Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 7
6. nóvember 1966 - Simnudags ALÞÝÐUBLAÐ 7 N Cara Lidman talaSi í Austur- * bæjarbíó á sunnudaginn var og síðan stúdentafundi á Hótel Sögu á fimmtudag. Hún átti skylt erindi, hingað komin til að tala máli Vietnama í styrjöld Bandaríkjanna gegn þeim, Spánarstyrjöld okkar tíma. En koma hennar leiddi í Ijós ýms vandkvæði okkar að deila geði við Kæra frændur og vini á Norðurlöndum. Eitt var málið. Bersýnilega töldu gest- gjafar skáldkonunnar örvænt að áheyrendur skildu ræðu hennar hjálparlaust og fengu því unga leikkonu til að túlka hana jafn- harðan á svipaðan hátt og ger- ist á hersamkomum. Þetta er seinlegur máti við ræðuflutning og eftir því leiðinlegur, þegar ekki er talað af innblæstri heldur les hver sinn texta, fyr- irlesari og túlkur. Því tók Sara Lidman það ráð að stytta mál sitt til mikilla muna, en leilc- konan las upp erindið allt í næsta misjafnri þýðingu. Áheyr- endur þeirra urðu fyrir sitt leyti að raða ræðubrotunum saman eins og púsluspili — en augun gátu þeir hvílt á meðan á þremur ungum stúlkum, sem stóðu undir fánum álengdar á sviðinu. Svo kom spurningatimi. Þá gafst túlkurinn upp, en fyrirles- arinn brá á það ráð, að tala ensku, ef inin skildist þá betur; hins vegar spratt upp maður í salnum og vildi fara a0 halda ræðu á sænsku. Lá nú við borð að samkoman leystist upp í hreinan og beinan skrípaleik. En allténd gat hér heila kennslu- stund í samnorrænu í ringulreið tungumálanna. :að sem Sara Lidman sagði á sunnudaginn var reyndar ekki ýkja nýstárlegt — nema kannski þeim sem sækja alla sína vitneskju ufh alþjóðamál í Morgunblaðið. Hún kaus að tala almennt um stríðið i Víetnam og lýsa forsögu þess, aldalangri frelsisbaráttu Víetnama, sem lauk loks með frægum sigri við Díen Bien Phu; hún lýsti sök á hendur Bandaríkjunum fyrir það auðvirðilega og skammarlega stríð sem þeir heyja í Víetnam síðan nýlenduveldi Frakka var brotið á bak aftur. Hver sem á annað borð hefur snefil af áhuga á Víetnammálinu og sýnir lit á að kynna sér það á greiðan að- gang afj þeirri vitneskju sem Sara Lidman hafði að miðla; það er alkunn staðreynd að hefði þjóðin fengið að ráða, væri hún löngu sameinuð undir stjórn Ho Chi Minh; að Banda- ríkin neituðu að gangast undir skilmála Genfar-sáttmálans frá 1954 og komu í veg fyrir að þeim yrði framfylgt; að í Víetnam er ekki um „innrásarstyrjöld” að ræ’ða heldur framhald ný- lendustríðsins við Frakka. Þar með er að visu ekki sagt, að Ví- etnammálið leystist í einni svip- an, þótt Bandaríkjamenn hyrfu þaðan á brott með her sinn eða öllu réttlæti yrði fullnægt, ef þjóðfrelsishreyfingin kæmist að völdum. Engum kemur það í hug í alvöru. En engum þarf heldur að blandast hugur um, að það eru Bandaríkin sem á- samt Frökkum bera mesta á- byrgð á harmleiknum í Víet- nam sem ágerist. dag frá degi fyrir opnum tjöldum. og augum alls heims. Þar fer iðnvætt stór- veldi, öflugasta herveldi heims EFTIR ÓLAF JÖNSSON grimmilegu stríði gegn vanþró- uðu smáríki í nafni frelsis og menningar; þar birtist vestræn menning í sprengjuregni, nap- almfuna, auðn og tortímingu. En óneitanlega kemur það spánskt fyrir að hér á landi þurfi erlenda skáldkonu til að flytja þennan boðskap svo eftir hon- um sé tekið, hvað þá, ef hennar reynist þörf til að upplýsa