Alþýðublaðið - 27.10.1966, Page 7

Alþýðublaðið - 27.10.1966, Page 7
Austurríki snýr baki við EFÍA Austurríki, eitt af sjö aðildar- ríríkjum Fríverzlunarbandalags- ins (EFTA) hefur staðið í samn- ingum við Efnahagsbandalagið (EBE) um aukaaðild síðan í marz 1965. í Vínarborg er nú gert ráð fyrir, að samningur um aukaað- ild verði undirritaður um mitt næsta ár og taki gildi 1. janúar 1968. Þetta hefur það í för með sér, að Austurríki segir sig úr t)FTA og reisir á ný tollmúra gagnvart fyrrverandi bandalags- þjóðum sinum í EFTA. Samningamenn Efnahagsbanda- lagsins hafa tekið skýrt fram, að Austurríki geti ekki haldið á- fram aðild sinni að EFTA, ef landið fær aukaaðild að EBE. Austurríkismenn hafa sagt, að helzt kjósi þeir aðild að bæði EBE og EFTA, enda hefði bað að sjálfsögðu mikla kosti í för með sér sér fyrir þó. Það yrði t.d. freistandi fyrir fyrirtæki nð setj- ast að í Austurríki og fá toll- frjálsan aðgang að bæði EBE og EFTA. Og Austurríki gæti þannig orðið milliliður milli hinna tveggja markaðsbandalaga. En Austurrílcismenn játa, að siík tvöföld aðild sé óraunhæf. Þeir hafa tjáð sig fúsa að ræða ,,aðrar lausnir“. En í reynd merk ir þetta, að þeir liafa gert ljóst, að þeir muni segja sig úr EFTA, ef þeir komast að viðunandi sam komulagi við EBE. * SAMKOMULAG Fram til febrúar 1966 höfðu Austurriki og EBE haldið sex viðræðufundi. Á þessum fundum var rætt um öll þau mál, sem samningamenn EBE höfðu um- boð til að fjalla um, en viðræð- urnar hafa aðeins miðað að því að skýra grundvailarafstöðu beggja aðila. Skýrsla um niður- stöður viðræðnanna verður nú rannsökuð með hliðsjón af póli- tiskum áhrifum þeirra innan EBE. í lok mánaðarins eða í byrj- un næsta mánaðar er gert ráð fyrir, að ráðherranefnd EBE fjalli um málið og gefi síðan samningamönnum EBE ný fyrir- mæli. Samkomulag ríkir um, að frjáls vöruskinti skuli eiga sér stað milli EBE-landanna og, Austur- ríkis að loknum 4—5 ára um- þóttunartíma. Af austurrískri hálfu hefur meðal annars komið fram; að EBE beri að lækka tolla sína gagnvart Austurríki á skemmri tíma en Austurríki gagnvart EBE. Og í Vín er sagt: Fulltrúar Efnahagsbandalagsins hafa sýnt sjónarmiðum okkar mikinn skiln ing, og við teljum, að sam- komulag hafi náðst í grundvall- aratriðum, en ekki hefur tekizt að ganga lengra þar sem samn- ingamenn EBE þarfnast nýrra fyrirmæla. Báðir aðilar eru sammála um, að einnig skuli fjarlægja toll- múra á sviði landbúnaðarafurða. Austurrríkismenn hafa haft mik- inn áhuga á því, að þessir toll- ar verði afnumdir. Bændur í Austurríki eygja mikla möpuleika á eflingu landbúnaðarins, ef þeim. verður leyft að selja af- urðir sínar tollfrjálst á hinu fjöl menna EBE-svæði. ★ AUSTUR-EVRÓPA Enn fremur hafa báðir aðilar fallizt á. að ytri tollar verði samræmdir. Austurríki á að hafa eigin tollskrá, en hún verður samræmd tollskrá EBE. Sérstakt ákvæði veitir Austurríki nauð- synlegt svigrúm til að tryggja það, að verzlunin við Austur- Evrópu aukizt ..eðlilega“. Hér verður um að ræða frávik frá samræmingunn.i Af hó’fu EBE hefur því ver- ið haldið fram, að þetta geti haft það í för með sér, að vör- ur verði fluttar til Austurríkis frá Austur-Evrópu með sérstök- um kjörum og að austurrískir kaupsýslumenn njóti síðan góðs innan EBE. Samningamenn Aust urríkis hafa svarað því til að innflutningurinn frá Aust- ur-Evrópu sé svo lítill, að hann muni ekki valda neinum erfið- leikum varðandi samninga Aust- urríkis