Alþýðublaðið - 08.02.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.02.1966, Blaðsíða 16
 Svaka geta menn verið klikkaðir að halda, — að nokkur kalli hrútspunga kviðsvið — nema til þess að vera ægilega fyndinn . . Það er merkilegt hversu þeir sem ekki eiga sjón- varpstæki geta lýst miklu betur en hinir, hversu léleg dagskráin sé, og lýst því í smáatriðum . . . Fallegur brúðarkjóll og kjólföt á meðalmann til sölu — og sem nýr eins manns svefnsófi — — (Augl. í Vísi.), ALVAF.LEG umferðartruflun háir nú ó leiðinni Kleppur-Hrað- ferð. Svo ramt liefur kveðið að þessu undanfarnar tvær vikur, að ákveðið hefur verið að leggja hana niður í mánaðartíma eða svo og taka hana síðan upp aftur aukna og endurbætta, og með enn fleiri viðkomustöðum en áður var. Það sem erfiðleikunum veldur er nær endalausar árshátiðir hinna og þessara félaga, sem yf- irtaka aliar leiðir til skemmtana- halds og lögboðinnar áfengis- neyzlu, eftir kl. 6 á kvöldin fyrstu tvo mánuði ársins. Að minnsta kosti er þetta á- stæðan fyrir að aðstandendur revíunnar Kleppur-Hraðferð, sem sýnd liefur verið í Sigtúni undan- farið gefa fyrir því að hún verð- ur nú lögð niður um sinn og síðan tekin upp aftur. Þessi bráð- skemmtilega revía (að sögn liöf- unda, leikhúsgagnrýnandi blaðs- ins hefur ekki verið spurður á- lits), hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi tólf sinnum og ávallt fyrir fullu húsi, nema á árshá- tíðunum, sem eðlilegt ér, því ekki eru þau hundrað þúsund félög, sem starfa í höfuðborginni jafn fjölmenn. En bót er í máli að um miðjan marzmánuð verða teknar upp aftur sýningar á meistarastykkinu. Forráðamenn revíunnad köll-} uðu blaðamenn á sinn fund i gær (skyldu blaðalesendur nokkru sinni hafa séð þessa setningu áð- ur) og skýrðu þeim frá þessari hörmulegu umferðarteppu, en hugguðu þá og lesendur með því að leiðin verður tekin upp aftur þegar um hægist. Hingað til hafa höfundarnir verið merkilegir með sig og ekki viljað láta uppi hverjir þeir eru, en nú komu þeir fram í dagsljós- ið, eða réttara sagt hálfrökkrið á barnum í Sigtúni. Reyndust þeir vera Guðmundur Sigurðsson, Bjarni Guðmundsson og Árni ís- leifsson, sem samdi öll lögin, nema eitt, en það er: Bara, bara, bara, sem er bara eftir Bjarna Guðmundsson. Ekki hvíldi minni hula yfir leik stjóranum en höfundunum, en í liálfrökkrinu á fyrrgreindum stað og í gegnum stórt svart skegg mátti greina að það var liinn víðkunni leikhúsmaður Benedikt Árnason á ferðinni, og dró hann ekki úr ágæti revíunnar fremur en aðrir aðstandendur hennar. Þegar hefur verið sagt frá hverjir leika og syngja í leiknum og var það gert af illri nauðsyn, því ekki þótti tækt að sýna hann án þess að draga tjaldið frá á sín- um tíma, og þá komst upp um það lið. Þótt Kleppur-Hraðferð hafi gefizt upp á réttri leið í bili lief- ur verið settur inn aukavagn um sinn, en hann fer bara aðra leiö og mun hann til dæmis koma við í Bæjarbíói annað kvöld og sýna Hafnfirðingum réttu leiðina í lífinu. Og ef til vill mun hann koma víðar við í dreifbýlinu áður en hann kemst á rétta leið í höf- uðstaðnum, og er ekki að efa, að þá verður fullt í hverri ferð því Reykvíkingar hafa löngum sýnt að þegar menningin er annars veg- ar, rata þeir sína leið. í viðtalinu sögðu höfundar re- víunnar að sifellt yrði erfiðara að semja svona skemmtilegheit með hverju árinu sem líður, en þeir hafa langa reynslu að baki í þeim efnum. Bæri þar einkum til að ekki væri lengur hægt að skop- ast að stjórnmálamönnum. Ekki vegna þess að þeir væru síður skemmtilegir en áður, heldur hitt að nú orðið nennti enginn að fylgj ast með skoðunum þeirra á liin- um ýmsu málum, eða hvað væri að gerast í landsmálum yfirleitt. Væri því tómt mál að snúa út úr ræðum þeirra, enda gerðist þess engin þörf. Þeir verða ekkert skemmtilegri í revíu en á þingi. Og í trausti þess að háttvirtir blaðalesendur leggi frá sér blað- ið, þegar komið er að bíóauglýs- ingasíðunni, látum við þessa Bak- síðu bara flakka, þar sem full- sannað þykir, að þeh- kæra sig ekki um alvarleg skrif um alvar- leg efni, og enginn nennir að lesa þetta. © C C % O © ° ■ 0 ° o © © ° — Það er ekki laust við að sápubragð sé af sósunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.