Alþýðublaðið - 08.02.1966, Blaðsíða 10
i
Rifrstjóri Örn Eidsson
Landsliöið stóö sig
Vel, en Dukla vann
LEIKUR Dulcla Praha og úrvals-
l ös landsliðsnejndar á laugardag-
iin var skemmtilegur og vel leik-
im og þrátt fyrir 18:16 sigur tékk-
r esku snillinganna, stóö úrvaliö sig
7 teö sóma.og um tíma átti liðið þó
rokkra sigurmöguleika í leiknum.
★ FYRRI HÁLFLEIKUR.
Það blés ekki byrlega fyrir ís-
1 >nzka iiðið í upphafi, tékkneska
1 ðið skoraði þrívegis mjög fallega
i ður en ísland komst á blað, Ben-
e6 með glæsilegu skoti, síðan línu
r íaðurinn Rada og Mares úr hröðu
i pphlaupi, óverjandi fyrir Þorstein
í markinu. En íslenzka liðið sýndi
£ gætan baráttuvilja, Hermann
s koraði fyrsta markið úr vítakasti
e n mistókst síðan við annað víta-
1 ast. Guðjón Jónsson skoraði ann-
gp mark íslands og Hörður Krist-
iússon jafnaði úr vítakasti á 16.
nh'nútu.
| Tékkarnir náðu aftur forystu úr
4ítakasti, sem Rada framkvæmdi,
én Guðjón jafnaði með lúmsku
qkoti. Síðan kom glæsilegui;, leik-
Éafli hjá Dukla, þrjú mörk þyert
$ðru fallegra, Duda, Trojan og Ma-
ies skoruðu. Áberandi var ágætur
Karáttuvilji íslenzka liðsins, Her-
ann skoraði fimmta mark íslands
Mares færði Dukla aftur
iriggja marka forskot — 8 gegn
Þá sýndu Islendingar ágætan
ikkafla, Gunnlaugur skoraði
illegt mark og Hermann bætti
5ru við, ekki síðra. Duda skoraði
þá fyrir Dukla, en íslendingar
klykktu út með fjórum mörkum í
röð fyrir lilé, Guðjón með snöggu
skoti, Hörður ún vítakasti og Gunn
laugur einnig, en glæsilegast var
þó síðasta mark hálfleiksins, sem
Gunnlaugur gerði. Hann einlék
upp allan völlinn í gegnum tékk-
nesku vörnina og skoraði óverj-
andi fyrir hinn geysisnjalla tékk-
neska markvörð — 11 gegn 9 fyrir
ísland í hléi, óvænt en verðskuld-
að.
★ SÍÐARI HÁLFLEIKUR.
Síðari hálfleikur byrjaði á marki
fvrir Dukla, en því svöruðu ís-
lendingar með tveimur mörkum,
sem Hörður skoraði úr vítakasti
og Gunnlaugur, sem lék stórvel og
sýndi þetta frábæra keppnisskap,
sem við þekkjum svo vel. Nú var
staðan 13 gegn 10 fyrir ísland og
það fór ánægjukliður um áhorf-
endahópinn, sem var í minna lagi.
Tékkunum var greinilega ekki
sama, bæði leikmönnum og þjálf-
ara þeirra, sem sífellt gaf Ieik-
mönnum fyrirskipanir, sem yfir-
gnæfðu stundum hróp áhorfenda.
Linuspilarinn Rada var sá úr tékk
neska liðinu, sem mestan usla
gerði í íslenzku vörninni, bæði
með því að skora mörg stórfalleg
mörk af línu og með því að fiska
nokkur vftakö't. Hann skoraði
næsju þrjú mörk, eitt út vítakasti
og tvö af línu, staðan var enn jöfn,
13 gegn 13. Gunnlaugur Hjálmars-
son, sem átti einn af sinum stóru
Víkingur og ÍR eru
taplaus / II. deild
r ALLMARGIR leikir voru háðir
íslandsmótinu í handknattleik
íúna um helgina. L augardag fóru
ram sjö leikir í íþróttahúsi Vals
»g urðu úrslit þeirra sem hér seg-
ír:
11. flokkur kvenna:
• Akranes — KR 6:3
| Þór; Vestm. — Fram 2:10
I. flokkur kvenna:
Valur Víkingur 10:2
FH — Fram 2:3
I. flokkur karla:
Víkingur — Valur 13:10
: ÍR — Fram 9:27
KR —- Ármann 13:7
Einn leikur í II. flokki kvenna,
þnilli Týs og FH, sem var á leik-
skránni þennan dag var ekki
áður.
Átta leikir fóru fram á sunnu-
dag að Hálogalandi. Úrslit urðu
íf
sem hér segir:
II. flokkur kvenna:
Akranes — Keflavík 6:1
Þór, Vestm. — KR 6:8
Týr — Valur 4:14
II. deild kvenna:
Þór, Vm. — Keflavík 10:15
k
II. deild karla:
Þróttur — Keflavík 27:25
II. flokkur karla:
Fram — ÍR 16:14
Víkingur — Þróttur 17:13
Snemma í síðustu viku fóru íram
tveir leikir í II. deild karla. ÍR
sigraði Þrótt með 32 mörkum gegn
28 og Víkingur-Keflavík með 29
mörkum gegn 20. í 3. flokki karla
vann ÍR Þrótt með 15:5, Víkingur
og ÍR eru einu liðin án taps í
II. deild, má búast við að bar-
áttan um sæti í I. deild næsta
vetur standi milli þeirra.
leikjum, en þeir eru nú orðnir
allmargir, varði með tveimur á-
gætum mörkum, og nú voru að-
eins um tíu mínútur til leiksloka.
Um þetta leyti var Herði vísað
af leikvelli í 2 mínútur og þétta i
þoldi íslenzka vörnin ekki. Tékk-
arnir skoruðu tvö mörk meðan að
Hörður var utan vallar og alls
fimm í röð og Rada gerði þau öll
þar af þrjú úr vítaköstum. Stað-
an var nú 18:15 og allar sigur-
vonir íslendinga roknar út í veð-
ur og vind. Síðasta mark leiksins
skoraði svo Hermann Gunnars-
son mjög laglega, þannig, að Duk-
la sigraði með 18:16. Þótt skemmti
legra hefði verið að sigra þetta
fræga lið, er þessi útkoma ágæt
gegn liði, sem er lítt veikara en
tékkneska landsliðið, en það er eitt
hið sterkasta í heimi. Einnig var
þessi leikur ágæt prófraun fyrir
leikinn við Pólverja á sunnudag-
inn og nokkrir gallar komu í Ijós
hjá íslenzka'liðinu, sem hægt er
að lagfæra.
★ ÞAÐ VANTAR HERZLU-
MUNINN.
Mest áberandi gallar hjá ís-
lenzku leikmönnunum eru of mörg
ótímabær skot, sem kosta það, að
liðið missir boltann, en slíkt er
dýrt spaug. Kæruleysislegar
sendingar eru einnig of margar,
bæði þar sem andstæðingarnir
komast inn í sendingar og einnig
er boltanum beinlínis kastað út af
fyrir klaufaskap. Vörn liðsins var
aftur á móti býsna snjöll á köfl-
um og truflaði hið skemmtilega
spil Tékkanna, en stór galli er það
á liðinu hvað liðsmenn voru seinir
aftur, þegar andstæðingarnir náðu
Framhald á 11. síðu.
OOOOOOOOOOOOOOtX
ÍR sigraði í
greinum
Sveinameistaramót ís-
lands í frjálsum íþróttum
innan húss fór fram á Sel-
fossi á sunnudag. Alls voru
keppendur 21 frá 4 félögum,
Ármanni, ÍR, KR og HSK.
ÍR-ingar voru mjög sigur-
sælir á mótinu, sigruðu í
öllum greinum mótsins, fjór-
um, og hlutu 10 verðlauna-
peninga af 12 mögulegum.
Þór Konráðsson, ÍR, sigraði
í þrístökki og langstökki án
atrennu, stökk 8,82 m. og
2,92 m., mjög góður árang-
ur. Guðjón Magnússon, ÍR,
sigraði í hástökki með og
án atrennu, 1,55 og 1,25-m,
Nánar síðar.
Tékkarnir þjarma að Herði á línunni »g vítakast er dæmt.
Ármann og ÍR sigruðu í
I. deild í körfuknattleik
FIMMTÁNDA Meistaramót ís-
Iands í körfuknattleik var sett á
laugardagskvöldið af formanni
KKÍ, Boga Þorsteinssvni, og
hófst með leik í 2. deild milli
Skarphéðins og Snæfells. Lauk
honum með sigri Skarphéðins 72
gegn 60. Síðan fór fram leikur í
I. deild milli IKF og Ármanns.
Var leikur þessi jafn og skemmti-
legur og lauk með naumum sigri
Ármanns, 54:50.
Á sunnudagskvöldið hélt mótið
áfram.
★ II. deild. ÍS — Snæfell
70:44.
Stúdentar sýndu strax nokkra
yfirburði, enda leiknari. í hálf-
leik stóðu leikar 21:38. ÍS í vil.
í seinni hálfleik juku stúdentar
enn á forskotið og unnu með
yfirburðum 70:44. Beztir í liði ÍS
voru Hjörtur Hannesson er skor-
aði 18 stig og Jóhann Andersen
10 stig; einnig skoraði Gunnar
Hansen mikið, en var ekki nógu
harður í fráköstum.
Lið Snæfells er skipað ungum
og efnilegum leikmönnum, sem
skortir aðallega leikreynslu. Bezt-
ir þeirra voru í þessum leik þeir
Ellert Kristinsson er skoraði 19
stig og Halldór Jónasson er skor-
x^OOOOOOOOOOOOOO3® 6 sti^-
Dómarar: Guðm. Þorsteinsson
og Gunnar Gunnarsson.
1. deild: KFR — ÍR 76:81.
KFR nær yfirhöndinni í byrjun
og leiðir 10:8 er 5 mín. eru liðn-
ar af leik Eftir það skiptast liðin
á að hafa forystuna þar til á 15.
mín. leiks er ÍR-ingar taka góðan
sprett og skora 9 stig í röð án
þess að KFR geti svarað.
í hálfleik var því 43:34. KFR
byrjar vel í seinni hálfleik og nær
að jafna metin næstum því, kom-
ast í 45:44.
Eftir það síga ÍR-ingar smám
saman fram úr og virðist vera
um algera uppgjöf KFR-inga að
ræða, enda sömu leikmennirnir
búnir að vera inn á allan tím-
ann öfugt við ÍR-inga, er skiptu
meira inn á.
Þegar 3 mín. voru til leiksloka
er munurinn 19 stig, 79:60. Setja
þá ÍR-ingar inn á yngri og óreynd-
ari leikmenn. Snýst nú leikurinn
algerlega við og ráða nú KFR-
ingar lögúm og lofum á leikvelli
og skora • 14 stig gegn 2 þessar 3
mínútur.
Er tímavörður gaf merki sitt
var lokastaðan því 81:76,' sigur
íyrir ÍR. ^ ;
Leikurinn í heild vár rmjög
skemmtílegur á að horfa, sem staf-
Framhald á 11. síðu.
10 8. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