Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.03.1966, Blaðsíða 10
t t=RS*stiórT Örn Eidsson KR réði ekkert við Fram, sem vann 23:17 •Leikur Fram og KR í I. deild karla á sunnudag varð aldrei veru lega spennandi, þó að munurinn væri yfirleitt ekki nema 2 eða 3 mörk í fyrri hálfleik, Fram í vil. STAÐANí t.... " FH 8 7 0 1 176—154 14 Fram 9 7 0 2 234—189 14 Valur 8 4 0 4 190-202 8 Haukar 9 4 0 5 202—203 8 Ármann - 8 2 0 6 177—207 4 KR 10 2 0 8 203-227 4 KR-ingar börðust að vísu hraust- lega við ofurliðið, en það dugði ekki. í síðari liálfleik létu Framarar til skarar skríða og höfðu mikla yfirburði, sérstaklega sýndi Gunn- laugur mjög góðan leik, skoraði hvert markið öðru glæsilegra og driffjöðrin í liðinu. Þorsteinn Björnsson stóð sig einnig mjög vel í markinu og varði meðal ann- ars fjögur vítaköst. Mestur var munurinn átta mörk í leiknum, en í lok'in munaði sex mörkum Fram í vil, 23:17. Lið Fram var nú mun ákveðn- ara en í leiknum gegn Haukum á dögunum, enda mátti liði’ð ekki tapa stigi í leiknum við KR, til að eiga möguleika á íslandsmeist- aratitlinum. Langbezti maður liðs- ins voru Gunnlaugur Hjálmars- son eins og fyrr segir, hann lék af miklum krafti allan leikinn og skoraði tíu mörk. Þorsteinn Björns son kom næstur Gunnlaugi og varði oft stórkostlega. Gylfi Hjálm- arsson lék nú aftur með Fram og átti góðan leik. Sigurður Einars- son hefur oft verið betri, en sýndi þó margt gott. Hjá KR var Reynir beztur, en Karl var eitthvað miður sín. Gísli Blöndal gerði nokkur góð mörk, en annars var hálfgerð ólund og vonleysi í KR-ingunum. Eini mögu- leiki- KR til að halda sæti sínu í I. deild er að Ármann tapi leikj- um sínum gegn Haukum og Val, þá verða KR og Ármann að leika aukaleik um áframhaldandi veru í I deild. Dómari var Magnús Pétursson. Ármanrr haröist vel i 40 mín., en FH vann Viðureign FH og Ármanns í I. ieild karla á sunnudag var mjög spennandi, liðin höfðu yfirhönd- ina á víxl og Ármenningar virtust lengst af hafa eins góða sigurmögu ieika. En á siðustu 15 mín. leiks- ins tókst FH að tryggja sér ör- jgga forustu, úthald Ármenninga rar þrotið. Fyrri hálfleikur var jafn 9:9 og fyrstu 10 mín. síðari Yalur og FH sigr- uðu í I. deild kv. á laugardaginn Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ fóru Eram þrír leikir í I. deild kvenna á íslandsmótinu f handknattleik auk þess þrír leikir í yngri flokk iim karla. í I. deild kvenna gerðu Víking ur og Fram jafntefli 8-8, FH vann Ármann 9-8 og Valur UMF. Breiða þlik 16-9. Baráttan um meistara titilinn í kvennaflokki stendur nú eins og oft undanfarin ár milli Fals, núverandi meistara og FH ín bæði þessi félög eru taplaus í mótinu til þess. í III. flokki karla voru háðir jrír leikir, Víkingur vann Fram 10-7 í A riðli og þar með hefur Víkingur sigrað í A riðli og leik ur til úrslita. Þróttur vann Hauka 14-11 og Vaiur Ármann 12-2 í jp-riðli. hálfieiks buðu upp á sömu spenn- una. Við sáum 10:10, 11:11 og 12:12 á markatöflunni. En þá tóku FH-ingar glæsilegan sprett, skor- uðu 7 mörk gegn 1 og sigurinn er tryggður. Lokatölurnar voru 20:14. Leikurinn var mjög harður og ekki vel leikinn, bæði lið léku gróft og mest hugsað um að skora, livernig það var gert, virtist skipta minna máli. Þrír leikmenn voru látnir víkja af leikvelli í 2 mín. hver vegna ítrekaðra brota, Árni Samúelsson og Hörður Kristins- son, Ármanni og Birgir Björns- son, FH. Ragnar Jónsson lék nú aftur með FH og var liðinu styrkur, þó