Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 6
Éfc geymi menið ennþá, en ég get illa gengið með það. Einu sinni ætlaði ég að fleygja því, en það er svo fallegt. Og helfl eklri að það sé verðmætt, en ég hef altírei þoraö að fara með það til skartgrinasala til að ganga úr skugga um það. Þeda er heldur leiðinleg uppákoma. Ég hefði auðvitað getað sent það aft- ar til eigendanna, og það hefði mér auð- vitað borið að gera. En hefði það verið rákið tii mín, hver hefði þá trúað sögu rríinniV Þetta gerðist þegar við áttum heima í London. Við bjuggum í lítilli íbúð í bak- húsi við enda einnar af helztu götum borgarinnar. Þessi gata er svo nafnkunn að ég vil helzt ekki geta hennar. Port ið sem við bjuggum við var eiginlega ekkert nema göng milli stórra skrifstofu bygginga, og inn úr portinu voru aðeins tvennar dyr. Aðrar lágu inn í prent- smiðju, hinar inn til okkar. tbúðin okkar hafði áður verið íbúð hús varðarins við skrifstofuhús, sem náði al- veg fram að götunni. Þegar við fluttum þangað hafði því verið breytt í tvær verzlanir. Þessar búðarholur voru báðar ailðar fyrsta árið, sem við bjuggum þar, þótt flokkur verkamanna hamaðist þar yið vinnu annað veifið, trúlega í því augnamiði að gera breytinguna algerari. -Það er að ýmsu leyti undarlegt að búa í verzlunarhverfi. Eitt er kyrrðin á næt- uffiar. J'egar við fluttum út úr borginni var kvak náttfuglanna næstum of mikið fyrir okkur, eftir alla þögnina í London, þðgár búið var að loka skrifstofunum. Annað einkenni er það, hve vingjarnlegir og heimakomnir allir eru. Ég hef aldrei lcýnnzt jafnmörgu fólki í þeim sveitar- þdrpum, sem ég hef búið í síðan. Verzlanirnar, þar sem maður gat keypt, aliar nauðsynjavörur til heimilisins, voru aiíar liflar og vinalegar og langflestar faldar einhvers staðar inni í porti eins o^ því sem við bjuggum í. Fólkið, sem átpi búoirnar, var elskulegt og hjálpfúst o§} talaði um sína hagi hvenær sem m^nnsta tilefni gafst. Blómakonurnar og götusalarnir voru líka alltaf tilbúin til að rabba, og þegar ég gekk eftir gangstétt inni með ir.nkaupatöskuna þurfti ég að heilsa eins mörgum og ég hefði verið í smábæ, sem hálf milljón af ókunnu fólki hefði allt í einu flætt inn í. Ég sá flækinginn fyrst í portinu okk- arí Ifann sai þar eitt kvöldið inn á milli umbúðakassa frá prentsmiðjunni, þegar ég fór út til að leika mér við Kjána. Kjáni tók hann í misgripum fyrir poka með pappíi'srusli, sem hann var hrifinn af, og flaug á hann. Þessi misskilningur varð til þess að þeir kynntust og í dá- litla stund eftir þetta hafði flækingurinn auga með hundinum, svo að hann hlypi ekki út í umferðina og dræpi sig, méðan ég hitaði dálítið te ofan í karlinn. Hann var hrumur gamall karlflauskur með bogið nef og lítil skörp rauð augu eins og gömul svört rotta, ein þeirra sem koma út og dansa á sporvagnstein- unum undir morgun. Allir fiækingar hljóta að vera skítugir. Það geta ekki verið hreinlegir lifnaðarhættir að liggja alitaf úti. En hann var alveg viður- styggilega skítugur. Hann leit út eins og hann væri nýskriðinn út úr skolpleiðslu, sem hefði aldrei verið hreinsuð. Hann var sótugur upp fyrir haus og klæðnaður inn utan á honum, sem var af margbreyti legum og vafasömum uppruna, var allur með sama grásvarta litnum, og það var ekki liturinn á efninu. Hann var feginn að fá teið, og þegar ég sagðist ekki hafa séð hann áður, sagð- ist hann vera nýkominn frá Cheapside, þar sem hann hefði eytt sumrinu Hann bað ekki um peninga, og auðvitað bauð ég ekki honum neina. Við skildum sem vinir, hann til að búa um sig í umbúða kössunum, sem hann gerði að bráðabirgða heimili sínu, ég til vinnu minnar uppi á loftinu. Hann bjó í kössum í næstum því viku, og við heilsuðumst alltaf allan tímann. Ég sá menið morgun einn, þegar ég var úti að verzla. Það lá á einni af neðri hillunum í stórri skartgripabúð, sem virt ist aðallega selja farandbikara og gjafa- muni; Þessi verzlun var ekki alveg við portið okkar, heldur eitthvað fimmtíu metrum innar við götuna, hinum megin við akbrautina. Ég stóð lengi og virti menið fyrir mér. Það voru sjö stórir steinar, festir í silfur, og í fullkomnun sinni líktist það rósaglugganum í Notre Dame. Ég var enn að horfa á það, þegar flækingurinn kom upp að hliðinni á mér. — Fallegt, finnst þér ekki? sagði hann. — Ætlarðu að kaupa það? Ég hló og benti á innkaupatöskuna, sem föstudagsbein Kjána skagaði upp úr heilu hafi af káli. — Ekki í þessari viku: allir aurar bún ir, sagði ég og ætlaði að halda áfram, en hann virtist líka orðinn hugfanginn af meninu, því að hann færði sig nær til að horfa á það, og ég hefði orðið að stjaka honum til hliðor til að komast aftur út í fólkstrauminn