Alþýðublaðið - 27.10.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.10.1966, Blaðsíða 6
„Drög aö íslenzkri hraöritun — hraðritunartákn algengustu orða tungunnar” nefnist nýútkominn handritaður bæklingur, sem laga nerninn Jón Ögmundur Þormóðs- son hefur tekið saman. Er ætluiun að sníða tvo megin- vankanta af hraðritun og klæða hana búmngi, sem á að geta hentað ölh m þeim, er vilja auka skriftarhraða sinn að mun. Verður lesendum gefinn kostur á að læra einvörðungu til fullnustu hagnýt- asta kjarna hraðritunar, með Aðalfundur Angliu Fyrsti skemmtifundur á vetr- ardagskrá félagsins Anglia var haldinn í Sigtúni hinn 7. október síðastliðinn. Var samkvæmt venju jafnframt um aðalfund að ræða. Fráfarandi formaður, Þorsteinn Hannesson gaf skýrslu um störf stjórnarinnar á liðnu starfsári og þakkaði meðstjórnendum og fé- lagsmönnum ánægjulegt samstarf á formannstímabili sínu. Þökkuðu fundarmenn Þorsteini og fráfar- andi stjórn vel unnin störf. Við stjórnarkjör var Brian Holt, að- alræðismaður einróma kjörinn formaður. Er hér um nokkur tímamót að ræða í sögu félags- ins, þar sem Brian Ííolt er fyrsti formaður „Anglia,” sem ekki er af íslenzkum uppruna. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Már Elíasson, ritari, Ralph Hannam, gjaldkeri og þeir Haraldur Á. Sigurðsson, Donald Brander, Guðni Guðmunds son, Valgarð Ólafsson og Heimir Áskelsson, meðstjórnendur. For- maður skemmtinefndar var kos- inn Leo Monroe. Að loknum aðalfundarstörfum hófust skemmtiatriði. Ruth Little Magnússon söng brezk þjóðlög við afbragðs undirtektir áheyrenda. tlltíma og Karnabær sýndu nýj- asta tízkuklæðnaðinn undir stjórn Colin Porter. Auk þess voru get- rauriir, leikir bögglauppboð, happ- drætti og dans. Húsfyllir var og skemmtu menn sér hið bezta. Ný- kjörinn f'imaður sleit hófinu, þakkaði fclagsmönnum sér auð- sýnt traust og minnti á 45 ára afmæli félagsins sem er 2. des. næstk. Undirbúningur að veglegu afmælishófi er í fullum gangi. Áskriffasíminn er 14900 'w i Hagnýtur bækling- ur um hraðritun Frumvarp um breytingu á 'áfeng islögunum liggur nú fyrir Alþingi Frumvarpiö er samið af áfengis málanefnd, sem kosin var af A1 þingi til athugunar á áfengisvanda málinu. Tók nefndin til starfa 19 64 og lauk störfum á síðasta sumri Hafði hún þá viðað að sér all- miklum gögnum um áfengismál á íslandi og fengið skýrslur frá fjöl öðrum orðum að rita hraðritun- artákn algengustu íslenzkra orða á mettíma. Leitazt hefur verið við að gera bækling þennan, sem er fyrst og fremst ætlaður til sjálfsnáms, eins aðgengilegan og framast er unnt, m. a. með því að undirstrika þau atriði, sem mikilsverð eru. Ætti að vera kleift að ná því á mjög skömm- um tíma. Þá má og vinza úr tákn- unum að vild og læra jafnvel eitt tákn á degi hverjum. Þar að auki er hreinritun ónauðsynleg þeim, sem rita táknin einungis til eigin nota, þvi að þessi fóu tákn, ljósu og einföldu hraðritunartákn eiga menn að geta lesið reiprennandi, þegar þau hafa á annað borð ver- ið numin. Er af firamansögðu Ijóst, að margir eiga að geta haft nokkurt gagn af þessari takmörk- uðu hraðritunarkunnáttu, sem lítinn tíma tekur að öðlast, t. d. fyrirlesarar og ræðumenn við gerð uppkasts, námsmenn í kennslustund, blaðamenn í við- tölum, svo og flestir við ritun ýmissa minnisatriða í dagsins önn. Bæklingurinn kostar 135 kr. með söluskatti í bókaverzlunum, og fást nánari upplýsingar um hann að Miklubraut 58, Reykja- vik. Enn jbd er talsvert LEIKUR HJÁ TÓNLISTARFÉLAGINU bruggað og smyglað mörgum aðilum varðandi áfengis vandamálið og eru þær lagðar fyrir með írumvarpinu. Hér á eftir verða talin nokkur atriði úr skýrslum