Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 8
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐ - 6. nóvember 1966 ogpre H Ingólfur Kristjánsson rithöfundur hefur skráð end- urminningar Þórarins Guðmundssonar fiðluleikara og tóaskálds, og koma þeir út í bókarformi einhvern nœstu daga. Nefnist bókin STROKIÐ UM STRF.NGI og er hún gefin út af forlaginu Setberg í Reykjavík. Sunnudags-ALÞÝÐURLAÐIÐ hefur fengið leyfi út- gefanda til að kynna lesendum sínum þessa endur- minningabók ögn nánar, og birtist hér kafli úr bók- inni, ekki heill áð vísu, heldur er úr honum fellt á nokkrum stöðum. Á uppvaxtarárum mínum dvaldist ég þrjá sumartíma í sveit og í öll skiptin hjá prestum. Eitt sumarið var ég hjá frænda mínum séra Árna Þórarinssyni, er þá bjó á Rauðamel. Ennfremur var ég á Staðarhrauni hjá séra Stefánj Jónssyni og loks á Stóra Núpi hjá sálmaskáldinu, séra Valdimar Briem vígslubiskup. Þó að ég væri í góðu yfirlæti á öilum þessum stöðum og liði vel, þá leiddist mér ailtaf í sveit, þeg ar ég var krakki. Þetta þykir mér undarlegt núna því að eitt af því ánægjulegasta, sem ég veit er að ferðast um land ið og komast í snertingu við nátt úru þess og fegurð. En þegar ég var barn bar ég bók staflega ekkert skyn á formfegurð fjalla eða aðra fegurð í lands lagi. Það hefur líldegast stafað af því, að þá var öll formskynjun mín bundin húsum og öðru slíku. Ég gat horft tímunum saman á fall eg hús og dáðst að þeim. Þessi áhugi minn fyrir húsum hefur ef til vill verið sprottinn af því, að faðir minn var alltaf að byggja og teikna hús. Það kann að hafa haft áhrif á mig. Seinna breyttist þetta, og nú hef ég miklu meiri unað af því að virða fyrir mér landslag en hús. En það sem sætti mig bezt við sveitina voru hestarnir. Mér hef ur alitaf þótt vænt um íhesta og vissi fáa skemmtuh betri en að koma á bak þeim. Oft fór ég líka á hestum með móður minni austur í Hreppa, þó að ei væri þá um neinar langdval ir að ræða. Þá heimsóttum við frændfólkið, bæði í Brtingaholti og víðar þar eystra, Einu sinni lof aði hún okkur Eggert báðum með sér austur í sveitir, og ég man að mér þótti þetta ákaflega mikið ferðalag. Eggert reið GamlaGrána og var alltaf langt á eftir. eins og lög gerðu ráð fyrir, Gráni sá um það. Frá því við lögðum af stað af Laugavegi 79 og alla leið austur undir Ingólfsfjall heyrðist ekki hósti né stuna frá Eggerti. Hann reið steinþegjandi allan tímann. En þá var eins og hann rankaði allt í einu við sér, og hann kallaði: „ Mamma, mamma!“ „Já, hvað er að, barn?“ anzar hún og hélt, að eittlivað hefði kom ið fyrir. En þá segir Eggert: „ Mikið voðalega er Laugaveg urinn langur, mamma!“ Hann var þá að velta þvi fyrir sér í þögn inni, hvort öll þessi leið væri Laugavegurinn. — Þetta var líka ein óslitin gata, sem við höfðúm farið. Ég mun hafa verið á áttunda árinu, þegar ég var á Stóra-Núpi. Þó man ég fremur óljóst eftir ferðalaginu þangað austur, að öðru leyti en því, að ég fór þangað í fylgd séra Valdimars og séra Ólafs sonar hans, sem þá var orð inn aðstoðarprestur hans, en Ó1 afur var giftur frænku minni, Katr ínu Helgadóttur frá Birtingaholti. Á leiðinni austur gistum við á bæ, sem hét Bolafótur, og þar átti ég að sofa hjá feðgunum í gestastofunni, en þótti þar svo kalt og kunni ekki við