Alþýðublaðið - 20.04.1966, Side 1

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Side 1
Fimmtudagur ?1.' apríl 1966 — 46. árg. 89. tbl. - VERÐ 5 KR. ÞETTA eru íslevzk handrit, sem um er að ræða, skrifuð af íslendingum og á ís- landi. Handritin eru sál íslands, sagði Poul Schmith hæstaréttarlögmaður, þegar munn- legum málflutningi í máli stjórnar Árna- safns gegn danska menntamálaráðuneytinu var haldið áfram í Eystra Landsrétti í Kaup- mannahöfn í gær. Schmith tók undir þau orð sækjandans, G. L. Christrup liæstaréttarlögmanns, að hér væ.ri ekki um að ræða deilur milli Dana og íslendinga. Hann neitaði því að um eignar- nám væri að ræða, en færi svo, að dóm- stólarnir teldu að um eignarnám væri að ræða krefðist almannaheill þess, að íslend- ingar fengju hluta handritanna úr Árnasafni. Hann taldi söguleg rök mæla með því að íslendingar fengju handritin og benti á að danska þingið hefði tvívegis sam- þykkt lögin um afhendingu hand- ritanna. Hann sagði að Árna» safn væri ekki sjálfstæður réttar- aðili heldur lieyri það undir Kaupmannahafnarháskóla. Poul Schmith hóf mál sitt kl. 9,30 og talaði til kl. 4. Hann rakti Var laumu- farþeginn Rússi? PARIS, 19. apríl (NTB- AFP). — I.ögreglan útilokar ekki lengur þann möguleika aff laumufarþeginn, sem fannst látinn í hjólahólfi Caravelleþotu Air France á Orly-flugvelli í fyrrinótt, hafi laumazt um borð í Moskvu eða Varsjá. Líkiö fannst er hotan kom til Parísar frá Moskvu og Varsjá, en daginn áður fór þotan frá París til Barce lona og aftur til Parísar, og þess vegna taldi Oigregl an í fyrstu að maðurinn hefði laumazt um borð á Spáni, ekki sízt vegna þess að hann var spánskur í út- liti og klæddur skyrtu meS Framh. á 14. síðu. fyrst sögu íslenzku handritanna og hvernig þau komust í eigu Árna Magnússonar. Hann minnti á, að Danir hefðu fyrst fengið áhuga á handritunum í lok 16. aldar og hefði Friðrik III. gert mann til íslands í þeim tilgangi að safna handritum. Hann kvaðst vera sam- mála sækjandanum, Christrup, um það, að Árni Magnússon hefði safnað handritum og skjölum í eigin þágu en ekki fyrir neina að- ila í Danmörku. En sú staðreynd, að hann gegndi þremur opinber- um embættum hefði auðveldað honum söfnun handritanna. En Árna var í senn falið að semja jarðabók og var jafnframt pró- fessor við háskólann og skjala- vörður. Þegar Árni Magnússon lauk söfnun sinni voru engin hand rit eftir á íslandi, sagði Schmith. — Þetta eru íslenzk handrit sem um er að ræða skrifuð af ís- lendingum, á íslandi, á gullaldar- tímum landsins. Þau eru þjóðar- dýrgripur íslendinga. íslenzk handrit eru víðar til en í Kaup- mannaliöfn, í Noregi, Svíþjóð og á Bretlandseyjum. Það er vilji íslenzku þjóðarinnar að varðveita þessa dýrgripi, sagði Poul Schmith í lok þessa kafla ræðunnar, sem fjallaði um flutning handritanna til Kaupmannahafnar. í næsta kafla ræddi hann um FTamhald á 14. síðu. Lítill trommu leikari Á morgun er Sumardagur inn fyrsti og þá verffa fjöl- breytt hátíðahöld á vegnm Sumargjafar. Meffal annars leika lúffrasveitir drengja. Drengirnir á myndinni eru í yngri flokk hjá Karli O. Runólfssyni, en hann stjóm ar lúffrasveit drengja, sem leikur fyrir skrúffgöngunni frá Austurbæjarskólanum. í blaffinu á morgun verffur, nánar sagt frá drengjalúffra sveitunum og birtar margar myndir. — Mynd : JV. Nýr hópur geimfara kemur til Islands Reykjavík, ÓTJ. NÝR hópur verffandi geimfara frá Bandaríkjumnn er væntanleg ur til íslands til þjálfunar, aff sögn bandaríska vikuritsins Time. Geimfarar þessir eru 19 aff tölu. Nokkrir þeirra munu a'ð likindum vera um borff í rannsóknarstöff sem skotið verffur á braut um- livcrfis jörðu 1970 og ver'ður á lofti I allt að J>rjá mánuði. Hins vegar mun hin erfiða þjálfun þeirra fyrst og fremst miðuff viff að fylgja í fótspor þeirra landa sinna sem fyrstir lenda á tungl- inu. Allir nítján eru þaulæfðir þotu flugmenn, sjö frá flughernum, sex frá sjóhernum, tveir frá land gönguliðinu og fjórir eru óbreytt ir borgarar. Einn flughermann- anna er kapteinn Joe H. Engle, sem flaug tilraunavélinni x-15 upp í rúmlega fimmtíu og þriggja mílna hæð í júní sl. og hefur þannig fengið fyrsta bragðið af himingeimnum. Tveir hafa barizt í Víetnam, og nokkrir hafa unn ið að rannsóknarstörfum í sam- 'bandi við geimferðir. Liður : þjálf un þeirra eru ferðir til íslands, Mexíkó og Alaska þar sem þeir munu æfa sig í umhverfi sem svip ar til þess á tunglinu. Meðal verk efna sem hugsanlegt er talið að þssi hópur muni fá hafa verið nefnd mánaðar tunglferðir þar sem þeir munu nota hrevfanleg híbýli og „tunglbíla“ og einnig ferðir til Marz. íMeð þessum nítján er tala orð inna og væntanlegra geimfara Bandaríkjanna orðin fimmtiu. Flokkur þeirra er númer fimm. Blaðamenn Aðalfundur Blaðamannafélags Islands verffur haldinn í veit'inga húsinu Klúbbnum n.k. sunnudag' 24. apríl kl. 2 s.d Venjuleg affal fundarstörf. Blaðamenn eria hvattir til að fjölmenna. HANDRITIN L ÍSLANDS - sagði Paul Schmith í varnarræðu sinni

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.