Alþýðublaðið - 26.08.1966, Page 15
Skisggi
fr’ramhald af 7. slðn.
er algengara ó þessu svæði en
nokkrum öðrum hluta Japans.
Tíðni þess er tvisvar til þrisvar
sinnum hærri en á öðrum stöð
um í Japan.
Hugsjénir
Framhald af 1. síðu
ekkert lát sé á menningarstarf
semi Rauðu varðliðanna, sem borg
arstjórnin hefur veitt blessun sína.
í gær ruddust unglingarnir inn í
klausturskóla, sem rekinn hefur
verið af fjórum öldruðum nunn
um. Þar voru sett upp spjöld, sem
ó voru letruð vígorð gegn trúar
brögðum í landinu og öllum ,,út
lendum djöflum."
Unglingarnir hafa gengið laus
um hala um borgina undanfarna
daga og ráðizt á allt og alla sem
þeim virðist brjóta í bága við
alþýðlegu menningarbyltinguna,
sem fer eins og eldur í sinu um
landið. Útlendir fréttamenn í Pek
ing fengu ekki aðgang að klaust
urskólanum „Heilaga hjartað“, er
rekinn hefur verið fyrir börn er
lendra sendiriáðstarfsmanna, síðan
kommúnistar tóku völdin í land
inu. Nunnurnar fjórar eru allar af
evrópsku bergi brotnar og hafa
starfað við skólann síðan 1940.
Ekkert hefur verið upplýst um af
drif þeirra.
Fréttamenn sáu að helgimynd
ir og krossar voru bornir út úr
klaustrinu og brotið. Síðan sendu
Rauðu varðliðarnir kínverska ut
anríkisráðunevtinu tilkynningu um
að byltingarfylkinein hefði tekið
skólann á sitt vald og eftirleiðis
yrðu sendiráðsstarfsmenn að lialda
börnum sínum utan við skólann.
Frí var í skólanum þegar árás
in var gerð og voru bar þá eng
ir nemendur. Unglingarnir hafa
áður gert aðsúg að kirkium í borg
inni og í gær var ráðizt á stærstu
moskuna í Peking.
Utlendingar í Peking segjast
oft hafa séð að unglingarnir ráðist
á fólk og lamið það sundur og
saman fyrir þá sök að hafa vikið
frá hugmyndafræði Maos. Fjöl-
menni flykktist umhverfis Rauðu
varðliðana og hvetur þá til dáða
og lætur hrifningu sína í ljós þeg
ar þeim tekst vel upp. Fjöldi 'barna
og unglinga öskruðu af gleði þeg
ar gamall maður var barinn í ein
um af görðum borgarinnar sl.
föstudagskvöld.
Bílar og strætisvagnar eru stöðv
aðir á götum og^unglingar halda
fyrirlestra Um hugmyndafræði Ma
os og menningarbyltinguna, yfir
farþegum og bílstjórum ökutækja
Erlendir sendiráðsstarfsmenn í
Peking hafa hætt við sameiginlegt
ferðalag út fyrir borgina af ótta
við að vekja reiði Rauðu varðlið
anna. Andrúmsloftið í borginni
er nú þrungið hatri á útlending
um, en ekki hafa borist neinar
fregnir um að sendiráðsstarfs-
mönnum hafi verið misþyrmt.
ÍPK-v^nn...
Framhald af 11. síðu.
sóttu mun meira, en Þróttarar
vörðust eins og ljón og gáfu mót
herjunum sjaldan grið til að at-
hafna sig. Átti vörnin mun betri
leik en framlinan, sem var mjög
úrræðalaus í aðgerðum sínum sér
staklega þegar upp að marki mót
herjanna kom. Guttormur mark-
vörður var langtraustasti maður
liðsins og varði af snilld, en gjarn
an hefði hann mátt bregða betur
við, og hlaupa fyrr út, til að
freista þess að loka markinu, þeg
ar Karl skoraði. Að láta Kjartan
Kjartansson vera á varamanna-
bekkunum, virðist hæpin ráðstöf-
un hjá Þrótti. Ég fæ ekki betur
séð én hann standi flestum þeirra
framlínumönnum feti framar.
Keflvíkingum tókst ekki að
sýna á sér betri hliðina í þessum
æmþerferðist
ferðatryggina
ALMENNAR
TRYGGINGAR P
PÖSTHÚSSTRÆTI 9
SlMI 17700
Vélsetjara og
nema í setningu
Alþýðublaðið óskar að ráða vélsetjara til
starfa í prentsmiðju blaðsins.
Einnig kemur til greina að ráða nema í
handsetningu.
Upplýsingar í síma 14905.
Alþýðublaðið.
Prentnemi óskast
Unglingur, sem vill læra prentun getur
komizt að sem nemi.
