Alþýðublaðið - 27.10.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.10.1966, Blaðsíða 16
RIFRILDI OG DEILUR Menn hafa gaman af því að ríf- <ast, það verður ekki ofsögum sagt «f því. Það er ekki rióg með að tnenn rífist um atburði og menn tneðan þeir eru að igerast, heldur er líka rífizt um löngu liðna at- líurði og athafnir. Síðast liðið sum «tr var mikið rifizt um verkfall fa|£dting/aþ(jÓJia, hæði þegar það liófst og ekki síður þegar því lauk. Og nú er aftur byrjað að rífast t;m þetta sama verkfall, að þessu isinni á hinu háa alþingi. Alþingis a ienn láta sér sem sagt ekki nægja v,5 ræða um þau verkföll, sem framtíðin kann að bera í skauti eér og kannski er hægt að forðast, >ef þannig er staðið í ístaðinu, l' eldur þurfa þeir líka að karpa um löngu liðin verkföll. Og allt ler þetta auðvitað fyrst og fremst gert af 'ánægjunni einni saman Það er fátt öruggt í verkfallsmál um hér á þessu landi, og jafnvel ólíkustu hópar geta átt það til að teggja niður vinnu einhvern ttíma, en eitt er þó víst og það er, ta'ð þvargararnir gera aldiei verk- ffall, það má heita með öllu úti- fitokað að nokkurn tíma komi til vinnustöðvunar hjá þeim, sem ffhifa yndi af að rífast. Og það er víðar en á alþingi, sem menn rífast um löngu liðna hluti. Hér koma stundum út bæk ur, þar sem einhverjir menn, kunnir eða ókunnir, skrá endur- minningar sínar og ævisögur. Það bregzt aldrei, þegar slíkar bækur koma út, að einhverjir rísa upp og telja mörgu hallað frá réttu í bókinni, og atburðirnir hafi alls ekki gengi fyrir sig eins og þar sé sagt, heldur einlivern veginn öðruvísi. Sé bókin í flokki þeirra, sem taldar eru með merk ari bókum þá má gera ráð fyrir því líka, að fleiri blandi sér fljótlega í leikinn og komi með þriðju og fjórðu útgáfuna af át- burðarrásinni, en auðvitað getur aumingja höfundurinn ekki unað þessu og rís upp til varnar, stund um á mörgum vígstöðvum í senn. Geta orðið úr þessu hinar skemm tilegustu deilur. Það er tvennt, sem er ævinlega einkenni á öllum almennilegum deilum, hvort sem þær eru báðar í orði eða á (skrif) borði. í fyrsta lagi hafa báðir aðilar eða allir, ef fleiri en tveir deila, alltaf rétt fyrir sér, en þó eru á- — Jú, þér hafið víst rétt fyr- ir yður, það er eitt laust borð þarna. heyrendur eða lesendur aldrei neinu nær um eðli málsins, þegar ideilunni qr lokið. Þett(a síðar nefnda kemur þó auðvitað ekki að neinni sök, því að deilum er aldrei ætlað að leiða til neinnar niðurstöðu, heldur eru þær íþrótt sem menn iðka sér til skemmtun ar og beilsubótar, alveg eins og handbolti eða skylmingar. Rifrildi á það sameiginlegt með öðrum íþróttum, að helzt verður að iðka það í hófi. Sé deilt í ó hófi getur rifrildið nefnilega hætt að vera heilsubót, en orðið að lesti og er þetta bliðstætt því sem er með ýmis önnur nautnalyf. Það er þó út af fyrir sig ekki mjög hættulegt, þótt menn verði algjöi* lega háðir deilunum og geti hvergi verið án þess að rífast, en þegar menn fara að trúa því sjálfir sem þeir halda fram í rifrildi, þá er hætta orðin á ferðum. Slíkum mönnum er hollast að hætta al veg að rífast, eigi þeir ekki að bíða alvarlegt tjón á sálu sinni. Er, sem betur fer, þá er þetta ekki mjög algengur igalli, og flest ir þeir sem einhverjir verulegir meistarar eru í íþróttinni ebu með öllu lausir við hann. ÞINGMANNAVÍSUR Jón Þorsteinsson Jón er í lögum lærður og lesinn og æfður í tafli. Enginn á Alþingi fær á við hann jafnazt í skák. Ó, þér unglingafjöld, sem ætlið að verða þingmenn, lesið um leikfléttur Jóns, lærið að máta sem hann. / Áberand) útið blóð þótti mér koriia úr frúnni, er hún var skotin, hvað sem valdið hefur með svo geðríka ltonu. . . . Morgunblaðið. i Sparsemi er dásamlegur eig' inteiki, og hver er það, sem hefur ekki óskað þess innilega að forfeður haus hefðu ástundaö þann eiginleika í rikari mæli. . Sögukennarablókin getur oft verið kostulegur. Um daginn sagði hann til dæmis þetta; „Robert Louis Stevenson gift ist og fór í brúðkaupsferð. Það var þá, sem hann skrifaði bók ina: Á ferðalagi með asna. MEY fagnar af alhug komu •Wntamlegs kvennakórs frá Finnlandi. Mættu íslenzkar kon ur margt af þeim finnsku Iæra, það er engin hemiia að hafa liér lendis tóma bannsettis karla- kóra, sem gera ekki annað en að draga fólk á tálar. . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.