okk- ur um einföldustu staðreyndir Víetnammálsins. Þau verk væru öðrum ætlandi, blaðamönnum, stjórnmálamönnum og sérfræð- 'ingum um alþjóðamál — og slík- ir höfundar gætu eflaust einnig lýst málstað Bandaríkjanna aust- ur þar betur en er á mínu valdi. Afstaða , Söru Lidman virðist mér í alia staði eðlilegri og skilj- anlegri en hin þýlega undir- gefni undir bandarískan mál- flutning sem mest hefur gætt í umræðum um þessi mál hér á landi. En óneitanlega á maður þess að vænta fyrst og fremst af sjónarvotti af hennar tagi að hún lýsi því, sem bar fyrir augu hennar sjálfrar, landinu, fólk- inu í landinu og högum þass, lífi þess í stríðinu. | bók sinni Samtöl í Hanoi ^ (Bonniers, Stockholm 1966) segir Sara Lidman frá ferð sjnni til Norður-Víetnam í fyrrahaust. Hún segir frá fólki í styrjöld, landi sem flakir i sárum. En það var ekki hatur eða beiskja sem auðkenndi fólkið i Vietnam — heldur lífsgleði, ósigrandi bar- áttuvilji. Ég á engin orð til að lýsa þeirri gleði sem ég sá • í Víetnam, segir hún. Vitaskuld er það spariásjóna striðsins og þjóðarinnar sem hún sér, hetjur og hugsjóna- Sara Lidman — (Mynd Bjarnl.) menn, skáld og píslarvottar, hin vígreifa æska; henni er sýnt það sem ætlast er til að hún sjái. Og að sjálfsögðu er henni þetta ljóst sjálfri: Það fer ekki hjá því að öðru hverju birtist henni réttlína gestgjafanna í broslegu ljósi, verði allt hug- sjónatalið þreytandi, komi tóma- hljóð 1 áróðurinn: „En hvert skipti sem ég hliðra mér hjá að hlusta, bið um að fá að sjá eitthvað í staðinn verð- ur mér um leið ljóst hvílíkt kæruleysi felst í sjálfum frétta- þorstanum. „Engin ný sjónar- mið komu fram um ágreinings- efnin.” Dag eftir dag, hvað eftir annað falla sprengjurnar yfir þetta land, en geti þeir sem eftir lifa ekki lýst reiði sinni og sorg á nýjan og nýjan hátt, þykjast menn hafa ástæðu til að efa bæði reiði þeirra og sorg. í gær sögðu þeir: Ó, börnin okkar farast. í dag segja þeir: Ó, böifn- in okkar farast. Segi þeir enn -eftir loftárásirnar á morgun: Ó, börnin okkar farast — þá spyrja hyggnir menn á Vesturlöndum hvað þeir ætli sér eiginlega að halda þessum áróðri lengi , á- fram.” Þetta, er enn einn þáttur harmleiksins í; Vietnam eins og hann veit að okkur. Hann er dag lega í fréttunum, morgun, kvölds og miðjan dag, og smám saman sljóvgast áheyrandi þeirra fyrir þeim veruleika sem hinar ó- breytilegu fréttir lýsa, flugvéla- talan yfir Norðu r- V í o t n a m, sprengjumagnið sem varpað er Framhald á bls. 11 ón heimildar og reglurnar leyfa heldur ekki að hann biðji eigandann um leyfi til að fara þangað. En ef hann er beðinn og getur vottfest það, þá má hann fara hvert sem heilbrigð skynsemi hans segir honum að skylda hans sé að fara. — Ef þið færuð út um svefnherbergis gluggann okkar út á þakið yfir búðinni, gætuð þið horft niður um þakgluggann, sagði. ég. — Viljið þið ekki gera það? Þeir voru á samri stundu þotnir upp i loftið og ég varla búin að útskýra þetta fyrir mannium mínum, sem var furðu lostinn, þegar þeir voru komnir inn í svefnherbergið, og út um gluggann kom ust þeir. Ég sagði „komust“, því að til þess þurfti meiri lipiuð en hægt hefði verið að ætla að þetta stórir menn hefðu til að bera. Þetta var einn þessarar gömlu skot- glugga, sem hafa ekki stærra op en tæp lega 80x40 sentimetra, þegar þeir eru