Alþýðublaðið - 08.02.1966, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. febrúar 1966 - 46. árg. - 31. tbl. - VERÐ: 5 KR.
löndunarrétt
Reykjavík. — GO.
EGGERT GÍSLASON skipstjóri
er um þessar mundir staddur í
Noregi að fylgjast með smíði skips,
sem hann er eigandi að. Norska
felaðið Fiskaren hefur átt viðtal
við Eggert, þar sem hann segizt
hafa farið þess á leit við íslenzka
sjávarútvegsmálaráðherrann, að
teknar verði upp beinar viðræður
u m gagnkvæman löndunarrétt ís-
lenzkra og norskra síldveiðiskipa
1 höfnum landanna. Samkvæmt
upplýsingum Eggerts G. Þorsteins-
sonar sjávarútvegsmálaráðherra
hafa enn engar formlegar viðræð-
ur átt sér stað um þetta mál.
Fréttin og viðtalið úr „Fiskaren”
fer hér á eftir:
„Harstad: Eggert Gíslason skip-
stjóri og bassi (íslenzki síldar-
kóngurinn), sem nú er staddur í
Harstad til að fylgjast með smíði
liins nýja og fullkomna skips síns,
■sem verið er að byggja við Kaabös
mek. Verksted, segir í viðtali við
fréttamann Fiskarens, að hann
liafi farið heim til íslands um jól-
in og haft samband við íslenzka
jsjávarútvegsmálaráðherrann í
þeim tilgangi að fá hann til að
faka upp beinar viðræður við
kollega sinn í Noregi um gagn-
kvæman löndunarrétt á síld fyrir
íslenzk og norsk síldveiðiskip á
íslandi og í Noregi.
— Sötkum hins góða sambands og
vináttu, sem ríkir milli landanna
verður nauðsynlega að koma á
slíku samkomulagi. Við reiknum
með að veiða síld bæði við Jan
Mayen, við Bjarnarey og við Vest-
urströnd Noregs með þeim full-
komnu skipum og tækjum, sem
við höfum nú í höndunum og þá
yrði hagkvæmt fyrir okkur að
geta landað aflanum í norskum
höfnum. Það sama verður uppi á
Framhald á 14. síffu.
Eggert Gíslason
KAUPMÍANNAHOFN, 7. febrú-
ar (NTB-RB). — Nýtt Tjnu-mál
kom upp í Danmörku í dag.
Þriggja og hálfs mánaðar gömlum
dreng var rænt úr barnavagni
meðan móðir hans var að verzla
í búð í Odense skömmu eftir hó
degi í dag.
Lögreglunni var strax gert við
vart og 60—70 menn hófu leit
að barninu. Enn 'hefur ekxi nláðsfc
Framhald á 14. siðu.
Dró tennur úr heilli togaraskipshöfn
í SÍÐASTA tölublaði Fish-
ing News er sagt frá bráð-
skemmtilegum viðskiptum
brezkrar togaraáhafnar við
tannlæknir einhvers staðar á
íslandi. Atburðurinn er svo
einstæður og skemmtilegur,
þrátt fyrir sorglegar afleið-
ingar, að við teljum rétt að
birta frásögn hins brezka blaðs
í heild:
„Þegar tveir ungir liásetar
á Hull togaranum Loch Moi-
dart játuðu á sig ólöglegar
aðgerðir til að komast hjá
skyldustörfum í veiðiferð
skipsins á íslandsmiðum fyrir
skömmu, skýrði saksóknarinn
við bæjarréttinn í Hull frá þvi
að á einu kvöldi hefði íslenzk-
ur tannlæknir krækt sér í stór
fé, með því að draga tenn-
ur úr öllum hásetum togarans.
Hásetarnir tveir voru dæmd
ir í 10 og 20 punda sekt og
tveggja mánaða varðhald. —
Annar þeirra er aðeins 17
ára gamall, en hinn 21 árs.
Jacson saksóknari sagði fyr-
ir réttinum að sex aðrir af á-
höfn skipsins væru flæktir í
málið og væri nú beðið eftir
að fá þá handtekna.
Togarinn sigldi á íslandsmið
þann 31. desember með fulla
áhöfn. Þann 10. janúar bil-
aði bakborðstromlan á spilinu
og skipstjórinn og stýrimaður-
inn sýndu mönnunum, hvern-
ig hægt væri að kasta trollinu
með því að nota einungis
stjórnborðstromluna.
Daginn eftir neituðu háset-
arnir að kasta trollinu. Skip-
stjórinn reyndi að leiða þeim
fyrir sjónir hvaða afleiðingar
það háttalag gæti haft, en
sigldi síðan til næstu hafnar á
íslandi. Yfirvélstjórinn gerði
við bakborðstromluna á spil-
inu á leiðinni inn og enn
reyndi skipstjórinn að skipa
mönnum sínum að kasta. Þá
sögðust þeir vera veikir og
yrðu að fara til tannlæknis.
Þegar skipið kom í höfn,
fóriu allir hásetarnir til tann-
læknisins, þar sem Wood, sá
17 ára, lét taka úr sér 11
tennur, þrátt fyrir að hann
hafði aldrei áður kvartað um
tannpínu. Saksóknarinn segir
að tannlæknirinn hafi fengið
talsvert fyrir sinn snúð, því
að tennurnar, sem hann tók,
urðu nokkuð margar áður en
lauk, þótt engin þeirra værl
illa skemmd. Laun tamlækn-
isins urðu milli 50 og 60 ster-
lingspund þetta kvöld, en það
samsvarar 6000—7000 krfo-
um.”
Myndin er af bílnum, sem valt hjá Litlu-Fellsö vl í Skilmannahreppi. Eins og sjá má gengrur það
kraftaverki næst aff ekkert hinna fimm ungrnenna, sem í bflnum voru skyldi fá á sig skrámu. Bíllinn
er gjörónýtur. Mynd: Hdan.
VELTA, ÁREKSTUR
OG OFSAAKSTUR
Akranesi. — Hdan.-GO.
KLUKKAN hálfelléfu í fyrra-
morgun lögðu fimm unglingar úr
Reykjavík af stað héðan frá Akra-
nesi til Reykjavíkur í einum bíl.
Þegar þau komu að beygjunni við
Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi,
missti ökumaðurinn stjórn á far-
artækinu, sem v'alt út af veginum
og staðnæmdist á toppnum. Bíll-
inn er gjörónýtur, en fólkið fékk
ekki svo mikið sem skrámu og
varð yfirleitt ekki fyrir neinum
skakkaföllum, ef frá er talið
lykkjufall, sem kom á sokk einn-
ar dömunnar. Má þetta teljast
furðulega vel sloppið.
Þá hafði bíll merktur JO farið
út af beinum vegi á móts við
bæinn Eystra-Miðfell, en hann
kom nokkuð við sögu í óveðrinu
Eggert Gíslason í viðtali við norskt blað:
Vill gagnkvæman
um daginn. Bíllinn liafði lent út
í skurði og var ekki mikið
skemmdur að sjá.
Svo gerðist það aðfaranótt sl.
sunnudags, um fimm-leytið, að á-
rekstur varð í brekkunni fyrir
neðan herstöðina í Hvalfirði milli
Opelbíls og Chevrolets. Opelinn
skemmdist nokkuð, en slys urðu
ekki á fólki.
Og í fyrrinótt tók lögreglan £
Akranesi drukkinn ökumann, sem
ók á 120 km. hraða um götur
bæjarins í vonlausri viðleitni til
að hrista lögreglubílinn af sér.
Barni rænt
ur vagm i
Danmörku