Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 14
14 Sunnudags ALÞÝÐUBLAD - 6. nóvember 1966 Enginn trðppufund- ur var ráðgerður Athugasemd frá formanni Undanfarna daga hefur getiS að líta fregnir af skiptum Stúd- entafélags Háskóla íslands (S. F. H. ÍJ við vararektor Háskóla ís- Iands í dagblöðum bæjarins. Þar sem undirritaður hefur verið milligöngumaður um þau mál, óskast eftirfarandi tekið fram. -- Stjórn SFHÍ ákvað að leita til rithöfundarins Söru Lidman um fyrirlestur á vegum félagsins, og fól fundanefnd framkvæmdir. Fundanefnd ákvað í samráði við rithöfundinn fyrirlestur um Vietnam í H. í. kl. 5 síðd. þriðju- daginn J. nóv. og fékk til þess þau ieyfi, er hún taldi nauðsynleg og hefðbundin. Halldór Halldórsson vararekt- or kvaddi undirritaðan á sinn fund á mánudag áður en fyrir- lesturinn eða efni hans var aug- iýst. Sagði hann, að ekki hefði Terið leitað til réttra aðila, enda -réði rektor einn með Háskólaráði fiúsnæði skólans, og synjaði slíkri málaleitan, þegar þeim ■sýndist svo. Væru og engar regl- ur til um rétt stúdenta til afnota af húsnæði skólans. Var það ósk Tararektors, að félagið leitaði annað, ef það sæi sér fært. Lauk Utsölustjórar ráðnir hjá ÁTVR Fljótlega eftir áramótin verða fliinár nýju útsölur Áfengisverzl nnar ríkisins á ísafirði og í Vest ■mannaeyjum opnaðar. Húsnæði hefur verið fengið á báðum stöð unum og einnig hafa vrerið ráðnir útsölustjórar frá og með 1. des. uð telja. Jón Bárðarson Ihefur ver ið ráðinn útsölustjóri á ísafirði og Óskar Gíslason, fulltrúi í Kefla- vík. Stúdentafélags H. í. svo þeim fundi. Skömmu siðar var óskað úrskurðar Háskólaráðs og fékkst hann um kvöldið á þá leið, að félaginu væri óheimil afnot af húsum skólans í greind- um tilgangi. Var þá fyrirlestrin- um frestað og hlutaðeigandi til- kynnt það og ástæður. Var ekkert frekar aðhafzt í málinu á mánu- dag. Daginn eftir og þá næstu tóku að birtast fréttir af þessari synjun ásamt með ummælum vararektors í einu blaði a. m. k. Skal enginn dómur lagður á þau ummæli hér, en stúdentar rædd- ust við af kappi. Málfundanefnd gerði ráðstafanir til að fyrirlest- urinn gæti orðið á fimmtudag, en beið með að auglýsa liann þar til stjórnin hefði fjallað um mál- ið að nýju. Á miðvikudag juku dagblöð söguburð sinn um málið. Var þess meðal annars getið, að „fundur- inn yrði settur” á tröppum Há- skólans. Síðan hvenær eru fyrir- lestrar „settir”? Vegna þessarar fréttar var undirritaður kallaður á fund vararektors og tjáð, að hann liti svo á, að til útifunda þyrfti leyfi lögreglustjóra. Voru ekki bornar brigður á það, enda enginn slíkur fundur verið rædd- ur í stjórninni. Skömmu síðar hófst fundur í stjórn S. F. H, í. Ákvað hann, að Sara Lidman flytti sinn fyrirlestur í húsnæði, er fundanefnd ákvæði, utan skól- ans. Engar tillögur um tröppu- fund komu fram. Tröppufundur kom því hvergi til umræðu nema meðal einstakra stúdenta. Er bágt að sjá, hvaðan aðilar stúdentum óviðkomandi kemur heimild til að fullyrða slíkt fyrir þeirra hönd, án þess að leita nokkurrar staðfestingar málsvara þeirra, eða til hvers liafa félög stjórnir? Stjórn S. F. H. í. hefur ekkert látið frá sér fara opinberlega um þetta mál. Undirritaður getur þó persónu- lega ekki orða bundizt, þegar orðum hans er rangsnúið, og þau notuð til persónulegra árása á próíessor Halldór Halldórsson. Stúdentar munu sennilega ekki sætta sig orðalaust við afstöðu Háskólaráðs, en þeir hafa enn- ekkert um það sagt sem heild, og munu ekki láta frýjuorð né ó- vandaðan söguburð segja sér fyr- ir verkum. Dýrmætust eign stúd- enta er akademiskt frelsi og að- staða til að njóta þess. Þeir á- skilja stjórn síns félags, og æðsta valdi í málefnum þess, almennum félasgfundi allan rétt til ákvarð- ana og aðgerða í eigin málum. Framangreindar upplýsingar liafa legið á lausu fyrir hvern sem er, þótt ýmsir hafi kosið að hafa að máli sínu aðrar heimildir. Skal þeim ekki meinað það, en á því bera þeir einir ábyrgð. Aðalsteinn Emilsson stud. theol. ve i t i ng a h ú s i ð flSlCUH BÝÐUR YDUlt GRILLAÐA KJÚKLINGA GLOÐAR STEIKUR HEITAR & KVLDAR SAMLOKUR SMURT BRAUÐ & SNITTUR ASKUR suðuflandsbraut 14 sími 38550 Slöngusýningin í Templarahöllinni. Opið frá kl. 2-7 og 8-10. SÍÐASTI DAGUR. Kúplingsdiskar í: Mercedes-Benz 189-190-220 Daimler Benz L-329 Taunus 12M-15M-17M Taunus Transit V arahlutaverzlun JÓH. ÓLAFSSON & CO. Aukið afl“ með „Thundervolt kertum. BÍLAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR BÍLA. KÍLÓHREINSUN Viljum vekja atíhygli viðskiptamanna á því að við undirritaðir efnalaugar getum boðið yður ódýra kílóhreinsun. 4 kíló kosta kr. 140.oo Athugið að hjá okkur getið þér komið með frá 1 kílói og upp í þann kílóþunga sem þér óskið. Efnalaug Reykjavíkur — Vesturbæjar — Hraðhreinsun — Gyllir — Heimalaug — Björg — Stjaman — Pressan — Hafnarfjarðar. Þökkum hlýjan hug og góðar kveðjur í tilefni af aiulláti Vigfúsar Bjarnasonar Þórsgötu 18. Brautarholti 2. Sími 11984. Guðbjörg Vigfúsdóttir, Sigurður Benediktsson. <i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.