mig, og fékk að skríða upp í hjá einhverjum vinnu manni í baðstofunni. Anna systir mín hafði verið nokkur sumur á Stóra-Núpi á und an mér og undi sér þar vel. Ég hefði líka sjálfsagt fengið að vera þar oftar, ef mér hefði ekki leiðzt. Þetta var þó indælt heimili og allir voru góðir við mig. i En ég kunni betur við mig niðri á Minna —Núpi hjá Brynj ólfi gamla, en hann sagði mér svo mikið af sögum og ég rak úr túninu fyrir hann í staðinn. Einu sinni átti ég að fá að fara í kaupstaðinn með ráðsmann inum á Stóra-Núpi. Ég hlakkaði fjarska mikið til þess að fá að koma á þennan fræga Eyrarbakka sem ég hafði oft heyrt fólkið tala um. Morguninn, þegar leggja • átti af stað, var mér sagt að sækja hest, og bent upp í skai'ð fyrir ofan bæinn og sagt, að þar ætti hann að vera. Ég fór þangað, en sá engan hest. Ég hélt svo áfram að leita hestsins og gekk lengi, áður en ég fann hann. En þá var ég orðinn svo rammvilltur að ég vissi engar áttir. Ég lagði við hest inn og fór á bak en reið í þver öfuga átt og hélt því síðar fram að ég hefði villzt í Heklu. Þegar ráðsmanninn fór að lengja eftir mér, tók hann að leita mín og hestsins. Loks fann hann mig langt fram á heiði, þeg ar liðið var á dag, og það varð ekk ert úr kaupstaðarferðinni í það skiptið. Þegar ég hitti ráðsmanninn, var ég orðinn svo hræddur aí allri þessari villu, að ég þorði ekki méð nokkru móti að ríða ein sámall og tvímemnti því við hann heim áð Stóra-Núpi og ríghélt mér utan um hann. Þegar ég fór heim frá Stóra- Það hef ég hlerað, að menn vilji gjarnan fá einhverja dóma um islenzka sjónvarpið, efnisval þess og dagskrá. Mér kemur slíkt raunar ekki á óvart; fólk vill gjarnan láta hugsa fyr ir sig, og sumum þykir þægi legt að geta vitnað í slíka „dóma“ og haft á takteinum, ekki sízt ef um er að ræða gjörðir náungans. Nú er það fjarri mér aS hafa, nokkra löngun til að segja fólki hvað sé gott og hvað sé ekki gott í íslenzku sjónvarpi, hverjir hafi staðið sig þar með afbrigðum og Kverjir. miður, hvert af efni dagskrár sé merkilegt og hvert ómerkilegt Dóma, um sjónvarpið læt ég bíða, unz ég hef sannfærzt um vanhæfni mína til starfa á þeim vettvangi. En sem upp gjafa ke.nnari fann ég hjá mér löngun til aS miðla dálitlum fróðleik í því angnamiði, að auðvelda fólki að fella sína eigin dóma. Þannig gerði ég tilraun til að gera ofurlítinn samanburð á efni fyrir sjón- varp og xltvarp, gildi tímans, sem fer í að horfa á sjónvarp, möguleikum sjónvarps til fróð leiks og fræðslu, o.s.frv.. í þessum dúr vil ég helzt skrifa, en láta öðrum eftir dóma um forgengilega þætti, sem sjón varp kann að jlytja. Flestum mun Ijóst vera að meginefni sjónvarps eru kvikmyndir af einhverju tagi. I því sambandi er ekki fráleitt að spyrja: Hvernig horfa menn á kvikmyndir? Þetta þykir sjálf sagt mörgum kjqnaleg spurn- ing. Eitt sinn er rætt var um auðvir íslenzkra heiða og þá einkum og sérílagi Ódáðahraun sagði einn okkar mætu' jarð fræðinga.: ,,Menn skyldu ekki horfa á hraunið með gagnaug unum einum saman.“ í augum flestra er kvikmynd aðeins saga í myndum — myndasaga. Vinsælast efni slíkrar myndasögu hefir lengst af verið reyfari af einhverju tagi, ást, blóð, tár, umfram allt með „Happy End.