Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.11.1966, Blaðsíða 13
Maðurinn frá Istanbul Amerísk-ítölsk CinemaScope lit- mynd. Sýnd kl. 9. Bönnuð' börnum innan 12 ára. Sumarnéttin brosir gOKHERNATTEIIS SÍSM/SSMi VÆRK €H EfíOr/SK /<OMED/£ MED EVA DAHLBECK GUNNAR BJ0RN8TRAND ULLA br.v JACOBSSON HARRI E T ANDERSSON MÍR6IT CARLOUIST larl Kulle Sýnd kl. 6.45 og 9. Hver itggitt i gröf minni? (Who is buried in my Grave?) Alveg sérstaklega spennandi og vel leikin, ný amerísk stór_ mynd með íslenzkum texta. Sag an hefur verið framhaldssaga Morgunblaðsins. Bette Davis. Karl Malden. Bönnuð börnum innan 16. ára. Sýnd kl. 5 og 9. lifreiðaeigeudEir sprautum og réttuin Fljót afgreiösla Bifreiðaverkstæðið YESTURÁS H.F. ^úifarvnf 'simi <5740. Áuglýsið í ^Sþýðublaðinu Framhaidssaga eftir Carol Strange ÞÁ ER BEIRÁ AÐ VERA E Vísirinn á klukkunni tikkaði áfram. — Af hverju? spurði Candy í rödd, sem liún þekktr ekki iengur sjálf. — Af hverju skrif- aði hann mér það ekki? Af hverju lét hann mig bíða hér og syrgja hann. — Af því að hann var hug- laus? Ókunni maðurinn leit á hana og hélt svo áfram: — Það eru svo margir, sem velja ætíð auðveldustu leiðina, ungfrú Rue .Sumir menn geta ‘horfzt i augu við öskrandi ljón og kúlur óvinanna, en ekki við konu og sært hana um leið. — Hvílíkt miskunnarleysi, sagði hún. Hve illt og ómannúð- legt að láta mig trúa að hann væri dáinn og hefði elskað mig þegar .... — Mér finnst það leitt að ég skyldi verða að segja yður þetta sagði Roger Saxon, — fyrr eða síðar hefðuð þér frétt þetta og þá ef til vill á verri hátt. — Þér finnst þetta hafa ver- ið skylda yðar? — Ég hef líka átt mínar sorg- ir. — Nú, hún leit á liann og sá drætti umhverfis munn hans, sem sýndu henni, að þjáningar hans voru ekki um garð gengn- ar fremur en hennar, þó að hann reyndi að hugga hana. Reiði hennar hyarf og einmana- leikinn tók við. Svo lagði hún fyrir hann spurningu, sem henni kom til hugar skyndilega. — Hver sagði yður þetta — þetta, sem þér voruð að segja' mér? — Eric er í London. Ég liitti hann óvænt á Strand og þar sagði hann mér hvað gerðist í Suður-Afríku. Hann var ó- hamingjusamur og hjónaband hans misheppnað. Hún var rík, falleg og dekruð og missti á- hugann fyrir honum um leið og hún fékk hann. Mér fannst þér þurfa að fá að vita þetta. — Hvað hef ég grætt á því? spurði hún dapurlega. — Það er auðveldara að ná sér, þegar blekkingarhulan er horfiri frá augum manns. Eitt augnablik faldi hún and- litið í höndum sér, en svo leit hún upp. — Ég veit að þér meintuð þetta vel, sagði hún, — ef til vill á ég eftir að þakka yður einhvern tima fyrir það, sem þér hafið gert fyrir mig, en nú sem stendur- .... — Ég vcit það — sem stend- ur hatið þér mig. Candy leit á Roger Saxon. Hún hafði áhuga fyrir að vita meira um þennan undarlega mann. — Eruð þér vísindamaður eða læknir, dr. Saxon? spurði hún. — Ég er líffræðingur. — Starfið þér á sjúkrahúsi? — Nei, í James Nicholsons stofnuninni. — Þetta hlýtur að vera skemmtilegt starf. — Mér finnst það — en þér vinnið líka að skemmtilegum verkefnum. Mig minnir að Eric hafi sagt að þér væruð óvenju- lega dugmikill ljósmyndari. Þér vinnið hjá Daniel Hagen, það ég bezt man. Eric sýndi mér eitt sinn sjálfsmynd eftir yður, sem hann bar á sér. — Ég fer mikið heim til fólks og tek myndir þar. Candy reyndi að tala um hversdagslega hluti, Til dæmis á ég að fara til Sur- rey nú í vikunni til að taka myndir af frú Roís. Maður hennar skrifar metsölubækur og þau búa í húsi, sem Daniel segir að sé afar fallegt. Þau héldu áfram að tala um hversdagslega hluti sem gátu lægt áfallið, sem hún hafði orð- ið fyrir og um leið og hann fór, spurði hann: — Má ég hringja til yðar eftir nokkra daga og bjóða yð- ur í kvöldverð? — Það er fallega gert af yð- ur, en .... — Svarið ekki núna, bíðið nokkra daga og þá getur verið að yður finnist við nánari til- hugsun að ég sé ekki sem verst- ur. Hann stóð á fætur. Mér finnst þetta leitt — það sem ég neyddist til að segja yður — en yður er óhætt að trúa því að einn góðan veðurdag — ef til vill ekki svo löngu síðar — finnið þér, að það skiptir engu