Alþýðublaðið - 16.04.1966, Síða 4
Ritstjórar: Cylfl Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndel. — RlUtíirnertull-
trúí: ElOur GuBnaeon. — Slmar: U900-14903 — Auglýílngaalml: M90«.
ASwtur AlþýBuhúalB vlB Hverflagötu, Reykjavflc. — PrentsmlBJ* AlþýBu
bUBflna. — AakrlíUrgJald kr. 9S.00 — t lausaaölu kr. 5.00 elnUklB.
Utgefandl AlþýBuflokkurlnfl.
Tómir stólar tala
SÓSÍALISTAFLOKKURINN hefur til skamms
tíma hæglega getað fyllt Austurbæjarbíó í Reykja
yík til fundahalda um hvaða málefni, sem er.
í fyrrakvöld var boðað til mótmælafundar gegn
samningum um byggingu álbræðslu við Straumsvík.
Að þeim fundi stóðu ekki aðeins Sosíalistaflokkur-
inA, heldur og Þjóðvarnarflokkurinn og svokallað Mál
fuhdafélag jafnaðarmanna, en til samans heita þessi
sá^ntök nú Alþýðubandalagið í Reykjavík.
^ Á fundinn komu aðeins liðlega 300 manns. Er
þelta einhver lélegasta fundasókn um meiriháttar
málefni, sem um getur í annálum kommúnista og
fyígifiska þeirra í Reykjavík. Ber þessi lélega sókn
því glöggt vitni, að mótmælahreyfingin gegn álinu
liefur engan byr hlotið hjá þjóðinni. Jafnvel hið.
fasta klapplið kommiinista mætir ekki lengur.
Sjómenn í landi
i SÍLDARSJÓMENN búa nú við allt önnur sfcarfs
skjilyrði en áður. í fyrsta lagi er síldveiðitíminn
cnieiri hluti ársins í stað tveggja mánaða áður fyrr.
í pðru lagi er meginveiðin við Austurland, en bát-
arnir fara annars umhverfis landið eftir þörfum.
Af þessi leiðir hvortfcveggja, að sjómenn eru
líiun lengur fjarri heimilum sínum eri áður og þurfa
oft að dveljast í landlegum í höfnum, þar sem engin
-felagsleg aðstaða er fyrir hendi. Einstaka höfn, eins
Og Norðfjörður. hafa gert mikið fyrir aðkomusjó-
-tnenn og reyna að greiða fyrir þeim. Á öðrum stöð-
urrl er ekkert afdrep, engin iþjónusta fáanleg og þeir
verða að ganga um aurugar götur eða hanga utan
veggja við símstöðvar, sem engan veginn ráða við
álajgið.
Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, þeir Benedikt
Grindal og Sigurður Ingimundarson, hafa flutt til-
-lögu á Alþingi, þar sem ríkisstjórninni er falið að
lei a úrbóta á þessu máli. Taka þeir með tillögunni
undir samþykktir, sem gerðar hafa verið í Sjó-
maonafélagi Reykjavíkur, Farmanna- og fiski-
ma nnasambandinu, svo og raddir sjómanna, sem
hetrzt hafa um allt land.
sjo
Þegar íhugað er, hversu mikil verðmæti síldar-
nenn skapa, og hve mikil lífsþægindi þjóðin
vei :ir sér á öllum sviðum, sést bezt að hér er um
hrqpandi vandamál að ræða. Vonandi verður leit-
úrlausnar á því og bætt aðstaða sjómanna, er
þeiþ dveljast utan heimahafna sinna lengri eða
skemmri tíma.