ekki sé hann eins sjall og oft áður. Birgir er sterkur, en hann á ekki að skjóta eins mikið og hann gerir. Geir Halisteinssson er sá, sem mesta athygli vekur í FH-liðinu, tækni hans er frábær, skotin snögg og óvænt og hann hefur gott auga fvrir samspili. Það er sannarlega maður framtíðarinnar. Auðunn Óskarson vakti cinnig athygli í þessum leik, hann gerði nokkur falleg mörk af línu og í vörn er hann traustur. ,,Gömlu mennirn- ir” Hjalti og Einar Sig. standa ávallt fyrir sínu. Hjá Ármenningum er Hörður beztur, það fer ekki á milli mála, en ýmsir í iiðinu eru í framför. Sveinbjörn stóð sig ágætlega í markinu, Olfert er skemmtilegur leikmaður og Árni hefur sjaldan verið betri. FH á nú aðeins eftir að leika við Fram. Ármann og KR eru á botninum, með jafnmörg stig; KR-ingar hafa lokið sínum leikjum, en Ármann á eftir að leika við Hauka og Val. Það má því segja, að I. deildar- keppnin í ár sé óvenju spennandi bæði á toppnum og botninum. Dómari í leik FH og Ármanns var Valur Benediktsson. Jón Gestur skorarfyrir FH í leikn- um við Ármann. Gylfi Jó'nannsson skorar fyrir Fram á sunnudag. ÞREMUR LEIKJUM af fjórum í átta liða úrslitum ensku bikar keppninnar á laugardaginn, lauk með jafntefli. Blackburn vann Sheffield Wed. 2-1, en síðan gerðu jafntefli, Chelsea-Hull 2-2, Man chester City - Everton 0-0 og Prest on - Manchester Utd. 1-1. Chel sea komst í 2-0, en 3. deildarlið ið Hull jafnaði tveim mínútum fyrir leikslok. Þetta er mjög ó- heppilegt fyrir Chelsea, sem leik ur við Munchen í dag og verður sennilega að leika aftur við Hull á fimmtudag. Nokkrir leikir fóru fram í deild arkeppninni en úrslit þeirra urðu sem hér segir: + I. deild: Arsenal - Newcastle 1-3 Aston Villa - Liverpool 0-3 Burnley - Nottingham F. 4-1 Leeds - Blackpool 1-2 Sunderland - Tottenham 2-0 West ham - Fulham 1-3 Sioke - Sheff. Utd. 2-0 (Fátt virðist -geta komið í veg fyrir sigur Liverpool. + II. deild: Bristol C. - Derby 1-1 Cliarlton - Crystal Palace 1-0 Coventry - Cardiff 3-1 Ipswieh - Birmingham 0-1 Portsmouth - Middlesboro 4-1 Rotherham - Bury 2-1 Wolves - Norwich 2-1 Undanúrslit vom hS8 í skozku bikarkepnninni. Aberdeen og Glas gow Rangers gerðu iafntefli 0-0 og Celtic vann Dunfermline. Reykjavíkururval og varnar- Ii5i5 í körfuknattleik í kvöld í kvöld kl. 8,15 fer fram að Hálogalandi leikur í körfuknatt- leik milli Reykjavíkurúrvals og úrvals Keflavíkurflugvallar. Þetta er þriðja árið, sem keppni fer fram, en á ári hverju eru leiknir fimm leikir og það liðið, sem vinn ur fleiri leiki lilýtur að launum glæsilega styttu. Reykjavíkurliðið hefur unnið keppnina tvö undanfar in ár, en í vetur hafa farið fram þrír leikir, allir suður á Keflavík- urflugvelli. Bandaríkjamenn hafa unnið tvo þeirra, en Reykjavík einn. Það er því mikið í húfi fyrir Reykjavíkurliðið að sigra í kvöld. Allir hafa leikirnir verið mjög spennandi og úrslit ekki fengizt fyr en á síðustu mínútum. Reykja vikuriiðið er þannig skipað: Agnar Friðriksson, ÍR Hólmsteinn Sigurðsson, ÍR Einar Bollason, KR Gunnar Gunnarsson, KR Kolbeinn Pálsson, KR Kristinn Stefánsson, KR Einar Mattíasson, KFR Ólafur Thorlacius, KFR Birgir Ö. Birgis, Á Hallgrímur Gunnarsson, Á. eða sama.liðið og keppir fyrir ís- lands hönd í Polar Cup í apríl. Á undan leik þessum fer fram leikur í 2. fl. karla milli KFR og ÍR. en lið þessi kepptu fyrir skömmu í íslandsmótinu og sigr- aði þá KFR naumlega. 29. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.