Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 2
Þrír nýir umferðarklúbbar stofnaðir í síðustu viku 1 sl. viku voru stofnaðir að til •ihlutan Samvinnutrygginga 3 ný ir klúbbar, sem kenndir eru við Öruggan akstur. Eru þessir klúbb ar þó samtals orðnir 18 að tölu. Hin,ir nýju klúbbar voru stofnaðir :isem hér segir.: ’ Á Hólmavík, fyrir Strandasýslu .tmiðvikudaginh 26. nóv. Fundar- . etjóri var Þorgeir Guðmundsson ikaupfélagssitjóri ,en fundarritari Jón E. Alfreðsson tryggingafull- 'trúi. í stjórn klúbbsins voru kosn ir: Formaður Grímur Benediktsson Ibóndi, Kirkjubóli Kirkjubólshr. • ritari Hans Magnússon, sýsluskrif ■ari, Hólmavík. Meðstj. Arngrímur tlngimundarson, bóndi, Odda. Kald . rananeshreppi. Varastjórn: Guð- imundur Jónsson bóndi, Gestsstöð 'iim, Kirkjubólshreppi. Guðlaugur ‘"Traustason verzlunarmaður, tHólmavík. Jónatan Aðalsteinsson 'Jjóndi, Hlíð, Fellshreppi. í Ásbyrgi, Miðfirði, Fyrir Vest ur-Húnavatnssýslu, fimmtudaginn 27. nóv. Fundarstjóri var Gunnar V. Sigurðsson, kaupfélagsstjóri, en fundarritari Ásvaldur Bjama son, póstafgreiðslumaður. í stjórn kiúbbsins voru ikosnir: , Formaður Ásvaldur Bjarnason póstafgreiðslumaðiur, Hvamms- tanga, ritari Guðmundur Axels- son bóndi, Valdarási, Þorkelshóls hreppi, Meðst. Eiríkur Tryggva- son bóndi, Búrfelli, Ytri-Torfu- staðáhr.. Varastjórn.: Karl Guð- mundsson verkstæðisformaður Ár nesi, Laugabakkahr. Ragnar Árna son veghefilsstjóri Hvammstanga, Teitur Eggertsson bóndi, Víðidals tungu, Þorkelshólshr. Á Blönduósi, fyrir Austur-Húna vatnssýslu, föstudaginn 28. nóv. Fundarstjóri var Jón S. Baldurs fyrrv. kaupfélagsstjóri, en fundar ritari Ari G. Guðmundsson trygg Framhald á 15. síðu. Spilakvöld í Haf n- ií <> (> (> \ <> t Opel 1967 er a5 korna á markaðinn Rvík - ÓTJ Árgerð 1967 af Opel er nú að koma á markaðinn hér á íslandi og færir með sér ýms ar nýjungar, bæði tæknilegar og í útliti. Opel Rekord breikk ar um 6,4 sm. og hækkar einn ig og lengist. Bílaframleiðend ur gera nú mikið af þvi að hafa vélarhúsið lengra en afturend ann til þess að farartækin verði sportlegri og Opel verk smiðjurnar hafa breytt hlutföll um í samræmi við það. Opel bifreiðarnar hafa alltaf verið fallegar í útliti og árgerð 67 er þar engin undantekn ing. Línurnar eru mjúkar og hreinar og bifreiðin björt yf irlitum ef svo má að orði kom ast. Dekkin breikka og bilið milli hjólanna, sem gerir bíl inn stöðugri og þægilegrí í akstri. Þá er frambitinn fest ur undir grindina með gúmmí púðum og allir gormbitar sitja einnig í gúmmífesting um, þetta einangrar hávaða bæði frá vél og vegi sem ann ars berst eftir stálinu. Þá er plastmassa sprautað með mikl um krafti inn í leguna, sem eykur endingu geysilega og gerir það að verkum að liðirn ir eru slaglausir. Árgerð 1967 býður upp á margar fleiri nýjungar, og nánar verður sagt frá þeim um helgina. arfirði í kvöld Þriggja-lkvölda-spilakeþjpni A.l- þýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði (áiefst í kvöld kl. 8,30 stundvíslega Spiluð verður félagsvist, sem 'fram fer í Alþýðuhúsinu. Keppt verður um glæsileg heild arverðlaun sem eru húsgögn frá fHúsgagnaverzlUn Hafnarfjarðar,: ennfremur verða veitt igóð kvöld iverðlaun, eins og venjulega. Birgir Finnsson Þá verður sameiginleg kaffi- drykkja, Sveinn V. Stefánsson, les upp. Ávarp kvöldsins flytur Birg ir Finnsson forseti Sameinaðs Alþingis. Ástæða er til að vekja athygli á því ,að á þessu spilakvöldi verð ur sýnd nýstárleg íþrótt, sem lít ið er þekkt hér á landi, Olympíu lyftingar. Enda þótt íþrótt þessi hafi ekki verið mikið iðkuð hér, hefir hún þó vakið áliuga nokkurra ungra manna sem í vaxandi mæli þjálfa sig í lyftingum og liafa á tiltðlu lega skömmum tíma náð undra verðum árangri í þessari íþrótta grein. Með þessari sýningu á Olympíu lyritingum, er þeim gefið gotlt tækifæri sem vilja kynnast þess ari skemmtilegu og vasklegu íþrótt. Þar sem aðsókn