á gangstéttinni. — Það er ekki mikils virði, sagði hann eftir að hafa horft á það um stund. — Farðu inn og spurðu. Ég þori að veðja að þeir nefna einhverja smáupphæð. — Líklega, sagði ég. — En hvað á ég svo að gera? Hann brosti til mín, svo að röð af ójöfnum tannbrotum kom í ljós. — Gera eins og ég, sagði hann. Hypja þig hið bráðasta í burtu. Vertu sæl, frú. Ég fór heim og gleymdi þessu litla at- viki Og næsti dagur var laugardagur. Til þessa var þetta ósköp venjuleg saga, en þegar lögreglan kom í spilið, fór hún að verða dálítið fjarstæðukennd. Laugardagur í borginni minnir alltaf dálítið á síðasta dag fyrir frí í heima- vistarskóla. Færra ókunnugt fólk kem- ur út úr strætisvögnunum rauðu og upp úr jörðinni en aðra daga, og þeir, sem sýna sig, eru greinilega komnir í sunnu dagsskap. Þegar kirkjuklukkan stóra slær tólf, byrjar brottflutningurinn, og þrem ur stundarfjórðungum síðar er gatan eins og leikhús, þegar sýningu er lokið. Gatan fyrir framan portið okkar, sem alla vikuna hafði verið hálfgerð ófreskja, breyttist nú allt í einu í heilt stöðu- vatn af dimmu gleri, sem stöku strætis vagn og leigubíll þutu fram hjá. Auð vitað sást þar fólk, en aðeins fáeinar hræður, og götulögregluþjónamir með stóru hjálmana, sem ég held þeir noti fyrir töskur, stóðu einmana og merki- iegir með sig við þriðju hverjar dyr. Klukkan var að verða tvö þennan laugardag, þegar lögreglan kom. Maður inn minn hallaði sér út um gluggann á vinnustofunni og sagði mér, að tveir lögregluþjónar stæðu á þröskuldinum. Ég fór niður til að opna. Enginn af gestun um okkar hafði látið bíl standa of lengi fyrir framan portið, en þótt samvizka mín væri hrein, hreinni en hún er núna, var mér dálítið órótt innan brjósts. Einn lögregluþjónn getur komið sem vinur, en þegar þeir eru tveir, þá eru það em- bættiserindi. Fyrir utan stóðu tveir þeir stærstu og sakleysislegustu lögregluþjónar, sem ég hef nokkurn tímann séð, og þeim virtist báðum vera dálítið órótt. Þeir hikuðu, horfðu vandræðalega á mig og síðan hyor á annan. Ég beið þess að þeir segðu eitthvað og loks hóf sá stærri máls: — Vilduð þér ekki gera mér' persónulegan greiða, frú? Þetta var svö óvænt beiðni að ég glápti á hann með galopinn munninn, og hann hélt áfram: — Ég vildi gjarnan fá yður til að fara 31 jlWH !A 5-nrSiífifíMb aaOl 30rifnAVOn Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐ - 6. nóvember 1966 Sakamála- saga eftir MARGERY ALLINGHAM fram að götunni og líta inn í tómu verzl- unina hér við hliðina. Segið ekki neitt við nokkurn. Komið þarna bara eins og af tilviljun. Og komið svo aftur hingað og segið okkur, hvað þér haldið það sé, sem þér sáuð. Mér fannst ég verða hálfringluð, en þetta voru áreiðanlega ekta lögregluþjón ar, að minnsta kosti gelti Kjáni eins og óður uppi á stigapallinuip. — Jú, jú, sagði ég eins og bjáni. — Komið þið- ekki með? — Nei, frú, sagði hinn lögregluþjónn inn. — Við viljum ekki neitt uppþot., Skiljið þér? Ég lagði hlýðin af stað, en strax og ég kom út úr portinu sá ég að allar þær vonir, sem vinir mínir í einlcennisbún- ingunum hlutu að hafa gert sér um að Ijöldinn veitti engu athygli, liöfðu ræki- legá brugðizt. Allir í götunni virtust vera á hlaupum í átt að annarri auðu búðarholunni, og ég sá að enn einn lög- regluþjónn flýtti sér upp götuna á vett- vang. Á tröppum verzlunarinnar stóð vinur minn, flækingurinn. Það hvein heldur betur I honum. — Þetta er hneyksli! æpti hann. — Þetta er reginhneyksli. Eftir því sem ég veit bezt hefur það legið þarna í fimm daga. Lítið bara á það! Lítið á það. Ég starði inn um rúðuna og sá allt í einu, hvað hann átti við. Mér varð flök urt af að horfa á það. Aftan til í búð- inni lágu bogadyr inn í bakherbergi, sem fékk ljós inn um glugga á þakinu. Molar af skreytigifsi lágu á víð og dreif, en irini í miðju herberginu lá eitthvað, sem gamall frakki og pokaléreft var lagt yf ir. Lögunin gaf sitt af hverju til kynna. En það sem gerði þetta viðbjóðslegt, var stígvélið. Stígvélið kom fram undan frakkanum svo eðlilegt og þó svo líf- laust. — Þetta er lík! hvein í flækingnum. — Lík! Það er búið að liggja þarna í fimm daga. Lögreglan vill ekki gera neitt. Þetta er morð, það er nókvæm- lega það sem það er. Myrt lík! Hann sneri sér að mér. — Eftir hverju bíðirðu, frú? Farðu og segðu löggunni að þetta sé lík. Ég hrökk upp er ég heyrði rödd hans -og flýtti mér aftur til gesta minna. Þeir voru kurteisir, en bráðlátir, þegar ég sagði þeim álit mitt, og allt í einu rann það upp fyrir mér, hvers vegna þeir hefðu veitt mér trúnað sinn. Lögreglu- þjónn getur ekki farið inn á einkalóð ■ Íi-,N ••»j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.