Alþýðublaðið - 08.02.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.02.1966, Blaðsíða 5
1 Lífeyrissjóður verzlunarmanna stofnaður Með launakjarasamningi milli kaupsýslumanna og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem gerður var hinn 27. maí 1955, var ákveðið að stofna Lífeyrissjóð verzlunarmanna og var þá jafn- framt skipuð undirbúningsnefnd til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd. Sjóðurinn tók síðan til starfa hinn 1. febrúar 1956. Fyrstu stjórn ólfsson, formaður, Hjörtur Jóns- son, Guðmundur Árnason, Gunn- laugur J. Briem og Ingvar N. Páls Lífeyrissjóður Verzlunarmanna er starfræktur á svipuðum grund- velli og aðrir lífeyrissjóðir, en verzlunarfólk er ekki skyldað til þess að vera sjóðsfélagar, heldur er því frjálst að ákveða, hvort það vill gerast aðilar að sjóðnum eða ekki. Frelsið í þessu efni sem öðrum hefur líka reynzt vel, því um 2000 verzlunarmenn og stúlkur eru nú sjóðsfélagar og fjölgar þeim stöð- ugt. Atvinnurekendur brugðust istrax vel við þessu máli og skildu Ihvílíkt öryggi sjóðurinn gat orð- ið fyrir starfsmenn þeirra og þá sjálfa. Sjóðurinn hefur því eflzt 6vo sem björtustu vonir stóðu til og 'telur nú tæpar 100 milljónir króna. Á þeim tíma, sem liðinn er frá stofnun lífeyrissjóðsins, hefur hann greitt ekkium látinna sjóðs- félaga barnalífeyrii, en þar sem sjóðurinn hefu'i nú starfað í tiu ár, koma nú einniff til greina aðr ar h'fevrissióðsgreiðshj.r, svo sem örorkulífeyrir, makalífeyrir og elli lífeyrir. í reglngerð '-if'^sins er svo kveð íð á um, að sjóðfélagar skuli hafa forgangsrétt til lána ún sjóðnum. Á þessum tíu árum hafa nálega 1000 lán verið afgreidd til sjóðs félaga og þeim lánað samtals um 90 milliónir króna Öllum má skilj ast, hvílíkur istuðningur þessi sjóð ur er þegar o^ðinn fyrir verzlunar fólk og verzlunarstéttina í heild Hámarkslán sjóðsins nemur 250 þústind krónum og öllum var Ið í því skyni að gera sióðfélög- Áim kleift að eignast eigin íbúðir Það er mikii styrkur, ef hægt verður að lána svipað þessu áfram en þó naumast meira en þriðjung ur þess lánsfjár, sem þarf til þess að byggja íbúð fyriri eina fjöl- íkyldu. Verzlunarmönnum er því brýn nauðsyn að eiga aðgang að öðrum byggingarlánum til jafns við aðra. íslenzka króinan fellur hratt og enda þótt sjóðurinn ætti að geta vaxið ört þannig talinn þá ber þess að gæta, að frá þesum tímamótum tekur hann við skuld bindingum um lífeyrisgreiðslur, sem lítið hefur gætt hingað til. Verzlunarstéttin sér hér ehn eitt dæmi þess, hverju samtök megna og eri ákveðin í því að standa fast vörð um lífeyrissjóð verzlunarmanna. Núverandi stjórn sjóðsins skipa: Hjörtur Jóssson, formaður, Guð- mundur Árnaron, Gunnlaugur J. Briem, Barði Friðriksson og Guð- mundur H. Garðarsson. Framkv,- stjóri sjóðsins frá uppliafi er Ingv- ar N. Pálsson. FRÍMERKI FRÍMERK! Nýtt lím frá UHU ■ UHU PLUS - ER ÞETTA HÆGT? I Já með UHU PLUS UHU PLUS límir járn, stál og aðra máhna. UHU PLUS '*m‘r sier> postulín, Bakelit, leirvörur og hert (vulkaniserað) gi'immí. Efni sem límd hafa verið saman með |JHU PLUS er ekki hægt að skiija sundur, nema með upphitun 100—159°C. tslenzkur leiðarvísir £ hverjum .p?kk-a PLUS Munið — ef eitthvað þarf að líma Þá látið UHU sjá um það H„ Aa TuHfefhis heildverzlun. Stjórn lífeyrissjóðs verzlunarmanna. LÍTIÐ FRÍMERKJALAND í Suður-Atlantshafi liggur lítil eyja,, sem heitir Tristan da Cunha. — íbúatalan er ekki hærri en um 275 manns. — Eyjan er undir verndarvæng Bretlands. Árið 1961 skeði það, að eldfjall eitt á eyj- unni byrjaði skyndilega að gjósa, og það svo kröftuglega, að flytja varð alla íbúa eyjarinnar á brott í flýti. Flestir voriu þeirrar :skoð- unar, að eyjan mundi ekki verða byggð fyrst um sinn. Hrauntungur runnu niður fjallið, vikur féll á eyna og mannvirki eyðilögðust. — Þó voru það nokkrir tugir manna, sem ekki voru á sama máli, en það voru fyrrverandi íbúar Cunha, sem nú voru komnir til Englands. — En þeir kunnu ekki sem bezt við sig þari. Þéttbýlið, ysinn og þys inn : London átti ekki við hina brottfluttu eyjariskeggja. Þeir þráðu friðsælu eyjuna sína, langt suður í hafinu. Bílabauj og flug- véladrunur fóru í taugarnar á þeim, og heimþráin lét þá ekki í friði. Hinir brottfluttu Cunha-bú an tóku að halda fundi um málið og ræða við yfirvöldin um heim- flutning sinn,. enda var, er hér var komið sögu árið 1963, gosinu að fullu lokið. Með samstilltum vilja og stöðugum áróðri sínum fyrir heimflutningi, tókst eyjarbú um, að fá vilja sínum framgengt. Og það van glaður og hress hópur fólks á öllum aldri, sem hélt heim á leið til eyjar sinnar, Tristan da Cunha, með stórskipi árið 1963. — Mikið starf beið eyjarskeggja er heim kom. Uppbygging, rækt- un, smíði húsa og svo ótal margt fleira, sem gefur að skilja, eftir að eyjan hafði verið í eyði í tvö ár, og náttúruöflin leikið lausum hala.. En Cunha-búar eru duglegt fólk, sem ekki lætur allt fyrir brjósti brenna. Núna, tveim ár- um seinna, eriu þeir komnir það vel á veg með uppbyggingu sína, að þeir eru farnir að gefa út sin eigin frímerki. Það var í fcbrúar 1965, sem fyrsta ,,serían“ þeirra með nafni eyjarinnar kom út. Mynd af Elísabetu II. er til liægri Framhald á 15. síðu ALÞYÐUBLAÐIÐ - 8. febrúar 1966 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.