Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 3
6. nóvember 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐ 3 Borholan í Húsavík orðin5Q0metradjúp Húsavík — EJ — OÓ. Enn er imnið að borun eftir heitu vatni íhér og er holan orðin nær 500 metra djúp. Á 300 m. dýpi kom svolítið vatn upp úr bor holunni, en hitinn var ekki nema 40 stig. Var þvi steypt þar upp í Verkfallá j ■ bamaheimilum ! VERKFALE fóstra á j barnaheimilum í Reykjavík : liefst á mánudagsmorgun. ■ Sáttasemjari hefur haldið • sáttafundi með deiluaðil- ; um, sem eru starfsstúlkna * félagið Sókn og Barnavina- I félagið Sumargjöf, en samn- : ingar ekki tekizt. \ '• holuna og boraS lengra niður. Þeir sem við borunina vinna ihalda að jarðlögin skerist á 8—900 m. dýpi og reiknað er með að bora verði svo djúp til að ná til heita vatnsins. Fyrir þrem árum var borað á sama stað í tilraunaskyni og er komið var niður á 300 m. dýpi var töluverður hiti í botni holunnar en lítið vatn. Gaf það vonir um að takast mætti að ná iheitu vatni væri borað dýpra. Hér hefur ver ið varið 1.6 millj. kr. til hitaveitu framkvæmda á þessu 'ári og tals verðu er búið að kosta til þessa áður. Lokið verður við að bora niður á fyrrgreint dýpi fyrir ára mót og gera Húsvíkingar sér góð ar vonir um að ekki líði á löngu þar til þeir fá fullkomna hitaveitu og heita nú á Húsavíkur-Jón að duga sér vel þótt djúpt sé á velgj unni. Frá þingi SUJ. Hæstaréttardómur í Sjón- varpsmálinu í Eyjum Síðastliðinn miðvikudag var flutt fyrir hæstarétti mál rikisútvarps ins á hendur Félagi sjónvarpsá- hug-amanna í Vestmannaeyjum. í fyrradag kvað hæstiréttur upp úr skurð sinn, og var héraðsdómur staðfestur og hafa því sjónvarps áhugamenn í Eyjum unnið fullan sigur í þessu deilumáli. IVXál þetta var mikið rætt í blöð um og útvarpi á sínum tíma og eins og kunnugt er krafðist Rík isútvarpið þess, að lögbann yrði sett við starfrækslu tækja sjón- varpsáhugamanna á Stóra-Klifi í Vestmannaeyjum, en með tækjum 'þcssum voru útsiendinfear Kefla víkursjónvarpsins magnaðar. Lög fræðingur Félags sjónvarpsáhuga manna í Eyjum, Bragi Björnsson krafðist í héraði frávísunar á kröfu Ríkisútvarpsins á þeirri forsendu að ríkisútvarpið væri ekki réttur aðili í máli þessu. Fyrstu furtdimír haldnir i hinu nýja húsnæði SUJ Nefndir störfuðu í gærmorg an á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Voru nefndar fundir meðal annars haldnir í nýju húsnæði, sem Samband ungra jafnaðarmanna hefur fest kaup á að Hverfisgötu 106 í Reykjavík. Var þetta í fyrsta skipti, sem hið nýja húsnæði var notað á vegum samtakanna. Þingstörf hófust að nýju strax eftir hádegið í igær. For seti þingsins Hörður Zophanías son yfirkennari í Hafnarfirði, en ritarar voru kosnir þeir Bjöm Þorsteinsson, Siglufirði og Helgi Helgason Reykjavik. í gær síðdegis voru umræður um skýrslu stjórnar sambandsins og um stjómmálaályktun þings ins. Þingfundur mun svo standa allan sunnudaginn, en þá er bú izt við að mestur 'tími fari í umræður að drög að nýrri, ítar legri stefnuskrá fyrir Samband ungra jafnaðarmanna. Tuttugasta og fyrsta þingi S UJ á að Jjúka á sunnudags kvöld. Lægri byggingakostnaöur á Akureyri Akureyri. — SJ-OÓ. NÝLEGA var haldinn aðal- fundur Byggingarfélags verka- manna á Akureyri. Stjórn félags- ins skipa nú: Stefán Þórarinsson, form. Júlíus Oddsson Hallgrímur Vilhjálmsson. Reynir Vilhelmsson, Björn V. Magnússon. ^ Féiagið lauk á síðasta ári bygg- ingu á 18 íbúða fjölbýlishúsi við Skarðsheiði í Glerárhverfi. Fé- lagið skilaði íbúðunum fullfrá- gengnum til kaupenda og reynd- ist kostnaðarverð hússins kr. Félagsvist / Lido á fimmfudagskvöld ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur félagsvist í Lido á fimmtudagskvöld 10. nóvember og hefst hún kl. 8,30 stundvíslega. Iíúsið verður opnað laust fyrir kl. 8. og þeir sem mæta timanlega þurfa ekki að greiða rvíllugjaldið. — Formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flytur stutt ávarp. Að lokum verður dansað og leikur hin vin- sæla hljómsveit Ólafs Gauks fyrir dansinum. Söngvarar eru Svanhildur Jakobsdóttir og Björn R. Einarsson. 13.335.000,00, eru þá taldir í byggingakostnaðinum áfallnir vextir meðan húsið var í smíðum í húsinu eru 12 fjögurra her- bergja íbúðir, 5 þriggja herbergja íbúðir og 1 tveggja herbergja í- búð. Verð á fjögurra herbergja íbúð var 800 þúsund kr. og lánaði byggingasjóður verkamanna 480 þúsund kr. á hverja íbúð, en kaup- andi greiddi 320 þúsund. Til 3ja: herbergja íbúða var lánið 400 þus. og kaupandi greiddi 250 þús. kr. Kaupandi tveggja hérbergja íbúð- arinnar greiddi 145 þús. kr. en fékk lánaðar úr byggingasjóði 340 þúsund. Byggingafélag verkamanna á Akureyri mun á næsta vori hejja smíði annars sambýlishúss fájjst nægileg lán. HAUSTSÝNING OPNUÐ í ÁSGRÍMSSAFNI Árið 1960 var hús Ásgríms Jóns sonar opnað almenningi, og hafa myndir þær sem hann ánafnaði þjóðinni verið sýndar þar. í heim ili hans og vinnustofu er aðeins hægt að sýna í einu 30—40 mynd ir. Var því í upphafi ákveðið að skipta um listaverk, og hafa síðan verið 3 sýningar á ári hverju. Nú er að mestu leyti lokið áýrí ingu allra vatnslita- og olíumál verka, en nokkur stór málvérk sem meira rúm þurfa en gefst í ihúsi Ásgríms, verða að bíða rýmri liúsakynna. Fjöldi þjóðsagnateikninga ligg- ur enn í möppum óinnrammaður.1 Framhald á 15. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.