausta, sem fórst í vetur. Vinna við smíðina hófst í jan- úar i vetur, og var meiningin að skipið verði tilbúið fyrir vetrar- vertíð í vetur. Við smíðina hafa unnið 15—20 manns. Gera ís- firðingar sér vonir um, -að stál- skipasmíðar geti orðið nokkur atvinnubót í bænum í framtíð- inni. Hins vegar hefur skipa- smíðastöðinni ekkert tilboð bor- izt ennþá um nýsmíði, en skipi þeirra Súðvíkinga má hleypa af stokkunum hvenær sem væri, þar eð nú er aðeins eftir að setja í það.vélar og tæki. -O- Skip betta er gert eftir fyrir- sögn skipstjóra og útgerðar- manns, frumteikningar eru eftir Hjálmar R. Bárðarson, skipa- skoðunarstióra, en vinnuteikn- ingar og aðrar frágangsteikning ar eru gerðar hjá skipasmíða- stöðinni sjálfri. Skipið verður búið til svo að segja hvaða veiða sem er, síld- veiða, togveiða, línu- og neta- veiða. I því verða að sjálfsögðu öll nýjustu tæki, sem fáanleg eru á markaðinum um þessar mundir. -O- Auk skipasmíðastöðvarinnar á Járniö sindrar undan heiturr Ioga rafsuðutækjanna. Það fara glampar iíkt og af eldingum um vinnusalinn. Guðmundur Guðmundsson er þarna með rafsuðutæki uppi við hekkið. ísafirði var fyrir nokkrum árum gerður slippur, sem getur tekið allt að 400 tonna skip til við- gerðar og er það mikill hægðar- auki fyrir Vestfirðinga að hafa slikt fyrirtæki við höndina fyr- ir hin stærri fiskiskip sín, sem annars hefði þurft að fara með til Reykjavíkur, ellegar til Akur- eyrar. Charles Pétursson, verkstjóri ásamt Reyni Péturssyni, járn- Marselíus Bernharðsson. smíðanema að athuga teikningar. Skúli Þórðarson, skipasmiður. - Hcfur fengizt við þessa Iðn í mörg herrans ár og hefur lagt hönd á smíði margra skipa, bæði af tré og járni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.