Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 13
6. nóvember 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐ 13 50Í84, Maðurinn frá léfanbtil Amerísk-ítölsk CinemaScope Ut- mynd. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuff börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. ÓSÝNILEGI IINEFALEIKAKAPPINN. Sýnd kl. kl. 3. irm ">024!* Sumarnóttln brosir gOHMERNATTENS | inGMAR BERGMANS I PRISBEL0NNEOE MESTERVÆRK ÉW Efíor/SK KOMEDIE MED EVA DAHLBECK bjSrnstrahd U U.A JACOBSSON harriet ANDERSSON M A AG* T CARIOUIST tarl Kulle Sýnd kl. 6.45 og 9. Fáar sýningar eftir. PÉTUR VERÐUR SKÁTI. Bráðskemmtileg dönsk litmynd Sýnd kl. 3 og 5. Bftreidaetgendur Bprauium og rettum Fijói ai'grei&sla Bifreiðaverkstæðið VESTUItA> H.F. &áðan’0£ 30, simi 35749. MS. BALDUR fer til Vestfjarða á fimmtudag. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudaig til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyr ar, Súgandafjarðar, Bolungarvík ur og ísafjarðar. AugiýsiS i AlliýSuhiaSinu Áskriftauniinn er 14900 MISSA SOLEMNIS Á efnisskrá „akademíunnar" í Vín, þar sem níunda sinfónían hljómaði í fyrsta skipti hinn 7. maí 1824 voru einnig lof- söngvar með einsöngvara og kór. Það voru þrír þættir úr Missa solemnis, sem hafði verið flutt í heild í Pétursborg þegar í apríl, að tilhlutan Galitzjn fursta. Sex árum síðar kom hún fram í Warndorf, litlum bæ í Norður-Bæheimi, fimm árum þar á eftir í Pressburg, og fimmtán árum síðar var hún flutt í heild í Vín. Þeir ytri atburðir, sem tengdir eru upphafi og sögu messunnar, eru táknrænir, Því að þar og í Sögu níundu sinfóníunnar láta á sér brydda vandamál þess nýja tíma, sem Beethoven boðaði og ruddi brautina. Haydn og Mozart, meðan hann var í Salz burg, höfðu samið messur eftjr pöntun eða vegna þess, að það heyrði til starfs- skyldum þeirra. Missa solemnis var sprott in af innri þörf Beethovens sjálfs. Ytra tilefnið var, að Rúdólf erkihertogi hafði hlotið kardínálatign og átti að vígjast til erkibiskups í Olmútz. Hann var skjpaður í embættið 1819 en átti að taka við því vorið 1820. Beethoven setti sér þá fyrir að semja þetta verk, ekki aðeins til heið urs hinum tigna nemanda sínum, heldur til að sva'la trúarþörf sinni, og hafði hann lengi haft á prjónunum ráðagerðir um trú arlegt kórverk eða sálumessu. Þetta „tækj færisverk" varð í senn mannleg og trúar- leg játning, hafin, yfir allar kennisetning- ar. Árin liðu og sá, sem heiðra átti, hafði fyrir löngu hlotið vígslu sína, þegar Beet- hoven afhenti honum afrit af verkinu 19. marz 1823. Margar ástæður geta hafa vald- ið þessum drætti, svo sem veikindj og vandræði út af bróðursyninum. En það sem í rauninni kom sífellt í veg fyrir, að verkinu yrði lokið, var það, hversu Beet- hoven sökkti sér niður í textann, hinn aldagamla texta tíðasöngsins. í rauninni var textinn honum samgróinn. Hann hafðj samið Esterhazy-messuna 1807. En nú varð hvert orð honum sem ný opinberun, alvöruþrungin reikningsskil, sem ekki varð komizt hjá. Hann braut textann til mergjar í þýzkri þýðingu, og um tónlistina leitaði hann til baka til hins hefðbundna tíða- söngs. í hjarta honum brann þrájn til að tjá allt í persónulegri viðræðu við drott inn, allt sem á honum hvíldi, einstaklingi, sem fann sig vera málsvara samtíðarmanna sinna Þetta er hetjusaga hins göfuga, ein mana manns, sem héðan í frá stendur einn gagnvart guði ög alheiminum, eins og jafn aldri Beethovens, Caspar Davið Friedrjch, hefur sýnt Hann á mynd. Útbreiðsla verksins var Beethoven mikið alvörumál. Hann lét afrita það og bauð það til kaups þjóðhöfðingjahirðum, aðals- mönnum og Cecilíu-félaginu í Frankfurt. í Weimar setti hann von sína á Goethe, sem nú lét ekki" frá sér heyra, í Vín á erkihertogann, og í Berlín treysti hann á aðstoð Zelters. Beethoven lifði það ekkj, að verkið kæmi út hjá Schott, en tilkynn ingin um, að von væri á því bráðlega, barst honum helsjúkum. Minnast má þess, þegar Schuppanzigh, fyrirliði hljóðfæraleikaranna, sem léku flesta strengjakvartetta Beethovens, kvart aði undan því, að erfitt væri að leika viss an kafla í verki eftjr hann, hafi Beethoven svarað. „Heldurðu ef til vill, að ég hafi þína vesölu fiðlu í huga, þegar Andinn kemur yfir mig?“ Einhverju því líku hefði hann svarað til, hefði einhver borið sig illa upp undan háu tónunum, sem hann ætl- ar sóprönum miskunarlaust í messunni. Ekki er þó vitað, að slíkar kvartanjr hafi komið fram við frumflutning verksins og Hanslick, sá sem skrifar gagnrýni um það í Vín 1861, ritar meira að segja: „Beet- hoven leggur ekki eins mikið á raddirnar hér eins og í lokakafla níundu sinfóníunn- ar.