Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 11
6. nóvember 1966 - Sunnudags ALÞÝBUBLAO 11 Framhald af 7. síðu. i niður, fallnir ög særðir, eyði- lagðar brýr eða önnur mannvirki hverju sinni. Bók Söru Lidman er verðmæt vegna þess að henni tekst að lýsa mannlegum veru- leikanum í stríðsfréttunum, bak við staðreyndirnar um stríðið og áróðurinn fyrir einum eða öðr- um málstaðnum — hvort heldur hún liggur í íhnipri ofan í skurði með ferðafélögum sínum meðan sprengjúflugvélar fara yfir, eða ræðir við skólastúlk- una Le Thi um kosti nætúrinn- ar í Víetnam, þegar hægt er að ganga í skóla éða vinna á ökr- unum eða hjóla um allar triss- ur, eða gengur með Nguyen Doc Khoan láekni um rústir berklahælis sem Bandaríkja- menn gereyddu með loftárásum, ein „mistök” þeirra af hundrað í Víetnam. eða horfir á banda- ríska flugvél skotna niður, eða hlýðir á frásögn Phan Binh Trong um pyntíngarnar í fanga- búðunum Poula Condor í Suður- Víetnam. Og um leið sannar hún hversu ómannleg sú málsvörn er að stríðið í Víetnam sé ill nauðsyn, að það verði að heyja til þrautar; sé ekki barizt þar verði bara barizt annars staðar. jþað sem Sara Lidman sá í Víet- nam var sjálfsagt ekki nema brot, eða brotabrot, sannleikans um landið og þjóðina, um stríð- ið sem þar er háð; sjálfsagt má sjá önnur sannleiksbrot á ann- an hátt. Bók sinni lýkur hún á orðum fangans sem komst lífs af úr fangabúðunum í Poula Condor. Hvernig getur hann lif- að eftir allt sem hann hefur orð- ið að þola? „En það er ekki um mig ein- an að tefla. Þjóðin hefur þjáðst svo lengi. Mín örlög eru engin undantekning. Bróðir minn ALLT Á SAMA STAÐ. kenndi mér að fátækt og rang- læti yrði að ryðja úr vegi. Og flokkurinn og Ho Chi Minh hafa sannfært mig um að það sé. hægt. Enn í dag eru minnst tíu þúsund manns í Poula Condor. Eigum við sem vitum þetta að láta þá farast þar?” Og móti þessum orðum byit ingarmannsins teflir hún lýsingu bandarísku ráðgjafanna í fanga- Vetrarvörur SNJÓKEÐJUR — SNJÓHJÓLBARÐAR VATNSHOSUR — VATNSLÁSAR KVEIKJUHLUTAR — MIÐSTÖÐVAR 6-12 v. „EASY-STARTU-GANGSETJARINN RÆSIVÖKVI — GANGSETNINGAR-KABALAR RÚÐUÞURRKUR, BLÖÐ OG TEINAR VATNSKASSAÞÉTTIR — RAFGEYMASAMBÖND — V ATN SDÆLUR ALLS KONAR LJÓSAPERUR ROFAR ALLS KONAR — LUGTIR. KRÖFUSENDING UM ALLT LAND. Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 2-22-40. búðunum sem fylgdust köldum augum með starfi böðlanna. — „Þeir sátu álengdar og skrifuðu hjá sér.” Hún hefur tekið af- stöðu og setur lesandanum nú kosti. Hans er að velja.. Maður líttu þér nær, kann einhver að segja: er ekki í hverju þjóðfé- lagi næg úrlausnarefni, þó ekki sé sótt í aðrar heimsálfur? Hinn broslegi fundur í Austurbæjar- bíói gaf kannski tilefni til að spyrja sem svo. En f bók sinni tekst Söru Lidman það sem ekki tókst þar: að gera okkur Ijóst að Víetnam varðar okkur öíl, að samvizka heimsins er í okkar eigin brjósti. En hér á landi er einnig tekin afstaða dag hvern manna á meðal og opinberlega. Stundum berum orðum: í blöðunum eftir flokkslínu í áróðursþágu. .En oftast með þögn og undanfprsl- um: það má ekki minnast á Víetnam, því að það er pólitík. Söru Lidman verður ekki 'yísað á bug sem óbreyttum ároðurs- sendli. Hún kom ekki ófyrir- synju