4 16. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Erfið ferð um góðan veg
á páskadaginnl
FERBAMAÐUB SKBIFAR MÉB
eftirfarandi bréf: „Allir dásama
Keflavíkurveginn og það er rétt
að unun er að aka hann þegar
allt er með felldu. En ekki allt
af. Á páskadaginn var gott veð-
ur. Það hafði verið afráðið fyrir
alllöngu að skreppa til kunningja
fólks okkar í Sandgerði fyrsta góð
veðursdaginn og kynnast utn leið
hinum nýja steinsteypta vegi, en
við höfðum ekki ekiö hann áður,
eða ekki síðan stéypt var við
bótin og tekin upp sköttunin,
VED LÖGÐUM AF STAÐ en
mér hrá í brún þegar ég sá
liversu ufnferðin var mikil. Ég
vil fúllyrða að bifrelðalestin var
óslitin allt frá OHafnarfirði og suð
ur að tollskýli milli klukkan 2
og 3. Sumir óku hratt eða á
leyfðum hraða, aðrir óku svo
liægt, að þeir ollu vandraéðum og
héldu niðri eðlilegri umférð. Tók
-ég Iíka^eftir þVí, að ótrúlega marg
ir bílar námu staðar á götunni
eða óku örlítið út af á malborna
vegbrúnina. T'etta var fólk á
skemmtiferð, sem fór aðeins til
þess að skoða sig um og athuga
Bifreiðaelgendur
Vatnskassaviðgerðir
Elimentaskipti.
Tökum vatnskassa ur og
setjum i.
Gufuþvoum mctora.
Eigum vatnskassa í skif'
um.
Vatnskassa-
verkstæðið
Grensásvegi 18,
Sími 37534. -
umhverfið. Það virtist ekki taka
neitt tillit til þess, að bað var
aS aka hraðbraut og það hafði
skyldum að gegna gagnvart öðr
um en sjálfu sér.
VIÐ KOMUMST ÞÓ ÁFRAM,
en oft urðum við að sveigja inn
á rangan kant til þess að forð-
ast árekstra við kyrrstæða bíla
eða þá sem rétt læddust áfram.
Og loks komumst við í námunda
við tollskýlið. Þar gaf á að líta.
Þar stóðu bílar í tugatali og biðu
afgreiðslu. Maðurnin, sem var við
afgreiðsluna, kominn nokkuð við
aldur, reyndi að hafa eins hrað
an 'á og honum var unnt, en um
ferðin var svo mikil að hann
hafði aldrei undan.
AUK ÞESS virtust til dæmis
stórar áætlunarbifreiðar þurfa að
nema staðar, vagnstjórinn að
víkja úr sæti sínu og sýna kort
til þess að fá að halda áfram,
en þetta hlýtur að vera skipulags
leysi og fásinna þegar um er að
ræða slíkar bifreiðar. Þegar af-
igreiðslustoppið var svona mikið
hættu ýmsir við að halda áfram
fram hjá skýlinu og tóku þá það
til ráðs að aka.út á ranga braut
og snúa við bílum sínum, en
af því stafaði mikil hætta. Við
komumst þó alla leið eftir mikla
bið og langa.
Á LEIÐINNI HEIM var öðru
máli að gegna, því að nú var
ekki um að ræða umferðahnút
vegna skattheimtunnar. Hins
vegar lentum við í enn mciri
vandræðum vegna þeirfa sem
sátu í kyrrstæðum bifreiðum á
veginum og voru að athuga út-
sýnið eða óku svo hægt að þeir
liéldu allri umferð niðri. Þetta
er stórhættulegt.
ÉG ÁLÍT, að lögregluþjónar á
vélhjólum verði að gæta reglu
á þessum mikla vegi, sérsjaklega
á góðviðrisdögum þegar menn
fara þangað í skemmtiferð til
að geta skemmt sér á hoaum i
bílnum sínum. Það á ekki að
vera leyfilegt að nema staðar
eða að lialda niðri umferðinnl.
Ég er viss um það, að ef ekki
verður eitthvað gert, þá veldur
þetta slysum í sumar“.
Tilboð
óskast í að byggja 77 fermetra kyndistöðv-
arhús í. Hafnarfirði.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu minni,
gegn lir. 1000.00 skilatryggingu.
Skilafrestur er til 2. maí n.k.
Bæjarverkfræðingurinrí í HafnarfirSi.