Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 6
afnaðarmenn á líu sameinast Á sunnudaginn voru sósíalista- flokkur ítaliu og jafnaðarmanna Pietro Nenni einróma kjörinn for- maður hins nýja flokks af 20.000 manns, sem sóttu fyrsta þing flokksins. Fundarmenn risu úr sætum til aö hylla hinn aldna leið toga sinn, og ætlaði faignaðarlátun um aldrei að linna. ★ HRIFNING Svo mikill var samhugurinn að iiann minnii á anda þann er ríkti meðal þeirra sem börðust igegn fasistum á ttríðsárunum. Og þenn an anda er reynt að endurvekja, en að þessu sinni beinist samhug- urinn að lausn raunhæfra, þjóð- félagslegra og mannlegra vanda- mála. Nýr verkamannaflokkur hefur verið stofnaður, og hann veit hvað hann vill og er staðráð- inn að bera baráttumál sín fram til sigurs. Þetta kom igreinilega fram í stefnuyfirlýsingarijæðu N^nnis. Ilann eyddi fáum orðum að for- tíðinni heldur talaði um fram- tíðina. Við verðum að byggja á reynslu fortjðarinnar, og skapa framtiðina, sagði Nenni. í hinni geysistóru íþróttahöll, þar sem flokksþingið var haldið, voru ekki einungis gamiir flokks- félagar saman komnir heldur mörg þúsund nýrra flokksmanna. Full- trúar Jafnaðarmannaflokksins og Sósíalistaflokksins voru aðeins 1500, hinir fundarmennirnir 18.000 komu hvaðanæfa að af Ítalíu, í áætlunarbifreiðum og járnbrautar- lestum. Margir komu ásamt fjöl- skyldum sínum. Menn voru í 'hátíðarskapi frá því snemma um morguninn. Fund- urinn átti að hefjast kl. 9 en hófst ekki fyrr en kl. 11, en þessi seink un var óvenjuleg, jafnvel á ít- alskan mæiikvarða. En skýrinigin var sú, að fólksstraumnum til íþróttahallarinnar ætlaði aldrei að linna. Og þegar leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, Tanassi, tók loks til máls og hélt fyrstu ræðu þings ins var lófaklappið svo gífurlegt að jafnvel fagnaðarlæti á iþrótta mötum hurfu í skuggann. Og full trúarnir á þinginu voru sér þess meðvitandi, að þeir voru viðstadd ir sögulegan atburð, en þeir voru einnig komnir til að vera við- staddir hátíð. ★ SAMHENTUR FLOKKUR Ræða Nennis var eins málefna leg og hún gat verið. Stefið í raéðu hans var það traust, sem skapazt hefur í fyrsta sinn síðan á dögum frelsunarinnar, en það er einmitt þetta traust, sem sett hefur svip sinn á þetta mikil- væga þing. Þetta verðum við að notfæra okkur, sagði Nenni. Við skulum ekki bíða eftir því hvað Leiðtogar ítalskra jafnaðarmanna Pietro Nenni, formaður hins nýja de Martino. aðrir segja um okkur, við skul- um fyrst koma hinum nýja flokki á laggirnar, bætti hann við. Nenni minnffist sérstaklega á hina mörgu sósíalistaklúbba, sem menntamenn hafa stofnað að und anförnu. í þessum klúbbum sam- einast fremstu menn samfélagsins og þeir hafa sett mót sitt á hin- ar opinberu umræður, sagði Nenni. Seinna í ræðu sinni sagði Nenni!: Við erum stoltir af því, að marg- ir menntamenn eru viðstaddir þennan stofnfund. Og við verðum að 'gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að hagnýta okkur þennan stuðning. Við verðum að fá sósíalistíska menntamenn til starfa í hinum nýja flokki, og við verðum að leysa vandamál þeirra, (talið frá vinstri) Mario Tanassi, flokks jafnaðarmanna, og Franccs listarinnar og menningarinnar og stuðla að eflingu vísinda og rann- sóknarstarfa. Nenni kvaðst vera sannfærður um, að hin pólitíska sameining jafnaðarmanna mundi leiða til sameiningar jafnaðarmanna í verkalýðshreyfingunni. Að því hlyti að koma, fyrr eða síðar. 'Nenni ræddi ítarlega baráttu ítalskra kvenna fyrir jafnrétti og sagði að of fáar konur héfðu af- skipti af opinberum málum, enda hefði ekkert verið gert á þeirn 20 áritm, sem liðip eru síðan kon- ur hlutu atkvæðisrétt, til að leið rétta misrétti það igagnvart kven- fólki, sem gömul' lög kvæðu á um. MæstE dráttur í Happdrætti Aljþýttublaðsins verður 23. des- ember. Þá eru hvorki meira né minna en þ|ár hifreiðir í boði, hver annarri glæsiiegri: Hilmann Imp. Vauxhall Viva og volks wagen. iiiflinn kostar adeins 1©0 kr. og er hér því um ein- stætt tækíffæri að ræða. Skrifstofan er aS Hverfisgötu 4 og síminn er 22710. i Látið ekki HAB úr hendi sieppa £ 3. névember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.