til íslands — ef koma henn ar minnir okkur á, að engi.n af- staða er verri en þögnin, sinnu leysið. — Ó.J. ;.j j Ogurlega stór maður með byssu ÉG verð alvepr hneykslaður þegar ég heyri að menn séu að fara á rúpnaveiðar og- kalli það sport. Getur verið að hug myndír manna um sport og veiðímennsku, og þar með 'inddaramennsku, séu svo ó-, liarlmannlegar? Rjúpan er lítill fugl. Og svo kemur ógurlega stór maður með ógurlega stóra byssu og byrjar að prumpa eldi og blýi út um alla móa. Sér ekki hver heilvita maður hve þetta er ókarlmannlegt sport? Annað mál væri ef þetta gæti kallast nauðsyn — ef rjúpan væri meindýr eða menn væru svangir. En því er auðvitað hvor ugu til að dreifa. Það væri miklu skárra að líta á þetta frá sjónarmiði hagnaðarins ein vörðungu, kalla það atvinnu- veg, cg þá mundi góðri rjúpna skyttu leiðast drápið, rétt eins og góður bóndi í sveitinni sér eftir að slátra kindunum sín um á haustin — þó- að það sé vitaskuld lika ókarlmannlegt að vera með einhvern væluhátt út af því cf ekki verður hjá því komizt Ég skyldi því ekki segja orð ef á rjúpnaveiði væri almcnnt litið sem atvinnu á borð við þorskveiði eða kart öflurækt. En svo er bara ekki. Á rjúpna veiðum eru menn yfirleitt að þjóna veiðimennskunáttúru sinni. Og þó að það sé fremur leiðinleg náttúra þá er hún stað reynd í eðli mannsins éins og stendur. En þá eiga menn að stunda karlm.legan og drengi legan veiðiskap en ekki vera að leggja sig niður við að drepa lækjalontur og tittlinga. Fyrir eitthvað tíu árum skrif aði enskur blaðamaður greina flokk í blað sitt um veiði- mennsku í Bretlandi og for dæmdi þann skort á virðingu fyrir náttúrunni er menn færu í flokkum um Iandið til að drepa fugla og héra og önnur smákvikindi með stóra hópa af bandvitlausum hundum með sér. Fyrir álíka löngu var um það skrifað af mikilli vandlætingu í blöð í Skandinavíu að litlu farfuglarnir okkar héðan að norðan væru skotnir eða veidd ir á annan hátt til matar suður- við Miðjarðarhaf. Og mér er sem ég sjái hvern ig það mæltist fyrir á íslandi ef bændur tækju upp á því að skríða rnn túnin sín til að skjóta lóur þegar þær eru að flokka sig á haústin. En frá sjóharmíði veiði- mennsku og riddaraskapar gegn ir nákvæmlcga sama máli um rjúpuna. Það er lítið meiri vandi að veiða rjúpu en að drépa fiskiflugu eða grasfiðr- ildi, þ.e.a.s. ef menn taka eltki upp á þvn í sinhverju óráði að villast, eða skjóta sjálfan sig í fótinn eða detta ofan í gjótu og hálsbrotna. Sport og veiðimennska erú ekki sport og veiðimennska nema veiðimaðurinn leggi eitt hvað undir sjálfur. Annars verð ur veiðimennska bara dráp,1 meiningarlaust dráp og pyntj ingar, og mæli því hver bót sem vill, en ég geri það ekki. En það hvilir gömul hefð- helgi yfir vciðimennskunni þeg ar réttum reglum er fylgt. Hraustmenni fyrri alda mældu þrek sitt við villidýr skóganna' og höfðu þeir þó enga byssú hólka til að berjast með. Og það litla sem eftir er af slíkr? veiðimennsku í heiminum í dag er villldýraveiði í hitabeItis-5 löndum, Suður Ameríku, Afr- íku og Indlandi. Þangað ættú^ veiðiglaðir íslendingar að fara ef þá langar til að reyna skdt ' fimi sína og hugrekkí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.