“ Nú höf um við til viðbótar hryllings myndir, sálsýki og nektarsýn- ingar, öfuggahátt í kynferðis málum og klám í ýmsum bún ingi. En hvert sem efnið er, kaupa menn sér gjarnan ,,pró gram“ til að fræðast um sög una og þá,einkum endi hennar. Litir þykja svo sjálfsagðir að fáar sögur verða lengur sagð ar án þeirra. Kvikmynd er Hægrastytt.ing, ufi) til að skemmta þreyttum og gleðja hjarta þeirra milli kvöldverðar og háttatíma. Vissulega er sagan aðall flestra góðra kvikmynda. Höf uðatriði verður þó að teljast hvernig sagan er sögð, fremur en endir hennar. Og þetta er saga í myndum og orðum, í fléttuð tónlist og litum, Ijósi og skuggum. Sagan má ekki vera lengri en góðu hófi gegn ir ,hvort sem hún fjallar um heila mannsævi eða heimsstyrj öld. Það þarf að klippa úr og skeyta saman á réttum stöðum það sem hér hefur verið tal ið er almennt kallað tækni, en þetta evu einmitt stílbrögð kvikmyndahöfundarins. Orðin eru honum ekki næg til túlk unar, tæknibrögð eru honum nauðsyn til að skapa listaverk úr sögu sinni. Sagan ein stend ur ekki án tækni og tæknin þarf oftast, á einhvers konar sögu að halda. í stuttu máli er ékki hægt að kenna mönnum. að njóta þess, sem vel er gert af hendi kvikmyndafrumléiðandans ul an um söguefnið, frekar en hægt er að kenna þeim aö njóta sólarlagsins eða fegurð ar í úfnu hrauni. En é'g full yrði að aukin þekking á þessum hlutúm, sem og öðrum varð- andi tæknibrögð í kvikmynd um og flutningi sjómvarpsefn is, veita mönnuni aukna ánægju af mynd eða dagskrá um mið ur merkilegt efrii. Núpi eftir dvölina þar, var ég sendur , með einhverjum mönnum úr sveitinni, sem leið áttu til Reykjavíkur. Þá bragðaði ég brennivín I fyrsta skipti á ævinni. Það var rigningarhraglandi, og mér varð kalt. Þá gáfu karlarnir mér nokkra dropa úr nestispel anum til þass að ylja mér, og ég held það hafi gert mér gott. En þó að mér leiddist í sveit inni, var ég samt sem áður ó- skaplega hrifinn .af séra Valdi mar Briem. Þetta var svo höfðing legur og fallegur maður, að allir hlutu að bera lotningu fyrir hon um. Sumum þótti hann jaínvel guðdómurinn holdi klæddur. Löngu síðar heyrði ég konu eina í Reykjavík segja frá draumi, sem hana dreymdi. Henni þótti sem hún stæði augliti til auglitis við Jesú Krist, og hún geymdi mynd hans í huga sér eftir að hún vakn aði. Næst sunnudag kom hún í dómkirkjúna, en þá var verið a’ð vígja Jón Helgason biskup. Sér hún þá ekki draummyndina blasa við sér fyrir altarinu í kirkjunni! Þetta var séra Valdimar Briem vígslubiskup í fullum embættis- skrúða. Konan hafði aldrei séð hann fyrr en þarna. Séra Valdimar hlaut að verða öllum minnisstæður, sem sáu hann, meðan hann var upp á sitt bezta. En ég man hann einnig eftir að heilsu hans tók að hraka og hrörnunin setti mark sitt á hann. Alltaf var yfirbragð hans þó tiginmannlegt. Þegar hann var á ferð í Reykjavík kom hann til foreldra minna, og eftir að ég varð fullorðinn heimsótti ég hann nokkrum sinnum að Stóra-Núpi, þegar ég var i heimsókn hjá frænd fólkinu þarna eystra. Sá bær, sem ég kom oftast á fyr ir austan, bæði sem unglingur og löngu síðar, var Birtingaholt, en þar bjó Ágúst Helgason írændi minn. Ágúst var makalaus maður. Starfsþrek hans og vinnusemi var við brugðið. Ef hann unni sér hvíldár frá bústörfum, sat hann við að binda og gylla bækur, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.