máli lengur. Hún svaraði engu. — Þér heitið fallegu nafni, Candy. Héðan í frá ætla ég að nefna yður því nafni. Ég man eftir hve failegt mér fannst það, þegar Eric sagði mér frá yður. Hún þagði enn og hann virti hana fyrir sér. Þegar hún hélt áfram að þegja, rétti hann henni höndina brosandi: — Sælar! — Sælir, sagði hún þrjózku- lega og bætti svo við: — Ég veit að þér meintuð það vel. Þá fór hann. Hún stóð við setustofuglugg- ann og heyrði hann ganga nið- ur stigann og loka útihurðinni að baki sér. Þá var dr. Roger Saxon farinn. — Klukkan sló sjö. Fyrir þrem- ur stundarfjórðungum síðan hafði hún setið hér og beðið hans og þó hafði hennar heim- ur hrunið í rúst eftir að hann kom. Hún virti fyrir sér veitinga- húsið handan götunnar. Appelsínulitu sólhlífarnar voru horfnar og umferðin mun minni. Eric var lifandi en það hvorki gladdi hana né hryggði, hún fann aðeins til viðbjóðs við til- hugsunina um það, hvernig hann hafði haldið henni í faðmi sér og svarið henni ást sína — og látist svo vera látinn af því að liann þorði ekki að segja henni sannleikann. Það hefði verið. bezt að vita hann aldrei — betra að lifa í trúnni en verða fyrir slíkum von brigðum. Fólk hafði ekki rétt til að brjóta niður hugsjónir annarra ón þess að gefa eitthvað í stað- inn og þessi dr. Roger Saxon hafði skilið eftir sáran bitur- leika í stað ástar liennar. — Þér urðuð að fó að vita það og einn góðan veðurdag komizt þér að raun um að það skipti engu riváii. Gæti hún nokkru slnni treyst karlmanni framar — nokkru sinni elskað framar? — Þér heitið fallegu nafni, Candy. Héðan í frá ætla ég að nefna yður því nafni. Héðan í frá! Eins og hann ætlaði að hitta hana aftur. Roger Saxon er mjög aðlað- andi, hugsaði hún, meðan hún horfði út um gluggann. Hann myndi aldrei særa konu á sama hátt og Eric. Hins vegar hafði henni aldrei komið til hugar, að Eric myndi haga sér svona — hvenær þekkti maður aðra mann- eskju til grunns? Vissi maður nokkru sinni hvernig maki manns brygðist við ákveðnum kringumstæðum? Gat maður Ikynnzt svo vel skapgerð síns elskaða, að maður vissi fyrir fram gerðir hans og viðbrögð. Hún var orðin efagjörn. — Dimmur leyndardómur leynist að baki hvers einstaks glaðlegs svips, sagði arabiskt orðtak — og ef til vill sá mað- ur aðeins þá hlið á sínum elsk- aða, ^sem maður óskaði að sjá. Ef til' vill var það orsök allra vonbrigða- Ef hún hefði litið á Eric með augum ókunnugs í stað sinna ástaraugna, hefði hún ef til vill séð veikleika hans. Ef til vill ásakaði maður aðeins sjálfan sig og átti engan annan að ásaka. Var það ekki ásökunarvert að sjá aðeins liið bezta hjá mann- eskjunum og neita að sjá þeirra veiku hliðar? Hefði hún vitað um þennan veikleika Erics, hefði hún aldrei elskað hann. Maður sem var svo huglaus, að hann vildi láta konu syrgja ást, sem varpað var á glæ í augnabliks hrifningu, — hefði aldrei unnið hjarta henn- ar. Hið sorglega var hins vegar það, að konur uppgötva ekki slíkan veikleika hjá mönnum fyrr en of seint. Hún var aðeins einn heimskinginn meðal svo fjölda margra. Biturleik hennar brauzt út í táraflóði meðan hún reyndi að jafna sig og segja við sjálfa sig að þessi maður, sem hafði heim- sótt hana í dag, hefði aldrei komið svona fram. ANNAR KAFLI. Candy Rue var alls ekki fqg- úr. Menn, sem sáu hana, féllu ekki í stafi yfir fögrum, reglu- legum andlitsdráttum hennar né líktu henni við fagurt mál- verk. Samt sem áður var Candy lag- leg. Húð liennar var fögur, var- ir hennar lífmiklar, hár hennar brúnt og mjúkt og augu hennar dimmbrún. Hún hafði samt ekki alltof mikið álit á útliti sjálfrar sín. Hún var atvinnuljósmyndari og sá daglega fagrar konur, því sí- fellt streymdu að fegurðardísir til að láta taka af sér myndir á vinnustofunni í Mayfair. Það voru konur, sem stóðu framarlega í þjóðfélaginu, leik- k'onur og eiginkonur þekktra manna. Allar komu þær til Dan- íels Hagens. Þegar faðir Candy dó, var hún einkaerfingi hans, því að bróðir hennar fórst i bílslysi hálfu ári áður — og fyrir arf sinn ákvað hún að læra ljós- myndun. Hún hafði þurft að 3. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.