Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 7
Tvö grænlenzk skip eru í Reykjavíkurhöfn þessa dagana. Eru l>au bæði eins og lieita Kimik og' Malik Eru þetta björgunar- og lög- gæzluskip. Alls eru fjögur slík skip í Grænlandi. SSápin eru á lejð frá Danmörku til Grænl. cn koma hér við vegna slæms veðurs milli íslands og Grænlands. Munu þau láta úr höfn þegar veður batnar á þessari leið. Leyndardómurinn um Marz að leysast? Það virðist svo sem hinir miklu leyndardómar um ná- grannaplánctu okkar, Marz, séu að leysast. Tilvera ..skurðanna”, sem liggja í löngum rö'ðum um hnöttinn og þekja svæði, sem nemur fleiri þúsund kílómetrum, hefur nú fengið á sig aðra merk- ingu. Samkvæmt nýjustu athug- unum reynast .skurðir þessir vera voldugir fjallgarðar. Þá hlýtur að liverfa sú hugmynd, að hnöttur- inn sé að mestu leyti flatur eins og pönnukaka. Það væri þá frek- ar að líkja Marz við okkar kúlu- lagaða hnött með öllum sínum meginlöndum — en þó ekki höf- unum, sem hvergi eru til ó Marz. Efagjarnir menn hafa löngum varpað frá sér hugmyndinni um ..skurðina'' á Marz og viljað kalla það missýn. Hafa þeir sagt, að menn kunni að sjá á yfirborði Marz, skarpar línur, þegar bezt sést til hnattarins, en þá er fjar- lægðin elcki minni en 50—60 millj. km. Þó hafa þeir stjörnu- fræðingar, sem hvað mestrar virð- ingar njóta, sagzt hafa séð „skurð ina” frá því Schiaparelli uppgötv- aði þá 1877. Og tæplega var liægt að véfengja þær staðreyndir eftir að stærstu „skurðirnir” höfðu verið ljósmyndaðir. * Nú komu fram tveir bandarísk- ir stjörnufræðingar frá Smiths- onian-stjörnuathúgunarstöðinni og sögðu, að vissulega væri til- vera „skurðanna” á rökum reist. Þar sem menn hefðu komizt að raun um, að ýmsar rákir lægju þvers og kruss um hnöttinn, gæti þar allt eins verið um að ræða hóa fjallgarða sem skurði. Þessir tveir stjörnufræðingar, Carl Sag- an og James B. Pollack, komu því fyrstir fram með þessa kenn- Marz-„skurðirnir“ voru uppgötvaðir af ítalska stjörnufræð jngnum Gi- ovanni Schiaparelli 1877. Þetta er teikning hans af „skurðunum”, gerð 1888. ingu um fjallgarðana, sem þeir byggðu á myndum, er borizt höfðu frá gervihnettinum Mariner 4, þegar liann lagði leið sína fram hjá Marz i sumar. Tilgátu sina hafa þeir birt í bx-ezka tímarit- inu Nature. Milli tveggja mismunandi heirn skauta, ísi þaktra, liggja dökkir og ljósir blettir; sumir líkjast eyðimörkum, en eru eins og þakt- ir gróðri. Stjörnuathuganir hafa sannfært hina tvo stjörnufræð- inga um, að þessi dimmu svæði séu meginlands-hásléttur, sem eru 10—15 km. á hæð, og að rnegin- löndin séu myrk vegna Marz-vind- anna. Ljósu svæðin eru færri en þau líkjast eyðinxörkum, þar sem einnig má finna dali, þakta sandi og ryki. Upp úr þessum dölum gnæfa fjallahryggir gegnum rykið, sem hingað til haía reyndar verið kallaðir „skurðir.” Hin nýja kenning Sagan’s og Pollack’s hefur það fram yfir allar aðrar, að hún varpar nýju ljósi á allar þær athuganir, sem gerðar hafa verið á þessum „skurð um.” „Nánari innsýn inn í þetta málefni,” segja þeir, „geta mernx fengið með því að gera nýjar stjörnuathuganir á Mai-z, jafn- framt alhliða