Alþýðublaðið - 27.10.1966, Blaðsíða 11
litstlori Qrg| Eitsfsgon
GEimuæfingar
Ármenninga
Vetrarstarf Glímudeildar Ár-
manns er nú að hefjast. Eins og
undanfarna vetur munu glímu-
deildarfélagar skiptast í eldri og
yngri flokka við æfingar, sem
verða í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar við Lindargötu.
Æfingatímar karla 15 ára og
eldri verða á þriðjudögum kl. 21,30
t—22,30 og á fimmtudögum kl. 21
— 22,30.
Drengjaflokkar munu æfa á mið
vikudögum og laugardögum sem
hér segir:
Drengir 12 ára og yngri kl.
19 — 10,45.
Drengir 13—14 ára kl. 20-21.
Innitun fer fram á æfingum eða
á skrifstofu Ármanns í sama húsi,
sími 13356.
Ýfir 200 glímumenn.
Síðastu ár hefur mikill fjöldi
ILEIKDAGAR KR
I SIMMENTHAL
! ERU ÁKVEÐNIR
'■
■
Leikdagar KR og Evrópu-
; meástaranna í Körfuknatt-
; leik, Simmenthal hafa nú
I verið ákveðnir. Leikið verð-
■
: ur í Reykjavík 17. nóvember
; og í Milanó 23. nóvember.
■ Tveir þekktir bandarískir
: körfuknattleiksmenn leika
: með Simmenthal.
drengja lært glímu hjá Glímu-
deild Ármanns og stundað æfing
ar af kappi. Má geta þess, að
187 drengir sóttu æfingar síðast
liðinn vetur, auk hinna eldri
glímumanna, svo alls munu nokk
uð á þriðja hundrað manns hafa
stundað æfingar á vegum Glímu
deildar Ámanns.
Mikil fjölbreytni var í deildar
starfinu árið sem leið og voru
haldnir fræðslu- og skemmtifund
ir, glímusýningar eldri og yngri
glímumanna, bæði í Reykjavík og
úti um land einnig innanfélags-
glímumót, Flokkaglíma Ármanns
og Bikarglíma Ármanns. Flokka-
glíman mun hafa verið fjölmenn-
asta glímumót á starfsárinu, þátt
takendur alls 53. Þá ber að geta
gíímuflokks deildarinnar, sem fór
sýningaför til Færeyja í sumar,
og gerði hina beztu ferð, eins og
áður hefur komið fram.
Kennaralið
glímudeildarinnar
Þjálfarar Glímudeildar Ar-
manns í vetur verða í karlaflokk
um þeir Gísli Guðmundsson, hinn
góðkunni glímusnillingur, sem
kenndi einnig á síðasta vetri, og
Hörður Gunnarsson, en hann hef
ur verið aðalkennari yngri flokka
undanfarin ár og þjálfað og
stjórnað sýningarflokki félagsins.
í kennaralið deildarinnar bæt-
ast þeir Grétar Sigurðsson og
Pétur Sigurðsson, sem báðir hafa
um áratuga skeið verið meðal
beztu glímumanna landsins, þótt
ekki hafi þeir lengi tekið þátt í
opinberum kappglímumótum.
Áhngdnn fyrir þjóðarí-
: þróttinni hefur verið lítill
; undanfarin ár. Heldur virð-
• ist þó áhuginn hafa aukizt
I eftir stofnun Glímusam-
■
: bandsins í fyrra. Hér er
■
; mynd af nokkrum glímu-
; mönnum við setningu glímu
; móts. Félög þau, sem hafa
: glímu á stefnuskrá sinni,
■
; eru nú að hefja æfingar.
■ r
: iA síðunni er skýrt frá
■ r
; glímuæfingum Armenninga.
Munu þeir annast kennslu í yngri
flokkum ásamt Herði Gunnars-
syni.
Ársjðing HSÍ:
Asbjörn endur-
kjörinn formaður
ÁRSÞING Handknattleikssam-
bands íslands var háð um síð
ustu helgi í Reykjavík. Þing for
seti var kjörinn Axel Einars-
son og til vara Jón M. Guð
mundsson.
Ásbjörn Sigurjónsson flutti
skýrslu stjórnar sem var ítarleg
Á starfsárinu var tekin í notk
un .íþrótta og sýningarhöllin í
Laugardal og sá viðburður
markar tímamót í sögu hand-
knattleiksins á íslandi. íslands-
mótið verður nú í fyrsta sinn
háð í hinni nýju og glæsilegu
höll. Þá má geta þess, að Ak-
ureyringar, sem nú ætla að taka
þátt í íslandsmótinu hafa farið
fram á það að heimaleikir
þeirra í 2. deild verði háðir
nyrðra, en í byggingu hjá þeim
er nú einskonar bráðabirgðahús-
næði. Er ekki nema sanngjarnt
og eðlilegt að á þetta sé fall-
izt. enda var svo fiert.
Su lagabreytlng var gerð á
þinginu, að fjölgað var í stjórn
sambandsins, stjórnarmenn verða
sjö í stað fimm áður. Formaður
var einróma kjörinn Ásbjörn Sig
urjónsson, en aðrir í stjórn voru
kjörnir þeir Axel Sigurðsson,
Rúnar Bjamason, Björn Ólafs-
son, Valgeir Ársælsson, Einar
Mathiesen og Jón Ásgeirsson.
Skíðaíþróttin
sjáið þið eina
er vinsæl víða um heim. Keppnistímabii skíðamanna hefst bráðlcga og' á myndinni
beztu skíðakönu heims, Heidi Schm idt-Bielb, Vestur - Þýzkalandi.
★ Spánn og Irland gerðu
jafntefli í knattspyrnu 0-0 í Evr
ópubikarkeppninni í knatt-
spyrnu. ' Leikurinn fór fram í
Dublin að viðstöddum 30 þús-
und áhorfendum og var harð-
ur.
—O—
★ Belgía vann Sviss í knatt
spyrnu í Brugge með 1 marki
gegn engu.
-O-
★ Franski sundmaðurinn
Alain Meoconi setti heimsmet
í 400 m. skriðsundi á mánudag,
synti á 4.10,5 mín. Frank Wie-
gand átti gamla metið.
★ Sovétríkin og Austur-
Þýzkaland gerðu jafntefli í
knattspyrnu í vikunni 0-0. Það
voru svokölluð olympíulið land
anna, sem léku.
27. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