Alþýðublaðið - 26.08.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 26.08.1966, Page 4
Kitstjórar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal — RitstjómarfuH- trúi: BiSur Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Aiþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík, — Prentsmiðja Alþýðu blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Aðgerbir Wilsons í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins var vik ið að efnahagsráðstöfunum brezku stjórnarinnar, sem nú freistar þess að koma efnahag landsins á traustan grundVöll. Segir höfundur Reykjavíkurbréfs, að þess- ar ráðstafanir miði að því að efna til atvinnuleysis í Bretlandi. Vandséð er hvaða tilgangi þessi málflutningur þjónar, nema ef vera skyldi það eitt að rægja stjórn Wilsons, sem tók við af íhaldsmönnum, þegar allt var í óefni komið. Um það hefur ekki verið deilt að róttækra ráðstafana var þörf í Bretlandi og hafa þar verið farnar mjög sömu leiðir og núverandi ríkisstjórn hér hefur valið í baráttunni við iverðbólguna. Ef ekki hefði verið gripið til þessara ráða, er ekk- ert líklegra, en atvinnuleysi í 'stórum stíl og jafnvel krenpa hefði skollið á í Bretlandi, þar sem efnahags- aðstaða landsins var mjög veik. Þær ráðstafanir, sem verkamannaflokksstjórnin brezka hefur nú beitt sér fyrir, og yfirleitt hefur verið mjög vel tekið, miða einmitt að því að biarga efnahag landsins, koma í veg fyrir stórfellt atvinnulevsi og aðrar hörmungar, sem kynnu að hafa fylgt í kjölfarið, ef stiórnin hefði látið reka á reiðanum. Fullyrðingar Morgunblaðsins í þessum efnum eru því gjörsamlega út í hött. « Le/ðiV Framsóknar Tíminn hefui' undanfarna daga þrástagazt á því, að eina leiðin til lausnar verðbólguvandamálunum sé sú, að ríkisstjórnin fari frá. Framsóknarmenn telja sig hafa tiltæk ráð til þess að losa þjóðina við verðbólg- xma, og þessiráð nefna þeir ýmist, hina leiðina, þriðju leiðina eða jákvæðu leiðina, sem er nýjasta nafnið á stefnuleysi Framsóknarmanna í þjóðmálum. Fæstir vissu hvað Eysteinn átti við, þegar hann fór að kalla stefnu sína hina leiðina, en enginn veit nú lengur hvað allar leiðir Framsóknar eiga að þýða, og sjálfir hafa þeir ekki lengur hugmynd um það. r 1 umræðum á Alþingi undanfarin ár, hafa Framsókn agpienn aldrei getað bent á nein úrræði, sem að gagni rriöettu koma til þess að draga úr verðbólgunni. Þeir hafa þvert á móti flutt tillögur hvað eftir annað um að gerðar yrðu ráðstafanir í peningamálum, sem hefðu haft það eitt í för með sér að verðbólgan hefði magn- azt stórlega. Þeir hafa flutt hækkunar- og yfirboðs- tillögur við allar tiljögur frá ríkisstjórninni. Það hef- tir verið þeirra leið til að lækna meinsemdina. Vafalaust eiga Framsóknarmenn eftir að boða nýja leiþ til lausnar öllum vandamálum íslenzks þjóðfélags í haust, þegar þing kemur saman á ný, en enginn þarf að búast við, að þar verði að finna nýja speki. 4 26. ágúst 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bolinder Munktell hleðslutæki eru mjög afkastamikil, fást í mörgum gerðum og stærðum og ým- ist með tveggja eða fjórhjóla drifi. Aðeins eitt handtak að skipta um verkfæri. Með BOLINDER MUNKTELL hleðslutæki getið þér lækkað hleðslukostnaðinn. Hafið samband við oss. / Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volvenc - Sími 35200 krossgötum + ,.ÞUMALPUTTI“ í ERFIÐLEIKUM. „Þumalputti" hefur sent okkur svohljóðandi til- skrif: Ég er einn af þessum klaufum, sem helzt get ekki gert við nokkurn hlut, eða lagað það sem aflaga fer á heimili mínu. Oft er ég í stand- andi vandræðum með eitt og annað, því alkunna er hversu erfitt er að fá okkar ágætu iðnaðar- menn til að gera smáviðvik. Ef verkið er nógu stórt, þá er allt í lagi, en ef þarf að setja 1 eina litla rúðu, skipta um einn krana, eða setja upp eitt ljós, er ekki nokkur leið að fá mann til verksins. Þið stunguð fyrir nokkru upp á því að bæta ýmsum nýjum kennslugreinum við unglinganámið og er ég sammála þeirri tillögu svo langt sem hún náði. En ég vildi gjarna koma hér svolitlu á framfæri tii viðbótar, til athugunar fyrir lilutað- eigandi yfirvöld. Ég skal taka það fram, að þessi tillaga er ekki frá sjálfum mér uppruna- lega, heldur sá ég minnzt á þetta í erlendu blaði, sem ég fæ öðru hverju. + SMÍDAKENNSLU VERÐI BRÉYTT. Það er alkunna, að hér í skólum er piltum kennd smíði alltaf í ein fimm til sex ár, ef ekki lengur. Mér finnst að þarna séum við langt á eftir tím- anum og þurfi breytinga við. Það var sú tíð að hamar og sög og nokkrir naglar gátu leyst flest vandamál, sem komu, í sambandi við viðhald húsa og þessháttar. Nú er þetta breytt. Nútíma- líf er flóknara en var fyrir 40 árum, og ótal tæki komin til sögunnar, sem fólk Þá ekki dreymdi um. Nú vil ég gera það að tillögu minni, að stórlega verði dregið úr smíðakennslu í skólunum, en piltunimi verði þess í stað kennt að gera við eitthvað af þvi ótalmarga, sem úr lagi kann að ganga og úr lagi gengur á venju- legum heimilum, en illt er að fá menn til að gera við. Til dæmis ætti að kenna þeim að setja í rúður, setja klær á rafleiðslur, gera við bilaða krana, setja upp Ijós og fleira þess háttar. Nú veit ég vel, að ekki eru allir, sem vilja stússa í þessu. Og því dettur mér í hug að fram- takssamir menn gætu skapað sér góða vinnu með því að koma á fót einskonar, viðgerðarmið- stöð, sem sinnti svona smákvabbi frá húseigend- um. Hef ég þetta bréf svo ekki öllu lengra, en vona að einhver ljái þessari hugmynd minni lið. Þumalputti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.