opnaðir eins og hægt er. Þeir voru dá- litla stund að því, en út komust þeir með lijálma og allt saman, og maðurinn minn ó eftir þeim. Þeir hurfu út yfir þökin, og ég stóð og beið þess að þeir kæmu aftur. En þegar þarna var komið sögu, var ég farin að fá áhuga, og af því að ég gat ekki lengur stjórnað forvitni minni gekk ég aftur út í portið og út á götima. Ef satt skal segja, þá komst ég aldrei alla leið út á götuna. Fólk stóð í þéttum hnapp fyrir framan portið og tróðst hvað um annað til að sjá inn um búðarglugg- ann við hliðina. Ég klifraði upp í.járn hliðið, sem lokar portinu á næturnar og sá yfir höfuð mannfjöldans, að gatan var auð til austurs, en vestantil var gat an þétt skipuð öllum þeim ökutækjum, sem átt höfðu leið fram hjá. síðan flæk ingurinn gerði þessa merkilegu uppgötv un sína. Húshornið skyggði á svo að ég sá ekki vinina mína úr lögreglunni fara inn um þakgluggann, og þess vegna var athygli mín ekki dregin frá þeim æsilegu við- burðum sem gerðust hins vegar við göt una, eins og athygli allra hinna. Ég sá langan, gráan bíl stanza utan við skart gripabúðina og þrjá menn hlaupa út úr iionum. Það var ei fyrr en ég heyrði brot hljóð í gleri, þegar múrsteinninn fór inn ir rúðunni, að ég skyldi að eitthvað at- hugavert væri á seyði. Þetta gerðist svo fljótt, að ég gat varla fylgzt með þvi. Ég sá bregða fyrir hlaup andi mönnum, eitthvað glitraði í haust sólinni, og svo snerist stóri bíllinn á strætinu og hélt áfram með vaxandi hraða. Hann var horfinn í sömu andrá. Ég gat ekki einu sinni séð í hvaða átt hann beygði við endann á götunni. Að- eins óreglulegt gatið á rúðunni, sem hræddur búðarþjónn birtist í, gaf til kynna að ránið átti sér stað. Einmitt í sömu svipan hlýtur lögreglu þjónninn, sem fór á undan niður í búð na, að hafa tekið upp frakkann og af hjúpað pokana, sem vai- snyrtilega kom ið fyrir undir honum. Hann sparkaði úigvélinu gamla reiðilega í burtu, því að nú hafði mannfjöldinn fyrir utan allt í einu tekið eftir hinum stórviðburðinum og streymdi yfir götuna til að glápa. Þetta var óvenju laglega gert. Þetta hafði átt sér stað á einu höfuðstrætinu án.þess að nokkur gæti gefið skýra mynd jf þeim mönnum, sem hlut áttu að máli. Tóbakssalinn á horninu sagði okkur allt um ránið. Það hafði verið stolið verð mætum fyrir tíu þúsund pund, sagðl hann ,ennfremur saltstauk úr gulli, sem gamalt virðulegt félag ætlaði að gefa konungbornum brúðguma í útlöndum og hafði verið haft til sýnis í þrjá daga. Það hurfu líka nokkrir smámunir, sagði hann, nokkrir hringjabakkar og stakir skartgripir. Ég sá flækinginn aldrei aftur. Ég yat svo einföld að halda, að hann haíi e|iki viljað sýna sig lengur meðal okkar eft ir að hann hafði orðið sér til skamiyar með morðsögunni og flutt í annað borgar hverfi. Pakkinn kom.viku síðar. Ég fann hánn í póstkassanum kvöld eitt, þegar við vor um að koma úr leikhúsinu. í honum Var «steinamenið. Því var pakkað inn í baðm ull og hjá lá lítið bréf, skrifað rÁeð góðri hendi. Það var stutt og mjög ákiI merkilegt.: * „Kærar þakkir fyrir ómetanlega 'að- stoð yðar“, stóð þar. „Til hamingju. Yð ar cinlægur. . .“ f Undirskrift var. engin og pakkinn hafði ekki komið í pósti. L Þér sjáið þarna vandann, lesandi góð ur: Hvað átt frú A að gera?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.