Alþýðublaðið - 03.03.1966, Page 1

Alþýðublaðið - 03.03.1966, Page 1
 jrmmr w Merkuv Fimmtudagur 3. marz 1966 - 46. árg. - 51. tbl. - VERÐ: 5 KR. áfangi í baráttumáli Alþýbuflokksins: Reykjavík. — Það er fuUkomlega tímabært a3 setja lög-gjöf um eftir. launasjóð og eftiriaunatryggingu fyrir allt vinnandi fólk til viðbótar við gildandi lífeyristryggingar. Eftirlaunin séu miðuð við fyrri vinnutekjur og starfstíma, kaupmáttur þeirra tryggður og upphæð þeirra ákveðin með það fyrir augum, að lífeyris og eftirlaun sam. tals nægi til þess að afstýra tilfinnanlegri kjaraskerðingu að loknu ævistarfi. Á þessa leið mælti Eggert G. Þoreteinsson félagsmálaráð- herra á Alþingi í gær, er hann flutti skýrslu um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og vitnaði þar m.a. til skýrslu Haraldar Guð mundssonar um málið, en henni var útbýtt á Alþingi í gær. Þá tilkynnti Eggert ennfremur að farið yrði fram á það, að þing flokkamir tilnefndu menn í fimm manna nefnd til að undir búa löggjöf um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn á grundvelli þeirra athugana sem fram hafa farið, og mxmdi málið lagt fyr ir Alþingi að því loknu. Lét Egg ert í Ijós von um að takast mætti að koma málinu endanlega fram strax í upphafi næsta kjörtíma bils. Talsverðar umræður urðu um skýrslu ráðherra að henni lokinni og var þar viðurkennt skýlaust bæði af hálfu Framsóknarflokks ins og Sjálfs'æðisflokksins að Alþýðuflokkurinn liefði allra flokka mest og bezt 'tuölað að vexti og viðgangi tryggingakerfis ins. Skýrsla félagsmálaráðherra fer hér á eftir. Hinn 31. maí 1957, var sam þykkt þingsályktun á Alþingj um að skora á ríkisstjórnina að láta athuga, hvort tiltækilegt sé að stofna lífeyrissjóð fyrir sjómenn, verkamenn, bændur, útvegsmenn, og aðra þá sem ekki njóta lífeyris Framhald á 5. síðu. Accra og Dakar 2. 3. (NTB-Reuter) Kwame Nkrumah, fyrrum for seti Ghana, kom í da^ til Con akry, höfuðborgar Guineu, í sov ézkri flugvél beint frá Moskvu. Svo að segja samtímis kom hinn náni samstarfsmaður Nkrumah. Alex Quaison - Saekey utanríkis HARALDUR GUÐMUNDSSON ráðherra til Accra og var hann settur í gæzluvarðhald. Quaison -Sackey lýsti yfir stuðn ingi við nýju valdhafana. Hann kvaðst telja, að KWame Nkrumah hefði beðið Rússa og Kínverja um aðstoð, én taldi ólíklegt að hann fengi nokkra aðstoð frá Moskvu Eggert G. Þorsteinsson eða Peking. Quaison-Sackey taldi ólíklegt að Nkrumah mundi halda að sér höndunum og láta bylting una þróast án þess að hafast nokk uð að. Hann taldi nauðsynlegt að vera á verði. í Conakry var Nkruma tekið Framhald á 15. síðu Löndunarréttur í Noregi ðthugaður Ósló, 2. marz (Ntb) Norska jiskimálaráðuneytið, sem fjallað hefur urn tillögur um lönd unarrétt til handa erlendum tog- urum, hefur leitað álits verzlunar- málaráðuneytisins, dómsmálaráðu- neytisins og utanríkisráðuneytisins á málinu, að sögn Oddmund Mykl- ebust fiskimálaráðherra í dag. Þeg- ar álit þessara ráðunauta liggur fyrir mun fiskimálaráðuneytið semja tillögur, sem fjallað verður um í ríkisstjórninni. Ráðuneytin hafa ekki fengið frest til að skila áliti sínu, en ætl- azt er til að þau láti í ljós skoðan- ir sínar á tillögum fiskimálaráðu neytisins eins fíjótt og auðið er. Ætlazt er til, að mál þetta verðí afgreitt á þessu ári. Tvö íslandsenet Á sundmóti KR x gærkvöldi veru sett tvö ný íslandsmet. Hrafnhild, ur Guðmundsdóttir ÍR synti 50 m. flugsund á 32,0 sek. og sveit Ár manns í 4x50 m. skriðsundi fékk tímann 1:49,4. Nánar veröur sagt; frá mótinu á morgun. Sackey handtekinn í Accra Salan eins og fyrir jól Keypt fyrir 3 daga vegna verkfallsins Óhemjumikið var verzlað í kjöt og nýlenduvöruverzlun um í Reykjavik í gær, en verzl anir sem selja þessar vörur verða lokaðar fram yfir helgi vegna verkfalls starfsfólks. Alþýðublaðið hafði samband við kaupmenn í öllum bæjar hlutum í gær og höfðu þeir allir sömu sögu að segja. Engu líkara en kaupæði hafi gripið um sig og er áberandi að fólk kaupir miklu meira af kjöti til þeirra daga sem eftir eru vikunnar en venju lega seljast á sama tíma. Sama er að segja um aðrar vöruteg undir. Þegar í fyrradag jókst salan hjá kjötverzlunum um 50% að meðaltali og í gær var hún svipuð og venjulega fyrir jól og páska, en þá mun kjöt vera á borðum á flestum heimilum í fjóra eða fimm daga. Fisk- verzlanir, brauðbúðir og mjólk urbúðir verða opnar eins og venjulega þessa daga en fólk Virðistj ekki reikna með að geta keypt fisk á meðan á verkfallinu stendur. Kjötkaupmenn liafa birgt sig vel upp fyrir verkfallið því livergi hefur borið á að neinn hörgull væri á kjötvörum þrátt fyrir óvenju mikla sölu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.