og EBE. Aðeins 12% inn- flutnings Austurríkis kemur frá Austur-Evrópu. í grundvallaratriðum ríkir samkomulag um, að finna verði lausn, sem tryggi það, að. verzl- un Austurríkis og Austur-Evr- ópu bíði hnekki vegna austur- rískrar aukaaðildar að EBE. Walter Hallstein, forseti fram- kvæmdanefndar EBE (annar til hægri). Með honum á m.vndinni eru vestur-þýzku ráðherrarnir dr. Rolf Dahlgriin (t. v.) og Kurt Sch- miicker. í * HLUTLEYSI Einnig ríkir samkomulag: ,í grundvallaratriðum um, að Austr urríki verði að aðhæfa stefnu sína í efnahagsmálum efnahags- málastefnu EBE að svo miklu leyti sem það er nauðsvniegt með tilliti til samkeppnisaðstöðu. Af pólitískum ástæðum setíja Austurríkismenn fyrirvara varð- Framhald á bls. 10. FRÍMERKI Vafalaust eiga flestir ísl. frí- merkjasafnarar ameríska flug- frímerkið með myndinni af Frelsisstyttunni í New York, svo algengt sem það er á bréfum og blöðum frá Vesturheimi. Hægri helmingur merkis þessa er gulur með stöfunum ,,US air rnail, 15 cent.” Yfir stafinn ,,U” er prent- uð sku'ggamynd af fjögurra hreyfla flugvél. Vinstri helmingur frí- merkisins er grár með mynd af efri hluta Frelsisstyttunnar, en að ofan er setningin „Liberty for All.” Það fyrsta, sem maður sér blasa við, er maður siglir upp Hudson- fljótið og nálgast N. Y. eru liin himinháu stórhýsi á Manhattan. Ó^leymanleg sjón, hvort heldur er á degi eða nóttu. Og hinum megin við fljótið, á Liberty-eyj- unni stendur hin fræga Frelsis- stytta og lyftir risablysi sínu 305 fet í loft upp, lýsandi út yfir fjörðinn, fljótið og liúsaraðirnar. Þessi stytta á sér sérkennilega sögu. — Hinn frægi frakkneski myndhöggvari Auguste Bartholdi, kom því til leiðar árið 1865, að frakkneska þjóðin skyldi gefa Ameríkumönnum einhvern sýni- legan vott um vináttu og þakklæti fyrir góða viðkynningu þessara tveggja þjóða. — Hann var send- ur vestur til þess að rannsaka hvað heppilegast mundi vera að gefa í þessu skyni. Er siglt var inn til New York, varð listamað- urinn sérstaklega var við þá miklu eftirvæntingu, er skein úr augum hinna mörg hundruð út- flytjenda, sem stóðu við skjól- borðsbrúnina og mændu á ,.hið fyrirlieitna land,” þar sem allar vonir þeirra og þrár nú- áttu að rætast. Þá sló niður í hann þeirri hugmynd, að gjöfin ætti að vera myndastytta, sem táknaði frelsið og vonina. Hún væri ímynd þess, er innflytjendur þráðu mest í hinu nýja landi. Og einmitt hérna á eyjunni, þar sem skipið var að sjgla framhjá, skyldi styttan standa. Hún skyldi vera það fyrsta, sem mætti auga liins fram- andi manns á þröskuldi nýja heimsins. Hér skyldi „Libertas” taka á móti hverjum innflytjanda með logandi blysi, sem ímynd frelsis og möguleika í hinu nýja landi. — Frelsi og sjálfstæði skvldi gjöf Frakklands til Banda- ríkjanna tákna um aldur og ævi. Hugmyndin var ágæt og stað- urinn vel valinn. Og þar stenður nú hin heimsfræga stytta, konan sem réttir út hendina og heldur á stóru blysi. En blysið er nú orð- ið að vita. innsiglingarvitanUm til New York. Það er sagt, a'ð Bartholdi liáfi gert líkneskið eftir móður sinHi. Framhald á bls. 10 ISLAND l’ lrimerkisins lfibí; „Dagur fríinerkisins cr n.k. þriðjudag 1. nóv. — Verður þá í notkun sérstakur stimpill á pósthúsinu. — Ilér er sýnishorn af unislögjim, sem félag frímerkjasafnara hefur gefið út í tilefni dagsins. I 27. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J ''' - ' •<' ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.