að spilakvöld um Alþýðuflokiksfélagann 'hefir verið gífurlega mikil, er fólk á- minnt um að koma á réttum tíma. Verið með í keppninni frá upp 'hafi Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Unglingum verði skipulega kennt að aka dráttarvélum Greinargerð: Þar sem ekki mun unnt að fram fylgja banni, þóbt í lög væri leitt, um að unglingar stjórni dráttar vélum og öðrum landbúnaðarvél um, verður að finna aðrar leiðir til þess að koma í veg fyrir þess: slys. Benda má á nokkur atriði, sem að gagni mættu koma: 1. í 'hverri sveit fari fram árlega skipuleg kennsla fyrir þá ungl inga, og aðrá. sem vinna við land búnað næsta Eumar, en hafa ekki lært eða kunna ekki meðferð véla og farartækja. Kennslan miðist ekki aðeins við að geta ekið tækj unum, sem mun vera tiltölulega auðvelt heldur verði mildl á- herzla lögð á, að nemendur geri sér grein fyrir takmörkunum tækj anna og hættunum þeim samfara. Erhard býðst til að fara frá BONN 2. nóv. ) Ðr. Ludwifí Erhard kanzlari gaf < skyn í gær, að hann væri fús að 'segja af sér, ef nokkrum skil- yrðum yrði fullnægt. Ranzlarinn mun hafa sagt á fundi með framkvæmdastjórn TCrjstilega demókrataflokksins, að ’liann mundi ekki standa í vegi fyrir lausn á stjórnarkreppunni. Hann sagði, að hann héldi ekki dauðahaldi í kanzlaraembættið. En hann sagði, að ef hann segði af sér yrði hann að hafa úrslita áhrif á lausn stjórnarkreppunnar. Að loknum fundi framkvæmda stjórnarinnar kom þingflokkur Kristilegra demókrata saman tjl fundar, og var búizt við að sá fundur stæði langt fram ó nótt. Fjórir menn koma nú helzt til greina sem eftirmenn Erhards, ef hann segir af sér. Þeir eru Rain er Barzel, leiðtogi þingflokks Kristílegra demókrata, Gerhard Schröder utanríkisráðlierra, Eug en Gerstenmair og George Kies- jnger, forsætisráðherra fylkis- stjórnarinnar í Baden-Wúrttem- T.d. má benda á nauðsyn þess, að ökumaður geri sér fulla grein fyrir beygjuradíus tengivagns, að ökumaður sé dómbær á hallaþol ökutækis, að ökumaður gæti hverju sinni við hleðslu, að þyngd aípunktur veitói hvorki of afit arlega né of framarlega og, að öku maður láti aldrei fríhjóla niður brekkur. 2. Árlegt eftirlit verði haft með landbúnaðarvélum á svipaðan hátt og með bifreiðum. 3. Eftirlitsmaður, t.d. fulltrúi sýslumanns eða tryggingarfélags, fari auk þess á milli bæja og kynni sér, hvort gætt sé settum reglum og varúðar miðað við aðstæður á hverjum bæ. Eftirlitsmaður hafi rétt til að banna þeim, sem brjóta settar reglur, að vinna við þessar vélar, og nái það bann jafnt til bændanna sjálfra sem þeirra er hjá þeim vinna. 4. Lágmarksaldur og/eða lág- marksstærð unglinga til að stjórna landbúnaðarvélum verði ákveðin. Fundur Kvenréttindafélags ís- lands haldinn 18. okt. 1966, lýsir ánæju sinni yfir því, að barna verndarnefnd Reykjavíkur hefur haft frumkvæði um að aukið eftirliit sé með því að reglur um útivist barna séu virtar .Skorar fundurinn á foreldra og aðra upp alendur að kenna börnunum að hlýða þessum reglum. Fundur Kvenréttindafélags ís- lands, haldinn 18. okt. 1966, lýsir ánægju sinni yfir framkomnu frumvarpi til laga um fávitastofn anir og treystir því að það verði samþykkt á yfirstandandi Alþingi. Blaðam.námskeið Umsóknir um þátttöku í nor ræna blaðamannanámskeiðinu í Ár ósum á næsta ári skulu hafa bor ist stjórn Blaðamannafélagsins fyrir 1. des. n.k. Námskeiðið stend ur í 3 mánuði og hefst 1. marz n.k. — Menntamálaráðuneytið veit ir 10 þúsund kr stýrk til þátt töku í námskeiðinu. Ef þátttakend ur eru fleiri en einn skiptist styrk urinn milli þeirra. Sitjórn B.í. 1 Aðalfundur FUJ í Kópavogi Aðaljundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verðurhaldinn í kvöld fimmtu daginn 3Í nóv’. n.k. Fund urinn hefst kl. 20.30 stund- víslega, að Félagsheimilinu Auðbrekku 50. Fundarefni: Venjuleg að- alfundafstörf. Stjórnin. 2 3. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.