til áfengismála nefndar en geta verður þess að þeim eru hvergi gerð tæmandi skil. Fram kemur að starfandi eru átta bindindissamtök í landinu og eru flest þeirra mynduð úr fjölda bindindisfélaga sem starfandi eru víða um land. Áfengisútsölur eru alls sjö, þar af þrjár í Reykjavík. Áfengisneyzla á mann árið 1965 var 2.070 lítrár á mann og heíur laukizt með hverju ári allt frá því áfengis banninu var aflýst 1935 en það ár drakk hver íslendingur 0,898 lítra áfengis. Geta má þess að hvergi á hjnum Norðurlöndunum er meðalneyzla áfengis jafn lítil og hér. Samkvæmt skýrslum áfengis- ’miálanefndar «<r áfengisástandið í landinu nokkuð mismunandi eft ir byggðarlögum eftir þvi hvort um er að ræða sveitir eða kaupstaði og þorp. í 172 hreppum er al menna ástandinu lvst þannig að það sé gott eða sæmilegt en í 4 hreppum er talið að bað sé slæmt Áfengisástand í sveitum virðist aðallega bundið við viss -tækifæri eða samkomur alls konar. Mikið ber á í skvrslum hér og hvar af landsbyggðinni að aðkomumönn um er kennt um drykkjuskap á skemmtunum. í yfirgnæfandi meiri hluta hreppana er talað um að allar samkomur fari vel fram og dryggjuskaparástand sé þar gott eða ágætt Grunur leikur á um leynivínsölu í 9 hrennum og talið er að bruggað sé í 7 hreppum og smyglað úr skipum í 3 sjávar hreppum. í kauptúnum og þorpum er á- stand í áfengismálum yfirleitt tal Framliald á 10. síðu. FRÁ MOSKVU BORODIN-KVARTETTINN insky fiðluleikari sýndi slíka hæfni sem bam, að foreldrar hans seldu allar eigur sínar til þess að geta farið með hann til prófessors Yamolsky í Moskvu. Alexandrov fiðlul. kom frá Leningrad og lærði hjá próf essor David Oistrak. Berlinsky og Shebalin komu frá Síberíu. 3 núverandi meðlimir Borodin kvartettsins stofnuðu kvartett þegar þeir útskrifuðust úr Tón listarháskólanum 1948. Var það Quartett Moskov Philharmonia 1955 var þeim veittur heiðurs titillinn Borodin kvartett og undir því nafni hafa þeir getið sér mikinn orðstír víða í Evr ópu t.d á Edinborgarhátíðinni Framhald á 10. síðu. Tónlistarfélagið byrjar nú ,i vetrarstarfsemi sína með tvenn um tónlcikum, þeim fyrri n.k. i* 1 föstudagskvöld kl. 7,15 og n.k. laugardag kl. 3 síðd. í Austur bæjarbíói, þá leikur „Borodin“ strengjakvartettinn frá Moskvu !! en þeim seinni n.k. mánudag og þriðjudagskvöld, einnig í Aust urbæjarbíói, þá leikur ameríski píanóleikarinn Shura Cherkas sky, sem hér er fjölda manns að góðu kunnur síðan að hann var hér fyrir réttum 12 árum og hélt hér þrenna tónleika fyrir Tónlistarfélagið og lék einnig með Sinfóníuhljómsveit inni. Tónlistarfélagið er nokkuð síðbúið í haust með tónleika sína, en það stafar af óviðráðan legum ástæðum. í september síðastliðnum áttu amerísk-ís- lenzka sópransöngkonan Leona Gordon og maður hennar píanó leikarinn Marcus Gordon að halda hér tónleika, en á síðustu stundu veiktist Marcus Gord on, svo að hann varð að leggjast á spítala. varð af þeim sökum að fresta tónleikunum um óá- kveðinn tíma. Þá átti óperu söngkonan Hertha Töpper og maður hennar dr. Franz Mixa að halda hér tónleika í byrjun þessa mánaðar, en einnig þeim tónleikum varð að fresta af ó fyrirsjáanlegum ástæðum, en þau hjónin munu koma hingað í janúar n.k og halda tónleika. Mun nú Tónlistarfélagið af fyrrgreindum ástæðum . halda nokkra tónleika með stuttu millibili. Borodin-kvartettinn er fremsti strengjakvartett Sovét ríkjanna. Það er stórviðburður að hann sækir ísland heim og leikur hér. Hinir fjórir snjöllu listamenn eru ættaðir víðsveg ar að úr hinu víðlenda ríki, en leiðir þeirra allra lágu til Tón listarháskólans í Moskvu. Dub- 6 27. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.