Alþýðublaðið - 20.07.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.07.1966, Blaðsíða 4
Rrtntjórar-. Gylfl Gröndal (íb.) og Benedlkt Gröndal. — Rltetíómarfull- trOi: ladur GuBnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýslngaaíml: 1490«. ASnetur AlþýBuhúalB vlB Hverflsgötu, Keykjavlk. - PrentBmlOJa AlþýBu Kian^n. _ Askrlftargjald kr. 95.00 - 1 lausasölu kr. 6.00 tíntakltt. Utgefandl AlþýBuflokkurinfl. Felíur puncfið? BHEZKA STJÓRNIN glímir þessa daga við alvar lega efnahagsörðugleika og gerir úrslitatilraun til að forða sterlingspundinu frá falli. Vextir voru hækkaðir fyrir helgina, áður en Wilson forsætisráðherra fór til Moskvu, og í dag er búizt við tilkynningum um frek- ari ráðstafanir. Vandamál Breta er verðbólga. Kaupgjald og verð lag hafa hækkað og framleiðslukostnaður brezkrar útflutningsvöru þar með aukizt. Þetta hefur dregið úr útflutningi og aukið innflutning frá löndum, þar sem verðbólga er minni. Brezka jafnaðarmannastjórnin hefur gert gagn- ráðstafanir, sem eru taldar mjög harðvítugar. Munu þær raunar koma íslendingum kunnuglega fyrir sjón jr, því hér á landi hefur ríkisstjórnin gengið enn lengra á sömu braut og dugir varla til. Hækkun vaxta var fyrsta ráðið, sem Wilson heitti. Aukin frysting sparifjár var annað ráðið, og var frysting- arskyída banka og sparisjóða aukin um 100 milljón pund með einni tilskipan. Þá hefur stjórn Wilsons lagt mikla áherzlu á að móta fasta Iaunastefnu til að tryggja samræmi milli kjarahóta og raunverulegrar getu efnahagslífsins, og hefur sú nauðsyn jafnvel skapaí missætti milli flokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar. Loks hefur verið reynt að draga úr rík- isútgjöldum og auka ríkistekjur með gjöldum á ýmsar vörur. Það blasir nú við augum, að allar þessar ráðstaf- anir hafa reynzt ónógar. Traust sterlingspundsins hef ■ur aftur minkað og verður Wilson nú að grípa til enn róttækari ráðstafana. Er búizt við, að hann muni draga verulega úr útgjöldum ríkisins til landvarna, hvaða áhrif sem það hefur á utanríkisstefnu landsins, og að dregið verði úr opinberum framkvæmdum inn- anlands, þar á meðal vegaframkvæmdum. Munu fregnir ræstu daga væntanlega herma frá þeim til- lögum. Ýmsar tillögur eru á lofti í Bretlandi um þessi mál. Til eru þeir, sem telja óhjákvæmilegt að fella sterlingspundið. en það mun Wilson af mörgum á- stæðum ekki gera fyrr en fokið er í öll skjól. Aðr- ir tala um, að fyrirskipa verði með lögum algera stöðvun kaupgjalds og verðlags, en á þeirri stefhu eru einnig margvíslegir vankantar. Umræður í Bretlandi snúast að nokkru leyti um það, hve langt ríkisstjórnin eigi að ganga í beitingu lagaboðs til að leysa þann vanda, sem að steðjar. Sýnist mönnum sitt hvað í þeim efnum. Hitt er al mennt viðurkennt, að varanleg lausn vandans er aukin framleiðni í brezkum iðnaði og aukinn útflutn ingur. Æ 20. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ k* Málinu vísað frá HAAG. — Alþjóðadómstóllinn hefur vísað frá kæru, sem Lí• bería og Eþíópía höfðu lagt fram vegna stjórnar Suður-Afríku á Suðvestur-Afríku. Málinu var vís- að frá á þeim forsendum, að rík- inn ekki afstöðu til efni kærunnar, málsins. Hins vegar tók dómstóll- inn ekki afstöðu tilefni kærunnar, heldur fjölluðu forsendur dómsins eingöngu um rétt Eþíópíu og Lí- beríu til a'ö hafa afskipti af stjórn Suður-Afríku á landinu. Kæra Eþíópíu og Líberíu var lögö fram