Alþýðublaðið - 20.07.1966, Blaðsíða 6
Rætt við 15 ára stúlku, sem er háseti á vélbát
! AKRANESI, 14. júlí Hdan.
FYRIR mig landbrabb-
ann, voru það nokkur tíð
indi þegar ég frétti að 15
ára gömul stúlka væri há
seti á vélbát héðan frá
Akranesi. Snemma í morg
un kom báturinn, sem
heitir Rán og er um 60
tonn að stærð, að landi og
þegar ég kom um borð
laust eftir kl. 9 voru skip
verjar í óða önn að Ianda
aflanum.
Rán hefur stundað handfæra-
veiðar í sumar og aflað vel. Alls
eru 9 manns á bátnum og þar
á meðai 15 ára gömul stúlka,
Anna að nafni en hún er dóttir
skipstjórans og annars eiganda
bátsins; Helga Ibsen, en hann
er kunnur skipstjóri og aflamaður.
Þegar lönuninni var lokið náði
ég tali af Önnu og sagði hún
mér að aflinn í þessari veiðiferð
hefði verið tæp 12 tonn; eftir
þrjá sólarhringa. Hún kvað þau
hafa verið á veiðum á Breiðafirð-
inum og Fálkanum.
— Hvernig var veðrið?
— Það var bræla fyrsta dag
inn og því lítið sem ekkert hægt
að vera við veiðar.
— Hver er þinn hlutur af afl
anum?
— Ég dró í þessari veiðiferð
383 fiska.
Þess skal getið, að hver skip-
verji heldur sínum afla sér og
eru fiskar þeir sem hver dregur
taldir og fer aflahlutur hvers og
eins eftir því hve mikið hann
dregur.
— Hvað ertu búin að vera lengi
á sjónum?
— Ég byrjaði 6. júní, en ég
hef sleppt úr veiðiferðum,
— Hvað eruð þið lengi úti í
einu?
— Venjuega 3 sólarhringa.
— Og hvað hefurðu dregið mest
í veiðiferð?
— Það eru eitthvað rúmir 900
fiskar.
— Veiztu hvað hlutur þinn er
orðinn?
— Ætli það séu ekki um 20
þús. krónur,
— Hefurðu ekki verið sjóveik?
— Það er lítið.
— Er þetta ekki erfið vinna?
— Það er dálítið strembið, sér
slaklega þegar margir fisicar eru
Framhald á 10. síðu.
Dálítið strembið,
en mjög spennandi
Hér er hinn 15 ára gamli háseti víö vinnuna um borð í skipi sínu.
Anna: — hefur fengið 900 fiska í einum róðri.
0 20. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
EKKI alls fyrir löngu jlutti
einn af merkustu stjórnmálamönn-
um heimsins erindi í hátíðasal há-
skólans. ÞaS var U Þant, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna. Hann er Burma-maður ‘ að
þjóðerni og Búddisti að trú. Maður
í miklum metum og gegnir ein-
hverri mestu ábyrgðarstöðu verald-
ar. Hann ræddi um möguleika fyr-
ir friði á jörð, og lét í Ijós þá per-
sónulegu trú, að meðal mannkyns-
ins myndi eflast samstilling og
samræmi (Synþesis). Hann benti
á sambúð tniarbragðanna til fyrir-
myndar stjórnmálamönnunum. Eitt
sinn var sú tíS, að það var litið
á það sem synd, og glæp, að hafa
aðra trúarskoðun en hina viður-
kenndu, en nú er komið á daginn,
að kristnir menn, múhameðstrú-
armenn,'~hindúar os.frv. geta verið
nágrannar, vinir og samverka-
menn. þrátt fyrir allt, sem á milli
ber. Þannig trúir Ú Þant því, að
kommúnismi og kapítalismi eigi
eftir að taka breytingum og þróast
yfir i það stig, að menn af þessum
stjórnmálastefnum hætti að líta
hver á annan sem svarna fjand-
menn.
Með þessu átti Ú Þant alls ekki
viS skoðanaleysi eða kæruleysi,
heldur það frjálslyndi, að maður,
sem sjálfur hefur ákveðna trúar-
stefnu, og einlæga sannfæringu,
virði og meti þá, sem öðruvísi
hugsa. Það er þetta, sem leiðtogar
trúmálaflokkanna hafa orðið fyrri
til að læra, heldur en stjórnmála-
mennirnir.
En það var einnig annar mun-
ur. sem Ú Þant gat um heldur en
hin ýmsu pólitísku sjónarmið. —
Hann bar þær þjóðir, sem leggja
mest upp úr tæknilegu uppeldi,
saman við hinar, sem meira hefSu
hugsað um hinn innra mann. Hin-
ar vestrænu þjóðir (þar á meðal
bæði Bandaríkjamenn og Riíssar)
leggðu megin-áherzlu á þekkinguna
á því, sem Væri utan við mann-
inn, hinar austrænu byggðu á
fornum áhuga á því, sem væri
h i ð innr a með manninum. Af-
leiðingin væri sú, að í hinum vest-
rænu löndum væri hugsað um hið
vitræna og rökræna (intellektu-
ella), en í austurheiminum sæti
hið andlega og trúræna í fyrir-
rúmi. Þarna kvaSst Ú Þant einnig
vonast eftir synþesis, samhæfingu,
því að uppeldið væri fullkomnast,
þegar lögð væri stund á alla eðlis-
þætti þess jafnt.
Af hverju er ég að rifja upp
þessi atriði úr ræðu Ú Þants?
í fyrsta lagi sökum þess, að
ræða hans leiddi huga minn að
þýðingu kristindómsins í þessari
þróun. Hin vestræna menning
■byggðist upp fyrir áhrif tveggja
stórvelda, hins forn-rómverska
keisaraveldis og hínnar kristnu
kirkju. (En kirkjan jós bæði af
grískum og gyðinglegum Upp-
sprettum). Rómverjarnir. voru at-
hafnamenn miklír, praktiskir borg-
arar hins jarðneska heims. Kirkj-
an boðaði einnig „jarðneskari” trú
en hinir andlegu leiðtogar Asiu-
þjóðanna. Frumkenning kristin-
dómsins er sú, að sjálfur Guð opin
beri sig i þ e s s u m h eimi , og
sá, sem þjónar honum að dæmi
Krists, á ekki að hverfa inn í
sjálfan sig, heldur út á vi ð, til
mannlifsins með sams konar kær-
leika og Kristur sjálfur bar í
brjósti til mannanna. Þannig var
athafnalífið, umhugsunin um það,
sem er utan við manninn, borfð
uppi af krafti innan að og ofan
að. Hugsjónir frelsis, mannrétt-
inda, stétta-jafnaðar o.s.frv. voru
bein afsprengi kristinnar trúar. —
Jafnvel þótt mörg kirkjuleg yfir-
völd breyttu oft þveröfugt viS
það, sem oss finnst nú eðlilegt, var
það lífs-hugsjón kristindómsins,
bræðralagshugsjónin og trúin á
kærleiksríkan Guð, sem varð mæli-
snúra hins nýja tíma. En þá skeði
Framhald á 10. síffu.