AlgsýSypresitsmidlan hf.
leik, eitthvert óöryggi var yfir
leik þeirra, sem ef til vill má
rekja til þess að í liðið vanta'ði
Magnús Torfason, en ihann hefur
verið ,,lykilmaðurinn“ að samleik
liðsins í undanförnum leikjum.
Högni Gunnlaugsson lék nú aftur
með eftir langvarandi meiðsli og
að þessu sinni í stöðu vinstri út-
herja. Virðist sú ráðstöfun nokkuð
hæpin, þar sem Högni er orðinn
frekar „hæggengur".
Ivarl Hermannsson gerði and-
stæðingunum oft erfitt fyrir með
leikni sinni og hraða, en Grétar
Magnússon, hinn eljusami og
marksækni leikmaður, mátti nú
bíta í það súra epli, að misnota
herfilega fjögur opin tækifæri, en
Grétar getur huggað sig við það
að allir eiga sinn óhappadag.
Guðni Kjai-tansson lék nú í stöðu
vinstri framvarðar og gerði henni
góð skil þótt um nýtt verkefni
væri að ræða fyrir hann í liðinu.
Aftasta vörnin stóð sig vel óg
fann skjót ráð við hverjum vanda,
þá sjaldan á reyndi.
Nokkur harka færðist í leikinn
er á leið. Fannst mörgum að dóm-
arinn, tæki ekki nógu strangt á
brotunum, en bæði áhorfendur og
leikmenn ættu að hafa lært fyrir
löngu, að það er dómaranna að
ákveða, hvenær stöðva skuli leik
og hvenær ekki, til að fyrirbyggja
það að sú liðsveit sem af sér
brýtur geti hagnast á brotinu.
Dómara og línuvörðum voru illa
vandaðar kveðjurnar, bæði með-
an á leik stóð og eins á eftir og
slíkt ber að fordæma, en ekki
voru það samt Suðurnesjamenn
sem áttu þar allan hlut að máli;
áhangendur aðkomuliðsins voru
litlir eftirbáttar þeirra í þeim
efnum. — emm
Þýzk skúta
Framhald af 3. síðu
urskilyrði yrðu slík kl. 5 á
sunnudaginn, að takast mætti
að sigla út úr höfninni fyrir
fullum seglum, án þess að
nota hjálparvél, en hann lýsti
hryggð sinni yfir því, að við
komuna til Reykjavíkur var 6-
hjákvæmilegt að grípa til vél-
arinnar vegna veðurs. Héðan
heldur skipið til ísaf jarðar, en
það er í fyrsta sinn, sem það
kemur í aðra höfn en Reykja
Þar verður skipið á sunnudag
vik í ferðum sínum hingað
en heldur síðan til heimahafn-
ar í Kiel.
Kirkjufundur
Framhald af 3. síðu.
USA á vegum Þjóðkirkjunnar
mun segja okkur eitthvað frá
dvöl sinni vestra. Kaffiveitingar
verða frá klukkan þrjú og fram
á kvöld í kaffistofu safnaðarins.
Heitið er á alla að mæta og
styðja gott málefni. Hið tvíþætta
takmark kirkjudagsins er: Að efla
safnaðarvitund og safnaðarstarf
og afla fjár til kirkjubyggingar
þeirrar, sem nú er í smíðum og
áætlað er að ljúki á næstu 6
árum.
Það er á ábyrgð okkar allra
hversu það tekst. Verum samtaka.
Verum fórnfús.
Árelíus Níelsson,
Sig. Haukur Guðjónsson.
Landssamíök gegn umferðarslysum
VARÚÐ Á VEGUM
augiýsir hér með eftir umsóknum um stöðu
FRAMKVÆMDASTJÓRA !
hjá samtökunum.
Góð almeun menntun er nauðsynleg, á-
samt áhuga fyrir umferðarslysavörnum.
Staðan verður veitt á næsta ári, eftir sam-
komulagi við viðkomandi.
Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist stjórn samtakanna merktar:
, ,Framkvæmdastj óri“.
Fullum trúnaði er umsækjendum heitið.
Varúð á vegum,
Slysavarnahúsinu
Grandagarði.
$ I
Amerísk búsáhöld
úr ryðfríu stáli nýkomin.
Ódýr gæðavara.
Smiðjubúðin
við Háteigsveg sími 21222.
Vélgæzlumenn
Óskum eftir að ráða nokkra vélgæzlumenn.
Góð vinnuskilyrði, mötuneyti á staðnum,
ódýrt fæði.
Væntanlegir umsækjendur tali við Hall-
dór Sigurþórsson. Fyrirspurnum ekki svar-
að í síma.
Kassagerð Reykjavíkur
Kleppsvegi 33.
Alþýðubladið
vantar unglinga eða fullorðið fólk til að
bera út blaðið í eftirtalin hverfi:
Njálsgötu
Laugarneshverfi
Lindargötu
Stórholt
Lönguhlíð
Gnoðavog.
i*!
26. ágúst 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐIO