Alþýðublaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiAugust 1966Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðublaðið - 31.08.1966, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 31.08.1966, Qupperneq 2
• Peking (ntb-reater). Síðdegis á þriðjudag lauk mót- mælaaðgerðum framan við sendi- ráð Sovétríkjanna í Peking, en þá’var talið að um milljón manns ibefðu lagt leið sína til sendiráðs- ins til að taka þátt í mótmælun- um. Snemma í gærmorgun hófst að nýju mótmælafundur framan við sendiráðið og hrópuðu þátt- takendur vígorð, sem var beint gegn Sovétríkjunum, börðu bumb ur, en komu hins vegar ekki mjög nærri sjálfu sendiráðinu. SÍLDIN: Aflinn 90 þús. lest- um meiri en í fyrra HEILDARMAGN síldar komið á land sl. laugardag nam 299.677 lestum, sem borizt hafa á land frá erlendum skipum. Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn 209.698 lestir, eða um !)0 þúsund lestum minni en nú. Söltunin er einng orðin tæpum 60.000 tunnum meiri en á sama tíma í fyrra. Þá var búið að salta 129.549 tunnur, en nú 189.064. Aflinn síðustu viku nam 49. 843 lestum. Saltað var í 69.601 tunnu, fi’ystar voru 110 lestir og 39.464 lestir fóru í bræðslu. 'Helztu löndunarstaðir eru þessir: 'Keykjavík 29.938 Siglufjörður 15.074 Hjalteyri 7.904 (þar af 3.924 frá erl. skipum). Krossanes 13.844 Raufarhöfn 49.435 Vopnafjörður 12.624 Seyðisfjörður 62.747 (þar af 34 frá erl, skipum). Eskifjörður 22.069 (þar af 455 frá erl. skipum). Stöðvarfjörður 1.796 Djúpivogur 4.042 Bolungavík 5.700 Ólafsfjörður 5.874 Dalvík 489 Hrísey 4.246 Þórshöfn 1.362 Borgarfjörður eystri 1.457 Mjóifjörður 367 Neskaupstaður 39.526 Reyðarfjörður 10.796 Fáskrúðsfjörður 12.751 Breiðdalsvík 1.811 Rauða varðliðið tilkynnti í dag, að menningarbyltingin sve-nefnda hefði mætt mótspyrnu í Shantung í Mið-Kína. Á spjaldi, sem sett var upp á járnbrautarstöðinni í Peking, sagði áð til alvarlegra óláta hefði komið í Tsinan höf- uðborg héraðsins, en þar hafi flokksstarfsmaður einn skipulagt andspyrnu mörg þúsund verka- manna gegn rauðu varðliðunum. Ekki var skýrt frá því á spjald- inu, hvað eiginlega hefði gerzt, og er því ekki vitað hvort til á- taka hefur komið eða hvort um hefur aðeins verið að ræða harð- ar orðdeilur. Alvarleg ólætj geta þýtt hvoru tveggja í Kína. Víða í Peking lét rauða varð- liðið á sér kræla í dag, en mót- mælaaðgerðir drógu ekki eins marga til sín og áður, trúlega vegna þess, hve margir lögðu leið sína að sovézka sendiráðinu. Blöð í Kína hafa ekki minnzt einu orði á mótmælin við sovézka sendiráð- ið. Hins vegar hefur Alþýðudag- blaðið að sögn AFP ráðizt harka- lega á Sovétríkin í forystugrein. Segir blaðið þar að Sovétríkin séu að aðstoða Bandaríkin við að neyða Norður-Víetnam til friðar- samninga. Segir blaðið að þessi tvö ríki vinni í sameiningu að því að umkringja Kína. Blaðið segir, að í Asíu hafi sovézkir endurskoðunarsinnar tek ið höndum saman við indverska afturhaldsseggi og japanska sti’íðsæsingamenn til að aðstoða FramhalO a 14 mAu ERHARD í NOREGI Ludwig Erhard kanslari Vestur-Þýzkalands hefur undanfarna daga dvalizt í Noregi í opinberri heimsókn og hefur hann þar átt viðræður við norska stjórnmálamenn. Hér á þessari mynd sést hann ásamt Per Borten forsætisráðherra Noi’ðmaima. LANUÐU RAFAL í HAFÖRNINN Rvík, ÓTJ. HUNDRAÐ kílóvatta rafall í eigu varnarliðsins, hefur bjargað tvecfgja til þriggja vikna síldveiði á Siglufirði. Hann var fenginn að láni þegar 150 kílóvatta rafall um borð í síldarflutningaskipinu Haf örninni, bilaði. Haförninn er not- aður til þess að flytja síld frá bátum á hafi úti, til síldmverk- smiðja ríkisins á Siglufirði. ■Eftir opnunaratliöfn Iðnsýningarinnar komu gestii’ saman í veitinga ^aí sýningarhallarinnar. AIIs voru um 500 gestir viðstaddir opnunina. 'Hlýnd: Bjarnleifur. Haft var samband við varnar- liðið og það beðið um aðstoð til þess að skipið ekki stöðvaðist. Þegar leyfi var fengið frá yfir- mönnum varnarliðsins var rafall- inn fluttur norður á flutningabíl og settur í. Þó að láns rafallinn sé töluvert minni en sá uppruna- legi er afkastageta skipsins um 70 prósent af því sem áður var. Verið er að gera við þann sem bilaði, en hann var notaður til að knýja dæluna sem síldinni er dælt með. í opinberri heim- sókn í Kaupm.höfn Dagan 3.-8. september munu fulltrúar frá borgarstjórn Reykja- víkur vera í opinberri heimsókn í boði borgarstjórnar Kaupmanna hafnar. Þeir sem taka þátt í heimsókn- inni eru: Geir Hallgrímsson borg arstjóri, frú Auður Auðuns for- seti borgarstjórnar og Gísli Hall- dói’sson, Guðmundur Vigfússon og Kristján Benediktsson, borgarráðs menn. i \ 2 31. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar: 195. Tölublað (31.08.1966)
https://timarit.is/issue/184952

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

195. Tölublað (31.08.1966)

Iliuutsit: