Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 9
6. nóvember 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐ hann átti mikið og fallegt bóka safn. En því miður eyddist þa'ð í eldi, þegar bærinn í Birtinga holti brann. Fram á elliár var Ágúst Helgason vakinn og sofinn við Þúskapinn. Móeiður kona hans sagði mér, að það væri helzt ekki hægt að fá hann inn frá verki á kvöldin. Þó að allir aðrir væru liættir störfum. Alltaf þurfti hann eitthvað að vera að úðra. Nú býr í Birtingaholti sonur þeirra hjóna Sigurður, mikill tónlistarfrömuð- ur þar eystra og tónskáld. Meðan Ágúst Helgason bjó, dvaldist ég stundum í sumarleyf um mínum í Birtingaholti. Þá var Ágúst að vinna við girðingu fyr ir utan tún, og Magnús sagði: „Heyrðu Þórarinn! Nú skulum við koma til Gústa bróður og vita hvort við getum ekki tafið svo lítið fyrir honum.“ Ég var til í það. En það heppn a'ðist ekki. Ágúst hélt áfram að giröa og leit varla við okkur, þó við yrtum á hann. Þó var hann manna gestrisnastur og ræðn astur. Ég vissi líka, að Ágústi þótti ekki jafnvænt um nokkurn mann og Magnús bróður sinn, og fáir hafa því verið meiri aufúsu gestir i Birtimgaholti en hann. En nú var Ágúst sem sagt önnum kafinn við vinnu og gat ekki sinnt öðru á meðan. „Þarna sérðu, hvernig hann Gústi bróðir er,“ sagði séra Magn lis. „Ég sé, að hann er vant við látinn, og þá þýðir ekkert að reyna að tala við þann. Það er bezt að við göngum hérna upp á hæðina á meðan, ég ætla að kenna þér dá lítið í landafræði." Síðan þuldi hann yfir mér ör nefnin og benti mér á ýmsa staði sem honum voru kærir frá upp vaxtarárunum í Birtingaholti Loks gekk hann með mér að sléttu einni í túninu, sem hann sagði, að Þórarinn Árnason afi minn hefði ræktað á sinni tíð, og hefðu það verið fyrstu jarða bæturnar sem gerðar voru í Birt íngaholti. Auðvitað hafði þessi slétta verið endurbætt síðan, því að hún hafði gengið úr sér, enda engar girðingar fyrrum til varn ar, nema hlaðnir túngarðar, sem tæpast gátu talizt gripheldir. Mörgum árum eftir þetta kom ég að Birtingaholti, og þá var Á- gúst að láta aka áburði á þessa sléttu, er ég vildi kalla Þórarins flöt af því að Þórarinn afi minn hafði ræktað hana. Þá greip mig svo mikil vinnugleði að ég bauðst til að teyma kerruhestinn á milli og fannst með sjálfum mér að fyrir vikið hefði ég með vissum hætti lagt fram minn skerf til þess að hlúa að þessum bletti, sem afi minn hafði ræktað fyrir meira en hundrað árum. Eitt atvik enn er mér minnis stætt frá Birtingaholti. Ég held það hafi verið í eitthvert síð- asta skiptið sem ég kom þangað meðan Ágúst iifði. Þá vorum við hjónin þar stödd um túnasláttinn. Einn daginn var brakandi þurrk ur og þá vann fólkið að því að taka saman hey og koma því upp í sæti. En seint um kvöldið, eftir að allir voru komnir inn frá starfi sé ég hvar Ágúst stendur úti á hlaði. Hann var hár maður vexti en nú sýndist mér hann bera svo lágt rétt eins og hann væri allur í keng. Ég fór að aðgæta þetta betur og sá þá að hánn stóð svona álútur og hallaðist fram eins og hann væri að hlusta eitthvað út í loftið. Öðru hverju rétti hann þó úr sér og bar hönd fyrir augu ög horfði til lofts. Þetta endur- tók hann margsinnis. Mér þóttu þetta svo skrýtnir tilburðir, að ég gekk til hans og spurði, hvað hann væri að gera. „Ég er að hlusta eftir henni Stóru-Laxá‘, svaraði hann og hall aðist enn fram yfir sig í áttina að ánni. Síðan bætti hann við: „Sérðu ekki heysætin þarna í tún Framhald á bls. 10. Þórarinn Guðmundsson með fiðluna (Mynd: Oddur Ölafsson) § Skrifstofustarf Viljum ráða mann til starfa við bókhald á aðalskrifstoíu félagsins. Oliverzlun Islands hf. Hafnarstræti 5 — Keykjavík. Buxnadragtir pils og jakkar NÝTT FRÁ LONDON LAUGAVEGI 116. OPEL 9f^F^ BEEOBD LQ) U Nýtt glæsilegt útlit 12 volta rafkerfi Stærri vél 1 aukín hæð frá vegi Stærri vagn og fjöldi annarra nýjunga SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA A.RMULA mm ‘ TILKYNNING Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að veita styrki til náms erlendis í félagsráðgjöf. Styrkir þessir eru fyrst og fremst ætlaðir þeim, er hyggjast takast á hendur félags- málastörf í stofnunum Reykjavíkurborgar, t.d. í sjúkrahúsum, við barnavernd og félags- málaskrifstofu. Askilið er, að umsækjendur hafi a.m.k. gagn- fræðapróf. Umsóknum skal skilað í skrifstofu félags- og framfærslumála, Pósthússtræti 9, eigi síðar en 30. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri næstu viku daglega, nema laugardag, kl. 16.00—17.00. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 5. nóvember 1966.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.