athugunum á fjall- görðunum í okkar eigin höfum.” SEX NÝJAR BÆK- UR FRÁ ÆSKUNNI Bókaútgáfa Æskunnar hefur sent frá sér sex nýjar barna- og unglingabækur, en alls mun útgáf- an gefa út á þessu hausti 10 Ibækur. Bækurnar, sem út eru komnar eru: Kisubörnin kátu, eftir Walt Disney. Þetta er 4. útgáfa bókar- ánnar, en íslenzka þýðingu hefur gert Guðjón Guðjónsson, skóla- stjóri. í bókinni eru 19 myndir eftir sjálfan höfundinn. fötlun sinni. Hann kemur óhal heim og allt endar vel. Sifnirr'egarar er drengjas; eftir norska rithöfundinn Be hard Stokke. Söguhetjurnar i bræðurnir Kári og Þór, sem t; að sér að gæta fimmtíu stóðhe langt fram til fjalla. Bókin viðburðarík frá upphafi til en Framhald á bls. 10. j FRÍMERKI Miðnætursónatan, er tuttugasta bók Þórunnar Elfu Magnúsdótt- ur. Bók þessi fjallar um pilt og stúlku, sem gædd eru glæsilegum tónlistarhæfileikum. Sagan gerist í Vesturheimi. Pilturinn, Tómas Jónsson, er af íslenzku bergi brot- inn. Ást hans á hinu fjarlæga og furðulega ættlandi hans í norðri iknýr hann til sköpunar verks þess, sem bókin dregur nafn af. Gaukur verður hetija, er saga fyi-ir drengi, eftir Hannes J. Magn ússon, skólastjóra á Akureyri, Þetta er sjötta bók Ilannesar, serrí Æskan gefur út eftir hann. Aðal- söguhetjan, Gaukur Atlason, er sonur fátækrar ekkju og fatlaður þannig að annar fótur hans er styttri en hinn. Eftir möx-g ævin- ttýri í skólanum og sveitinni vinn- ur hann vei'ðlaun í fitgerðakeppni og fær ókeypis far til Kaupmanna hafnar, þar fær hann bætt úr Hér á myndinni sjáum við hjálparmerki frá Tyrklandi. Sýnir það hjúkrunai-konu bera særð- um hermanni svaladrykk eða lyf, en í þaksýn ei'u ógnir stríðsins. Verðgildið er 20 pörui', sem er smámynt þeii'ra Tyrkjanna. Við sjáum að hjálparfrímerki Múha- meðstrúarmanna eru frábrugðin hjálparmerkjum kristinna manna að því leyti, að í stað rauða-kross- ins hafa þeir rauða-hálfmánann á sínum merkjum. Múhameð var uppi á árunum 570—632 e. Kr. Fæðingarbær hans er Mekka í Arabíu, en það er síðan helgur staður í hugum Múhameðstrúarmanna, og er þeir gera bæn sína, snúa þeir jafnan andliti sínu í átt til borgarinnar Mekka. Múhameð fæddist eftir dauða föður síns og rnóðir hans dó, er hann var enn í bcrnsku. Ólst hann fyrst upp hjá afa sínum og síðar hjá föðurbróður sínum, Abu Talib að nafni. 25 ára gifti hann sig og varð kona hans Khadja, dóttir Khuwailid, rík ekkja, en nokkru eldri en hann. Mxihameð tók að kynna sér trúmál, eink- um gyðingdóm og kristni. Það varð venja Múhameðs, er fram liðu stundir, að ganga til fjalla og leita einveru, þegar hann vildi gera bænir sínar og reiknings- skil drottni sínum. — Nii var það svo í trúmálum Araba um þetta leyti, að heiðindómur var á und- anhaldi og fjöldi þeirra höfnuðu skur'ðgoðadýrkun. Þeir dýrkuðu Allah sem hinn æðsta semítiska guð og einnig kvengoð, sem þeir töldu dóttur hans. Nú herma munnmælin að nótt eina. er Mú- hameð var í fasta svefni, hafi eng- illinn Gabríel komið til hans og sagt: „Prédika þú!” Hann svar- aði: „Hvað á ég að prédika?” Þetta endurtók sig þrívegis, þar Framliald á bls. 10 3. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.