Alþýðublaðið - 08.02.1966, Blaðsíða 4
Eltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull-
trúl: ElSur GuSnason. — Símar: 14900 - 14903 - Auglýslngasiml: 14906.
ABsetur: AlþýSuhúsiS Vl6 Hverfisgötu, Reykjavík. — PrentsmiSja AlþýSu-
blaBsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I iausasölu kr. B.00 elntakíB.
tJtfiefancli: Alþýöuflokkurinn.
BALDUR
ÓDÝRIR KULDASKÓR
fyrir kvenféik
Á SUNNUDAG var hleypt íaf stokkunum í
Kópavogi nýjum flóabát fyrir Breiðafjörð, og hlaut
hann nafnið Baldur eins og gamli flóabáturinn,
sem var dæmdur úr leik sökum fúa fyrir nokkr-
um mánuðum Þrátt fyrir batnandi vegasamgöng-
ur er bæði nauðsyn og aukið öryggi í góðum flóa-
bátum. Þarf ekki 'að efa, að hið nýja skip muni
reynast farsælt undir stjórn Lárusar Guðmunds
isonar skipstjóra í Stykkishó^mi, eins og hið
gamla hefur verið.
Nýi Baldur er um 180 lestir að stærð. Er þetta
stærsta vöru- og farþegaskip, sem smíðað hefur
verið hér á landi, og af öðrum skipum er aðeins
eitt varðskip stærra. Er smíði skipsins því við-
burður í íslenzkum stálskipasmíðum.
r Íslendingum er augljós nauðsyn að eiga blóm-
legan skipasmíðaiðnað, bæði til nýbygginga og
viðhalds. Samt hefur vöxtur þessa iðnaðar ekki
verið í samræmi við þörfina, því flestir hinna
nýju báta hafa verið keyptir frá öðjrum lönd-
um. Þyrfti iað gera hvort tveggja, endurnýja fiski-
skipin jafnar en verið hefur og smíða miklu meira
af þeim í landinu sjálfu. Að sögn þeirra, sem bezt
þekkja til, er þetta ekki tæknilegt vandamál, held-
ur fjárhagslegt. íslenzkir iðnaðarmenn ráða við
■smíði fullkominna skipa, en fjárhagshliðin, bæði
hvað snertir stofnlán og rekstrarfé, er enn að
miklu leyti óieyst.
TUNGLIÐ
SOVÉTRÍKIN hafa unnið mikið vísindaaf-
rek með lendingu geimfars á tunglinu. Telja vísinda
menn myndir þær, sem sjálfvirk tæki Lúnu hafa
sent til jarðar, vera með hinum merkilegustu, sem
borizt hafa utan úr geimnum.
Bæði þetta síðasta afrek Rússa og Gemini-sigl
ing Bandaríkjamanna, er þeir hittust á braut um
hverfis jörðu, gefa til kynna, að undirbúningur und
ir mannaferðir til tunglsins gangi greitt. Kann svo
að fara áður en mörg ár líða, að fyrsti maðurinn
fari til tungls'ins.
Það mun hafa komið til orða milli þeirra Krust
jovs og Kennedys í eina tíð, að Sovétríkin og Banda
ríkin tækju upp samstarf í tunglskotum sínum.
Því miður varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, en
óbreyttu fólki virðist tilvalið tækifæri fyrir risa-
veldin að sleppa sem snöggvast annarri hendi af
atomsprengjunum og takast í hendur um sameigin-
lega tunglferð. Gæti hvorugur hlunnfarið hinn hvað
upplýsingar snertir — og vonandi dreymir hvor-
ugan um að leggja undir sig tunglið! Þegar þar
; að kemur verður það eins og úthafið sameign
alls mannkyns — vonandi undir stjóm Samein-
uðu þjóðanna.
verð: kr. 389.00.00 NÝJAR SENDINGAR
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi Í00
SKÓVAL Austurstræti S8 Eymundssonarkjaliara
ÓDÝRIR KULDASKÓR
fyrir karimenn
háir og Iágir 3 gerðir. NÝJAR SENDINGAR
SKÓBUÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100
oooooooooooooooc
Handavinnu-
námskeið
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Reykjavík efnir til handa-
vinnunámskeiðs (ísaum og
tauþrykk) næstk. fimmtud.
10. febrúar. Þær konur er
vildu taka þátt í námskeið-
inu eru vinsamlegast beðnar
að hafa samband við Krist-
ínu Guðmundsdóttur' í sím-
um 15020, 16724.
Stjórnin.
OOOOOOOOOOOOOOOC
oooooo ooooooooo<
Aðalfundur kjör-j
dæmisráðsins á
Reykjanesi
Affalfundur Kjördæmis-
ráffs Alþýffuflokksins í
Reykjaneskjördæmi, verffur
haldinn sunudaginn 13. fe-
brúar n.k. í Alþýffuhúsinu
Hafnarfirffi og hefst kl. 2,00.
Dagskrá fundarins verffur
tilkynnt síffar.
Stjórn kjördæmisráffsins
£ Reykjaneskjördæmi
oooooooooooooooo
SKARPAR
FILMUR
GEFA
BEZTAR
MYNDIR
NOTIÐ
FILMUR
F U J F U J
Hrabskákkeppni
verður haldin í Félagsheimili múrara og
rafvirkja að Freyjugötu 27, í ikivöld kl. 9. —
Félagai eru hvattir til að fjöhnenna og taka
með sér töfl.
Stjórnin.
'4-8. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