Alþýðublaðið - 20.07.1966, Blaðsíða 5
VERÐBOIGAN OGCOUSINS
,,KÆRI Harold ... Stefna
þín í launa og verðlagamálum
er röng í grundvallaratriðum”,
sagði Frank Cousins í bréfi
til Harold Wilsons forsætisráð
herra þegar hann sagði sig úr
stjórninni fyrir skemmstu.
Þegar Verkamannaflokkur
inn komst til valda haustið
1964 fól Wilson Cousins að
taka við nýju og mjög mikil-
vægu ráðuneyti. Hér var um
að ræða tæknimálaráðuneytið
og hlutverk þess er að færa
atvinnulifið í Bretlandi í ný
tízkuhorf, enda er það úrelt
að mörgu leyti. Cousins tekur
nú aftur við fyrra embætti
sínu sem leiðtogi sámbands
flutningaverkamanna, stærsta
verkalýðsfélags Bretlands.
„Times” er þeirrar skoðun
ar, að afsögn Cousins sé eins
mikilvægur atburður og þegar
Bevan sagði sig úr stjórn Att
lees 1951. Wilson ætti að geta
dæmt um það, því að hann
sagði af sér um leið og Be
van.
Það. sem um er deilt, er
frumvarp að nýjum lögum um
launa og verðlagsmál. r,em Wil
son hefur lagt fram í Neðri
málstofunni. En á bak við þess
ar deilur búa tvær ólíkar skoð
anir um stefnu Verkamanna
flokksstjórnar í þeim efrahags
örðugleikum, sem Bretar eiga
nú við að stríða.
Efnahagsþróunin í Evrópu
eftir heimsstyrjöldina liefur
staðið í nánu sambandi við iðn
væðinguna. Bretar voru ein
fyrsta þjóð álfunnar sem iðn
væddist. En þeir hafa ekki get
að fylgzt með þróuninni.
Til þess liggja ýmsar ástæð
ur.
Þótt Bretar hafi gefið flest
um nýlendum sínum sjálfstæði
síðan stríðinu lauk hafa þeir
orðið að standa straum af gif
urlegum útgjöldum í öðrum
heimsálfum. Aðstoð við þróun
arríki og hernaðarleg aðstoð
við samvelislöndin hafa gert
þróun Bretlands úr heimsveldi
í Evrópuríki auðveldari en
ella, en það hefur kostað ó
hemju fé.
Gæði framleiðslunnar eru
farin að skipa eins miklu máli
og magnið ef ekki meira. Þær
þjóðir Evrópu, sem hófu ekki
iðnvæðingu fyrr en um síðir,
gátu komið á fót nýtízku fyrir
tækjum, því allt það, sem
var á boðstólum, var nýtt af
nálinni. Bretar urðu aftur á
móti að byggja við gamlar
verksmiðjur og notast við gam
aldags húsnæði og vélar.
Og á sama tíma og þjóð
eins og Frakkar, sem hafa iðn
væðzt á skömmum tíma geta
enn sótt vinnuafl í sveitirnar,
þar sem 40% þjóðarinnar býr
enn þann dag í dag starfa að
eins 4% brezku þjóðarinnar
við landbúnað, svo að Bretar
hafa ekkert varavinnuafl, sem
þeir getá gripið til þegar með
þarf.
Niðurstaðan sést á lífskjörun
um. Sé, lauslega miðað við
brúttó-þjóðarframleiðslu á
hvern íbúa er lífsstaðailinn i
nýju iðnaðarlandi eins og Dan
mörku, sem verður að flytja
inn öll hárefni sem það þarfn
ast, 7,9% hærri þar en í elzta
iðnaðarríki Evrópu, Bretlandi.
Þegar Verkamannaf'.okkur-
inn komst ioks til valda 1964
lék enginn vafi á því, hvert
takmarkið væri. Þjóðfélagið
varð að drýgja tekjur sínar
og skipta varð því fé, sem þjóð
félagið vann sér sinn, af meiri
sanngirni. Vandinn var aðeins
í því fólginn, hvort ríkið ætti
fyrst að afla sér þess fjár, sem
skjpta átti, eða hvort byrja
ætti á skiptungunni undir eins.
Hinn tiltölulega lági lífsstað-
all bar vott um mikla efnahags
örðugleika. Þess vegna var á-
kveðið að reyna að ráða bót
á þeim fyrst og snúa sér að
hinu á eftir.