fyrir hönd allra Afríku- ríkja, en þessi lönd voru á sínum tíma aðilar að Þjóðabandalaginu. Kæran byggðist á því, að Suður- Afríka hefði brotið þá skilmála, sem Þjóðabandalagið setti, er það afhenti Suður-Afríku yfirráðarétt yfir Suðvesturafríku, sem áður var þýzk nýlenda. Þetta brot væri fólgið í því að taka upp skilnaðar stefnu í landinu og með því að vanrækja að hugsa um hagsmuni íbúanna. Dómurinn klofnaði í málinu, en forseti dómsins, Sir Perey Spend- er frá Ástralíu, sem hefur tvöfalt atkvæði, réð úrslitum um niður- stöðuna. Björn Sveinbjörnsson flæstaréttarlögmaðar Lögfræðiskrifstofa. Sambandshtisina 3. DæS. Símar: 12343 og 23338. Lesið Alþýðublaðið krossgötum ★ TÍÐINDI FRÁ PARÍS 5 ; íslendingar lesa mikið af er- lendum og ínnlendum blöðum og tímaritum til að íylgjast með nýjungum. er gerast úti í hinum stóra heimi. Stundum kemur þó fyrir. að okkur bregð ur þægilega í brún, er við uppgötvun, að merki- legar nýjungar í hinum stóru löndum eru gaml ar lummur |hér úti á hjara veraldar hjá okkur. Nýkomin 'blöð segja svo frá, að í París h'afi til skamms tíma verið mikið vandamál að fá læknisþjónustu að kvöld- eða næturlagi, Franskir læknar hafi starfað frá klukkan' átta til átta, en krafizt heimilisfriðar og hvíldar hinar tólf stund imar. frá klukkan átta að kvöldi til átta að morgni. Þetta hafi valdið mörgum Parísarbúum kvöl og pínu — og jafnvel dauða. 'Nú hafa Frakkar fundið þjóðráð til að bæta úr þessu ástandi. Þeir láta sérstaka lækna, venjulega fimm talsins, annast næturvakt. Get ur hver, sem er, hringt til þeirra, og koma þeir rakleitt til hjálpar. Þetta er kölluð SOS-þjón usta, og hefur gefizt með ágætum svo að París arbúar þykjast hafa himin höndum tekið. en ítalir hafa sent nefnd til að kynna sér þessa merku nýjung! 'Ekki verður betur séð en að þetta sé venju iegt næturlæknakerfi, sem við höfum haft hér á landi í áratugi! í ★ HVERNIG FUNDU ÞEIR KERFH)? Önnur hlið á þessu máli er athyglisverð fyr- ir íslendinga. Það er „uppfinning” þessa „nýja” kerfis. Sagan er á þessa leið. Læknir einn í París varð fyrir því óhappi, að vatnspípur biluðu að næturlagi í húsi hans og lá við stórtjóni, ef ekki væri fljótlega að gert. Hann vissi, að til var sérstök þjónustu stofnun, sem kallar sig „SOS-þj^nustajn” og veitir aðstoð af því tagi sem hann þurfti að fá. Hann hringdi og innan stundar kom pípu lagningamaður þjótandi og gerði við bilunina. Hefði verið sama, þótt læknirinn hefði þurft á að halda rafvirkja, sjónvarpsvirka eða ein- hvers konar öðrum iðnaðarmanni til að leysa brýn vandamál — SOS hefði sent manninn strax. Lækninum þótti merkilegt, að liægt væri að fá gert við vatnspípur með svo skjótum hætti, en ekki væri hægt að fá lækni til að líta á fár veikan mann. Þannig fæddist hugmyndin um næt urlæknana í París. Hér á landi eru næturlæknar ekki ný uppfinn ing, en gætum við ekki eitthvað lært af „SOS- þjónustunni” í París? Væri ekki mikil þjónusta vð fólk, ef til væri sérstök miðstöð iðnaðar manna, til viðgerða allan sólarhringinn? Ef til vill þyrftu ekki margir iðnaðarmenn að vaka um nætur, en enhverjir gætu verið viðbúnir því, að miðstöðin vekti þá, ef mikið væri í húfi, og þannig veitt sömu þjónustu. Það væri ómetanleg þjónusta, ef slík miðstöð væri til. Dagar kunningsskaparins eru taldir. Það þekkja ekki allir pípulagningamenn eða rafvirkja í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.