“ Að endingu bréf frá Beethoven til B.( 13 Beethoven. Scotts og synjr, tónverkaútgefenda í Mayi ehce. Vín, 10. marz 1824. ... Hvað viðvíkur þessum verkum mínum, sem þið óskið eftir að fá, hef ég upp á að bjóða eftirfarandi: ég vildi, að ekkl dragist of lengi, að þér ákveðið yður; nýja mikla, alvarlega messu fyrir einsöngvara og kór og stóra hljómsveit Mér er erfitt að ræða um sjálfan mig, en ég verð aO segja það, að ég álít þessa messu mitt mesta verk. Qreiðslan fyrjr hana yrði 1000 flói-ínur í reiðu fé: nýja stóra symfóníu, með svipuðum lokakafla og píanófantasía mín hefur með kór, en er þó miklu stærrl í smíðum fyrir einsöngvara og kór, text inn er úr hinum þekkta og ódauðlega Óðl til gleðinnar eftir Schiller. Greiðslan fyrir hana yrði 600 flórínur í reiðu fé: Ennfrem- ur nýjan kvartett fyrir tvær fiðlur, víólu og selló, fyrjr 50 dúkata í gulli. Þessar upphæðir eru settar aðéins til að þóknast yður. Álítið mig ekki neinn kaupalié'áin, þótt ég láti þessar tölur fylgja. Þó að ég sé listamaður og ekkert annað, má ég ekki forsmá veraldarauð. Hann ger ir mér í raun og sanni kleift að vera trúr menntagyðjunum og sjá fyrir þeim mann- eskjum á sómasamlegan hátt, sem eru 1 minni umsjá. Ég vonast eftir að fá að vita sem fyrst um ákvörðun yðar um áðurnefnd verk. Ég er, herra mjnn, yðar einlægur, Beethoven. (Úr bókinni BEETHOVEN, eftir Erich Val- entin í þýðingn Jóns Þórarinssonar, tíma- ritinu Gramophone og Beethoven, Letters, Journals and Conversation í útg. Michaels Hamburgers.) G. P. 1 Bræðrafélag Hallgríms- kirkju stofnað í dag Það var sú tíð, að kirkjulegt starf fól ekki annað í sér en starf prestanna. Engin félagssamtök unnu á vegum kirkju eða safnaða, Nú er þetta mjög að hreytast. Fyrst var farið að dæmi Dana og Norðmanna, að stofna kristileg fé lög, sem stóðu í óbeinu samhandi við kirkjuna, en nú á seinni árum er meira farið að amerísku fyrir myndinn, að byggja félagsli. í kirkjunum eða við þær, og mynda sérstök félög í tengslum við söfn uðinn sjálfan. Nokkur reynsla er fengin í þessum efnum Ihér á landi og í Evrópulöndunum er þetta að verða ríkjandi fyrirkomulag. Skömmu eftir að Hallgrímssöfn uður var stofnaður, varð til Kven félag Hallgrímskirkju. Um nokk I urra ára skeið starfaði æskulýðsfé lag í söfnuðinum, en það lagðist niður, meðal annars vegna húsnæff isskorts. Kvenfélagið hefir hins | vegar starfað með miklum blóma, þrátt fyrir húsnæðisskortinn. í Langt er síðan farið var að ræða | um stofnun bræðrafélags Hall- grímskirkju. Slíkt félaig getur tek | ið að sér mörg og fjölbreytt verk efni. Ég hefi íhér ekki aðeins í liuga byggingu Ihinnar miklu og fögru minningarkirkju, heldur ýmiskonar menningar-i og upp- byggingarstarf. Dálítið hefir verið að því gert á undanförnum árum að hafa kirkjukvöld með fræði legu og listrænu efni á "vegum kirkjunnar. Og kvenfélagið 'hefir ihugsað iun meira en fjársöfnun Fundarefni liðinna vetra sýna það bezt, að félagið hefir látið sér annt um fræðslu og skemmtun af því tági, sem menntar og gleður í senn. Enda þótt það starf, sem hér hef ir verið minnzt á, hafi óefað gert sitt gagn, er full þörf á bræðrafé lagi með sínum sérstöku verkefn um. Fyrir tveim árum var stigið fyrsta skrefið í þá átt að stofna slíkt félag, er ýmissa orsaka vegna hefir ekki orðið af formlegri stofn un fyrr en nú. Fundur verður (hald inn í Hallgrímskirkju í kvöld ifeunnud.) kl. 8,30. Söúnuðurinn er stór, og enn stærri sá hópur sem Ihugsar vel til séra Hallgríms. Kynslóðir koma og fara. Margir þeirra, sem háru hita og þunga dagsins fyrir aldarfjórðun'gi, h.afa nú horfið til feðra sinna. Ný kyn slóð • er að taka við. Þess vegna er það þýðingarmikið, að ungir menn finni sem fyrst, hvaff á þeirra herðum hvílir, og láti ekkí þau verkefni verða út undan, sem andleg menning þjóðarinnar hvil ir á. Mér þykir það góðs viti, aff meðal þeirra, sem standa að stofn un hins væntanlega bræðrafélags Hallgrímskirkju, eru ungir menn. Frummælandi er lögfræðistúdent sem kynnzt hefir kirkjuleigu starfi í öðru landi og hefir hug á að efla samtök yngri kynslóðarinnar í þágu kirkjunnar. Þessi ungi mað ur hefur verið fermdur í Hall- grímskirkju, og það gefur mér tilefni til að „láta orðið ganga“ til annarra, sem þar hafa fermst á undanförnum árum — og sömu leiðis til fermingarbarna rmnna frá þeim árum, er Hallgrímskirkja var ekki til orðin nema sem hug mynd — ég vildi geta hvatt þá til Framliald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.