Lög um frjálsa fastbindingu
kauplags og verðlags voru lið
ur í þessu starfi. Tilgangurinn
með bindingu launa var að tak-
marka launaútgjöld í fyrirtækj
um, sem selja vörur sínar til
útlanda, þannig að brezkur út
flutningur yrði samkeppnisfær
þrátt fyrir það að framleiðslu
tækin væri að sumu levti úr-
elt. Binding verðlags átti að
"koma í veg fyrir skerð'ngu á
kaupmætti launa.
Lög þau, sem nú hafa ver
ið lögð fram neyða alla, sem
hlut eiga að máli, að hlýta
launa- og verðlagseftirliti Þjóð
arframleiðsla Breta eykst ár
lega um 3.5 af hundvaði og
þess vegna eru launahækkanir
sem svarar 3.5 af hundraði
leyfilegar en heldur ekki
meira.
Nú er það ekki ríkið sem
ákveður laun hvers einstaks
launþega. Það er gert á frjáls
um vinnumarkaði. En hinn
brezki vinnumarkaður hefur
verið frjálsari en dæmi eru um
víðast hvar annars staðar. Hug
takið ólögleg verkföll þekkist
ekki. Öll verkföll eru lög-
leg. Þetta stafar af því, að laun
og kjör eru ákveðin á hinum
ýmsu vinnustöðum í langtum
ríkari mæli en víðast hvar ann
ars staðar. Yfirleitt er ekki
um almenna samninga milli
COUSINS
landssamtaka vinnuveitenda og
verkamanna að ræða.
í hinum nýju launa- og verð
landslögum er athafnafrelsið
skert. Framvegis verður að
boða verkföll og vinnustöðvan
ir með vissum fyrirvara og hlut
laus launa- og verðlagsnefnd
hefur vald til að skipa svo
fyrir um, að þeim skuii frest
að í þrjá mánuði meðan fram
fer rannsókn á því, hvort kröf
ur þær, sem fram eru born
ar, eru sanngjamar eða ekki.
Brezka verkalýðssambandið,
TUC er ekki fráhverft þeirri
hugmynd að s'etia þjóðarhag of
ar eigin hag, en það er hagur
þjóðarinnar að ekki séu gerð
verkföll, sem hafa lamandi á-
iirif og hrinda af stað verð-
bólgu. Hin ýmsu verkalýðsfé
lög og ekki sízt þau, sem gæta
hagsmuna þeirra lakast settu,
eins og félag flutningaverka-
manna, sem Cousins stjórnar,
hafa verið fráhverf þessari
hugmynd.
Þess vegna sagði Cousins sig
úr stjórninni. Ef við eigum
að sætta okkur við hugmynd
ina um takmörkun launahækk
ana (3.5%), sagði Frank
Cousins í bréfi sínu til Wil-
sons, þá verður stjórnin ekki
lengur fær um að gegna því
hlutverki, sem verkamálaráðu
neytið hefur gegnt til þessa,
að miðla máium milli deiluað
ila. Nú mun stjórnin hafa fyr-
irfram ákveðna skoðun áður en
vinnudeila hefst.
Og hann heldur áfram: Ég
tel, að bæði vinnuveitendur
og launþegar hafi verið fúsir
til samstarfs við ríkisstjórnina
í því skyni að byggja upp
þróttmikið og velmegandi þjóð
félag — þess vegna harma ég
að stjórnin skuli hafa tekið
þessa afstöðu.
Eða með öðrum orðum:
Cousins telur, að eina leiðin
sé friáls samvinna um að hefta
verðbólguna og hann .elur rök
réttara að skapa aukna fram
leiðni með því að hækka lífs
Framhald á 10. síðu
'
**("A'.W*i* W;<
3 > •
' .•L ■ :'■
Volvo Ama2ort
Dregiö á Þorláksmesstt 23. des. 19861
Bifreiðaeigendur eiga forkaupsrétt á happdrættismiðum með bifreiðanúmerum sínum til 15. ágúst n.k.
Reykjavíkurmiðar eru seldir á skrifstofu félagsins Laugavegi 11. Tekið á móti pöritunum í síma 15941
ld. 10 — 12 og 2 — 5 alla daga nema laugardaga. Miðar eru einnig til sölu í Bifreiðaeftirlitinu, Borg-
artúni 7. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA.
AIÞÝÐUBLA6IÐ - 20. júlí 1966 $